Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
✝ Kristín Braga-dóttir fæddist
á Egilsstöðum í
Suður-Múlasýslu
16.12. 1949. Hún
lést á heimili sínu,
Efstalandi 4 í
Reykjavík, 16.
mars 2013.
Foreldrar Krist-
ínar voru Bragi
Steingrímsson
dýralæknir, f. 3.8.
1907, d. 11.11. 1971 og k.h. Sig-
urbjörg Lárusdóttir húsmóðir,
f. 12.1. 1909, d. 20.5. 1999.
Bragi var sonur Steingríms
Matthíassonar, læknis á Ak-
ureyri, f. 31.3. 1876, d. 27.7.
1948, og k.h. Kristínar Þórð-
ardóttur Thoroddsen, f. 8.9.
1885, d. 7.10. 1959. Sigurbjörg
var dóttir séra Lárusar Hall-
dórssonar, sóknarprests á
Breiðabólstað á Skógarströnd,
f. 19.8. 1875, d. 17.11. 1918 og
konu hans, Arnbjargar Ein-
arsdóttur, húsmóður, f. 11.7.
1879, d. 30.11. 1945. Kristín átti
níu systkini sem eru: Eiríkur
námi loknu starfaði hún hjá hin-
um ýmsu fyrirtækjum á höfuð-
borgarsvæðinu, en lengst af hjá
Loftleiðum. Hún vann auk þess
hjá Símanum, Plastprenti, Nor-
ræna félaginu og um tíma hjá
Listasafni Einars Jónssonar.
Kristín giftist Hallgrími
Tómasi Sveinssyni versl-
unarmanni, f. 2.8. 1947, árið
1971, en þau skildu.
Kristín átti fjölda áhugamála,
svo sem bókmenntir, tónlist og
ferðalög. Henni var hugleikin
samvinnusaga Íslands, sem hún
kynntist á Bifröst og menning-
arsaga yfirleitt, en rík áhersla
var lögð á menntun í þeim fræð-
um á Bifröst er hún var þar við
nám. Einnig tók hún virkan þátt
í rökræðum sem voru í háveg-
um hafðar á Bifröst og varð
fyrsti kvenformaður málfunda-
félags Samvinnuskólans á Bif-
röst, en þar hélt hún gjarnan
uppi málstað kvenna og rétt-
indabaráttu þeirra. Árið 1970
fór hún á alþjóðlega ráðstefnu
um kvenréttindamál til Heidel-
berg í Þýskalandi ásamt móður
sinni. Þá stundaði Kristín nám í
leiklistarskóla SÁL. Á árinu
1974 dvaldist hún sumarlangt í
Englandi við enskunám.
Útför Kristínar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
3. apríl 2013, kl. 15.
Bragason, f. 24.2.
1928, d. 26.11.
2003, Angela Bald-
vins, f. 7.5. 1931,
Grímhildur Braga-
dóttir, f. 10.10.
1937, Baldur Bárð-
ur Bragason, f.
18.6. 1939, Halldór
Bragason, f. 16.04.
1941, Steingrímur
Lárus Bragason, f.
08.10. 1942, Kor-
mákur Bragason, f. 27.3. 1944,
Matthías Bragason, f. 8.8. 1945
og Þorvaldur Bragason, f. 1.1.
1948.
Kristín ólst upp á Egils-
stöðum til átta ára aldurs, flutti
því næst með foreldrum sínum
að Reykholti í Biskupstungum
og síðar í Laugarás í Bisk-
upstungum. Hún flutti svo til
Reykjavíkur árið 1964 og stund-
aði nám í Vogaskóla og lauk
þaðan landsprófi. Hún var einn
vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík en fór því næst í
Samvinnuskólann á Bifröst og
útskrifaðist þaðan 1969. Að
Elsku Stína mín. Þá fékkst þú
loks að fara en þetta hefur verið
erfið þrautarganga sem þú hefur
þurft að þola í lífinu með þennan
hræðilega geðsjúkdóm sem hefur
hrjáð þig í rúm 30 ár og sykursýki
í ofanálag. Það má segja að þú
hafir dregið rangt spil alla vega
síðari hluta ævinnar og við ætt-
ingjar og vinir þurft að fylgjast
með þér og geta veitt þér litla
sem enga hjálp. Það eina sem
maður gat gert var að knúsa þig
og reyna að senda þér góða
strauma en þú sást því miður
draug í hverju horni en þannig er
nú þessi agalegi sjúkdómur.
