Morgunblaðið - 21.05.2013, Síða 37

Morgunblaðið - 21.05.2013, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 AF EUROVISION Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Það vantaði ekkert upp áglimmer og glamúr á loka-kvöldi Eurovision í ár í Malmö í Svíþjóð á laugardagskvöld – raunar rigndi glimmer yfir okkur áhorfendur tvívegis meðan á keppninni stóð. Svo mikið raunar að á gólfinu á hótelherberginu morg- uninn eftir mátti finna töluvert magn af því og á flugvellinum á Kastrup lá sami glimmer á víð og dreif í fyrradag eftir hina ýmsu gesti keppninnar. Það eru Danir sem bjóða heim að ári þegar Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Eurovisi- on, verður haldin. Danska lagið í ár, Only Teardrops, með söngkonunni Emmelie de Forest sigraði í keppn- inni með 281 stig, í öðru sæti varð framlag Aserbaídsjan með 234 stig og í þriðja framlag Úkraínu með 214 stig. Noregur hafnaði svo í fjórða með 191 stig og Rússar í því fimmta með 174 stig.    Öll lönd geta sameinast umtónlistina og ég vona að lagið mitt geti sameinað Evrópu,“ sagði Emmelie de Forest á blaðamanna- fundi eftir keppnina. Það eru ekki lágleit markmið. Þema keppninnar í ár var raunar „We Are One“ eða „Við er- Glimmer og glamúr í Danmörku á næsta ári Sigurvegari Hin danska Emmelie de Forest fór með sigur af hólmi í Eurovision í ár með lagið Only Teardrops. um eitt“ á íslensku. Það var einmitt sú upplifun sem pistlahöfundur fékk af veru sinni í Malmö. Þar voru allir komnir til að skemmta sér saman, þvert á landamæri og pólitísk átök. Þar réði gleðin ríkjum þessa viku sem keppnin stóð og þar hittust vin- ir og kunningjar sem jafnvel hittast ekki við önnur tækifæri.    Framlag Íslands, Ég á líf meðEyþóri Inga Gunnlaugssyni, hafnaði í 17. sæti í keppninni í ár með 47 stig. Þjóðverjar kunnu best að meta íslenska framlagið og gáfu því 8 stig. Eistar, Ungverjar og Sví- ar gáfu því svo allir 6 stig. Finnar og Svisslendingar gáfu 5 stig, Norð- menn og Slóvenar 4 stig, Bretar gáfu 2 stig og Danir 1 stig. Ein- hverjum varð á orði að við hefðum oft riðið feitari hesti frá stigagjöf hinna landanna á Norðurlöndum. Líklega er það rétt en hitt er líka staðreynd að okkur hefur ekki gengið svona vel í Eurovision síðan Jóhanna Guðrún söng „Is It True“ í Rússlandi 2009. Í forkeppninni á fimmtudag varð Ísland í 6. sæti af tíu með 72 stig. Þá gáfu Finnar og Þjóðverjar okkur 12 stig, Ungverjar, Lettar, Norðmenn og Svisslendingar 10 stig, Spánverjar 7 stig og Armenar 1 stig.    Af þeim sex löndum sem sjálf-krafa komust í úrslitin á laug- ardag lentu fjögur í átta síðustu sætunum, Bretland með 23 stig, Þýskaland með 18 stig, Frakkland með 14 stig og Spánn með 8 stig. Það er greinarhöfundi umhugs- unarefni hvort þessi lönd fái jafn mikla kynningu og þau lönd sem keppi í undanúrslitum, sem eru í umfjölluninni frá upphafi, margar vikur fyrir keppnina. Þau lög sem keppa í undanúrslitunum fá svo öll gríðarlega mikla fjölmiðlaumfjöllun í Eurovision-vikunni á meðan hin lögin sem fara sjálfkrafa í gegn fá minna pláss og eru mest í um- ræðunni allra síðustu dagana. Sú spurning vaknar hvort þetta hafi mögulega áhrif á úrslitin og hver raunverulegur ávinningur sé þá af því að komast sjálfkrafa í úrslit ef það kemur niður á þeim þjóðum. Hvað sem