Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is María Ólafsdóttir maria@mbl.is B erglind Björgúlfsdóttir leyfir sköpunargleði barnanna að njóta sín í námskeiði þar sem for- eldrar og börn koma saman í leik, dansi og söng. Berglind heldur nú í apríl námskeiðið Tónlist og skapandi hreyfing, íslenskt fjöru- og fuglaævintýri en námskeiðið fer að hluta til fram í Gróttu. Foreldrar fá að vera með Berglind segir börnin hafa gaman af því að vera frjáls og fá út- rás í gegnum leik, söng og dans. Hún vilji ekki kenna þeim þannig að allir sitji í hring og hlusti heldur frekar að þau fái að vera skapandi og tjái sig í leik. „Það skiptir mestu máli að börnin hafi gaman af þessu og kennslan sé skemmtileg. Svo vildi ég endilega að foreldrar kæmu með því oft er leiðinlegt þegar þeir eru sífellt að keyra börnin fram og til baka og bíða síðan eftir þeim. Eftir nám- skeiðið geta foreldrar líka haldið áfram að örva börnin í gegnum leik, söng og dans,“ segir Berglind en námskeiðið er fyrir þriggja ára börn og miðað við að eitt foreldri komi með hverju barni. Auk tónlistar og skapandi hreyfingar er náttúran einnig tvinn- uð inn í námskeiðið og læra börnin um íslenska fugla og fjöruna í gegn- um söng, dans, markvissa hlustun og hljóðfæraslátt (bjöllur, trommur, hristur, prik o.fl. skemmtilegt). Þá verður náttúruperlan Grótta heim- sótt en þar er fjölbreytt fuglalíf og verður innblástur sóttur í náttúruna. Sköpunargáfan fær að leika lausum hala Tónlist, hreyfing og innblástur úr náttúrunni blandast saman á námskeiði fyrir börn og foreldra þeirra. Þar munu börnin fá að skapa og tjá sig í frjálslegum leik og er einblínt á sköpunargáfu þeirra. Kennari á námskeiðinu er Berglind Björg- úlfsdóttir sem lengi hefur unnið með börnum í skapandi starfi. Morgunblaðið/Kristinn Kennari Berglind Björgúlfsdóttir vinur skapandi starf með börnum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Grótta Innblástur úr náttúrunni getur orðið kveikjan að lagi eða dansi. Andreas Eenfeldt heldur úti góðri vefsíðu um samsetningu fæðu sem inniheldur lítið kolvetni en mikla fitu, eða það sem skammstafað er LCHF. Andreas þessi er sænskur læknir sem leggur metnað sinn í að breiða út boðskapinn. Hann segir það hafa ver- ið mistök undangengin ár að leggja áherslu á að hvetja fólk til að borða sem minnst af fitu og einnig hafi það verið mistök að draga úr neyslu á mettaðri fitu. Hann segir vefsíðuna sína dietdoctor.com, vera blogg þar sem fólk geti fræðst ókeypis um allt sem viðkemur LCHF (lítið kolvetni, mikil fita). Þar er hægt að fá ýmsar ráðleggingar og leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja saman góm- sæta máltíð sem inniheldur lítið af kolvetnum en mikið af fitu. Hann seg- ir slíka fæðu ekki aðeins vera heilsu- bætandi, heldur einnig leið til að létt- ast. Vefsíðan www.dietdoctor.com Morgunblaðið/Ómar Hollusta Lax er matur sem Andreas mælir með. Nóg er af honum á Íslandi. Hollur og góður matur er málið Söngfélag Skaftfell- inga er fjörutíu ára um þessar mundir og af því tilefni verða haldnir afmælistón- leikar í Seltjarnarnes- kirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20. Einsöng syngur Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og einnig leika með kórnum þeir Vignir Þór Stefánsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa og Matthías Stefánsson á fiðlu. Á efnis- skránni verða m.a. lög sem Erla Stefánsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Hljóm- sveit Ingimars Eydals, Tólfti september, Sigfús Halldórsson og Theódór Einars- son revíuskáld frá Akranesi gerðu fræg á sínum tíma. Í bígerð er diskur með ýmsum lögum úr lagasafni kórsins og fara upptökur fram nú í apríl. Endilega … … farið á afmælistónleika Í kvöld kl. 20 mun Bjargey Ingólfs- dóttir kenna fólki að búa til kóngulær úr vír og perlum á handverkskaffi Gerðubergs. Hún segir ástæðu þess að hún tók sig til og bjó til kóngulær þá að hún var illa haldin af kónguló- arfælni, en með því að búa þær til og fræðast um þær fjaraði fælnin út og í dag skreyta kóngulær heimili hennar og vinnustofu. Bjargey fæddist á Akureyri 1959, en hún ólst upp í frjóu umhverfi þar sem sköpunarkraftur og hugmynda- auðgi fékk notið sín. Hún útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Ergoterapihögskol- en í Þrándheimi 1984 og hefur síðan bætt við sig myndlistaráföngum í Fjölbrautarskól- anum í Breiðholti og hönnunar- áföngum í Iðn- skólanum í Hafn- arfirði. Árið 2006 stofnaði hún hönnunarfyrir- tækið BARA með áherslu á heilsu- og stuðnings- vörur sem bæta líðan og auka lífs- gæði fólks. Hún var einn af frum- kvöðlunum að stofnun Grósku, félags myndlistarfólks í Garðabæ og Álfta- nesi, árið 2010. Víraðar kóngulær Kónguló kónguló vísaðu mér á handverkskaffi í kvöld List Sumir óttast kóngulær en sigrast má á slíkum ótta með því að búa þær til. Bjargey Ingólfsdóttir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.