Morgunblaðið - 21.05.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 21.05.2013, Síða 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 kirkja, Þjóðarbókhlaða (Þorvaldur S. Þorvaldsson að hluta) og Blá- fjallaskáli. Meðal annarra verka Manfreðs má nefna Nesti í Reykjavík og Vega- nesti á Akureyri, Epal-húsið og hús Hondaumboðsins, íþróttamiðstöð í Garðabæ og Ásmundarsafn (end- urbygging), og fuglasafnið Ytri- Neslönd í Mývatnssveit. Manfreð er höfundur að skipulagi Fossvogshverfisins, ásamt Gunn- laugi Halldórssyni og Guðmundi Kr. Kristinssyni og að aðalskipulagi Skálholtsstaðar, ásamt Reyni Vil- hjálmssyni. Hann hefur hannað ein- býlishús, m.a. fyrir Kristján Davíðs- son listmálara, og innréttingar í skrifstofur og verslanir. Manfreð sat í stjórn Arkitekta- félags Íslands 1960-61 og var for- maður þess 1965-67. Hann var dóm- nefndarmaður í nokkrum sam- keppnum, s.s. samkeppni um Bern- höftstorfuna, stjórnsýsluhús á Ísafirði og Nordform í Málmey í Sví- þjóð. Manfreð hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um miðbæjarskipulag á Akureyri, ásamt Gunnlaugi Hall- dórssyni, 1961, hlaut önnur verðlaun í samkeppni um skrifstofuhús fyrir Alþingi 1988, heiðursverðlaun fyrir sýningarbás á Iðnsýningunni í Laugardalshöll 1960, Menningar- verðlaun DV 1980 fyrir Kirkjugarðs- hús í Hafnarfirði, ásamt Þorvaldi S. Þorvaldssyni, Menningarverðlaun DV fyrir Epal-húsið 1988 og var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu 1996. Árið 2009 kom út bókin Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, undir ritstjórn Péturs Ár- mannssonar og Halldóru Arnars- dóttur. Hann var kjörinn heiðurs- félagi Arkitektafélags Íslands 2011. Fjölskylda Manfreð kvæntist 6.8. 1952 Erlu Sigurjónsdóttur, f. 10.5. 1929, hús- freyju og fyrrv. oddvita Bessa- staðahrepps. Foreldrar hennar voru Sigurjón Danivalsson, f. 29.10. 1900, d. 15.8. 1958, framkvæmdastjóri í Hveragerði, og k.h., Sólveig Lúð- víksdóttir, f. 1.7. 1905, d. 9.11. 1991, húsfreyja. Börn Manfreðs og Ernu eru Sól- veig, f. 26.8. 1954, tækniteiknari, bú- sett í Hafnarfirði og á hún tvö börn; Vilhjálmur Már, f. 10.10. 1957, vél- tæknifræðingur, búsettur á Álfta- nesi en kona hans er Jóhanna Dið- riksdóttir, bókasafnsfræðingur hjá RÚV og eiga þau tvö börn; Gunn- hildur, f. 4.7. 1961, bókasafnsfræð- ingur á Álftanesi en maður hennar er Einar Axelsson læknir og eiga þau þrjú börn; Sigurjón Már, f. 27.10. 1963, flugumferðarstjóri, bú- settur á Álftanesi en kona hans er Svandís Tryggvadóttir sjúkraliði og eiga þau þrjú börn; Valdís Fríða, f. 17.2. 1968, læknir, búsett á Álftanesi en maður hennar er Lárus Jónasson læknir og eiga þau tvö börn. Systur Manfreðs: Steinunn, f. 1.5. 1930, d. 31.10. 1996, einkaritari í Reykjavík; Karen, f. 4.1. 