Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
✝ Sveinbjörnfæddist í
Reykjavík 24. apr-
íl 1919. Hann lést
á Landspítalanum
22. mars 2013.
Foreldrar hans
voru Einar Hró-
bjartsson, deild-
arstjóri Póststof-
unnar í Reykjavík,
f. 1885, d. 1975,
og Ágústa Svein-
björnsdóttir, f. 1887, d. 1965.
Börn þeirra voru átta: Ingi-
björg, Ásgeir, Ásta, Svein-
björn, Haukur, Agnes, Sigrún
og Hróbjartur. Sigrún lifir
systkini sín.
Sveinbjörn kvæntist, 25.
október 1947, eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Huldu Hjörleifs-
dóttur, f. 13. júlí 1925. For-
eldrar hennar voru Hjörleifur
Sigurbergsson, bóndi og
verkamaður, f. 1897, d. 1988,
og Ingveldur Ámundadóttir, f.
1903, d. 1994. Þau hófu bú-
skap í Reykjavík en bjuggu
síðan í Hraungerði og Súlu-
holtshjáleigu í Flóa. Síðast
bjuggu þau í Reykjavík.
Börn Sveinbjörns og Huldu:
1) Ingveldur, f. 1948, gift Jóni
Sigurðssyni, f. 1950. Börn Jóns
og uppeldisbörn Ingveldar
ann í Reykjavík 1935-1936 og
lauk kennaraprófi 1942. Hann
var kennari í Dýrafirði 1942-
1943, Vestmannaeyjum 1943-
1944, skólastjóri barnaskólans
í Grindavík 1944-1945, kennari
í Villingaholtshreppi 1945-
1946 og Jaðri hjá Reykjavík
1946-1947. Árið 1947 var hann
ráðinn kennari við Melaskól-
ann í Reykjavík og kenndi við
skólann til starfsloka.
Sveinbjörn var sterkur
skákmaður og hafði hann af
skákinni skemmtun, andlega
ögun og félagsskap en lengi
var teflt í Kringlunni í Mela-
skóla í öllum frímínútum. Eftir
að hann hætti störfum tefldi
hann m.a. með Skákfélagi
eldri borgara. Hann fékkst
talsvert við vísna- og ljóða-
gerð. Eitt ljóða hans er „Sól,
sól skín á mig“ en Magnús
Pétursson, vinnufélagi hans í
Melaskóla, samdi lagið. Saman
sömdu þeir fjölmörg ljóð og
lög.
Undir lokin naut Sveinbjörn
umönnunar starfsfólks deildar
L3 á Landakoti, Heimahjúkr-
unar Reykjavíkur og starfs-
fólks deilda 13G og 11G á
Landspítalanum.
Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Minningarsjóð Sig-
urlaugar Margrétar Péturs-
dóttur, reikn. 512-14-401370,
kt. 530511-0140.
Útför Sveinbjörns verður
gerð frá Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, 3. apríl 2013,
kl. 15.
(Móðir: Sigurlaug
M. Pétursdóttir):
a) Anna, f. 1976,
gift Sigurði Erni
Jónssyni, f. 1973.
Börn þeirra: Katr-
ín og Jón Arnar
og sonur Sigurðar:
Bragi Þór. b) Pét-
ur Árni, f. 1978,
kvæntur Maríu S.
Hilmarsdóttur, f.
1979. Sonur
þeirra: Hilmar Árni. c) Þóra
Guðrún, f. 1985, gift Adam
Kára Helgasyni, f. 1982. Synir
þeirra: Helgi Fannar og Stef-
án Bjarki. 2) Hjörleifur, f.
1949, kvæntur Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, f. 1954. Syn-
ir þeirra: a) Sveinbjörn, f.
1983 og b) Hrafnkell, f. 1985,
unnusta Þyri Huld Árnadóttir,
f. 1987. 3) Ágústa, f. 1951, gift
Magnúsi S Magnússyni, f.
1949. Börn þeirra: a) Hulda
Hlín, f. 1977, dóttir: Sara
Markúsd. og b) Magnús Davíð,
f. 1981. 4) Árný Erla, f. 1953,
gift Össuri Skarphéðinssyni, f.
1953. Dætur þeirra: a) Birta
Marsilía, f. 1994 og b) Ingveld-
ur Esperansa, f. 1998.
Sveinbjörn sótti Kvöldskóla
Ingimars Jónssonar í Reykja-
vík 1934-1935, Gagnfræðaskól-
Ég bið þig Guð, sem áður að
ævi láta veginn
liggja til þín heim í hlað
og hafa hann sólarmegin.
