Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 Hágæðaryksugur með sjálfvirkum hristibúnaði fyrir sigti. Fáanlegar fyrir:     Ármúla 17. Sími 533-1234. www.isol.is IÐNAÐARRYKSUGUR Skrifræði Evrópusambandsins eralræmt og skriffinnar þess hafa nú minnt á sig með setningu reglna um framreiðslu ólívuolíu á veitingahúsum.    Evrópuvaktin segir frá þessu ogvitnar til fréttar The Guardi- an sem segi að nú sé hæðst að skriffinnunum fyrir að beina at- hygli frá baráttunni gegn skulda- vanda evrunnar með því að setja veitingamönnum strangar reglur um hvernig þeir skuli bera ólívuolíu á borð.    Frá næstuáramót- um verður bannað að bera ólívu- olíu fram í opnum skál- um, könnum eða flöskum sem unnt er að fylla að nýju. Eftir áramót skulu ílát ólívuolíunnar hafa tappa sem ekki er unnt að taka af flöskunni og tómum flöskum ber að henda.    Framkvæmdastjórn Evrópusam-bandsins heldur því fram að um mikið hagsmunamál neytenda sé að ræða, en aðrir rifja upp gömlu gúrkureglurnar.    Evrópuvaktin vitnar til skrifaSüddeutsche Zeitung sem sagði ákvörðunina þá „undarleg- ustu frá setningu sögulegu reglu- gerðarinnar um bognar agúrkur.“ Vísaði blaðið þar til reglna sem ESB setti um stærð og útlit 36 teg- unda af ávöxtum og grænmeti sem seld eru innan ESB. Þar var meðal annars mælt fyrir um útlit agúrka og banana, en reglurnar voru af- numdar árið 2009.    Það er eitthvað bogið við svonareglusetningaráráttu. Eitthvað bogið við þessa áráttu ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 6 súld Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 13 alskýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 10 skýjað Brussel 12 skýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 22 léttskýjað London 16 skýjað París 10 skúrir Amsterdam 12 alskýjað Hamborg 12 súld Berlín 17 skýjað Vín 19 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 12 skúrir Montreal 18 skýjað New York 22 léttskýjað Chicago 26 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:53 22:57 ÍSAFJÖRÐUR 3:27 23:33 SIGLUFJÖRÐUR 3:09 23:17 DJÚPIVOGUR 3:15 22:34 Ættfræðivefurinn Íslendingabók hefur nú bætt við flipa undir yfir- skriftinni „um ættina mína“ þar sem fólk getur nálgast frekari tölfræði- upplýsingar um ætt sína. Þar er samantekt unnin frá öllum lang- öfum og lang- ömmum viðkom- andi og niðjum þeirra. Hægt er að fá upplýsingar um tíu algengustu karl- og kvenmannsnöfn ættarinnar. Algengustu millinöfnin, algengustu fæðingarstaðina og algengustu bú- setustaði. Þá eru tíu elstu karlmenn og kvenmenn hópsins listaðir upp auk þess sem tíu nýjustu ættingjarnir eru á lista. Ættfræðivefurinn gefur einnig upplýsingar um meðallífaldur hópsins, stærsta systkinahópinn, fjölda af hvoru kyni og heildarstærð ættarinnar. Íslendingabók er eini ættfræði- grunnurinn í heiminum sem nær til heillar þjóðar. Þar eru upplýsingar um ættir 830 þúsund einstaklinga og um 95% allra Íslendinga frá árinu 1703 eru þar á skrá. ipg@mbl.is Ný tölfræði komin í Ís- lendingabók Nýjung Skjáskot af Íslendingabók. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég setti í gang vinnu við það í ráðuneyt- inu að það yrði skoðað hvort og þá hvern- ig stofnanir sem eru á fjárlögum frá rík- inu samkvæmt þjónustusamningum eigi rétt á sambærilegum launahækkunum og heilbrigðisstofnanir, sem hafa fengið hækkun á launalið þessa árs til að jafna kynbundinn launamun. Sú vinna er í gangi og það er engin niðurstaða komin,“ segir Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra. Tilefnið er sú gagnrýni að svonefnt jafnlaunaátak hafi ekki náð til allra heil- brigðisstofnana. „Markmið átaksins var að eyða kynbundnum launamun eða rétt- ara sagt að stíga skref í þá átt. Það var ákveðið að gera það í gegnum stofn- anasamninga við heilbrigðisstéttir og að það skyldi byrjað á heilbrigðisstofnunum ríkisins,“ segir hann. Rætt var við Birgi Gunnarsson, for- stjóra Reykjalundar, í Morgunblaðinu fyr- ir helgi og gagnrýndi hann þar að átakið næði eingöngu til stofnana í eigu og rekstri ríkisins, en ekki til stofnana sem eru á fjárlögum frá ríkinu skv. þjónustu- samningum. Guðbjartur segir athugasemd frá Reykjalundi í skoðun. Nú sé unnið að endurskoðun stofnanasamninga á heil- brigðisstofnunum ríkisins. Það sé í hönd- um hverrar stofnunar hvernig þetta verði útfært innan fjárveitinga. Sé í höndum hverrar stofnunar Guðbjartur Hannesson  Velferðarráðherra segir horft til jafnlaunaátaks við endurskoðun samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.