Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 Stjórnvöld á Bretlandi hyggjast kanna áhrif svokallaðra „núll klukkustunda-samninga“ og hversu algengir þeir eru en meðal þeirra sem vinna samkvæmt slíkum samn- ingum eru 20 þúsund starfsmenn sportvöruverslanna Sports Direct og 350 hlutastarfsmenn Buckingham- hallar. Nick Clegg aðstoðarforsætisráðherra lýsti í gær yfir áhyggjum af því óöryggi sem slíkir samningar hefðu í för með sér, en þeir fela m.a. í sér að viðkomandi starfsmaður getur ekki gengið að einni einustu vinnustund vísri. Sam- kvæmt starfssamningi Buckingham-hallar, sem breska dagblaðið Guardian komst yfir, er starfsfólki í hlutastarfi enn fremur meinað, samkvæmt samningnum, að vinna annars staðar án skriflegs leyfis yfirmanns. Samningunum er ætlað að halda launakostnaði í lág- marki. Breska hagstofan áætlar að um 200 þúsund ein- staklingar starfi samkvæmt núll stunda-samningum í Bretlandi en sérfræðingar segja töluna mun hærri. Skoða umdeilda samninga AFP Samningar 350 sumarstarfsmenn Buckingham-hallar eru á svokölluðum núll klukkustunda-samningum.  Geta ekki gengið að einni einustu vinnustund vísri Almennum borgurum sem létu lífið eða særðust í stríðinu í Afganistan fjölgaði um 23% á fyrri hluta þessa árs, samkvæmt UNAMA, sendi- nefnd Sameinuðu þjóðanna í landinu. Þróunina má rekja til árása talíbana og aukinna átaka milli uppreisnar- manna og stjórnarhersins. Alls létu 1.319 almennir borgarar lífið vegna átaka á tímabilinu frá 1. janúar til 30. júní og 2.533 slösuðust. Dauðsföllum og meiðslum fækkaði í fyrra en viðsnúningurinn í ár vekur spurningar um getu afganska herafl- ans til að standa vörð um íbúa þegar erlendar hersveitir hverfa á braut. Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að uppreisnarmenn hefðu verið vald- ir að 74% allra dauðsfalla og meiðsla en talíbanar svöruðu í tilkynningu að skýrsla UNAMA væri aðeins áróður, birtur eftir pöntun frá Bandaríkjun- um. Dauðsföllum og meiðsl- um fjölgar í Afganistan AFP Dauði A.m.k. 51 lést í tveimur sprengjuárásum á markað í júlí. Fæst einnig í veFverslun stoðar 31ár 1982-2013 Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885 Opið kl. 8 - 16 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is Þar sem sérFræðingar aðstoðaÞig viðvalá hlíFum Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Við unnum orrustuna, nú verðum við að vinna stríðið,“ sagði David Coombs, verjandi Bradley Mann- ings, eftir að dómur hafði verið kveð- inn upp yfir skjólstæðingi hans á þriðjudag. Manning var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum, að hafa „aðstoðað óvininn“, en fundinn sekur um tuttugu aðra ákæruliði, þeirra á meðal njósnir, og bæði lið fögnuðu sigri. „Réttlætinu hefur verið fullnægt í dag. Óbreyttur Manning skaðaði þjóðaröryggi okkar, brást trausti al- mennings og hefur nú verið sakfelld- ur fyrir fjölda alvarlegra glæpa,“ sagði í tilkynningu frá repúblikanan- um Mike Rogers og demókratanum C.A. Dutch Ruppersberger í leyni- þjónustunefnd neðri deildar banda- ríska þingsins. Coombs sagði þó of snemmt að gleðjast þar sem allt snérist þetta um hvaða refsingu Manning yrði gert að sæta. Málflutningur vegna ákvörðun- ar refsingar hófst í gær en gert er ráð fyrir að um tuttugu vitni verði kölluð til og að niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum. Dómar afplánaðir samtímis? Við réttarhöldin yfir Manning, sem stóðu í um tvo mánuði, meinaði dóm- arinn, ofurstinn Denise Lind, báðum hliðum að leggja fram sönnunargögn varðandi það hvort uppljóstranir her- mannsins hefðu ógnað