Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Fyrir áratug tók undirrituð að sér forfallakennslu og lagði fyrir ní- unda bekk það verkefni að nota penna og blað til að draga upp mynd, í formi ritgerðar, af eigin lífi eftir tíu ár. Þessi unglingahópur, sem nú er á þrítugsaldri, kemur upp í hugann þegar umræða um konur, hlut þeirra á þingi, í fjöl- miðlum og víðar fer af stað. Ástæðan er sú að við yfirlestur verkefna vöktu ritgerðir stelpn- anna athygli. Ekki vegna stafsetn- ingar eða málfræði heldur vegna myndanna sem þær drógu upp. Strákarnir voru ekki í vanda með að sjá sjálfa sig fyrir sér sem atvinnumenn í fótbolta, tæknifræð- inga, blaðamenn og hvaðeina. Ritgerðir stelpnanna fengu for- fallakennarann hins vegar til að klóra sér í hausnum. Ein lýsti reyndar framtíð þar sem hún var í aðalhlutverki. Það var líka við hæfi, hún ætlaði að verða leikkona. Í öðr- um ritgerðum notuðu ritfærar, hæfileikaríkar og námfúsar stelpur pennann til að draga upp myndir af eigin framtíð sem hver um sig hefði sómt sér sem sena úr klisju- kenndum sjónvarpsþætti byggðum á útjöskuðum kynjaímyndum. Ein ætlaði að giftast tannlækni sem ræki eigin stofu þar sem hún skyldi starfa. Önnur skrifaði um myndarlegan löglærðan eiginmann sem dró björg í bú og sú þriðja sá fyrir sér að verja ævinni með lækni – en láðist að geta eigin drauma. Nú gætu einhverjir fussað og velt svo upp öllum röngu spurning- unum eins og hvaða skóli þetta var og hvað foreldrarnir voru að pæla. En skrifin endurspegluðu bara það samfélag sem við þeim blasti, þær skrifuðu út frá eigin hugarheimi sem var jafnraunverulegur og strákanna. Það sem olli áhyggjum var að stelpurnar gátu ekki sett sig í aðalhlutverk, ekki einu sinni í eig- in lífi. Við berum öll ábyrgð á því að berjast gegn úreltum kynjaímynd- um og tryggja að stelpur jafnt sem strákar geti séð sjálfar sig sem að- al, ekki bara auka. RABBIÐ Í aðalhlutverki í eigin lífi Eyrún Magnúsdóttir Líf og fjör var í þingsal í upphafi vikunnar þegar vantrauststillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var tekin fyrir. Hún var felld með 32 atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar. Ýmsir lögðu orð í belg við umræðurnar og hitnaði sumum hverjum meira að segja í hamsi, svo sem Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Sjálfstæðisflokki, og Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, Samfylkingu. Hvernig er það annars, eru þau hjá sama stílistanum? Er það ef til vill Kalli Berndsen? Úti í sal lá vel á flutningsmanni tillögunnar og aðrir þingmenn notuðu tæki- færið til að viðra tækjakost sinn. Birgitta Jónsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir eru engir eftirbátar unga fólksins í þessu landi þegar kemur að snjallsímum, spjaldtölvum og myndavélum. Siv hefur eðli málsins samkvæmt viljað festa augnablikið á filmu enda hverfur hún senn af þingi. AUGNABLIKIÐ ÁTTU FLEIRI ÁSA, ÞÓR? EFTIR JAPL, JAML OG FUÐUR KOMST VANTRAUSTSTILLAGA ÞÓRS SAARI, ÞINGMANNS HREYFINGARINNAR, Á RÍKISSTJÓRNINA LOKSINS Á DAGSKRÁ ALÞINGIS OG FÉKK VIÐEIGANDI UMFJÖLLUN. HÚN VAR FELLD NAUMLEGA. Morgunblaðið/Ómar Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Lengjubikar karla – A-deild R3, KR – Þór. Hvar? Egilshöll. Hvenær? Laugardag kl. 15. Lengjubikarinn Hvað? Málþing – höf- undaréttur, takmörk- un og möguleikar. Hvar? Í Listasafni Ís- lands. Hvenær? Laugardag- inn 16. mars kl. 11-13. Málþing um höfundarétt Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Útgáfutónleikar Johns Grants vegna plötunnar Pale Green Ghosts. Hvar? Silfurbergi Hörpu. Hvenær? Á laugardaginn kl. 20. Meira Myrk og leiftrandi elektróník mætir flauelsmjúkum ballöðum. Útgáfutónleikar Grants Hvað? Fyrirheitna landið – Jerúsalem eftir Jez Butterworth. Hvar? Þjóðleikhúsið, stóra svið. Hvenær? Laugardag kl. 19.30. Nánar: Kraftmikið nýtt verðlaunaverk um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða á okkar dögum. Aðal- hlutverk: Hilmir Snær Guðnason. Fyrirheitna landið Hvað? Mannakorn sigla í gegnum tíð- ina. Hvar? Í Salnum, Kópavogi. Hvenær? Laugardag kl. 20. Mannakornatónleikar Hvað? Sýningar íslenskra fatahönnuða á Reykjavik Fashion Festival 2013. Hvenær? Laugardag kl. 11 til 18. Hvar? Í Norðurljósasal Hörpu. Íslensk fatahönnun * Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.