Morgunblaðið - 21.05.2013, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.05.2013, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 km síðar stoppar rútan og þátttak- endur hlaupa til baka niður í sund- laugar. Sama dag stendur Ungmenna- félagið Stjarnan fyrir Stjörnuhlaup- inu í samstarfi við íþrótta- og tóm- stundaráð Garðabæjar (ÍTG). Hlaupið verður við Vífilsstaðavatn og hefst klukkan 10. Í boði verða tvær vega- lengdir: 4,5 km skemmtiskokk um Vífilsstaðavatn og 10 km keppn- ishlaup um Urriðahraun. Allar nánari upplýsingar um þessi hlaup og önnur hlaup framundan má nálgast á vefsíðunni kunnu: www.hlaup.is Morgunblaðið/Golli Hlaupagarpar Á næstu dögum geta hlauparar víða um land sameinast. Morgunblaðið/Rósa Braga Öryggið á oddinn Edda Björk og Sigrún vilja með hjólaferð sinni og félaga sinna hvetja almenning til notkunar á öryggisbúnaði við hjólreiðar og vekja athygli á mikilvægi þess að við berum virðingu hvert fyrir öðru í umferðinni. skærlit vesti og með viðeigandi ör- yggisbúnað. Hjólreiðamennirnir verða um 25 talsins og er einn þeirra búinn að skrá sig á annan hvern legg alla leiðina norður. „Hann er að æfa sig fyrir ultra maraþon og ætlar að hjóla annan hvern legg þar sem hann hjólar 10 kílómetra og hvílir 10 alla leiðina norður.“ Bæði hópefli og fjáröflun Sveitin ætlar að safna fyrir tækjum í leiðinni þó að megináhersla sé ekki á söfnunina.„Við erum sjálf- boðaliðasamtök og þurfum að borga allt okkar dót sjálf og núna vantar okkur einmitt góðar hjólagrindur aftan á bílana hjá okkur til að geta tekið hjól með í útköll. Við notum hjól í hraðleitir í útköllum. Hjólin eru til dæmis notuð í innanbæj- arútköllum en maður er miklu fljót- ari að fara göngustígana á hjólum en gangandi. Þetta er samt fyrst og fremst hópefli hjá okkur en auðvitað er alltaf gaman ef fólk er tilbúið til að styrkja okkur líka til góðra verka,“ segir Sigrún. Fésbókarsíða sveitarinnar verð- ur reglulega uppfærð á leiðinni til að áhugasamir geti fylgst með hópnum „Þar ætlum við að setja inn fréttir af hópnum. Nýherji ætlar að styrkja okkur um tækjabúnað til að halda aðdáendum okkar og vinum upp- lýstum um hvernig gengur á leiðinni. Þar fara auðvitað líka inn fréttir af því hjá hverjum sprakk og hver gafst upp og svoleiðis og hver tók fleiri leggi en hann ætlaði að taka,“ segir Sigrún Á von á að flestir hjóli lengra en lagt er upp með í byrjun Edda Björk er ekki mikil hjóla- manneskja en hún stefnir samt sem áður á að hjóla fjörutíu kílómetra. „Ef ég get það ekki þá er það bara allt í lagi því þá klára bara hinir þrír legginn. Við gerðum það sama þegar við hlupum á Hellu. Þá hljóp hver og einn fyrirfram ákveðna vegalengd. Þá var ég skráð í fimm kílómetra og ég hljóp átta kílómetra þó að það hefði verið níu vikum eftir að ég átti stelpuna mína. Maðurinn minn var þá skráður í 10 kílómetra en hann hljóp 27 þannig að fólk var að hlaupa miklu, miklu meira en það ætlaði og ég reikna með því að það verði eins núna,“ segir Edda Björk og Sigrún tekur við. „Það myndaðist svo mikil stemning í hópnum að það varð eig- inlega enginn þreyttur.“ Þær Edda Björk og Sigrún vilja hvetja ökumenn til að vera vakandi fyrir hjólreiðamönnum á norðurleið á fimmtudag og föstudag og vonast til að sveitin fái bæði svigrúm og skiln- ing í umferðinni. „Þetta gildir auðvit- að fyrir alla hjólreiðamenn. Að öku- menn hafi öryggi þeirra í huga og að við berum virðingu fyrir hvert öðru í umferðinni,“ segir Sigrún. Leiðinlegt að hjóla Aðspurðar hvort þær hafi verið miklar hjólakonur áður en þessi ákvörðun var tekin brosa þær báðar og Edda Björk hristir höfuðið. „Mér finnst yfirhöfuð mjög leiðinlegt að hjóla. Þetta sport hefur ekki heillað mig hingað til en á þessu æfinga- tímabili sem við höfum tekið núna síðustu tvo mánuði þá hafa félagar í sveitinni reynt að sannfæra mig um að þetta sé mjög skemmtilegt og ég verð að viðurkenna að þetta er orðið miklu skemmtilegra í dag.