Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 16
*Nemendur í Kvennaskólanum fóru í ævintýraferð til Sikileyjar og lentu m.a. í sprengjuhótun »18Ferðalög og flakk Við höfum búið í Las Palmas í rúm þrjú ár, við La Isleta-svæðið nyrst í borginni við flottustu ströndina að mínu mati; Las Canteras. Gríðarlega margt er að skoða á eyjunni og afþreying mikil en hversdagsleikinn er líka mjög fínn, veðrið alltaf ágætt, einstaka sinnum vindur, en kuldinn aldrei mikill, nema til fjalla þar sem getur snjóað á köldum vetrardögum. Strákurinn okkar fæddist hér og það gekk mjög vel. Það var daginn eftir að Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fótbolta! Fólk spyr okkur oft þegar við komum til Íslands af hverju við séum ekki brún, en það er bara þannig að þegar maður býr á svona stað reynir maður oft að forðast sólina! Atli Þór Ragnarsson. Hjónin Ragnheiður Ragnarsdóttir og Atli Þór Ragnarsson með soninn Ragnar Starra. Fjölskyldan kann mjög vel við sig á Kanaríeyjum. Ragnheiður og Ragnar Starri á Las Canteras-ströndinni í Las Palmas. Gott að búa á Kanarí Það er fallegt við Rocque Nublo. PÓSTKORT F RÁ LAS PALM AS É g var svo lánsamur að búa í Buenos Aires árið 2009. Mögn- uð borg og magnað land, Argentína,“ segir Þorfinnur Óm- arsson. „Ég flutti til Buenos Aires til þess að fara þar í meistaranám í alþjóðaviðskiptum. Já, fleygði mér beint í djúpu laugina, í háskólanám sem var eingöngu kennt á spænsku. Vissulega nokkur áskorun á þeim tíma, en gekk þó fullkomlega upp. Fyrir utan masterinn varð dvölin og námið til að stórbæta spænskukunnáttu mína,“ segir hann. „Eftir að hafa búið í fjórum heimsálfum – og ferðast um enn fleiri – fer ég ekki ofan af því að Buenos Aires er á meðal allra skemmtilegustu borga,“ segir Þorfinnur. Eitt af því sem stendur upp úr frá Argentínu er ferð hans um Patagóníu, hið ógnarvíðlenda hérað í suðurhluta Argentínu og Chile. „Ferðina fór ég með öðrum félaga mínum úr masters- náminu, Pedro nokkrum Dreisch. Við skröltum þangað á gamalli Ford Fiesta. Fyrsti leggurinn var frá Buenos Aires til Bariloche uppi í Andesfjöllum, „aðeins“ 1.700 kílómetra leið sem við tókum í einum rykk, á einum degi. Það jafnast á við að keyra hringinn á Ís- landi og halda svo áfram frá Reykjavík til Akureyrar til viðbótar. Fjallgangan í Andes-fjöllum er ógleymanleg, í einhverju fegursta umhverfi sem ég hef augum litið. Við gistum í sæluhúsi sem hafði hvorki hita né rafmagn, svo það var vissara að hafa hlýjan svefn- poka. Eitt sinn sveif rétt yfir höfðum okkar risavaxinn kondór, stórkostlegra dýr hef ég ekki séð um ævina. Pedro hafði það ekki heldur, heimamaðurinn sjálfur.“ Þorfinnur tekur svo til orða að sumir Argentínumenn séu vafa- laust stoltir yfir landa sínum, páfanum nýkjörna, en aðrir séu skömmustulegir yfir forneskjulegum viðhorfum hans. „Sjálfur get ég líka verið stoltur yfir dvölinni í Argentínu. Draumurinn er að fara þangað aftur og ferðast eftir „Ruta-40“, veginum sem liggur eftir endilöngum Andesfjöllum, allt að syðsta odda Suður-Ameríku. Þá verða skrifaðar mótorhjóladagbækur.“ FAGURT ER Á FJÖLLUM Gengið um Patagóníu STUTT FACEBOOK-SAMTAL VIÐ ARGENTÍNSKAN VIN Í KJÖLFAR PÁFAKJÖRSINS Á DÖGUNUM FÉKK ÞOR- FINN ÓMARSSON TIL AÐ HUGSA TIL ÁRSINS 2009. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.