Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
fyrir kláfferju. „Margir sem búnir
eru að ganga upp einu sinni myndu
eflaust fegnir leggja fé í söfn-
unina,“ segir Guðmundur og hlær
við.
Tífalt fleiri en venjulega
Dagbjartur Ómarsson, forstöðu-
maður skíðasvæðisins í Oddsskarði,
segir að um þriðjungur allra gesta
vetrarins hafi komið um páskana en
rúmlega 5.000 skíðaiðkendur lögðu
leið sína þangað. „Á svæðið komu
um tífalt fleiri en eru um venjulega
helgi,“ segir Dagbjartur.
Sólin skein á gesti og segir Dag-
bjartur að versti dagurinn hafi ver-
ið páskadagur; þá var nærri logn en
sex stiga frost. Hina dagana var
hiti við frostmark. „Við höfum haft
þrjá til fjóra sólardaga í vetur en
svo var sól alla fimm dagana núna
og er enn,“ segir Dagbjartur.
Hann segir að flestir gestanna
hafi verið heimamenn og brott-
fluttir. „Þetta jafngildir því að um
25-30% af allri Fjarðabyggð hafi
komið til okkar til að fara á skíði
um páskana,“ segir Dagbjartur.
Hann segir að starfsfólkið upplifi
hálfgert spennufall eftir þá miklu
ös sem var undanfarna daga.
Framundan er svo skíðamót Aust-
urlands um næstu helgi og helgina
fyrir páska var unglingalandsmót.
„Þetta er gríðarlegt álag og við er-
um undirmönnuð en þau fórna sér
öll í þetta,“ segir Dagbjartur. „Við
eigum von á 6-700 grunnskólabörn-
um á svæðið á næstu dögum. Þetta
er stanslaust partí!“ segir Dag-
bjartur. Um 1.200 manns voru á
svæðinu á föstudaginn langa og
voru þá um tíu mínútur í bið í skíða-
lyfturnar þegar mesta álagið var.
Metaðsókn á Siglufirði
Á heimasíðu skíðasvæðisins á
Siglufirði kemur fram að met-
aðsókn hafi verið og um 5.000
manns komið um páskana. 4.500
heimsóttu skíðasvæðið á Ísafirði.
1.500 skíðaiðkendur voru á Dalvík
og 1.120 lögðu leið sína á Tindastól
á Sauðárkróki. Alls staðar var veð-
ur með besta móti.
Rúmlega 40 þúsund á skíðum
Veður lék við skíðaiðkendur um páskahelgina Besta aðsókn um páska frá upphafi í Hlíðarfjalli
að sögn forstöðumanns Þriðjungur allra gesta vetrarins í Oddsskarði Metaðsókn á Siglufirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skíðagleði Að sögn framkvæmdastjóra Bláfjalla var fjölskyldufólk
áberandi meðal þeirra skíðaiðkenda sem lögðu leið sína þangað.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Úr Hlíðarfjalli Tæplega 11 þúsund manns lögðu leið sína í Hlíðarfjall á Akureyri og skíðuðu í fyrirtaks veðri um páskahelgina.
Í tölum frá Vegagerðinni kemur
fram að umferð jókst um 7,8-
9,8% frá því sem var páska-
helgina árið 2012 á þeim þrem-
ur vegaköflum sem voru skoð-
aðir. Umferð jókst um 9,8% um
Hellisheiði, um 7,9% um Hval-
fjarðargöng og um 8,9% um
Holtavörðuheiði. Umferð dróst
saman á 12,6% á Holtavörðu-
heiði á páskadag miðað við
sama dag í fyrra en jókst á móti
um 15,6% annan í páskum. Um-
ferð dróst einnig saman um 1%
í Hvalfjarðargöngum á páska-
dag en jókst um 10,2% annan í
páskum. Umferð um Hellisheiði
var meiri í ár en alla páskadag-
ana í fyrra. Meðalbílaumferð var
7.964 bílar á Hellisheiði, 6.050
bílar um Hvalfjarðargöng en
1.501 bíll um Holtavörðuheiði.
7,9-9,8%
aukning
UMFERÐ UM PÁSKAHELGI
13.100
manns á skíðum í Bláfjöllum
10.968
manns á skíðum í Hlíðarfjalli
5.084
manns á skíðum í Oddsskarði
5.000
manns á skíðum í Siglufirði
‹ GÓÐ AÐSÓKN ›
»BAKSVIÐViðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Rúmlega 40 þúsund manns heim-
sóttu helstu skíðasvæði landsins
yfir páskana. Er það almennt mál
stjórnenda skíðasvæðanna að að-
sóknin hafi verið með besta móti
og að veðrið hafi leikið við skíða-
iðkendur.
Skíðaiðkun um páska í sálinni
„Helgin var æðisleg. Þótt veðrið
hafi ekki verið brjálæðislega gott
og einungis byrjendasvæðið væri
opið á fimmtudag var aðsóknin
mjög góð í heild,“ segir Magnús
Árnason, framkvæmdastjóri
skíðasvæðisins í Bláfjöllum. „Það
var gríðarlega mikið af fjöl-
skyldufólki og fólki sem var að
fara í fyrsta skipti í vetur. Þannig
að það er greinilegt að skíðaiðkun
um páskana er greypt í sálu fólks
og hefur verið lengi,“ segir Magn-
ús.
Hann segir að um helgina hafi í
fyrsta skipti verið hægt að hafa
opið alla páskana síðan árið 2009.