Þessa fallegu vísu orti dreng-
ur, á tíunda ári, í lok þriðja ára-
tugar síðustu aldar. Þá var hann í
sveit í Sanddal í Borgarfirði en
þar dvaldist hann nokkur sumur.
Í dag kveðjum við þennan
góða dreng, Sveinbjörn Einars-
son, sem náði því að verða aldr-
aður maður, tæplega níutíu og
fjögurra ára. Með ákalli sínu hef-
ur hann trúlega ekki reiknað með
að leiðin heim í hlað yrði eins
löng og raun varð á. Nú hefur
hann náð þeim stóra áfanga, í
hlað er hann kominn, örþreyttur
eftir langt ferðalag. Ekki veit ég
betur en að honum hafi auðnast
að vera sólarmegin í lífinu. Öll
berum við ákveðna ábyrgð á eig-
in gæfu. Hann stuðlaði að sinni
gæfu, ekki einungis með því að
vera ábyrgur og reglusamur
þjóðfélagsþegn og traustur fjöl-
skyldufaðir, heldur einnig með
sinni léttu lund, bjartsýni, gleði
og húmor sem gerði öllum sem
umgengust hann lífið léttara.
Fyrir rúmum 27 árum dimmdi
í mínu lífi en þá missi ég eig-
inkonu mína frá þremur ungum
börnum okkar hjóna. Stuttu síð-
ar átti ég því láni að fagna að
kynnast Ingveldi, dóttur Svein-
björns og Huldu, hans góðu
konu. Inga var tilbúin að koma
inn í líf mitt og barnanna minna
og við ákváðum að eyða ævinni
saman. En með þessum kynnum
urðum við, ég og börnin mín,
hluti af nýrri stórfjölskyldu, fjöl-
skyldu sem hefur reynst okkur
öllum einstaklega vel. Ég fæ
seint fullþakkað Sveinbirni og
Huldu fyrir hversu vel þau tóku á
móti okkur. Elskulegt viðmót
þeirra, gestrisni og gjafmildi hef-
ur frá fyrsta degi verið ómæld.
Þau hafa alltaf verið börnunum
sannur afi og sönn amma.
Með Sveinbirni Einarssyni er
genginn einn af þeim bestu,
vönduðustu og skemmtilegustu
mönnum sem hægt er að kynn-
ast, manni sem vildi öllum vel,
ungum sem öldnum og fór ekki í
manngreinarálit. Ef allir menn
hefðu þann mann að geyma sem
Sveinbjörn gerði, þá væri heim-
urinn án stríðsátaka, hann væri
allt öðruvísi og betri. Það var
gott, gefandi og skemmtilegt að
vera í návist Sveinbjörns.
Ég tel víst að stór hópur, fyrr-
um genginna, hafi beðið í hlaði
Guðs með tilhlökkun að taka á
móti þeim sómamanni sem var að
komast á leiðarenda, hann hefur
fengið hlýjar móttökur. Við sem
eftir sitjum kveðjum með miklu
þakklæti fyrir öll árin sem við
fengum að njóta með honum.
Mér þótti innilega vænt um
Sveinbjörn. Guð blessi minningu
hans.
Jón Sigurðsson.
Sveinbjörn Einarsson, tengda-
faðir minn, var fæddur á sum-
ardaginn fyrsta árið 1919 sem
varð upp frá því hans dagur enda
tók hann sér stöðu sólarmegin í
lífinu, góðviljaður og hlýr. Hann
var einstaklega hjartahreinn
maður, eiginlega nánast bernsk-
ur í þeirri merkingu að hann tók
á móti lífinu formálalaust og full-
ur trúnaðartrausts. Hann var
barnakennari og jafnaðarmaður
og líf hans gekk út á það að auka
gæðin í lífi þeirra sem hann var
samvistum við. Ef því fólki leið
vel, þá var hann ánægður. Hann
var bæði umtalsfrómur og vel-
viljaður og af því hann tók mið af
sjálfum sér, eins og við öll gerum,
þá datt honum ekki annað í hug
en að fólki gengi gott eitt til með
orðum sínum og athöfnum.
Greiðvikinn var hann úr hófi
fram og var ævinlega tilbúinn til
að aðstoða vini og vandamenn á
hvern þann hátt sem hann gat.
