Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 23
Traust landsmanna til Alþingis skv. mælingum Capacent 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Júní 1995 Febrúar 2013 Júlí 1998 Febrúar 2001 Febrúar 2003 Febrúar 2005 Febrúar 2007 Febrúar 2009 Febrúar 2011 50% 15% Sjálfsagt hafa margir andað léttar aðfaranótt skírdags þegar loks var ákveð- ið að rjúfa Alþingi. Margir þingmenn hafa örugglega verið því fegnir að komast út úr þinghúsinu eftir langa fundi síðustu vikur, þó gleði sumra sé tregablandin enda eiga þeir ekki afturkvæmt að lokn- um kosningum. En fögnuður þing- manna skiptir minnstu. Kjósendur geta glaðst yfir að döpru þingi er lokið og stutt er í kosningar og nýja ríkisstjórn. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, tók við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu í febrúar 2009 í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi og að frumkvæði Framsóknarflokksins, var traust almennings á Alþingi í sögulegu lágmarki. Aðeins 13% sögðust bera traust til Alþingis samkvæmt mæl- ingum Capacent. Ári áður báru 42% landsmanna traust til löggjafarsamkomunnar. Fall ís- lensku viðskiptabankanna í októ- ber 2008 og þær efnahagsþreng- ingar sem fylgdu í kjölfarið urðu til þess að rýra traust almennings á Alþingi. Þessu ætlaði vinstri stjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna að breyta. „Lykilverkefnið er að end- urreisa traust í íslensku sam- félagi,“ sagði meðal annars í sam- starfsyfirlýsingu flokkanna eftir kosningarnar 2009. Fjórum áður síðar hefur lítið breyst. Samkvæmt mælingu Capacent í febrúar síðastliðnum bera aðeins 15% landsmanna traust til þingsins. Munurinn er innan skekkjumarka. Kemur ekki á óvart Það kemur ekki á óvart að ekki hafi tek- ist að auka traust til Alþingis. Þegar stjórnmálamenn standa ekki við gefin fyrirheit er ekki að undra að í huga kjósenda séu þeir dæmdir léttvægir. Síendurtekin loforð vinstri stjórnarinnar um þúsundir nýrra starfa og fögur fyrirheit um að skjaldborg yrði slegin um heim- ilin og hlutur þeirra réttur við, reyndust innantóm. Þúsundir landsmanna sem berjast í bökkum, glíma við þunga skuldabyrði, lágar tekjur eða atvinnuleysi, treysta ekki lengur á það sem sagt er. Sjálfstæðir atvinnurekendur sem heyja ójafna baráttu og vonuðust eftir að njóta sanngirni, hafa þvert á móti orðið að glíma við hærri skatta og enn ósanngjarni sam- keppni í skjóli vinstri stjórnar. Á sama tíma hefur eldra fólk sætt upptöku eigna. Í hugum þessa fólks hefur virðing Alþingis ekki aukist. Ríkisstjórn og löggjafarsam- koma sem ítrekað gera tilraunir til að koma skuldum einkaaðila á herðar skattgreiðenda og hunsa ítrekað yfirgnæfandi vilja meiri- hluta þjóðarinnar, vinnur sér ekki inn annað en vantraust. Þegar böðlast er áfram í pólitísku tóma- rúmi þvert á vilja meirihluta lands- manna og komið er í veg fyrir að kjósendur fái að segja sitt álit á umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu, geta þingmenn og ráð- herrar ekki verið undrandi yfir því að traustið sé ekki meira en raun ber vitni. Hrossakaup og leiksýningar „Hönnuð“ leiksýning þegar einn ráðherra var dreginn fyrir lands- dóm varð þingmönnum og Alþingi ekki til framdráttar. Þar komu þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins fram. Pólitísk hrossakaup stjórnar- flokkanna við afgreiðslu ramma- áætlunar um nýtingu orkuauðlinda, þar sem vinna sérfræðinga í liðlega áratug var sett til hliðar, var ekki hugsuð til að auka traust á Al- þingi, heldur miklu fremur