Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013
Fæst einnig í veFverslun stoðar
31ár
1982-2013
Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885
Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is
Þar sem
sérFræðingar
aðstoðaÞig
viðvalá
hlíFum
Við styðjum þig
STOÐ
P
O
R
T
hö
nn
un
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8-10:30
JACKTHEGIANTSLAYERVIP KL.5:30-8-10:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50
THECROODS ÍSLTAL KL.5:50-8
DEADMANDOWN KL.5:40-8-10:20-10:40
OZ:THEGREATANDPOWERFUL2DKL. 5:20 - 8
FLIGHT KL. 10:10
KRINGLUNNI
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10
JACK THEGIANT SLAYER 3D KL.5:30-8-10:30
DEAD MAN DOWN KL. 8 - 10:20
OZ:GREATANDPOWERFUL 3D KL.5:20
ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3DKL.5:30-8-10:30
DEADMANDOWN KL.10:30
OZ:GREATANDPOWERFUL 3DKL.8-10:40
OZ:GREATANDPOWERFUL 2DKL.5:30
THECROODS ÍSLTAL3D KL.5:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.8-10:10
JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8
SNITCH KL.10:20 AKUREYRI
ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6 -8 -10:10
JACKTHEGIANTSLAYER 3D KL.5:50-8-10:10
VIP
STÓRKOSTLEG ÆVINTÝRAMYND BYGGÐ
LAUSLEGA Á ÆVINTÝRINU UM JÓA OG BAUNAGRASIÐ
NICHOLAS HOULT - EWAN MCGREGOR
STANLEY TUCCI - IAN MCSHANE
88/100
CHICAGO SUN-TIMES –R.R.
PÁSKAMYNDIN Í ÁR
FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND
H.S. - MBL
Allt síðan Martin Gore, tónlist-arlegur leiðtogi DepecheMode, lét þurrka sig upp
fyrir sjö árum er eins og jákvæðari
orka hafi streymt frá þessari
merku sveit, sem stofnuð var fyrir
33 árum í Basildon, Bretlandi. Gore
hefur enda lýst því yfir opinberlega
hvernig líf hans hafi breyst til hins
betra, hvernig fyrri iðjusemi hafi
hægt og bítandi komið aftur og
hann sé opnari, glaðari og æðru-
lausari nú en nokkru sinni fyrr.
Nýtt viðhorf
Ég hef ekki bara fundið fyrir
þessu í sjálfri tónlistinni. Síðasta
plata, Sounds of the Universe, bar
með sér glúrnar skírskotanir í for-
tíðina, án þess þó að vera einhver
endurvinnsla. Plata frá bandi sem
þarf ekki að sanna neitt fyrir nein-
um lengur. Ég finn þó mun meira
fyrir þessum styrkjandi straumum
þegar ég lít til þess hvernig Mode-
liðar bera sig, hvernig þeir virðast
hafa meiri áhuga á því sem þeir eru
að gera í dag, hvernig þeir virðast
sáttari með sig og sína, hvernig
tríóið virðist á allan hátt þéttara.
Samband söngvarans, Davids Gah-
ans (sem er einnig þurr), og Gore
hafði alla tíð verið viðkvæmt og
spennuhlaðið en það er eins og
slíkt sé að rúnnast út, eins og heil-
brigður máttur leiki um það í dag.
Kannski var Gore að einhverju
leyti að ná áttum á síðustu plötu,
fikra sig áfram með ný vinnubrögð
og nýjan fókus. Og í fljótu bragði
virðist Delta Machine jafnvel enn
sterkara verk. Hún er til muna
myrkari og hráslagalegri, mikið
um einmanalega, stálkalda raf-
takta og rokkið fær hér að víkja
fyrir hægstreymandi raftónlist.
Þetta er heildstæð plata með kar-
akter eins og sagt er, lögin hlykkj-
ast áfram á rökréttan hátt, stök lög
skipta minna máli, heildin er fyrir
öllu. Eiginlega nokkuð til-
komumikið verður að segjast, það
er a.m.k. tilfinningin á meðan hún
hefur verið að malla hérna undir
skrifunum.
Snúningur
Platan var tekin upp í Bandaríkj-
unum, Santa Barbara og New
York, en Gore býr á vesturströnd-
inni og Gahan á austur. Þriðji með-
limurinn, Andy „Fletch“ Fletcher
er síðan í Bretlandi! Upptöku-
stjórnandi var Ben Hillier en hann
sá um að snúa tökkum á tveimur
síðustu plötum, Sounds of the Uni-
verse (2009) og Playing the Angel
(2005) en sú síðastnefnda þótti bera
með sér nýtt upphaf að mörgu
leyti. Hins vegar hafa þeir félagar
nú lýst því yfir að þetta verði síð-
asta platan sem Hillier muni vinna
með þeim. Gamall og gegn félagi,
Flood, var einnig á staðnum svo og
hirðljósmyndarinn kunni Anton
Corbijn. Gore lýsir upptökuferlinu
sem snúnu, þar sem hann hafi vilj-
að hafa hljóminn mjög „nútíma-
legan“ eins og hann orðar það.
Eins og lög gera ráð fyrir verður
farið í tónleikaferðalag til að fylgja
gripnum eftir, Evrópa í ár og Am-
eríka á næsta ári. Af fréttum og
viðbrögðum fólks að dæma er De-
peche Mode síst að missa dampinn
hvað vinsældir varðar, hagar sér
eins og risastór „költ“-sveit. Um
leið eru menn auðsýnilega í stuði,
Martin Gore gefur viðtöl út um all-
ar trissur, brosandi og hlæjandi og
fyrir stuttu lék sveitin 50 mínútna
tónleika hjá David Letterman sem
var tekið með kostum og kynjum.
Vélin er svo sannarlega á fullum
snúningi.
Grá ský á sveimi
» Af fréttum og við-brögðum fólks að
dæma er Depeche
Mode síst að missa
dampinn hvað vinsæld-
ir varðar, hagar sér
eins og risastór „költ“-
sveit.
Á fullu Allt síðan Martin Gore, leiðtogi Depeche Mode, lét þurrka sig upp fyrir sjö árum er eins og jákvæðari orka
hafi streymt frá þessari merku sveit.
Delta Machine er þrettánda hljóðversplata Depeche Mode
Þungt verk en léttleiki í sveitinni á sama tíma!?
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is
Andri Snær Magnason rithöfundur
hlýtur sérstök heiðursverðlaun
Philip K. Dick-verðlaunanna fyrir
skáldsögu sína Love Star. Verð-
launin hlýtur hann fyrir fram-
úrskarandi vísindaskáldsögu í
kiljuútgáfu og eru þau ein þau virt-
ustu sinnar tegundar í heiminum,
skv. tilkynningu frá Forlaginu. Þar
segir einnig að Vicky Cribb hafi
hlotið mikið lof fyrir enska þýðingu
sína á bókinni og að henni hafi ver-
ið líkt við verk Kurts Vonnegut og
Douglas Adams. Andri hlýtur einn-
ig sérstök heiðursverðlaun Green
Earth Book Award fyrir Söguna af
bláa hnettinum, verðlaun sem eru
veitt fyrir framúrskarandi bækur
sem vekja börn til vitundar um um-
hverfismál. Þau verða afhent 5.
apríl í Salisbury í Maryland.
Viðurkenning Andri hlýtur tvenn
verðlaun fyrir skáldsögur sínar.
Hlýtur heiðurs-
verðlaun kennd við
Philip K. Dick