Það var svo gaman hjá okkur í
sveitinni í gamla daga, áhyggju-
lausar hlæjandi skvísur í alls kon-
ar boltaleikjum og alltaf blönduð-
ust Enid Blyton bækurnar inn í
leiki okkar en við leystum margar
flóknar gátur og við lifðum okkur
alveg inn í þetta. Þetta voru erfið
mál sem voru náttúrulega leyst
með sóma. Ég man þegar þú fórst
svo á Bifröst og ég öfundaði þig
svo mikið, þú varst svo mikill
kvenskörungur og ef ég man rétt
fyrsti kvenformaðurinn sem þar
var enda vantaði ekki upp á gáf-
ur, ákveðni og gríðarlega sterkan
persónuleika. Takk fyrir allt mín
kæra. Hvíl í friði.
Þín frænka og vinkona,
Erna Stefánsdóttir.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Kristín Bragadóttir, Stína eins
og hún var oftast kölluð, var mág-
kona mín til fjölda ára. Hún var
því hluti af fjölskyldu minni og lífi
mínu með fólki sem mér þykir
vænt um. Stína var afar falleg,
mjög greind og hafði yndi af bók-
menntum, tungumálum, leik- og
tónlist. Við vorum saman um tíma
í Óratoríukór Ragnars Björns-
sonar Dómkirkjuorganista.
Stína var yngst níu systkina og
var elskuð af allri fjölskyldunni.
Hún gekk í skólann á Bifröst, var
í leiklistarskóla hér í Reykjavík,
fór til Englands um tíma og vann
skrifstofustörf hér heima í nokk-
ur ár. Ég man hvað mér þótti þau
Tommi fallegt brúðarpar á sínum
tíma. Þau slitu samvistir eftir
stutt hjónaband. Eftir að Stína
veiktist var erfitt að fylgjast með
heilsu hennar fara versnandi.
Stína bjó lengi með móður
sinni, Sigurbjörgu Lárusdóttur, á
Baldursgötunni og voru þær
mjög tengdar. Sigurbjörgu var
mjög umhugað um velferð dóttur
sinnar og var henni afar góð.
Stína var með einkar fallega rit-
hönd og voru jólakortin frá henni
sérstaklega eftirminnileg og fal-
lega skrifuð og hún skrifaði ávallt
biblíutexta í hvert kort. Ég hélt
mikið uppá kortin frá henni, því
mér fannst þau svo sérstök og
þau höfðu boðskap.
Henni var mjög umhugað um
systkinabörn sín og spurði alltaf
um dætur mínar og barnabörn
þegar ég kom í heimsókn til
hennar. Hún hafði mikla ánægju
af að tala um gömlu góðu dagana
þegar hún var barn á Egilsstöð-
um og í foreldrahúsum. Henni
fannst gott að fá fólkið sitt í heim-
sókn og bauð þá gjarnan upp á te
og ristað brauð.
Ég minnist góðra stunda með
Stínu, þá sérstaklega á Baldurs-
götu 9, en einnig í veislum fjöl-
skyldunnar.
Ég hafði ekki hitt Stínu lengi
vegna breyttra aðstæðna, en ég
geymi góðu stundirnar í hjarta
mínu og þakka fyrir að hafa átt
þær með henni í gegnum árin. Ég
bið Guð að vaka yfir sálu Krist-
ínar Bragadóttur fyrrverandi
mágkonu minnar með þessu fal-
lega versi eftir langafa hennar
Matthías Jochumsson:
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíl þú í friði.
Ragnheiður S. Helgadóttir.
Elsku Stína, nú hefur þú feng-
ið hvíldina og ert komin í faðm
ömmu og afa. Mig langar að
minnast samverustunda með þér
í örfáum orðum þar sem þú varst
nú uppáhaldsfrænkan mín sem
ég leit svo upp til.
