Morgunblaðið - 21.05.2013, Page 40

Morgunblaðið - 21.05.2013, Page 40
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hjón létust í slysi í Þjórsárdal 2. Sagt upp eftir 25 ára starf 3. Uppsögn Láru dregin til baka 4. Björguðu dreng út úr þvottavél »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Alexandra Argunova Kjuregej, Hall- dór Warén og dr. Charles Ross skipa Kjuregej-tríóið sem ætlar í tónleika- ferð til Rússlands í júní. Þau koma fram í St. Petersburg, Moskvu og Jakútíu, sem eru æskuslóðir Kjure- gej. Hægt er að legga þeim lið á fjár- mögnunarsíðunni: indiegogo.com/ projects/kjuregej-tour-to-russia. Kjuregej-tríóið heldur til Rússlands  Frímerkjasýn- ingin NORDIA 2013 verður haldin í júní í Garðabæ. Sérfræð- ingar Bruun Rasm- ussen, stærsta uppboðshúss á Norðurlöndum, munu bjóða ókeyp- is mat á munum sem fólk hefur með sér. Sérfræðingar úr sjónvarpsþættinum „Auktions- huset“ í DR1, mæta líka og boðið verður upp á safnaramarkað. Ókeypis mat sér- fræðinga á munum  Listfengi ehf. hefur gefið út fimm nýjar bækur um Pappírs-Pésa eftir Herdísi Egilsdóttur. Börn sem kynnt- ust honum fyrir löngu eru nú orðin foreldrar og gaman fyrir þá að kynna gamla vininn fyrir sínum börn- um. Nú lendir Pési í nýjum ævintýrum. Bæk- urnar flokkast með léttlestr- arbókum og Herdís myndskreytir. Pappírs-Pési kominn aftur á kreik Á miðvikudag Norðvestan 10-18 m/s, hvassast með A-ströndinni, en hægari með kvöldinu. Él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst, en víða næturfrost inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og síðan norðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél og kólnar í veðri. VEÐUR KR-ingar eru með fimm stiga forystu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir sann- færandi sigur á Eyjamönn- um á Hásteinsvelli í gær- kvöld, 2:0, og þeir hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína í deildinni. Þórsarar kræktu í sín fyrstu stig með því að vinna Ólafsvíkinga í botn- slagnum og mikið gekk á þegar Keflavík og Fylkir gerðu jafntefli, 2:2. »2,4,8 KR með fimm stiga forystu Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálf- ari Rhein-Neckar Löwen, er að vonum ánægður með sigur liðsins í EHF- bikarnum í handknattleik, sem er stærsti titilinn í sögu félagsins. Hann er hinsvegar mjög ósáttur við keppn- isfyrirkomulagið í úrslitunum og segir það mjög ámælisvert. »1 Ánægður með titilinn en ámælisvert skipulag Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBV í fótboltanum, segir að mikil hamingja og stemning sé í bænum eftir líflega byrjun á keppnis- tímabilinu. Eyjakonur voru óheppnar að sigra ekki Val í bráðfjörugum leik á Hlíðarenda sem endaði 3:3. Elísa er bjartsýn á gott gengi ÍBV þrátt fyrir að liðið hafi misst marga máttar- stólpa fyrir þetta tímabil. »6 Bjartsýn á gott gengi Eyjakvenna ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Almannadalsmót Hestamanna- félagsins Fáks var haldið í þriðja sinn í gær, en mótið er haldið í til- tölulega nýju hesthúsahverfi í Al- mannadal. Mótið er töltmót þar sem keppt er í fimm flokkum: 16 ára og yngri, meira og minna vanir; byrjenda- flokkur fyrir alla aldurshópa og 17 ára og eldri, meira og minna vanir. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir varð í 1. sæti í flokki 16 ára og yngri, meira vanra, á Söndru frá Dufþaksholti og Kolbrá Jóhanna Magnadóttir varð í 3. sæti í sama flokki á Þyrnirós frá Reykjavík. „Við höfum eiginlega verið í hestamennsku frá því við munum eftir okkur,“ segja Kolbrá og Ylfa einum rómi, en stúlkurnar eru báð- ar 13 ára gamlar. „Hestarnir okkar eru ekki á húsi í þessu hverfi, við komum bara hingað til að keppa,“ segja þær. Skemmtilegra en í skólanum Kolbrá segir hesta hennar og fjölskyldunnar vera í Víðidalnum, en fjölskylda Ylfu heldur sína hesta í hesthúsi við hliðina á heimili fjöl- skyldunnar í Vatnsendahverfi. „Við erum með hesthús og gerði og afgirta bletti og allt saman fyrir hestana. Það eru alveg frekar mörg hús í kringum okkur svona útbúin.“ Stúlkurnar segja hestamennsku taka mikinn tíma, en að þær njóti þess að vera í hestum. „Það er miklu skemmtilegra að vera í hest- um en í skólanum,“ segir Kolbrá. „Ég væri mjög til í að fara í at- vinnumennsku í þessu,“ segir Ylfa. „Það er margt í boði, keppnir, tamningar, meistaradeildin og þannig,“ segir Ylfa og Kolbrá tekur undir. Enginn hestaframhaldsskóli Stúlkurnar segja því miður engan framhaldsskóla starfræktan á Ís- landi sem sé sérstaklega miðaður að ungum knöpum, en Háskólinn á Hólum sé góður „hestaskóli“. „En það er því miður skóli á há- skólastigi. Ef það væri einhver hestaframhaldsskóli myndum við báðar alveg örugglega fara í þann skóla,“ segja Kolbrá og Ylfa í kór. „En þannig skóli er því miður bara ekki til.“ Stúlkurnar segjast keppa mikið og ekki einskorða sig við höfuð- borgarsvæðið. „Ég ætla til dæmis að taka þátt í Íslandsmótinu á Ak- ureyri í lok sumars,“ segir Ylfa. Alla tíð verið í hestamennsku  Almannadals- mót Fáks haldið á nýja svæðinu í þriðja sinn í gær Morgunblaðið/Ómar Upprennandi knapar Kolbrá Jóhanna Magnadóttir með Þyrnirós frá Reykjavík og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir með Söndru frá Dufþaksholti. Ylfa varð í 1. sæti í sínum flokki og Kolbrá í 3. sæti í sama flokki á Almannadalsmótinu. „Knapamerki eru undirbúnings- námskeið á vegum Fáks þar sem maður lærir ýmislegt sem tengist hestamennsku,“ segir Kolbrá. „Námskeiðin eru fimm og við erum núna á fjórða námskeiði,“ segir Ylfa. „Fyrsta námskeiðið snerist um að læra að leggja á og alls konar ásetur. Námskeiðin verða svo flóknari og erfiðari, en þau eru hvort tveggja bókleg og verkleg,“ segir Ylfa. „Maður þarf að stand- ast próf til að ljúka þeim.“ Námskeiðin eru haldin tvisvar í viku í reiðhöll Fáks í Víðidal. Nám- skeiðin eru mjög mislöng, það fyrsta 8 til 10 tímar bóklegir og 18 til 20 tíma verklegir, en á því fimmta eru 18 til 22 tímar af bók- legri kennslu og 40 til 42 tímar af verklegum æfingum en tímafjöldi á hverju námskeiði er ekki fast- ákveðinn. Námskeið fyrir hestamenn KNAPAMERKI – NÁMSKEIÐ Í HESTAMENNSKU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.