Fyrir vikið komu rúmlega 13 þús-
und gestir á svæðið. Flestir voru á
föstudaginn langa þegar 4.500
manns renndu sér á skíðum í Blá-
fjöllum.
Bestu páskar frá upphafi
„Þetta voru allra bestu páskar í
Hlíðarfjalli frá upphafi og veðrið
átti stóran þátt í því að svo var,“
segir Guðmundur Karl Jónsson,
forstöðumaður skíðasvæðiðisins í
Hlíðarfjalli. 10.968 manns hafi
greitt sig inn á svæðið. „Það
myndaðist mikil stemning. Sumir
komu á svæðið með garðstólana og
nutu veðurblíðunnar á meðan aðir
skíðuðu,“ segir Guðmundur. Hann
segir að svæðið hafi farið létt með
að bera allan mannfjöldann en
meðalbið í skíðalyftur hafi verið 14
mínútur þegar álagið var hvað
mest. Rúmlega 2.300 manns heim-
sóttu fjallið á skírdag og á páska-
dag þegar flestir komu. „Það var
nægur snjór og hægt að skíða
mjög víða. Ekkert kom upp á, eng-
in umferðarteppa og í raun fór allt
fram úr okkar björtustu vonum.
Það verður allt svo auðvelt þegar
veðrið er gott,“ segir Guðmundur.
Hann segir marga hafa gengið
upp á topp Hlíðarfjalls. Upp hafi
komið hugmynd um að setja söfn-
unarbauk á toppinn til að safna fé
Tíðarfar í nýliðnum marsmánuði
telst hafa verið fremur hagstætt, að
undanskildum nokkrum dögum
snemma í mánuðinum, samkvæmt
stuttu yfirliti frá Veðurstofu Íslands.
Um slæmu dagana segir þar: „Þá
gerði talsverða frosthörku og slæm
hríð gekk yfir meginhluta landsins.
Verst var hún hinn 6. þegar segja
mátti að samgöngur á landi og í lofti
legðust af.“
Eftir óveðurskaflann batnaði
veðrið og var síðari hluti mánaðarins
hagstæður. Vindur var þá lengst af
hægur og úrkoma lítil. Loftþrýst-
ingur var með hæsta móti í mars sl.
Hiti var aðeins yfir meðallagi um
landið sunnan- og vestanvert og á
vestanverðu hálendinu. Hitinn var
rétt um eða undir meðallagi á Norð-
austur- og Austurlandi. „Meðalhiti í
Reykjavík var 1,2 stig sem er 0,8
stigum yfir meðallagi áranna 1961 til
1990. Meðalhiti á Akureyri var -1,4
stig og er það um -0,2 stigum undir
meðallagi sömu ára.“
Hæsti meðalhiti mánaðarins
mældist í Surtsey 3,0 stig en lægstur
var hann á Brúarjökli -7,7 stig.
Lægsti meðalhiti í byggð mældist í
Svartárkoti í Bárðardal, -4,9 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist á
Dalatanga hinn 25. mars, 15,7 stig. Á
mannaðri stöð á sama stað mældust
þá 14,5 stig og mældist hvergi meiri
hiti á kvikasilfursmæli í mánuðinum.
Lægsti hiti mánaðarins mældist við
Gæsafjöll hinn 5. mars, -18.1 stig.
Lægsti hiti í byggð mældist í Möðru-
dal hinn 26. mars, -17,4 stig. Sama
dag mældist lægsti hiti á mannaðri
veðurstöð -15,5 stig á Grímsstöðum
á Fjöllum. Hiti fór ekki upp fyrir
frostmark á neinni veðurstöð hinn 5.
mars. Slíkt gerðist síðast 9. desem-
ber 2011.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 162,5 og er það 51 stund
umfram meðallag. Ekki hefur verið
jafn sólríkt í Reykjavík í mars síðan
1999. Meðalloftþrýstingur í Reykja-
vík var 1019,7 hPa og er það 16,6
hPa yfir meðallagi áranna 1961 til
1990. Meðalþrýstingur hefur ekki
verið svo hár í mars síðan árið 1962.
gudni@mbl.is
Marsveðrið fremur hagstætt
Óveðurskafli fyrstu dagana en eftir það var hægviðri Loftþrýstingur var
óvenjuhár Sólríkt í Reykjavík og hiti yfir meðallagi sunnan- og vestanlands
Morgunblaðið/Ómar
Óveður Hvellurinn hinn 6. mars sl. verður mörgum minnisstæður. Sam-
göngur tepptust á landi og í lofti. Margir urðu veðurtepptir á leið til vinnu.
Vilhjálmur Óli
Valsson, starfs-
maður Landhelg-
isgæslunnar, lést
sl. laugardags-
kvöld á Landspít-
alanum eftir
stranga baráttu
við krabbamein,
41 árs að aldri.
Hann lætur eftir
sig eiginkonu og fjögur börn.
Vilhjálmur Óli vakti mikla athygli í
tengslum við áheitasöfnunina Mottu-
mars en hann stóð uppi sem sigur-
vegari einstaklingskeppninnar í ár.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, tilkynnti
starfsmönnum Gæslunnar andlát Vil-
hjálms Óla í gærmorgun. Hann sagði
að Vilhjálmur hefði tekist á við erfið
veikindi af einstæðu æðruleysi, dugn-
aði og elju sem einkenndi Vilhjálm og
öll hans störf.
Vilhjálmur
Óli Valsson
er látinn
Vilhjálmur Óli
Valsson