1934, kenn- ari, búsett í Reykjavík, gift Þorvaldi Óskarssyni, fyrrv. skólastjóra Breið- holtsskóla. Foreldrar Manfreðs voru Vil- hjálmur Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1972, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Marta Ólafs- dóttir, f. 3.6. 1894, d. 12.11. 1983, húsfreyja. Úr frændgarði Manfreðs Vilhjálmssonar Manfreða Vilhjálmsson Margrét Bjarnadóttir húsfr. i Magnúsarfjósum Jónas Hannesson b. í Magnúsarfjósum í Flóa Málfríður Jónasdóttir húsfr. í Hrísakoti Ólafur Ólafsson b. í Hrísakoti í Helgafellssveit Marta Ólafsdóttir húsfr. í Rvík Ólafur Hallsson b. á Stóra-Vatnshorni í Haukadal Aldís Þorsteinsdóttir systir Ingigerðar, langömmu Þor- gerðar Ingólfsdóttur söngstjóra Jón Guðnason b. að Hurðarbaki á Skeiðum Steinunn Jónsdóttir húsfr. í Skarði Jón Jónsson b. á Skarði í Gnúpverjahreppi Vilhjálmur Jónsson húsasmíðameistari í Rvík Steinunn Matthíasdóttir systir Rósu, langömmuAlfreðs Flóka Jón Gíslason b. á Skarði, bróðursonur Gests, langafa Ingveldar, ömmu Ingimundar Sveinssonar arkitekts. Matthías Jónsson b. á Fossi í Hruna- mannahreppi Haraldur Matthíasson menntaskólakenn- ar á Laugarvatni Ólafur Arnar Haraldsson fyrrv.alþm. Haraldur Ólafsson ferðagarpur og pólfari Afmælisbarn Manfreð Vilhjálmsson. Ásmundur fæddist að Kols-stöðum í Miðdölum 20.5.1893. Foreldrar hans voru Sveinn Finnsson, bóndi þar og síðar á Eskiholti í Borgarhreppi á Mýr- um, og k.h., Helga Eysteinsdóttir húsfreyja. Ásmundur kom 22 ára til Reykja- víkur, var í myndskurðarnámi hjá Ríkarði Jónssyni myndskera, lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum, var í námi í Kaupmannahöfn og stundaði nám við höggmyndadeild Fagur- listaskólans í Stokkhólmi 1920-26, einkum hjá Carli Milles, dvaldi í París á árunum 1926-29 og ferðaðist þá jafnframt til Ítalíu og Grikklands árið 1928. Ásmundur var einn helsti frum- kvöðull íslenskrar höggmyndalistar. Höggmyndir hans af alþýðufólki við iðju sína, unnar á fjórða áratugnum, áttu fátt sameiginlegt með róman- tískum eftirmyndum og minnis- vörðum sem Íslendingar kölluðu myndastyttur. Meðal þeirra högg- mynda Ásmundar sem Reykjavíkur- borg festi kaup á og lét koma fyrir í borgarlandinu má nefna Járnsmið- inn, Þvottakonur og Vatnsberann. Flestum borgarbúum er þó fyrir löngu orðið hlýtt til þessara viðkunn- anlegu samborgara. Verk Ásmundar áttu svo eftir að fjarlægjast enn meir hið fígúrutíva form og halda á vit ímyndunaraflsins, stundum undir sterkum áhrifum af sagnahefð þjóð- sögunnar. Ásmundur hóf að reisa sér vinnu- stofu og íbúðarhús við Freyjugötu 41 árið 1933 og árið 1942 byggði hann Kúluhúsið við Sigtún sem snemma varð eitt helsta kennileiti í borginni. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg æviverk sitt eftir sinn dag. Eftir andlát hans var ákveðið að breyta íbúðarhúsinu og hvelfingunni í sýningarrými. Afar vel hönnuð tengibygging sem teikn- uð var af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt var tekin í notkun árið 1991. Í Ásmundarsafni má nú njóta, inn- an dyra og utan. hinna fjölbreytilegu verka þessa dagfarsprúða og sístarf- andi listamanns. Ásmundur lést 9.12. 