Morgunblaðið - 21.05.2013, Page 15

Morgunblaðið - 21.05.2013, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Glussa-, vökva- og loftkerfi Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Útgerðarfélagið Smyril Line sem gerir út ferjuna Norrænu fagnar þrjátíu ára afmæli siglinga sinna frá Færeyjum til Seyðisfjarðar í ár. Þá eru tíu ár liðin frá því að ný Norræna var tekin í notkun. Fjöldi manns hef- ur siglt með ferjunni til og frá Seyð- isfirði í gegnum árin en frá því að nýja skipið var tekið í notkun árið 2003 lætur nærri að farþegafjöldinn sé sambærilegur við það að allir Ís- lendingar hafi ferðast með því. Það var í júní 1975 sem siglingar hófust frá Þórshöfn í Færeyjum til Seyðisfjarðar og áfram til nokkurra hafna í Danmörku, Noregi og Skot- landi. Þá var það skipaútgerð fær- eyska ríkisins sem stóð að sigling- unum á skipinu Smyrli. Það sigldi hingað til lands til haustsins 1982, árið sem Smyril Line, var formlega stofnað, en Smyril Line hóf siglingar árið eftir. Það var skipstjóri Smyrils, Óli Hammer, og gamlir félagar hans í áhöfninni sem stofnuðu félagið. Færeyingar áttu meirihluta hluta- fjár félagsins, þar á meðal átti fær- eyska ríkið fimmtungshlut, en Ís- lendingar áttu einnig hluti í því. Smyril Line hóf siglingar á sænsku ferjunni Gustav Vasa, sem hlaut nafnið Norræna, vorið 1983. Jónas Hallgrímsson er stjórn- arformaður Norrænu ferðaskrifstof- unnar sem er umboðsaðili Smyril Line hér á landi. Hann segir að margt hafi breyst frá því á upphafs- dögum félagsins í byrjun 9. áratug- arins. Árið 2003 var ný ferja keypt í stað hinnar gömlu. Sú nýja tekur 1.482 farþega og um 700-800 bíla á háannatíma auk fraktar, en sú gamla tók 1.050 farþega og 300 bíla. „Það er ekki langt frá því að nýja Norræna hafi flutt jafnmarga og Ís- lendingar eru. Ég held að það mark náist í sumar,“ segir Jónas. Í heildina hafa 295.000 farþegar ferðast með nýju Norrænu til og frá landinu og 92.000 farartæki. Allt stefnir í að metár verði í fjölda ferðamanna sem kemur hingað til lands í sumar. Jónas segir að bók- anir í ferjuna hafi gengið þokkalega. Ekki hafi verið vandamál að fá út- lendinga með ferjunni en nú séu Ís- lendingar hins vegar að taka við sér aftur. Drjúgt fyrir landsbyggðina „Það er mikil fjölgun Íslendinga. Núna sjáum við mikið af gömlum andlitum koma aftur sem voru hætt að koma. Það er mikið til sama fólkið sem nýtur þess að sigla þó það komi alltaf einhverjir nýir,“ segir Jónas. Að öðru leyti segir Jónas að sigl- ingarnar hafi gengið framúrskar- andi vel í gegnum árin og mikil ánægja sé með þær á meðal Aust- firðinga og hjá þeim sem búa úti á landi. „Farþegarnir skilja náttúrulega mest eftir sig úti á landi. Það hefur verið drjúgt fyrir landsbyggðina í gegnum þennan árafjölda. Þetta er eina fasta innkomuleiðin til landsins fyrir utan Keflavíkurflugvöll eins og er eftir að beint flug var lagt niður á Akureyri og Egilsstöðum,“ segir hann. Norræna Frá því að nýja ferjan var tekin í notkun árið 2003 hafa um 295.000 manns siglt með henni. Fjöldi farþega Norrænu á við fjölda allra Íslendinga  Áratugur frá því að ný Færeyjaferja var tekin í notkun Nýr veitingastaður verður opnaður í Tryggvaskála á Selfossi í næsta mán- uði. Húsið er það elsta á Selfossi, stendur við eystri sporð Ölfusárbrúar og var reist árið 1890 sem aðsetur verkamanna sem árið eftir reistu fyrstu brúna yfir ána. Þar hefur í tím- ans rás verið margvísleg starfsemi, svo sem vinsæll matsölustaður. Nú verður sá þráður tekinn upp. „Verkefnið er komið vel af stað og við ættum að geta opnað um miðjan júní,“ segir Tómas Þóroddsson veit- ingamaður. Tryggvaskáli verður ein- faldlega nafn staðarins og talsvert verður lagt upp úr því að endurvekja þá menningu sem ríkti á staðnum fyrr á árum. „Í gamla daga kom fína fólkið í Reykjavík hingað og fékk glænýjan Ölfusárlax. Það breyttist í slagorð sem heyrðist oft í auglýsingum. Því er ég búinn að setja mig í samband við bændur og fleiri til að útvega glænýjan lax. Annars verður mat- seðillinn fjölbreyttur,“ segir Tómas Tryggvaskáli er í dag í eigu Sveit- arfélagsins Árborgar og Skála- félags, en að því standa hollvinir hússins sem stóðu að endurgerð þess fyrir nokkrum árum. Segir Tómas þær endurbætur hafa tekist vel og þær séu í raun forsenda þess að veit- ingarekstur sé gerlegur í húsinu, þar sem eru tveir salir, 50 og 100 manna. sbs@mbl.is Selfoss Húsið við brúna var byggt fyrir 122 árum og fær enn nýtt hlutverk. Ölfusárlax í elsta húsi bæjarins  Sagan samofin Tryggvaskála

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.