Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Ferðalög og flakk C omeniusar-verkefni, sam- starfsverkefni Kvenna- skólans í Reykjavík og framhaldsskóla í Pa- lermo á Sikiley, hófst haustið 2011 þegar þrír kennarar komu að utan til að undirbúa verkefnið. Verkefnið heitir Líf í skugga eldfjalls og helstu viðfangsefni þess eru mannlíf, jarðfræði og saga. Í kjölfarið hófu nemendur í báð- um skólunum samstarf, t.d. á Fa- cebook, auk þess sem þau lærðu nokkur einföld hugtök í báðum tungumálunum. Nemendur beggja skólanna undirbjuggu kynningar á landi sínu og þjóð og auðvitað einn- ig á skólanum. Þessi undirbúnings- tími stóð allan veturinn. Samband komst á eftir að kenn- arar úr báðum skólum kynntust á ráðstefnu hér á landi. Kvenskælingar héldu utan í maí í fyrra og gistu nemendur á heimilum ítölsku krakkanna, þannig að þeir fengju að kynnast daglegu lífi fólks á svæðinu. Móttökur voru höfð- inglegar, hver fjölskylda beið á flug- vellinum og fagnaði sínum manni. Gestrisnin var eftir því. „Það var greinilegt að við vorum velkomin, á einu heimilinu gengu hjónin meira að segja úr rúmi fyrir tveimur stelpum úr okkar hópi,“ segir Friðrik Dagur Arnarson jarðfræðikennari, sem var fararstjóri í ferðinni ásamt Þórhildi Lárusdóttur enskukennara. Töluðu litla ensku Þar sem kvenskælingarnir voru að- eins fleiri, 24 á móti 20, þurftu nokkrir að tvímenna á heimili. Nem- endur upplifðu sitthvað með sínum gestgjöfum, svo sem stórfjöl- skylduboð, afmælis- og ferming- arveislur. Tveir nemendanna, Anna Hjördís Gretarsdóttir og Sturla Lange, segja það hafa komið sér á óvart hversu litla ensku ítölsku krakkarnir töluðu og fyrir vikið hafi samskipti verið torveldari en þau höfðu gert ráð fyrir. Íslensku nem- endurnir þurftu að einfalda mál sitt og eiginlega bara tala í stikkorðum. „Við lærðum nokkur orð í ítölsku, að- allega kurteisisfrasa,“ upplýsir Þór- hildur. „Og dónafrasa,“ bætir Anna Hjördís við. „Ekki hjá okkur,“ flýtir Þórhild- ur sér þá að segja. Þær hlæja. „Ítölsku krakkarnir lærðu sama og ekkert í íslensku á móti,“ segir Sturla en að vísu var tekið á móti kvenskælingum með hinum eld- hressa söng „Kanntu brauð að baka“, sem íslensk kona sem búið hefur í Palermo í fjóra áratugi var Hressar Kvennaskólapíur í grasagarðinum. ÆVINTÝRAFERÐ NEMENDA Í KVENNASKÓLANUM Hugsað út fyrir veggi skólastofunnar SÍÐASTA VOR FÓR HÓPUR 24 NEMENDA OG TVEGGJA KENNARA ÚR KVENNASKÓL- ANUM Í REYKJAVÍK Í ELLEFU DAGA FERÐ TIL SIKILEYJAR OG DVÖLDUST NEMENDURNIR Á HEIMILUM ÍTALSKRA JAFNALDRA SINNA. FARIÐ VAR UPP Á ETNU OG ÚT Í EYJUNA VULCANO OG UNNIÐ Í SKÓLANUM, ÞAR SEM HÓPURINN LENTI M.A. Í SPRENGJUHÓTUN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Íslenski hópurinn í grasagarðinum í Palermo. Það var ævintýri líkast að koma á eyjuna Vulcano. HÚSGAGNAHÖLLIN • B í ld shöfða 20 • Reyk jav í k • s ím i 558 1100 OPIÐ Vi rka daga 10-18 , l augard . 11 -17 og sunnud . 13-17 SÖDAHL PÚÐAR, BAÐVÖRUR, RÚMFÖT OG DÚKAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.