því líður þá eiga Sví- ar heiður og þökk fyrir frábæra umgjörð Eurovision í ár og Danir verða að leggja sig alla fram um að halda uppi merkjum að ári. » „Öll lönd geta sam-einast um tónlistina og ég vona að lagið mitt geti sameinað Evrópu,“ sagði Emmelie de For- est á blaðamannafundi eftir keppnina. Það eru ekki lágleit markmið. Ljósmynd/Dennis Stachel (EBU) Nýjasta kvikmynd hins umdeilda, danska leikstjóra Lars Von Trier, Nymphomaniac, eða Vergjarna kon- an, verður frumsýnd á jóladag í Kaupmannahöfn í Danmörku. Eins og nafnið gefur til kynna verður kyn- líf áberandi í myndinni og leikararnir eru ekki af verri endanum, m.a. Shia LaBeouf, Uma Thurman, Willem Dafoe og Charlotte Gainsbourg. Ga- insbourg fer með hlutverk konunnar vergjörnu. Von Trier var gerður brottrækur frá kvikmyndahátíðinni í Cannes fyr- ir tveimur árum eftir að hann lét óheppileg ummæli falla um Adolf Hit- ler. Var það í fyrsta sinn í sögu hátíð- arinnar sem leikstjóra var meinað að dvelja áfram á henni og baðst Von Trier afsökunar á ummælum sínum. Leikstjórinn hefur þó átt góðu gengi að fagna á hátíðinni og myndir hans verið eftirsóttar til sýninga. Von Trier hreppti aðalverðlaun Cannes, Gullpálmann, árið 2000 fyrir kvik- mynda Dancer in the Dark en í henni fór Björk með aðalhlutverkið. Margir bjuggust því við því að hann myndi frumsýna Nymphomaniac á hátíðinni í ár en svo varð þó ekki. Ástæðan er þó ekki sú að Von Trier sé ekki í náð- inni , myndin var einfaldlega ekki fullkláruð. Von Trier hefur gengið fram af mörgum með myndum sín- um, m.a. hinni mjög svo ofbeldisfullu Antichrist og verður forvitnilegt að sjá hvernig kvikmynd um vergjarna konu leggst í áhorfendur og gagnrýn- endur. Framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Zentropa, Ålæk Jensen, sló á létta strengi í tilkynningu sem send var út um frumsýninguna fyrir helgi og spurði hvort eitthvað væri jóla- legra en kvikmynd af þessu tagi. Nymphomaniac verður skipt í tvo hluta og verður því í raun um tvær myndir að ræða. Og tæknibrellurnar verða tilkomumiklar, að sögn hins spaugsama Jensen. Umdeildur Kvikmyndir leikstjórans Lars Von Triers eru ekki allra. Hér má sjá stillu úr væntanlegri kvik- mynd hans, Nymphomaniac. Vergjarna konan frumsýnd á jóladag Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR EGILSHÖLLÁLFABAKKA THEGREATGATSBY2D KL.5-8-10:55 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS VIP KL. 5:10 - 10:50 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 33D KL. 5:10 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 5:30 -8 - 10:30 KRINGLUNNI THE GREAT GATSBY2D KL.5:10-8-10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 - 10:50 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 5:50 THE GREAT GATSBY2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 5:10 - 8 - 10:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK THEGREATGATSBY2D KL.8 STARTREKINTODARKNESS3D KL. 8 - 10:40 IRON MAN 3 2D KL. 5:20 - 10:55 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 AKUREYRI THE GREAT GATSBY2D KL. 5:10 - 8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 IRON MAN 3 3D KL. 10:55  NEW YORK OBSERVER  THE PLAYLIST J.J. ABRAMS ER MÆTTUR MEÐ BESTU HASARMYND ÞESSA ÁRS!  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.