Ég man nú kannski ekki mikið
eftir því þegar ég var ungbarn en
mér hefur verið sagt að ég hafi
fengið mikla athygli og umhyggju
frá mínum eldri systrum og varst
þú einnig þar í hópi, eiginlega
sem mín þriðja systir, ég skírði
líka eina dúkkuna mína eftir þér.
Þegar ég varð eldri man ég eftir
því þegar þú sagðir „sklí ela a láta
svona við hana“ þegar verið var
að klípa í gúlana á mér sem þótti
mjög vinsælt af öðrum.
Þegar þú útskrifaðist frá Bif-
röst fór ég með mömmu og ömmu
við útskriftina og varst þú þvílík
stjarna í mínum augum og ákvað
ég þá að ég ætlaði líka að fara í
nám að Bifröst þegar ég yrði
eldri. Oft komst þú til okkar í
heimsókn í sumarbústaðinn við
Þingvallavatn og einnig fórum við
saman í sumarbústað við Ísafjörð
með mömmu og ömmu og áttum
góða viku þar saman þar sem við
skoðuðum margt á Vestfjörðun-
um. Þegar ég var að nálgast ung-
lingsaldurinn voru mamma og
pabbi að fara til útlanda og var þá
ekkert sjálfsagðara en að þú flytt-
ist heim til okkar og sæir um
heimilishaldið. Þú varst alltaf
boðin og búin til að hjálpa.
Eftir að þú veiktist vorum við
oft í símasambandi en þú varst
mjög dugleg að hringja og spyrja
frétta og svo hringdir þú alltaf á
afmælinu mínu þangað til fyrir
svona fjórum árum en þá minnk-
aði þetta samband en við skipt-
umst þó alltaf á jólagjöfum enda
vildir þú alltaf gefa strákunum
mínum jólagjafir þó svo ég væri
að segja þér að hætta því og eyða
peningunum frekar í sjálfa þig en
það vildir þú ekki vegna þess að
þú sagðist hafa svo gaman af því.
Með þakklæti fyrir allt gamalt
og gott, þín frænka,
Hulda.
Mánudagskvöld eitt fékk ég
símtal, er tjáði mér andlát Stínu,
vinkonu minnar og skólasystur.
Fregnin vakti hjá mér söknuð,
sorg og samviskubit.
Söknuð eftir góðri vinkonu og
því sem var og kemur ekki aftur.
Sorg yfir að ekki tókst okkur að
sigra heiminn eins og við svo
sannarlega ætluðum. Samvisku-
bit, að ég hefði átt að gera meira
og betur við að styðja og styrkja á
hennar vegleið.
Á unglingsárunum kom Stína
inn í líf mitt svolítið eins og per-
sóna úr Astrid Lindgren-bókun-
um.
Um haustið þegar ég kom frá
sumardvöl í Grímsey var komin
ný fjölskylda í húsið að Nökkva-
vogi 21 þar sem skólastjóri Voga-
skóla hafði búið. Þetta var fjöl-
skyldan hennar Stínu.
Þegar skólinn byrjaði var ný
stelpa komin í bekkinn okkar.
Stelpa sem hafði átt heima úti á
landi og átti pabba sem var dýra-
læknir og með gervifót. Meira
spennandi gat maður varla verið á
þessum árum og jafnaðist hún
næstum á við Línu langsokk.
Okkur Stínu varð vel til vina og
fljótlega varð okkur það ljóst að
sigra heiminn ætluðum við,
hvernig sem farið yrði að því. Lét-
um okkur flest mannlegt eðli
varða, sökktum okkur í lestur
allskyns bókmennta, allt frá 23
heftum af Basil fursta til Einars
Ben. og fleiri ljóðskálda. Jafnrétti
kynjanna var okkur hugleikið og
margar skákir tefldar til að ná því
fram.
Bifröst varð fyrir valinu, sem
stökkpallur til frekari frama og
þroska. Við vorum 37 sem hófum
þar nám saman haustið 1967 og
allir voru virkir þátttakendur
bæði kvölds og morgna. Það var
happaskref því þar naut Stína sín
og tók virkan þátt í skóla og fé-
lagslífinu. Á Bifröst lásum við
m.a. samvinnusögu, þar sem
mannlýsingar Jónasar frá Hriflu
urðu okkur til ómældrar skemmt-
unar og uppistaða í mörgu gríni
okkar á millum. Þarna myndaðist
samkennd og vinátta sem ekki
hefur fallið á síðan.