En hann var líka glaður húmor-
isti sem hafði glöggt auga fyrir
því spaugilega í tilverunni og gat
gert grín bæði að sjálfum sér og
öðrum. Sérstaklega fannst hon-
um spaugilegt ef menn tóku sig
mjög hátíðlega og það birtist með
einhverjum hætti í fasi þeirra eða
orðfæri. Tók hann vel eftir slík-
um uppákomum og sagði
skemmtilega frá þeim. Hann
hafði líka mikla ánægju af því að
fylgjast með börnum, bæði sínum
og annarra manna börnum, og
var næmur á upplag þeirra, orð
og athafnir. Kunni hann margar
óborganlegar sögur af skemmti-
legum tilsvörum þeirra úr
kennslustundum. En hann kunni
líka margar sögur af börnunum í
fjölskyldunni, sem nú eru flest
hver orðin rígfullorðið fólk, og af
börnunum úr kennarablokkinni
við Hjarðarhagann sem bönkuðu
gjarnan uppá hjá honum og
Huldu. Nafni hans Hjörleifsson
átti með honum margar góðar
stundir þegar hann var að vaxa
úr grasi og fannst mér hann allt-
af líta á afa sem leik- og sálu-
félaga og gera ekkert með þau
ríflega 60 ár sem skildu þá að í
aldri. Afi var einfaldlega lang-
besti vinurinn. Stundum átti
þessi vinur það til að vera svolítill
glanni; stökkva á hálum steinum
yfir á, finna upp á erfiðum þraut-
um í Þrautakóngi og hjóla heldur
ógætilega.
Sveinbjörn var góðviljaður
gæfumaður, því réð bæði upplag
hans og auðna. Hann var einfald-
lega góður að eðlisfari og mér er
alltaf minnisstætt þegar Ásta
systir hans strauk honum um
kinnina fyrir örfáum árum og
sagði: „Hann Svenni hefur alltaf
verið svo góður við mig. Ég á
besta og fallegasta bróður í
heimi.“ En það var líka hans
auðna að kynnast Huldu tengda-
móður minni sem í rúm 60 ár hef-
ur gert honum kleift að vera trúr
sínu upplagi. Hún hefur verið
stoð hans og stytta og undir það
síðasta mátti hann vart af henni
sjá. Á afmælisdaginn hennar árið
2009 orti hann þessa vísu til
hennar.
Hvimleið gleymskan háir mér,
heyrn og sjón í móðu.
Hulda mín ég þakka þér
þína samfylgd góðu.
Ég fyrir mitt leyti þakka
Sveinbirni samfylgdina á sl. 30
árum og fyrir allt það sem hann
kenndi mér með því einu að vera
hann sjálfur. Tengdamóður
minni sendi ég hugheilar samúð-
arkveðjur og bið henni blessun-
ar, en aðrar skyldur valda því að
ég get ekki fylgt Sveinbirni síð-
asta spölinn.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Kíminn, með glit í auga, virðu-
legur – og myndarlegur svo af
bar. Þannig kynntist ég Svein-
birni Einarssyni, tengdaföður
mínum, þegar ég fyrst gekk á
fjörur yngstu dóttur hans, Árnýj-
ar Erlu, fyrir röskum 40 árum.
Kannski var hann örlítið fjarlæg-
ur í byrjun eins og feðrum ber
þegar dætur þeirra eru ekki látn-
ar í friði. Allar götur síðan reynd-
ist hann mér þó einsog besti fað-
ir.
Sveinbjörn var barnakennari
af hugsjón, lengst af við Mela-
skóla þar sem hann hóf störf
1947. Honum tókst kennslan bet-
ur upp en flestum. Hann var
barngóður með afbrigðum, þol-
inmóður og sá efni í öllum, ekki
síst þeim sem aðrir höfðu gefist
upp á. Börnin gleymdu honum
heldur ekki. Það gladdi gamla
kennarann þegar nemendur hans
úr Melaskóla heiðruðu hann aldr-
aðan og færðu teikningu af sér í
blóma lífsins – með lokk hrynj-
andi yfir ennið.
Sveinbjörn var glaðsinna en
hæglátur, brá aldrei skapi, orti
smellnar vísur ef svo bar undir.
Hann var jafnaðarmaður í merg
og bein, fæddur inn í Alþýðu-
flokkinn, og yfirgaf hugsjónir
hans aldrei. Manntafl var honum
lífsyndi, hann tefldi framundir ní-
rætt, og var tíður gestur á skák-
mótum frameftir ævi. Oftar en
ekki sat hann tímunum saman yf-
ir skákum meistaranna. Friðrik
Ólafsson sagði mér einu sinni frá
skák sem hann tapaði gegn hon-
um, kornungur þá, og Sveinbirni
þótti merkilegt að stórmeistarinn
gat enn, áratugum síðar, slegið
upp skákinni leik fyrir leik.
