Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013
Margir velta því fyr-
ir sér hvað framtíðin
beri í skauti sér. Það er
ekkert óeðlilegt að
pæla í því. En þegar
við veltum því fyrir
okkur hvernig hið
ókomna verði þá er
mikilvægast að átta sig
á að við getum sjálf
haft mikið um það að
segja hvað lífið ber í
skauti sér. Sértu til dæmis að hugsa
um að detta í það um versl-
unarmannahelgina og látir verða af
því þá gætir þú lent í einhverju er þú
vildir alls ekki upplifa, einhverju sem
breytir öllu. Gáðu að því. Ef þú vilt
hamingju og gleði máttu vita að mað-
ur hellir hvorki í sig gleðinni né ham-
ingjunni með einhvers konar vímu-
gjöfum. Grundvöllur heilbrigðis og
góðs lífs er bindindi. Að vera ætíð al-
gáður er betri grundvöllur að góðri
framtíð en að lifa í glysheimi vímu-
nnar. Við þekkjum öll hvað margt
slæmt getur hlotist af vímu-
efnaneyslu. Má þar sem dæmi nefna
rifrildi, slagsmál, slys,
sambandsslit, veikindi
og margt annað hryggi-
legt er hægt að telja
upp.
Verslunarmannhelgin
gengur senn í garð. Hjá
mörgu ungu fólki er hún
nokkurs konar upp-
skeruhátíð eftir vinnu
sumarsins. Mér er
kunnugt um konur og
karla sem hafa átt erfitt
líf og rekja upphaf þess
til verslunarmannahelg-
arinnar af því að þau tóku þá fyrsta
vímuefnaskammtinn sinn og breyttu
bjartri framtíð í dapra eina.
Ungt fólk sem neytir ekki vímu-
gjafa er jafnöldrum sínum góð fyr-
irmynd og margt fullorðið fólk ætti
einnig að taka það sér til fyr-
irmyndar. Feður og mæður, afar og
ömmur sem eru drukkin ná heldur
ekki góðu sambandi við börn sín eða
barnabörn og er það sorglegt, enda
skapar það aðeins sektarkennd hjá
þeim og öryggisleysi hjá börnum og
unglingum. Falleg og góð samkoma
fjölskyldna og vina skapar góðar og
fallegar minningar hjá börnum og
unglingum og verða þær verðmætar
sem fegurstu perlur í sjóðum minn-
inganna.
Ég hvet það fólk sem ætlar á útihá-
tíðar um verslunarmannhelgina að
vera þar algáð og taka þannig þátt í
eigin lífi en verða ekki leikfang eyði-
leggjandi vímugjafa, sem rugla allt
og skemma.
Þó margt hafi gengið á í landi okk-
ar undanfarin ár og enn kreppi að hjá
mörgum má ljóst vera að betri fram-
tíð er fyrir höndum hjá þeim sem lifa
án vímuefnaneyslu og auðveldara
verður við hvers kyns vanda að
glíma. Verum algáð og heil.
Björt eða döpur framtíð?
Eftir Karl V.
Matthíasson
Karl V. Matthíasson
» Sértu til dæmis að
hugsa um að detta í
það um verslunar-
mannahelgina og látir
verða af því þá gætir þú
lent í einhverju er þú
vildir alls ekki upplifa.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samhjálpar.
Morgunblaðið/Kristinn
„Ungt fólk sem neytir ekki vímugjafa er jafnöldrum sínum góð fyrirmynd og
margt fullorðið fólk ætti að taka það sér til fyrirmyndar.“ Greinarhöfundur
hvetur unga jafnt sem aldna að vera vímulausa um verslunarmannahelgina.
Þegar íslenskt þjóð-
félag fór fyrst að fræð-
ast um nauðsyn varn-
arsamstarfs og síðar
fríverslunar í Evrópu,
töldu margir að slíkt
ætti erindi til annarra
en okkar. Við ættum
að vera í friði fjærst í
eilífðar útsæ eftir
mannskæða heims-
styrjöld. Þjóðvilja-
menn óttuðust reyndar að þetta
væri til að gera út af við sæluríkið í
Sovét og innlima Ísland í heim kap-
ítalisma Ameríkana. Morgunblaðið
stóð þá dyggilega vaktina um að
varnarsamstarfið í NATO og efna-
hags- og viðskiptasamstarf í EFTA
væri rétt leið okkar með öðrum lýð-
frjálsum ríkjum. Var
blaðið ekki sá afger-
andi liðsauki sem rík-
isstjórnir þurftu við
þær ákvarðanir 1949
og 1969?
