Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 M argrét Sverrisdóttir og Odd- ur Bjarni Þorkelsson eru par til átján ára og hafa unnið saman við margvísleg leikhúsverkefni á þessum tíma. Hún er þekktust sem Skotta og er um- sjónarmaður Stundarinnar okkar en Oddur er handritshöfundur ásamt henni. „Við erum bæði Þingeyingar. Ég er frá Húsavík og hann er úr Aðaldalnum,“ segir Margrét. Hvernig byrjaði áhugi þinn á leiklist? „Hann byrjaði snemma eins og hjá mörgum börnum. Ég var mikið með leikfélaginu á Húsavík áður en ég fór sjálf í nám,“ segir Margrét, en hún útskrifaðist frá Arts. Ed í London. „Ég var leikhússjúk. Pabbi var mikið í leik- félaginu og ég sá allar sýningarnar oft. Út- varpsleikhús elskaði ég meira en allt annað en ég hlustaði ekki á popptónlist,“ segir Margrét en þegar hún var krakki tók hún ekki upp vinsældalista Rásar 2 heldur Útvarpsleikhúsið á Rás 1 og hlustaði á spólurnar aftur og aftur. Hún hefur einu sinni leikið lítið hlutverk í Útvarpsleikhúsinu og segir það hafa verið „ofsalega gaman“ og grínast með að hana dreymi um Útvarpsleikhúsið meðan aðra dreymi um Þjóðleikhúsið. Leikhús í bílskúrnum „Svo rak ég leikhús í bílskúrnum heima. Al- vöru leikhús með tjaldi, poppi í hléi og kara- mellum. Ég hef alltaf verið búningasjúk. Öskudagur var minn dagur og búningarnir voru planaðir með margra mánaða fyrirvara. Á sprengidagskvöld var alltaf grímuball í skól- anum,“ segir hún og þar fengu búningarnir að njóta sín en á öskudaginn sjálfan fóru hún og vinir hennar í „fatakistu heima með gömlum fötum af mömmu og pabba frá sjöunda ára- tugnum. Við klæddum okkur upp á og fórum síðan í bæinn og sungum.“ Hvernig var þetta í Aðaldalnum? „Ekkert svona. Maður var látinn leika eitt- hvað í skólanum. Mér fannst það allt í lagi en það var ekkert endilega frekar fyrir mig en eitthvað annað. Ég var meira fyrir það að lesa,“ segir Oddur sem fór síðar á kaf í leik- listina, þegar hann var í Framhaldsskólanum á Laugum og í VMA. „Í beinu framhaldi af því var ég aðstoðarmaður leikstjóra og lék með Leikfélagi Akureyrar einn vetur. Svo var ég að leika með allskonar leikfélögum þangað til ég fór að leikstýra.“ Kynntust í leiksýningu Margrét og Oddur kynntust í einni slíkri leik- sýningu árið 1995 hjá Framhaldsskólanum á Húsavík, hún var að leika og hann leikstýrði. Þau hafa verið saman allar götur síðan. Þau fóru út í nám til Bretlands árið 2000. Oddur fór til Bristol og nam við Bristol Old Vic-leikhússkólann á meðan Margrét var í London. Oddur var úti í eitt ár en Margrét í tvö en hann nam leikstjórn á meðan hún lærði leiklist. Þau hafa alltaf unnið mikið saman og oftar en ekki hefur Oddur leikstýrt en Margrét leikið, búið til leikmynd eða hannað búninga. „Við höfum unnið mikið saman og svo þeg- ar fram liðu stundir fórum við að leikstýra saman,“ segir hann og nefnir Halaleikhópinn undanfarin tvö ár sem dæmi. „Við höfum unn- ið heilmikið saman í leikhúsi,“ segir Oddur og Margrét segir samstarfið hafa gengið vel: „Þetta hentar mjög vel því við höfum áhuga á ólíkum hlutum þannig að það raðast mjög fallega hver gerir hvað; mig langar ekkert að gera það sem hann er að gera og öfugt,“ segir hún. „Við bætum hvort annað upp,“ segir hann en samvinnuverkefni þeirra hafa verið af ýmsum toga. „Við vorum ráðin árið 2005 til að vera yfir- umsjónarmenn fyrir verkefni í Mývatnssveit, Jólasveinana í