Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 20
Morgunblaðið/Golli M eð hækkandi sól færist líkamsrækt út fyrir húss- ins dyr, líkt og er upp á teningnum hjá ket- ilbjölluþjálfuninni Kettlebells Iceland. Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk Jóhannesdóttir fluttu í íbúðarhús í Mosfellsbæ síðasta sumar og ákváðu að hanna æfingaaðstöðu á sjálfu heimilinu, í stórum bílskúr. Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en þau eiga fjóra drengi sem nýta sér aðstöðuna vel. En fyrir hverja eru ket- ilbjölluæfingar? „Alla, því að bjöllurnar eru misþungar, frá 4 upp í 48 kíló, svo hver og einn getur lagað æfingarnar að sinni getu. Í Mosfellsbæ reynum við núna að vera úti í bland við inniveru en í Nauthólsvík erum við búin að vera úti í allan vetur, tvisvar í viku,“ segir Guðjón. Ketilbjölluæðið sótti Ísland heim árið 2006 en þau hjónin í Mosfellsbæ stukku strax til eftir að hafa lært listina í Dan- mörku og fylgdu Íslendingum úr hlaði meðan íþróttin var að slíta barnsskónum hér heima. „Kannski kemur það fólki mest á óvart hve mikið er verið að vinna með eigin styrk líkamans og jafnvægið. Og þetta er ekki eins og oft er; sérhæfðar æfingar sem skila sér ekki úti í hinu daglega lífi. Æfingarnar nýtast utan æfingatímans líka.“ LÍKAMSRÆKTIN ÚT Út undir bert loft LÍKAMSRÆKT ER VÍÐAST HVAR AÐ FÆRAST ÚT Á STÉTT ENDA VOR Í LOFTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Rólurnar eru meðal annars notaðar til að gera svokallaðar upp- hífingar. Æfingarnar eru oft þannig að fólk skiptir sér milli stöðva. Þessi æfing reynir mikið á magavöðva og bak þar sem herpa þarf þá vöðva meðan reipinu er sveiflað. Hjónin Guðjón Svansson og Vala Mörk Jóhannesdóttir. Trédrumbar sem búið var að fella við Mógilsá nýttir við æfingar. Ketilbjöllum sveiflað á gangstéttinni fyrir utan heimilið við Engjaveg í Mosfellsbæ. Ketilbjöllum er bæði lyft og þeim sveifl- að í æfingunum.*Heilsa og hreyfingBreska blaðið The Guardian gefur tíu ráð til að lengja lífið og bæta heilsuna »23

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.