Þessi vestræna sam-
vinna hafði markmið, í
eðli sínu tímabundin,
sem náðu farsællega
árangri. Staðföst varn-
arstefna varð til þess
að Sovétríkin leystust
upp og Evrópuvarnir
NATO, aðallega kost-
aðar af Bandaríkjunum, urðu barn
síns tíma. EFTA var bráðabirgða-
lausn, upphafsmennirnir Bretar
gengu í ESB við fyrsta tækifæri og
aðrir í kjölfarið. Leifar EFTA eru
EES-fyrirkomulag Íslands og Nor-
egs um ófullnægjandi þátttöku í
frjálsum innri markaði ESB.
Enn sem fyrr verður öryggi og
hagsæld Íslands aðeins tryggt í
nánu samstarfi við lýðræðisríkin
beggja vegna Atlanshafs. Ég er
þeirrar skoðunar að Atlantshafs-
sáttmálinn um viðskipti og fjárfest-
ingar (Transatlantic Trade and In-
vestment Pact) milli Bandaríkjanna
og Evrópusambandsins muni skipta
sköpum í alþjóðasamskiptum næstu
áratugi. Þessi afar viðamikla samn-
ingsgerð hófst formlega í júní en
hafði verið í tæknilegum undirbún-
ingi og samráði í 2-3 ár. Um er að
ræða brottnám tollverndar sem að-
eins er að meðtali 5% og annarra
viðskiptahafta sem talin eru jafn-
gilda 20% tolli.
Við það að þetta mikla svæði verð-
ur einn samofinn markaður við-
skipta, fjárfestinga og annarra efna-
hagslegra samskipta, munu þær
þjóðir sem fyrr vera drifkraftur
framfara. Það boðar öruggari og
stöðugri stöðu lýðræðisríkjanna við
Atlantshaf í viðskipta- og efnahags-
legu tilliti og ekki síst að hern-
aðarmætti, gagnvart hinum nýtil-
komnu iðnríkjum, sérstaklega Kína.
Íslandi býðst þátttaka í samning-
unum um Atlantshafssáttmálann
sem aðildarumsækjandi að ESB og
þar með ómetanlega sýn á þróun
sem varðar framtíð okkar.
Í grein á leiðarasíðu Morg-
unblaðsins 27. júlí er Hirti J. Guð-
mundssyni umhugað um að eyða
ótta um hið fyrirhugaða fríversl-
unar- og fjárfestingarsvæði, sem
aðrir hafi reynt að breiða út í
Fréttablaðinu. Ég hef ekki bent á
ógn heldur þvert á móti á tækifæri
bæði í viðskiptum, þjónustu-
starfsemi, eins og fluginu og í fjár-
festingum. Fyrr í tíðinni héldu sum-
ir að við myndum sjálfkrafa njóta
góðs af tollalækkunum Evrópulanda
vegna bestu kjaraákvæða gamalla
viðskiptasamninga Dana sem tóku
til Íslands. Þetta var alls ekki rétt,
fremur en það sem Hjörtur segir
um hið hliðstæða í hinu nýja frí-
verslunar- og fjárfestingarsvæði.
Samkvæmt reglum Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar (GATT gr.