Dimmuborgum,“ segir Oddur en þau eru sérlegir talsmenn jólasveinanna og hafa gert tíu sjónvarpsþætti um þá í samstarfi við RÚV. „Við þurftum að byggja þetta upp frá grunni,“ segir hún. „Þeir hafa fylgt okkur og við þeim víða. Við erum búin að fara með þá til Japans, Þýska- lands, Danmerkur, Finnlands og Lapplands,“ segir Margrét. „Þeir eru svo heilbrigðir, einlægir og skemmtilegar skepnur,“ segir Oddur um jóla- sveinana. „Svo var Stúfur með einleik árið 2007. Hann dreymir um að vera frægur,“ segir Margrét sem þekkir Stúf sérlega vel. „Hann er lítill maður með stóra drauma,“ segir Odd- ur. Vel við orðið alþýðulistamaður Þjóðlegt stef virðist vera ráðandi í flestu sem þau taka sér fyrir hendur. „Á tímabili var ég alltaf að leika í þjóðbún- ingum á sauðskinnsskónum,“ segir Margrét. „Ef það ætti að fara að flokka mann sem listamann þá er mér ákaflega vel við orðið al- þýðulistamaður. Þjóðlegt er gott,“ segir Odd- ur og segir meira hægt að gera með íslenskar hefðir og arfleifð. „Við erum kjötsúpufólk. Við erum á þessum nótum þegar við setjumst niður að búa til heiminn fyrir Stundina okkar. Disney- heimurinn er búinn að vera svo ráðandi í sjón- varpi,“ segir hann en þau langaði að gera eitt- hvað allt annað. „Við settumst niður og fórum markvisst að skoða allar álfa- og stokka og steinasögur, allar þjóðsögur sem við komum höndum yfir. Við þekkjum jólasveinana en þarna fórum við niður fjallið og í dalinn,“ seg- ir hann og Margrét útskýrir nánar: „Við vildum ekki gera þetta á gamaldags hátt. Það hefur verið ofsalega gaman að vinna með þessa hugmynd og við höfum gefið okkur ákveðið frelsi í að túlka hana og festum okkur ekki í hvernig þetta var nákvæmlega í þjóð- sögunum.“ Ekki hor og lopi Slagorðið var: „Ekki hor og lopi,“ en þau vildu komast í burtu frá kuldanum og vosbúð- inni. „Okkur langaði að fá arfinn hingað til okkar en ekki fara til baka,“ segir hann. Hvað hugsið þið um þegar þið skapið fyrir börn? „Okkar útgangspunktur er: stuð er skemmtilegt, en það þarf ekki að vera að „handfarta“ í hálftíma, maður verður þreyttur á því. Það er óþolandi að tala við börn eins og hálfvita og við tölum ekki niður til barnanna. Við skrifum það sem okkkur finnst skemmti- legt og treystum því að öðrum finnist það líka,“ segir hann og Margrét segir að þau vilji ekki vera með of mikinn æsing. Hún er í gervi í Stundinni okkar og vart hægt að þekkja hana og Skottu sem sömu manneskju þegar hún er komin úr gervinu. „Mig langar ekki til að þetta sé ég, að ég sjálf sé eitthvað aðal, heldur persónan,“ segir hún en bætir við að krökkunum bregði stundum þegar þeir beri kennsl á röddina hennar Skottu í Bónus, þó þeir þekki ekki endilega andlitið. Margrét og Oddur eru þjóðleg. „Ef það ætti að fara að flokka mann sem listamann þá er mér ákaflega vel við orðið alþýðulistamaður. Þjóðlegt er gott,“ segir Oddur. „Við erum kjötsúpufólk“ ÞINGEYINGARNIR MARGRÉT SVERRISDÓTTIR OG ODDUR BJARNI ÞOR- KELSSON BÚA SAMAN OG VINNA SAMAN, EKKI AÐEINS Í STUNDINNI OKKAR OG FJÖLMÖRGUM LEIKHÚSVERKEFNUM, HELDUR ERU ÞAU LÍKA SAMAN Í HLJÓMSVEIT. SVEITIN TÚPÍLAKAR ER SAMT ÖLLU ÓVIRKARI EN HIN HLJÓMSVEITIN SEM ODDUR ER Í EN HANN ER HLUTI AF LJÓTU HÁLF- VITUNUM. Á SUMRIN VINNA ÞAU SÍÐAN VIÐ TORF- OG GRJÓTHLEÐSLU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í gervi Skottu í Stundinni okkar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.