Dætrum mínum kenndi hann
mannganginn, tefldi daglega við
þá eldri árum saman, og gladdist
hjartanlega þegar hún kom heim
með skólabikarinn úr Melaskóla.
Eftir að hafa útskrifast sem
kennari 1942 kenndi hann víðs
vegar um land. Einn vetur bar
hann að garði í Villingaholts-
hreppi. Þar kynntist hann bónda-
dóttur úr Flóanum, Huldu Hjör-
leifsdóttur, og skildust ekki upp
frá því. Með henni átti hann fjög-
ur glæsileg börn, Ingveldi, Hjör-
leif, Ágústu, og loks Árnýju
mína. Þau voru frumbyggjar í
Kennarablokkinni frægu við
Hjarðarhaga, þar sem þá var
samankomið mest mannvit í
Vesturbænum og er kannski enn.
Þar bjuggu þau alla tíð síðan, ólu
upp börn sín, og tóku ríkan þátt í
uppeldi barna þeirra.
Dætur mínar litu á heimili
þeirra sem sitt heimili, komu þar
dag hvern að loknum skóla,
lærðu og lifðu, og bundust afa og
ömmu innilegum og ríkum til-
finningaböndum. Má heita þær
hafi verið aldar upp af þeim til
jafns við okkur Árnýju. Undir
þeirra handarjaðri lifði stórfjöl-
skyldan flóknu lífi í erli stórborg-
ar, þar var upphaf og endir allra
hluta, miðstöð í hvunndegi, og
einhvern veginn gengið út frá því
að miðja Reykjavíkur, ef ekki al-
heimsins, stóð hjá afa og ömmu í
Kennarablokkinni við Hjarðar-
haga.
Sveinbjörn varð jafnglæsileg-
ur öldungur sem hann var ungur
maður. Fram í háa elli fór hann
daglega við staf sinn í gönguferð-
ir um Vesturbæinn, teinréttur og
með fas gamals konungs. Eftir
næstum 94 ár fannst honum
sjálfum kominn tími til að kveðja.
Endataflið varð að sönnu erfitt,
en einsog í svo margri góðri skák
var það teflt af æðruleysi. Guð
blessi minningu góðs manns og
styrki Huldu í harmi hennar.
Össur
Skarphéðinsson.
Ótal fallegar minningar búa í
huga mér um þig kæri afi minn.
Bros, gleði og hlátur fylgdu þér
og hugsanlega lýsir þér einmitt
best ljóðið sem þú ortir: „Sól sól
skín á mig, ský ský burt með
þig …“ sem börn landsins
syngja. Þannig varst þú; ávallt
jákvæður og sólríkur í huga og
ljúfur við alla.
Fjöldi barna naut góðs af þinni
léttu lund, umhyggju og gleði í
Melaskólanum þar sem þú
kenndir og ég fékk sjálf að njóta
góðs af leiðsögn þinni sem barn.
Það mátti ætíð spyrja þig og fá
ráð með heimalærdóminn og því
fylgdi einungis gleðin.
Ég man vel eftir þér að spila á
píanóið og skemmtilegum stund-
um þegar við spiluðum vist gegn
ömmu og langömmu. Þú kenndir
mér að kveðast á og gjarnan
botnuðum við vísur hvort annars.
Sérstök minning sem ég geymi
frá unga aldri var þegar við fór-
um í feluleik hjá Háskólabíói. Þá
var byggingin frístandandi og
veggirnir eins og harmónikka
sem hægt var að fela sig í. Ég
man svo vel eftir þér birtast allt í
einu út úr harmónikkuveggjun-
um hlæjandi með bros á vör.
Ég mun ávallt geyma fallega
mynd af þér í huga mér elsku afi
minn. Megir þú eiga sól í sinni
áfram hvar sem þú ert.
Þín dótturdóttir,
Hulda Hlín.
Allt er svo breytt þegar afi er
horfinn. Alveg síðan við byrjuð-
um í skóla fórum við á hverjum
degi eftir skóla til hans og ömmu
á Hjarðarhaga. Margar af okkar
bestu minningum eru tengdar
afa. Hann kenndi okkur mjög
fljótt að tefla, spila myllu og gat
setið tímunum saman að spila á
spil með okkur. Það var líka gam-
an að sitja í stofunni hjá honum
og hlusta á hann spila á píanóið.
Svo var bara gott að sitja og
horfa á hann skoða skákir. Allt
var svo kyrrlátt og notalegt í
kringum afa.