til að halda sundurlausri ríkisstjórn sam- an og til heimabrúks í herbúðum Vinstri grænna. Atlaga vinstri stjórnarinnar að sjávarútvegi hefur reynst íslensku efnahagslífi dýrkeypt. Kjósendur hafa áttað sig á því að tilraunin til að kollvarpa skipulaginu hefur rýrt lífskjör allra. Atlagan, sem einn ráðherrann líkti við bílslys, hefur ekki gefið tilefni til þess að tiltrú á Alþingi aukist. Úr tengslum við raunveruleikann Mitt í kreppunni, þar sem skatt- ar fara stöðugt hækkandi, fjárfest- ing í sögulegu lágmarki (og við far- in að ganga á útsæði fyrir hagvöxt framtíðarinnar), þúsundir sjá ekki enn fyrir endann á glímunni við miklar skuldir, lýsir forystumaður ríkisstjórnarinnar því yfir að land- ið sé tekið „að rísa“. Almenningur veit betur, hristir hausinn og kemst að þeirri niður- stöðu að á löggjafarsamkomunni séu menn ekki í tengslum við raun- veruleikann. Kjósendur skynja að rík- isstjórnin hefur verið á flótta und- an raunveruleikanum og í stað þess að kljást við þau mál sem skipta heimilin og fyrirtækin í landinu mestu, var orkunni eytt í tilraun til að bylta stjórnarskránni. Átök eru eðlileg og nauðsynleg Átök milli þingmanna og stjórn- málaflokka eru eðlileg og nauðsyn- leg. Hugmyndafræðileg átök og hörð skoðanaskipti eru órjúf- anlegur hluti af lýðræðinu. Sam- keppni hugmynda og skoðanaskipti – jafnvel óvægin – eru ekki skýr- ingin á litlu trausti almennings á Alþingi. Loforð sem ekki er staðið við, pólitísk hrossakaup, vilji meirihluta kjósenda í engu virtur og illdeilur um mál sem skipta almenning litlu, skýra af hverju Alþingi hefur ekki tekist að endurvinna traustið. Ætli nýtt þing og ríkisstjórn að vinna traust landsmanna, verður að innleiða önnur vinnubrögð en vinstri stjórn Jóhönnu og Stein- gríms J. hefur stundað í rúm fjög- ur ár. Krafa kjósenda er að staðið verði við gefin fyrirheit og fögur loforð. Eftir Óla Björn Kárason » Almenningur veit betur, hristir haus- inn og kemst að þeirri niðurstöðu að á löggjaf- arsamkomunni séu menn ekki í tengslum við raunveruleikann. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður. Getur Alþingi unnið traust landsmanna? 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 2013 Vor í lofti Svartþrestir námu hér land fyrir um aldarfjórðungi og hófu varp. Þeir byrja að verpa í apríl og sjást gjarnan í Laugardalnum. Ómar Tvö þúsund ára reynsla segir okkur að sé von kraftaverka þá verði slík aksjón helst á morgni páskadags. Hér við Ölfusá hafa menn horft á sólardans þenn- an morgun og suður í Palestínu hafa kross- festir risið upp. Við sem lifum í voninni gátum látið okkur dreyma að íslenskir stjórnmálaflokkar settu þjóðarhag í fyrsta sæti en það varð ekki. Ekki á þessum páskum. En fréttir sem okkur bárust af Norður-Kóreu og fleiri sóknum jarð- arkringlunnar hugguðu einhverja við það að stjórnarfar er víða lakara en hér hjá okkur. Það losar okkur samt ekki undan því að ráðast í lagfær- ingar. Markaðsvæðing stjórnmálanna Samkeppni varð fyrir fáeinum ára- tugum lykilorð til lausnar á öllum vanda líkt og aflátsbréf nokkrum öld- um fyrr. Við sem höfum svo fylgst með svokölluðum samkeppnislög- málum innanfrá í atvinnurekstri sjáum hvernig hún hefur skekkt allt sem heitir jafnræði á markaði. Risa- fyrirtæki sem reglulega skipta um kennitölu henda tapinu á herðar al- menningi, gefa banksterum innkom- una og valta niður fyrirtæki sem rek- in eru af heiðarleika og forsjálni. Stjórnmálin hafa svo dregið dám af sama. Þar hefur einnig ríkt andi sam- keppninnar. Ef flokkur A segir