1982. Merkir Íslendingar Ásmundur Sveinsson 90 ára Sigurður Jóelsson 80 ára Elín Magnúsdóttir Kristín Sólveig Jónsdóttir 75 ára Ingrid Guðmundsson Jón Helgi Einarsson Lóa Guðjónsdóttir Ólína Guðmundsdóttir 70 ára Guðrún Jónsdóttir Ingvar Björgvinsson Jón Ragnar Björnsson Þóranna Eyjólfsdóttir 60 ára Arnfríður Gísladóttir Árni Árnason Birna Þórarinsdóttir Björn Ármann Ólafsson Guðmundur Axelsson Halla Hreggviðsdóttir Halldór V. Frímannsson Herborg Sjöfn Óskarsdóttir Ingibjörg Hjaltadóttir Magnús Guðlaugsson Marta Jetsova Olga Þórarinsdóttir Ólafur Sólimann Ásgeirsson Þorsteinn Guðnason 50 ára Aðalheiður Eiríksdóttir Anna Þuríður Skúladóttir Björgvin Hlíðar Kristjánsson Boga Kristín Kristinsdóttir Elsa Sigurbjörg Bergmundsdóttir Gerður Garðarsdóttir Guðrún Árnadóttir Ilias Karl Moustacas Samúel Grytvik Smári Gunnarsson Þorsteinn Sveinn Karlsson Þórunn Sigurðardóttir 40 ára Aðalsteinn Ingi Jónsson Auður Vigdís Jóhannesdóttir Bjarni Guðnason Björn Þór Jóhannsson Böðvar Gunnarsson Daniela Di Furia Erika Orosz Hilmar Jónasson Hrafnhildur Þorsteinsdóttir Hörður Þór Jónsson Jan Pawel Slota Lilja Pálsdóttir Piotr Domarad Ragna Valdís Júlíusdóttir Sigríður Bjarnadóttir Sveinn Ómar Grétarsson Unnar Hermannsson 30 ára Auður Ósk Vilhjálmsdóttir Eyþór Gunnar Jónsson Guðrún Elísa Ragnarsdóttir Ingiberg Guðmundsson Janaki Gurung Jenný Halla Lárusdóttir Joanna Genowefa Paszek Jón Þór Guðmundsson Rakel Þráinsdóttir Sigurður Guðbrandsson Til hamingju með daginn 30 ára Þorbjörg lauk BA- prófi í mannfræði frá HÍ og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Stefnir Gunn- arsson, f. 1986, aðstoð- arverkefnastjóri. Börn: Judith Stefn- isdóttir, f. 2010, og Berg- þóra Stefnisdóttir, f. 2012. Foreldrar: Eygló Magn- úsdóttir, f. 1949, hjúkr- unarfræðingur, og Jón Símon Gunnarsson, f. 1946, sjúkraliði og leikari. Þorbjörg Jónsdóttir 30 ára Ingibjörg ólst upp í Hafnarfirði, lauk dipl- ómaprófi í naglafræði og verslunarstjórnun og er sölustjóri hjá Hagkaupum í Smáralind. Systkini: Guðbjörg Gunnarsdóttir, f. 1985, at- vinnum. í knattspyrnu, og Jón Björn Magnús Gunn- arsson, f. 1994, nemi. Foreldrar: Guðrún Björnsdóttir, f. 1955, leik- skólak. og Gunnar Magn- ússon, f. 1953, vélfr. Ingibjörg Lára Gunnarsdóttir 30 ára Valur ólst upp í Vestmannaeyjum og hefur stundað sjómennsku frá því um tvítugt. Systkini: Erna Valtýsdóttir, f. 1990, húsfreyja í Vest- mannaeyjum, og Aron Val- týsson, f. 1996, að ljúka menntaskólanámi. Foreldrar: Valtýr Þór Val- týsson, f. 1955, d. 2002, húsasmíðam. og kaupm. í Vestmannaeyjum, og Ing- unn Lísa Jóhannesdóttir, f. 1961, leikskólastjóri í Eyjum. Valur Valtýsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.