Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 35
AF LISTUM Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Snæfellsnesið í allri sinni dýrð er stórkostlegur áfangastaður, hvert svo sem erindið er. Reyndar er al- gjör óþarfi að eiga þangað nokkurt erindi. Að sækja leiksýningu um ætl- aða geimverulendingu á Snæfells- jökli í gamalli rækjuvinnslu á Rifi reyndist þó fyrirtaks afsökun fyrir því að fá að dýfa tánum í sjóinn í Dritvík, berja Lóndranga augum, heimsækja sundlaugina á Lýsuhóli og bragða á fyrirtaks súkku- laðiköku með kaffinu á Kaffi Belg í Ólafsvík. Fyrir nær sléttum tveimur ára- tugum, í nóvember 1993, söfnuðust nokkur hundruð manns saman við rætur Snæfellsjökuls vegna fregna af því að þar myndu geimverur lenda klukkan nákvæmlega sjö mín- útur yfir níu að kvöldi, kl. 21:07. Geimverurnar birtust aldrei en sam- kundan á jöklinum varð fræg að en- demum og henni voru gerð skil í blöðum og sjónvarpi. En svo virðast flestir hafa gleymt þessu máli. Að minnsta kosti hefur ekki mikið verið rætt um þann atburð í sögu þjóðar- innar að um fjögur hundruð manns, bæði Íslendingar og útlendingar, hafi safnast saman á Snæfellsjökli til að bjóða geimverur velkomnar. Flestir hafa valið að gleyma, en ekki leikararnir Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson. Þeir settu í sumar upp gamanleikritið 21:07 en nafnið er dregið af ætlaðri tímasetn- ingu lendingar úr geimnum sem aldrei varð. Í undirbúningi fyrir verkið sökktu þeir sér ofan í fréttir af atburðinum og ræddu við fólk sem kom að málinu. Skemmst er frá því að segja að úr varð framúrskar- andi leiksýning sem salurinn veltist um af hlátri yfir. Þótt persónur séu ýktar byggja þær flestar, meðal annars sveitarstjóri og fyrrverandi þingmaður svæðisins, á fólki sem gaf góðfúslegt leyfi til að þeirra nöfn yrðu notuð í verkinu. Gömul myndbrot úr safni Sjón- varps settu skemmtilegan svip á sýninguna. Að sjá brot úr fréttum og fréttaþáttum frá þeim tíma þeg- ar svo fátt annað sjónvarpsefni var í boði vekur alltaf upp þessa óræðu tilfinningu samkenndar. Þetta er eitthvað sem við horfðum á saman, öll sem eitt, þótt við munum það ekki endilega. Við vildum sjá geim- verur – og ef ekki geimverur þá vildum við allavega sjá allt fólkið sem vildi sjá þær. Með leiksýningunni 21:07 í Frystiklefanum á Rifi hafa fram- sæknir leikhúsmenn fært fram nokkurs konar uppgjör við þennan atburð í formi gamanleikrits. Kannski ættu fjölmiðlar að gera meira til að rifja svona stórfenglega atburði upp? En síðastliðinn laugardag var víst síðasta sýning á verkinu 21:07 í Frystiklefanum á Rifi. Kári Viðarsson stofnaði Frysti- klefann á Rifi árið 2010 og eins og kemur fram í leikskrá er ætlunin að byggja upp frekara menningar- og leikhússtarf í húsinu með bættri að- stöðu. Þótt það væri vissulega gam- an að fá sýninguna senda til höfuð- staðarins þá er líka dásamlegt að gera sér ferð í lítið leikhús með stórt hjarta á Snæfellsnesi. Stundum veljum við að gleyma » Framsæknir leik-húsmenn hafa nú gert sögunni um lend- ingu geimvera á Snæ- fellsjökli skil. Ættu fjöl- miðar að gera það líka? 21:07 Víkingur Kristjánsson og Kári Viðarsson leika sex persónur hvor í gamansýningu um meinta lendingu geimvera á Snæfellsjökli 1993. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Heilbrigt hár? AUÐVITAÐ Fæst í Hagkaup, Fjarðakaup og apótekum Skálholtskirkja verður vett- vangur sumartónleika um helgina þegar Bachsveitin í Skálholti stígur á svið og skemmtir tón- leikagestum. Tónleikarnir hefjast í kvöld þegar sveitin flytur sinfóníu eftir C.P.E. Bach, Konsert fyrir pikk- olóselló, tvö horn, strengi og fylgibassa ásamt þáttum fyrir tvö horn og strengi úr Tafelmusik eftir Telemann. Fyrir tveimur ár- um flutti Bachsveitin í Skálholti „Concerto per viola í A-dúr eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Tart- ini (1692-1770). Nú er komið að hinum konsertinum sem Tartini samdi sem ekki er fiðlukonsert. Þetta er víólukonsert samkvæmt titli höfundarins. Að þessu sinni leika tvö horn með ásamt strengj- unum og bassacontinuo-röddinni. Á laugardag flytja Júlía Traustadóttir og Hildur Heim- isdóttir tónleika með yfirskriftina Bæn í baðstofunni. Þær leika og syngja íslenska sálma með undir- leik langspils. Síðar sama dag flytur Bachsveitin í Skálholti dag- skrá með þýskri og ítalskri strengjatónlist frá 17. öld. Á sunnudaginn endurtekur Bachsveitin í Skálholti dagskrá sína frá deginum áður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sumartónar Sumartónleikar Skálholts halda áfram um helgina. Bach- sveitin í Skálholti ætlar m.a. að spila ítölsk og þýsk lög frá 17. öld. Ítalskir og þýskir tónar í Skálholti Myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga opnar í dag sýninguna Veggteppi í kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg. Um sýninguna segir Þórdís: „Mottur og teppi hafa yf- irleitt huggulegan blæ yfir sér og minna á heimilislíf. Þær má nota í ýmsum tilgangi, til dæmis sem bænamottur eða við aðra andlega iðkun. Einnig eru þær tengdar hjátrú og má þar nefna hið goð- sagnakennda töfrateppi sem á að geta flogið þegar manneskja sest á það.“ Þórdís sýndi í júlí verkið „Fjöruteppi“ á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði, verk samsett úr steinum sem hún málaði í mis- munandi litum og finna mátti í fjöruborðinu. Verkið eyddist smám saman þar sem sjórinn hreif stein- ana með sér og afmáði öll ummerki um að átt hefði verið við eitthvað í fjörunni, eins og Þórdís lýsir því. Verkin sem Þórdís sýnir á Mokka eru syrpa teikninga og skírskotar sú syrpa til heimþrár, heimilislífs og íhugunar, að sögn Þórdísar. Teikningarnar eru unnar í anda vefnaðarlistar, ofnar úr fínum þráðum með síendurtekinni hreyf- ingu teiknarans sem starfar í anda vefara. Þórdís hlaut BFA-gráðu í fyrra frá listaháskólanum Gerrit Rietveld í Amsterdam og hefur tek- ið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Veggteppi í Mokka Þórdís Erla Zoëga Veggteppi Hluti af einni teikninga Þórdísar af veggteppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.