þjóðaröryggi. Þá reisti hún einnig skorður við sönn- unargögnum varðandi það hvað hon- um gekk til með afhjúpunum sínum. Þessi tvö atriði, hvað Manning gekk til þegar hann lak leynilegum upplýsingum og hvaða skaða hann olli, verða í brennidepli við ákvörðun refsingar, segir Lisa Windsor, ofursti og fyrrverandi lögfræðiráðgjafi hjá bandaríska hernum. „Þú vegur það til að ákveða hvað er viðeigandi refsing. Mér finnst líklegt að hann verði í fangelsi í langan tíma,“ sagði hún í samtali við Associa- ted Press. Manning, sem játaði sök í tíu ákæruliðum, gæti þurft að sæta fang- elsisrefsingu sem hljóðar upp á mest 136 ár. Lögmenn hans hafa hins veg- ar farið fram á að tveir ákæruliðir er varða njósnir og tveir ákæruliðir er varða þjófnað verði sameinaðir en þá lækkar hámarksrefsingin í 116 ár. Ýmsir lögspekingar segja mögu- legt að dómarinn ákveði að Manning skuli afplána dóma fyrir áþekk brot á sama tíma, sem gæti stytt fangelsis- vist hans umtalsvert. Hins vegar þykir flestum líklegt að hann muni verja stórum hluta fullorðinsáranna á bak við lás og slá. Það verða áfram lekar Aðgerðasinnar og mannréttinda- og blaðamannasamtök hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af því fordæmi sem sett var með sakfellingu Mann- ing. Liza Goiten, framkvæmdastjóri hjá Brennan miðstöðinni fyrir rétt- læti, sagði í samtali við Guardian að dómurinn fældi fólk frá því að koma upp um spillingu og misgjörðir. Þungur dómur yfir uppljóstraranum unga myndi hins vegar ekki stöðva eina tegund leka: leka frá stjórnvöld- um sjálfum. Þeir myndu hins vegar í auknum mæli samræmast hagsmun- um stjórnvalda. Á yfir höfði sér 136 ára fangelsi  Orrustan unnin en ekki stríðið, segir lögmaður Mannings  Réttlætinu fullnægt, segja bandarískir þingmenn  Refsingin ákvörðuð út frá því hvað hermanninum gekk til og þeim skaða sem hann olli Bradley Manning sakfelldur fyrir njósnir Var sakfelldur fyrir 20 af 22 ákæruliðum fyrir að leka: Stuðningsmenn hans Vörn Manning Aldur: 25 ára 250.000 sendiráðs- póstum (sem voru birtir að hluta í fimm stærstu dagblöðum heims) 500.000 hernaðar- skýrslum Myndbands- upptökum af vafa- sömum starfsháttum hersins í Írak og Afganistan Gögnum um einstaklinga í haldi í Guantanamó komið áfram til WikiLeaks, stjórnað af Julian Assange Á yfir höfði sér 136 ára fangelsisdóm Manning er „bandarísk hetja“, handtekin fyrir að varpa ljósi á myrkar hliðar stríðsreksturs Bandaríkjamanna Vann við greina leynilegar upplýsingar í Írak frá nóvember 2009 þar til hann var handtekinn í maí 2010 Vildi koma af stað umræðum í samfélaginu Viðurkennir að hafa vísvitandi sent út umdeildar myndbandsupptökur af bandarískum hermönnum Aðrar ákærur til FBI af tölvuþrjótnum Adrian Lamo Athafnir tilkynntar DEF ENC E SEC RET S Hermaðurinn bandaríski var fundinn sekur um njósnir á þriðjudag fyrir að hafa lekið leyndarmálum Bandaríkjastjórnar en var sýknaður af alvarlegustu ákærunni, að hafa „aðstoðað óvininn“ Julian Ass- ange, stofn- andi Wiki- leaks, sagði á þriðjudag að með sakfell- ingu Mannings hefði hættu- legt fordæmi verið sett og að hann væri dæmi um þjóðarör- yggisöfgar Obama-stjórnarinnar. Hann kallaði Manning hetju og sagðist telja líklegt að hermað- urinn myndi áfrýja dómnum. Assange sakaði Obama um svik vegna meðferðar hans á uppljóstrurum og benti á að fórnarlömb glæpa Mannings væru engin utan særðs stolts Bandaríkjastjórnar. Hann sagði árásir stjórnarinnar á Manning fremur vott um veikleika en styrk. Árásir vottur um veikleika WIKILEAKS Julian Assange

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.