“ Sigrún hlær að vinkonu sinni en er henni ósammála. „Mér finnst rosagaman að fara út að hjóla og hjóla stundum í vinnuna en ég gæti alltaf verið dug- legri. Ég hef hjólað nokkrum sinnum austur á Úlfljótsvatn og Þingvelli og ég hef líka einu sinni hjólað til Ak- ureyrar. Þá fórum við Kjalveg með skátahóp. Þá tókum við lengri tíma í ferðina og við gistum á leiðinni og all- ir hjóluðu saman.“ Planið Hér má líta á hjólaða kíló- metra hjá sveitinni síðustu vikur. Eitt af hollráðum Hugós sál-fræðings til foreldra er aðsegja við barnið: „Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ Umgengni okkar við líkamann einkennist oft af því gagnstæða; valdbeitingu, boðum og bönnum undir formerkj- um óttans um að annars fari allt gersamlega úr böndunum. Tilfinn- ingar eins og t.d. reiði eða hungur- tilfinning eru skilaboð um innra ástand eða þörf sem er eðlilegt að bregðast við á viðeigandi hátt. Við- brögð okkar eru oft: „Þegi þú, ég ræð.“. Töfralausnir auglýsa „hungur- tilfinningin hverfur!“ En er ekki vænlegra að vinna með okkur sjálf- um, frekar en á móti – hlusta á eig- in tilfinningar og innri visku lík- amans eins og börnin okkar? Elska okkur inn í vellíðan frekar en að hata okkur og hræða út úr vand- anum? Valið snýst um að elska sig nægjanlega til að veita sér heilbrigt atlæti. Mörgum þykir seinlegt og ótta- lega glatað að ná jafnvægi, vellíðan og heilbrigði með því að friðmælast við sjálfan sig, virða tilfinningar sínar og næra líkama og sál. En skyndilausnirnar hafa yfirleitt reynst aðeins svipað og að taka 100% lán þegar þú getur fengið það sem þig langar í strax en það kost- ar. Kílóin fuku í átakinu en skella á aftur og oft fleiri en þau sem fóru. Sterar eru mun fljótlegri leið til að fá flotta vöðva heldur en mánuðir í ræktinni, en það kostar – kannski heilsuna og lífið. Það er skamm- góður vermir að pissa í skóinn segir máltækið, en mér hlýnar strax á fótunum og fyrr en þér sem gengur rösklega heim og ferð í hlýja sokka, en ég get alltaf stoppað í hverri sjoppu og keypt mér drykk svo ég geti pissað aftur. Þetta er val og sumum henta skyndilausnir stundum. Eigum við að æfa okkur í að nota oftar atviks- orðin yfirleitt, oft, stundum og sjaldan, en sjaldnar alltaf og aldrei, þótt þau eigi sannarlega einstaka sinnum við?! Svart-hvítt er á sinn hátt einfaldara (kannske líka fljót- virkt, öruggt og án parabena!?), en er ekki skemmtilegra að hafa allt litrófið? Er það ekki líka nær raun- veruleikanum? Hlustum við alltaf á sömu tónlistina; hvað með að leika oftar á allan skala bragðlaukanna, frekar en aðallega tóninn sætt? Hann má samt alveg stundum hljóma! Njótum fjölbreytileikans á sem flestum sviðum. Við verðum ekki að gera eitt eða neitt, en ef við veljum og viljum og okkur langar, þá vill svo skemmtilega til að þá er okkur það ljúft, við leyfum verkefn- inu að taka sinn tíma, náum árangri og gerum það með bros á vör. Uppeldi Meðal hollráða Húgós er að segja barninu að koma og hlusta á sig. Okkar innri viska Heilsustöðin Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafaþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk, www.heilsustodin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.