já þá segir flokkur B nei og svo er sett upp skrautsýning orðagjálfurs og loforða. Eftir því sem stjórnmálaflokkarnir hafa fest sig betur í sessi verður sam- keppnisandi umræðunnar sterkari. Stjórnmálin sjálf eru orðin að hóp- íþrótt þar sem markaskor miðar að hagsmunum flokks en ekki þjóðar. Markmið og markaðsvæðing En það er einmitt markið sem meginmáli skiptir í stjórnmálum, þ.e. að hvaða marki stjórnmálamenn keppa. Með flokksræðinu verð- ur markmið stjórnmála- manna að vinna fyrir sinn flokk enda litið á þá sem starfsmenn flokk- anna, ekki þjóna þjóðar. Einhver kynni að segja að flokkarnir eigi sér það markmið að vinna þjóð sinni gagn og því sé þetta allt í allra besta lagi. Staðreyndin er þó að stjórn- málaflokkarnir hýsa fyrst og síðast hagsmunaöfl samfélagsins og styrkur hvers þeirra fer eftir peningalegu vægi. Um áratugi hefur mikill meiri- hluti þingmanna verið kjörinn á þing með það að stefnumiði að afnema verðtryggingu en á sama tíma hafa þau öfl verið sterkust í bæði stjórn- málaflokkum og verkalýðshreyfingu sem tryggja hag fjármagnseigenda. Afleiðingin er sú að verðtryggingin blífur og almenningur borgar. Annað dæmi um samspil lýðræðis, flokksræðis og hagsmuna þjóðar eru boðaðar breytingar á kvótakerfi. Í síðustu kosningum kaus mikill meiri- hluti flokka sem lofuðu að bylta nú- verandi kerfi með hagsmuni byggða og þjóðar að leiðarljósi. Þegar til átti að taka reyndist hagsmunagæsla út- gerðarmanna sterkari innan VG en nokkurn gat órað fyrir. Flestar til- raunir sjávarútvegsráðherra til breytinga voru í reynd brotnar á bak aftur af fulltrúum útgerðar í forystu VG. Stjórnmálaflokkar sem gefið hafa flokksgæðingum ríkisbanka og rík- isfyrirtæki, flokkshestar sem raðað hafa flokksbræðrum á garða við emb- ættaveitingar og flokkslegar línur við veitingu styrkja og fjárveitinga eru allt dæmi um það sama. Verjum lýðveldið Íslenska lýðveldið er ungt, liðlega hálfrar aldar og það er enn í mótun. Í mörgu hefur vel til tekist og á ald- arlöngum fullveldistíma höfum við risið frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í fremstu röð. Skuggi sem nú ber á vegna skuldasöfnunar breytir engu um þá heildarmynd. En stjórnkerfið og traust almennings á því hefur beðið hnekki. Til þess að vinna traust þjóðar dugar ekki orða- gjálfur og innantóm umræðustjórn- mál. Þjóðin veit að stjórnmálamenn ganga of oft erinda annarlegra afla og meðan svo er skapast ekki sátt milli þings og þjóðar. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar verða að vera frjálsir undan oki, hagsmunagæslu og heimsku íslenska flokkakerfisins. Regnboginn sem býður fram nú í komandi kosningum gerir nú tilraun innan kosningakerfis fjórflokksins til þess að koma á ein- staklingskjöri og skapa stjórn- málamönnum möguleika til starfa án þess að tilheyra flokki. Hvorki lífeyr- issjóðir, bankar né kvótaeigendur geta gengið í Regnbogann því hann er aðeins bandalag þeirra sem bjóða fram en ekki stjórnmálaflokkur þar sem peningaöfl rísa til áhrifa. Það er von okkar að þessi tilraun geti orðið skref í þá átt að hrista upp í spilltu kerfi hagsmunagæslu og flokksræðis. En ekkert slíkt gerist án atbeina kjósenda. Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson » Stjórnmálin sjálf eru orðin að hópíþrótt þar sem markaskor miðar að hagsmunum flokks en ekki þjóðar. Höfundur er bóksali og skipar oddvitasæti á lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Markaðsvæðing stjórnmála og hagsmunir þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.