XXIV:6), eru fríverslunarsvæði und-
anþegin banni við mismunun. Þann-
ig náðu tollalækkanir EFTA aðeins
til þátttökuríkja og sama er að segja
um þennan nýja Atlantshafssátt-
mála. Hjörtur telur hins vegar að
þessi breyting á regluverki ESB
leiði til samskonar breytinga í
EFTA/EES, sem þá auðveldi við-
skipti okkar í ESB og Bandaríkj-
unum. Morgunblaðið birti það sem
rétt er, enda boðað af bandarískum
varautanríkisráðherra, sem hingað
kom í maí, að hvorki við né önnur
EFTA-lönd yrðum í þessari sam-
vinnu. Það sama fékk Cameron
heldur betur að heyra í Washington
ef Bretar stigju úr ESB. Það er ein-
faldlega vegna þess að Obama og
ríkisstjórn hans telja útilokað að fá
annað samningsumboð frá öld-
ungadeild þingsins. Það umboð sem
fyrir liggur takmarkar samninga og
niðurstöður þeirra við ESB. Hjörtur
heldur að Atlantshafssáttmálinn
muni greiða fyrir gerð fríversl-
unarsamnings við Ísland eða EFTA.
Þetta er því miður óskhyggja sem
ber alveg að afskrifa.
Bandaríkin eru á krossgötum eft-
ir ófarirnar í Írak og Afganistan.
Þau virðast haldin ákvarðanafælni
að því er varðar málefni norð-
urskautsins og Íslands. Víst má þó
telja að þeir koma ekki aftur til setu
á Keflavíkurflugvelli, enda er allt
amerískt herlið á förum frá Evrópu.
Þeir og Evrópuþjóðirnar í NATO
leita nýs grundvallarsamstarfs en
Frakkar og Þjóðverjar standa sam-
an um að auka varnarsamstarf inn-
an ESB. Bandaríkjamenn fóru með
öllu frá Keflavík 2006 óumbeðið og
sinna ekki landvörnum hér umfram
það sem um hefur samist. Hins veg-
ar eru aðrir gagnkvæmir hags-
munir. Samvinna í björgunar-
aðgerðum og eftirliti gegn mengun í
norðurskautinu er beggja hagur.
Það er liður í þjóðaröryggi Íslands
að Evrópuþjóðir, þeirra á meðal Sví-
ar og Finnar, sinni hér loftrým-
isgæslu með bandaríska flug-
hernum.
Síðasta frumkvæðið í fríverslun
var samningurinn við Kína. Með
bráðnun íshellu norðurskautsins er
Ísland inni í siglingabraut Kínverja
til Evrópu, sem ört verður fjöl-
farnari. Þar með kemur vafalaust til
áhugi þeirra á fastri aðstöðu á Ís-
landi, í samræmi við aðgerðir þeirra
annars staðar. Gámahöfn í Finna-
firði með fjölda kínverskra starfs-
manna, búðir og flugvöll á Gríms-
stöðum má nefna tæpitungulaust.
Hver kostar annars hönnunarvinnu
Bremenports í Finnafirði, sem for-
setinn lagði yfir blessun sína á dög-
unum þegar hann hafði vakið upp-
nám með yfirlýsingu um að ESB
hvorki vildi né gæti tekið við Íslend-
ingum? Eignist Þjóðverjar mann-
virki í Finnafirði yrði þeim vænt-
anlega frjálst að selja það einhvers
konar evrópsku fyrirtæki kínverska
risaskipafélagsins COSCO, eiganda
Pireaushafnar. Ógæfuleg breyting
innanríkisráðherra á reglum um er-
lendar fjárfestingar gæti þar með
leitt til kínversks eignahalds á
gámahöfn hér án þess að stjórnvöld
hefðu neitt haft með það að gera úr
því að skilyrði um búsetu er ekki
fyrir hendi. Beinar siglingar til Ís-
lands myndu breyta viðskiptastöðu
Kínverja. Vöruútflutningur þeirra
er hæfur til svæðismeðferðar á
þessu sérkennilega tvíhliða fríversl-
unarsvæði aðeins með því að koma
beint frá Kína. Hvernig þetta getur
leitt til náins samstarfs/sameigna
við íslenskt atvinnulíf mega aðrir
gera að sínum spádómum.
Eftir Einar
Benediktsson »Með bráðnun íshellu
norðurskautsins er
Ísland inni í siglinga-
braut Kínverja til
Evrópu sem ört verður
fjölfarnari.
Einar Benediktsson
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Vestrænt samstarf og fríverslun
Kringlunni | Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Glær 49.000,-
Svartur 49.000,-
Kremaður/Gull 62.000,-
Silfur 74.000,-
BOURGIE
Hönnun: Ferruccio Laviani