Þegar við vorum yngri passaði
afi okkur þegar við fórum út að
leika og leyfði öllum vinum okkar
að vera með. Hann lék með okk-
ur á Lúpínuhóli úti við Suður-
götu, kenndi okkur að róla og
passaði að róla okkur í réttri hæð
svo við myndum ekki fljúga til
tunglsins. Afi okkar var einstak-
lega góður við börn, umgekkst
alla jafnt og var ótrúlega þolin-
móður.
Þó afi væri orðinn mjög gamall
var hann alltaf jákvæður, og í
góðu skapi. Hann hafði mjög
gaman af því að fá gesti í heim-
sókn, sérstaklega barnabörnin.
Við erum þakklátar fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með afa okkar, og munum aldrei
gleyma þeim. Síðustu tvö árin
voru mjög erfið fyrir hann og við
vorum stundum daprar yfir því
að honum leið ekki vel. Því er
kannski gott að hann fékk loksins
langþráða hvíld. Samt finnst okk-
ur ótrúlega erfið tilhugsun að afi
taki aldrei framar á móti okkur á
Hjarðarhaganum. Hann var ynd-
isleg manneskja og okkur mun
alltaf þykja óendanlega vænt um
að hafa átt hann fyrir afa. Gætum
ekki hugsað okkur betri afa.
Birta Marsilía og
Ingveldur Esperanza
Össurardætur.
Afi minn, Sveinbjörn afi, er
fallinn frá. Það fyrsta sem kemur
upp í hugann er þakklæti fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman og allar þær góðu
minningar sem áfram lifa.
Minnisstæður er mér tíminn
sem minn árgangur var eftir há-
degi í Melaskóla. Ég hef ekki
verið eldri en 10 ára. Foreldr-
unum leist ekki á að hafa barnið
eitt heima svo mér var alltaf
skutlað á Hjarðarhagann á
morgnana. Þá var amma þegar
farin í Selið svo við karlarnir vor-
um bara tveir. Hver morgunn
byrjaði á því að ég hellti upp á
kaffi, ekki flókið í sjálfu sér,
u.þ.b. tveir bollar af vatni og
tvær skeiðar af kaffi. Á hverjum
morgni lét afi eins og kaffið væri
sérstaklega vel heppnað, eins og
ég hefði það í fingrunum að hella
upp á einstaklega gott kaffi. Sem
ég var stoltur af þessum, að því
er virtist, meðfæddu kaffiuppá-
hellingarhæfileikum og á hverj-
um morgni vandaði ég mig enn
meira en daginn þar áður til að
viðhalda þessum háa kaffistaðli.
Seinna áttaði ég mig auðvitað á
því að þetta hrós snerist minna
um minn meinta hæfileika til að
hella upp á kaffi og meira um
hans hæfileika að láta öllum í
kringum sig líða vel.
Þessa morgna aðstoðaði afi
mig líka við heimavinnuna þegar
á þurfti að halda. Sú ráðlegging
sem ég man best eftir kom þegar
afi hafði lesið yfir einhvern texta
sem ég hafði skrifað niður og
ráðleggingin var varðandi
skammstafanir – ekki ætti að
vanda skrift við ritun skamm-
stafana. Þvert á móti, því verr
sem skammstöfunin er skrifuð
því betra og þeim mun skiljan-
legri verður hún aflestrar. Þó
mér hafi aldrei, fyrr né síðar,
verið ráðlagt að skrifa svolítið
verr en ég geri alla jafna hlýddi
ég að sjálfsögðu (móðir mín vill
eflaust meina að ég hafi heim-
fært þetta heilræði á alla mína
rithönd). Ég er þó enn í dag efins
varðandi ráðlegginguna, þ.e.
hvort skammstafanir eigi að vera
illa skrifaðir, hvort afi hafi verið
að reyna að gefa rithönd minni
einhvern karakter eða hvort
Sveinbjörn
Einarsson
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir,
mágur og vinur,
ELLERT ÞÓR BENEDIKTSSON
dýralæknir,
Laufskálum 9,
Hellu,
lést af slysförum mánudaginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn
6. apríl kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð fyrir syni
hans, kennitala 231266-2249, reikningur 0308-13-111100.
Anne Bau,
Jónas Bau Ellertsson,
Símon Bau Ellertsson,
Emilie Louise Norup Lockwood,
Benedikt Lárusson, Kristín S. Björnsdóttir,
Eyþór Benediktsson, Unnur H. Valdimarsdóttir,
Ingibjörg H. Benediktsdóttir, Gretar D. Pálsson,
Bryndís Benediktsdóttir, Birgir Jónsson,
Björn Benediktsson, Árþóra Steinarsdóttir,
Óðinn Logi Benediktsson,
Lára Benediktsdóttir.