Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 12
Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 A ðgerðir Baracks Obama Bandaríkja- forseta gegn hryðju- verkamönnum hafa verið í sviðsljósinu í þessum mánuði og þykir málflutn- ingur gagnrýnenda hans bera keim af þeirri gagnrýni, sem hann við- hafði á sínum tíma gegn stjórn George Bush, forvera síns á for- setastóli. Málþóf Rands Pauls, öldunga- deildarþingmanns repúblikana frá Kentucky, gegn tilnefningu Johns Brennans í forstjórastól bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, beindi at- hyglinni að notkun bandarískra stjórnvalda á mannlausum loftför- um til að ráða grunaða hryðju- verkamenn af dögum. Málþóf vekur umræðu Málþóf þingmannsins, sonar Rons Pauls, sem sóttist eftir tilnefningu repúblikana til forsetaframboðs í fyrra, helgaðist af því að bandarísk stjórnvöld neituðu að útiloka af- dráttarlaust að slík loftför yrðu not- uð til að gera árásir í Bandaríkj- unum. Sagði Paul að hann myndi glaður víkja úr ræðustóli ef „forset- inn eða dómsmálaráðherran myndi gera grein fyrir því að þeir, sem ekki teljast vígamenn, verði ekki felldir í Bandaríkjunum“. Hann fékk svar frá Eric Holder dóms- málaráðherra þess efnis að það væri ekki stefna Bandaríkja- stjórnar. Fyrr hafði Holder lýst yf- ir því að Obama hefði engar áætl- anir um að fyrirskipa árásir ómannaðra loftfara á bandarískri grund, en þó væri ekki hægt að úti- loka slíkt undir „óvenjulegum kringumstæðum“ á borð við árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2001. Brennan, sem starfaði í CIA í 25 ár, hefur verið titlaður höfundur áætlunarinnar um að nota ómann- aðar flugvéla í baráttunni gegn Al- Qaeda og raunar áhrifamesti skipu- leggjandi stefnunnar gegn hryðju- verkastarfsemi. „John hefur verið einvaldur í baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum undanfarin fjögur ár,“ sagði Bruce Riedel, fyrrverandi starfsmaður CIA og greinandi hjá Brookings-hugveitunni, við frétta- veituna AFP. „Hann hefur verið af- gerandi í öllum ákvörðunum og helsti tengiliður við erlendar ríkis- stjórnir, einkum Sauda.“ Gagnrýnendur segja að Brennan hafi látið lagaleg áhyggjuefni sem vind um eyru þjóta og stjórnað leynistríði þar sem Bandaríkja- forseti fari með mikið vald án þess að þurfa að standa dómstólum, þingi eða almenningi reikningsskil. „Brennan hefur verið nokkurs konar Forrest Gump eitraðrar stefnumörkunar í þjóðaröryggis- málum,“ sagði Christopher Anders, lagalegur ráðunautur lýðréttinda- samtakanna ACLU, við AFP. „Hann var í herberginu þegar um- ræða fór fram um allt frá pynt- ingum til þess að fella bandaríska ríkisborgara.“ Fyrrverandi embættismenn og starfsfélagar hans sögðu hins vegar að hann væri ekki þrjótur, heldur hefði reynt að draga úr. Hann hefði hafnaði beiðnum CIA og hersins um að færa út kvíarnar í notkun ómannaðra loftfara og þrýst á um strangari reglur til að koma í veg fyrir gagnrýni heima fyrir og mannfall í röðum óbreyttra borg- ara. Ýtir undir tortryggni Öldungadeildin staðfesti tilnefningu Brennans með 63 atkvæðum gegn 34, en málþóf Pauls hefur haft sín áhrif og vakti athygli að það átti hljómgrunn meðal ólíkra hópa, allt frá teboðshreyfingunni á hægri vængnum til vinstri sinnaðra stríðs- andstæðinga, sem eiga fátt annað sameiginlegt. Eins og sagði í fréttaskýringu í The New York Times fer spurning Pauls í kviku djúpstæðrar tor- tryggni Bandaríkjamanna í garð stjórnvalda, hersins og eftirlitsrík- isins. Í henni er dregin upp mynd af vélförum á flugi yfir bandarísk- um borgum og bæjum með búnað til að njósna og drepa undir stjórn andlitslausra embættismanna. Ótt- ann við stjórnvald án aðhalds er að finna bæði á hægri og vinstri vængnum og þeir möguleikar, sem tæknilegar framfarir í smíði vél- menna – eða vélfara – bjóða upp á, gefa tortryggninni byr undir báða vængi. Til marks um hina tæknilegu möguleika er fjögurra mínútna myndband frá rannsóknarstofu flughersins um „örflugför“. Þar er á ferðinni framtíðarsýn þar sem ómannað flugfar á stærð við bý- flugu flýgur inn um opinn glugga og fellir leyniskyttu með ör- sprengju. Mörg hundruð þúsund manns hafa skoðað myndbandið frá því að það var sett á netið árið 2009. Bandaríkjamenn hafa notað ómönnuð loftför til mörg hundruð árása á grunaða vígamenn Al- Leynistríð Obama HÁTT Í FIMM ÞÚSUND MANNS HAFA FALLIÐ ÞEGAR BANDARÍKJAMENN HAFA NOTAÐ ÓMÖNNUÐ LOFTFÖR TIL ÁRÁSA Í PAKISTAN, JEMEN OG VÍÐAR. NOTKUN LOFTFARA TIL ÁRÁSA Á AÐ HEITA LEYNILEG EN ÞÓ ER EKKERT LEYNILEGT VIÐ HANA. ÁRÁSIRNAR FARA HINS VEGAR FRAM ÁN AÐHALDS OG EFTIRLITS OG AÐ SUMRA HYGGJU HANDAN DÓMS OG LAGA. Karl Blöndal kbl@mbl.is Þegar Barack Obama komst til valda tileinkaði hans sér margar þeirra aðferða, sem George Bush, forveri hans á forsetastóli, hafði beitt. Bush hafði sjálfur gert ýmsar breytingar frá fyrra kjörtímabili sínu á því síðara, meðal annars vegna þrýstings frá þinginu og dómstólum. Hann hafði lokað leynilegum fang- elsum CIA og fengið samþykki þingsins til eftirlits án heimildar. Þá hafði hann unnið að því að loka fangelsinu Guantanamo á Kúbu. Obama bannaði harkalegar aðferðir við yfirheyrslur þegar hann kom í Hvíta húsið, en við- hélt ýmsu öðru. Bush hafði beitt mannlausum loftförum til árása, en Obama hefur gengið mun lengra. Þar með hefur hann komist hjá viðkvæmum málum á borð við varðhald og yfir- heyrslur. Obama hefur einfald- lega varpað sprengjum af himn- um ofan á þá hryðjuverkamenn, sem eltir hafa verið uppi í valda- tíð hans. Obama hét því að loka fang- elsinu í Guantanamo og að rétta yfir þeim, sem skipulögðu hryðjuverkin 11. september 2001 fyrir borgaralegum dóm- stólum. Þeim fyrirætlunum hans var hrundið. Sumir segja að Obama hafi einfaldlega yfirtekið stefnu Bush, aðrir halda því fram að hann sé hófstilltari. En Obama hefur ugglaust hagnast á því að margir hörðustu gagnrýnendur Bush eru tregir til að gagnrýna for- seta úr röðum demókrata. Barátta Baracks Obama gegn hryðjuverkum var að mörgu leyti framhald af stefnu George Bush, forvera hans, þ. á m. notkun ómannaðra loftfara. AFP FRÁ BUSH TIL OBAMA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.