Eftir skólaslit tvístraðist hóp-
urinn en tengslin héldust. Ég
giftist Guðmundi skólabróður
okkar og Stína giftist Tómasi
Sveinssyni. Stína og Tommi
skildu eftir frekar stutta sambúð
og við Guðmundur fluttum til
Akureyrar, eignuðumst fjögur
börn og slitum síðar samvistum.
Stína veiktist af geðsjúkdómi
sem kom í veg fyrir fulla þátttöku
hennar í lífsins amstri og áætlanir
um að sigra heiminn. Við vinirnir
fylgdumst með baráttu hennar og
lutum höfði. Við vorum svo mátt-
vana til hjálpar, fylltumst sorg við
að horfa upp á hina vösku bar-
áttukonu fyrir mannréttindum og
menningu, þurfa að lúta lægra
haldi fyrir svo grimmum örlögum.
Við Stína héldum uppteknum
Kristín
Bragadóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GÍSLI HÓLM ÓSKARSSON
frá Þúfum,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
mánudaginn 25. mars.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 5. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Erla E. Steingrímsdóttir,
Óskar Stefán Gíslason, Adela Y. Magno,
Gísli Guðberg Gíslason, María Þóra Sigurðardóttir,
Á. Rúnar Hólm Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN RAFN JÓNSSON,
Höfðaholti 2,
Borgarnesi,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands, Akranesi þriðjudaginn 26. mars,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn 5. apríl
kl. 11.00.
Jarðsett verður að Prestbakka á Síðu sama dag.
Þórunn Árnadóttir,
Jón Einar Rafnsson, Jónína Ísleifsdóttir,
Sigríður Kristín Rafnsdóttir, Einar Hannesson,
Anna Eygló Rafnsdóttir, Sveinn Gunnar Eðvarðsson,
Kári Þór Rafnsson, Guðbjörg D. Þórðardóttir,
Erlingur Smári Rafnsson, Unnur Margrét Karlsdóttir,
Kolbrún Alma Rafnsdóttir, Hafliði Ólafur Gunnarsson,
Júlíus Árni Rafnsson, Helle Larsen,
afa-, langafabörn og langalangafabarn.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTINN ÞORLEIFSSON,
áður Bárugötu 6,
Dalvík,
lést á dvalarheimili aldraðra Dalbæ mánu-
daginn 1. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Össur Kristinsson, Berglind Andrésdóttir,
Birgir, Björg og Sigrún Össurarbörn
og fjölskyldur.
Okkar elskulega
ÞÓRHILDUR JÓNDÓTTIR,
Tóta,
leikskólakennari,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 29. mars.
Hún verður kvödd í Fossvogskirkju föstudaginn 5. apríl
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning til styrktar
börnum hennar í Arion banka, 0372-13-111075, kt. 071189-2449.
Steinn Skaptason,
Erla Rún Þórhildardóttir, Jóhann Páll Kulp,
Urður Mist Þórhildardóttir,
Björn Máni Björnsson,
Jóhanna Björnsdóttir,
systkini og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BRIGITTE CZUBAIKO BJÖRNSSON
sjúkraliði
frá Koningsberg í Austur-Prússlandi,
síðast til heimilis að
Mýrargötu 18, Neskaupstað,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn
15. mars.
Útförin fór fram föstudaginn 22. mars í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Haraldur,
Pétur Guðbjörn,
Birgir Már,
Helgi,
Óskar Þór
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG EYVINDSDÓTTIR,
Bræðraborgarstíg 9,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 29. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 10. apríl
kl. 13.00.
Laufey Ármannsdóttir,
Steinþór Ómar Guðmundsson, Jóhanna Jónsdóttir,
Einar Ármannsson, Ásdís Garðarsdóttir,
Freydís Ármannsdóttir, Helgi Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ANDRÉS ÓLAFSSON
vélfræðingur,
Smáratúni 24,
Keflavík,
lést sunnudaginn 24. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Kristbjörg Helgadóttir,
Herdís Andrésdóttir, Jón Halldór Eiríksson,
Helga Andrésdóttir, Aðalsteinn Már Aðalsteinsson
og barnabörn.