Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 31
Guðrún var í Víðistaðaskóla og lauk stúdentsprófi frá Flensborg. Síðar hóf hún nám í stjórn- málafræði við HÍ og lauk þaðan BA-prófi 1990. Þá hefur hún sótt námskeið á MA-stigi í sálgæslu við guðfræði- og trúarbragða- fræðideild HÍ. Guðrún var blaðamaður við DV, Alþýðublaðið og Helgarpóstinn 1986-93, var aðstoðarritstjóri Pressunnar 1993-96 og ritstjóri þar skamma hríð 1996, og ritstjóri Mannlífs, ásamt Hrafni Jökulssyni 1996-98. Hún var framkvæmda- stjóri Hafnarfjarðarleikhússins 2000-2003, framkvæmdastjóri Sellófan sýningar Bjarkar Jak- obsdóttur og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík 2003- 2009. Hún var síðan sjálfstætt starfandi blaðamaður, einkum á sviði heilsumála og hélt úti síðu um þau málefni. Guðrún er ein af stofnendum Rótarinnar, félags um málefni kvenna sem hafa verið að kljást við áfengis- og fíkniefnavanda sem og meðvirkni, og er núverandi formaður félagsins. Félagið var stofnað upp úr Kvenfélagi SÁÁ, sem lagt var niður fyrr á þessu ári. Guðrún er nú starfskona ný- stofnaðs Systrasamlags, sem er kaffihús og heilsubúð á Seltjarn- arnesi – heilsuhof – í eigu Guð- rúnar og Jóhönnu, systur hennar. Með áhuga á lífi og tilveru Ekki verður sagt að Guðrún hafi ekki áhuga á lífinu og tilver- unni: „Ég hef áhuga á marg- breytileiki manneskjunnar, sál- gæslu, trúarbrögðum, heimspeki, vináttu, hálendisgöngum, ferða- lögum. jóga, Ayurveda-fræðum, og hugleiðslu. Svo finnst mér dásamlegt að hlaupa og hreinlega elska að gera tilraunir í eldhúsinu heima hjá mér og í Systrasamlag- inu. Mér þykir líka notalegt að leggjast í góðar bókmenntir og hlusta á tónlist. En ætli frábærar kvikmyndir nái mér ekki í hæstu hæðir. Ég var líka lengi fréttafí- kill en það er nú að mestu runnið af mér. Ég kýs heldur að skoða stóru myndina og það smáa í öðru samhengi.“ Vegna anna við stofnun Systra- samlagsins komst Guðrún ekki í árlega hálendisgöngu sína að þessu sinni en ætlar að bæta sér það upp með því að fara til Lond- on um verslunarmannahelgina. Fjölskylda Börn Guðrúnar: Elísabet Elma Líndal Guðrúnardóttir, f. 16.6. 1989, nemi í kvikmynda- og kynja- fræði við HÍ, nýflutt í móðurhús eftir skiptinám í Bretlandi; óskírð- ur Björns- og Guðrúnarsonur, f. 15.5. 1986, d. 15.5. 1986. Systkini Guðrúnar eru Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 28.10. 1967, annar eigandi Systrasamlagsins, búsett í Reykjavík; Valur Krist- jánsson, f. 18.4. 1973, umbrots- maður, búsettur á Seltjarnarnesi; Guðmundur Gauti Kristjánsson, f. 8.3. 1980, endurskoðandi, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Krist- ján Jóhannsson, f. 18.5. 1942, út- gefandi búsettur á Seltjarnarnesi, og Elísabet Stefánsdóttir, f. 20.11. 1943, hjúkrunarfræðingur, búsett á Seltjarnarnesi. Úr frændgarði Guðrúnar Kristjánsdóttur Guðrún Kristjánsdóttir Kristín Gísladóttir húsfreyja í Móabúð Kristján Jónsson útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit Guðrún Líndal Kristjánsdóttir húsfr. á Seltjarnarnesi Viggó Stefán Guðmundsson skipstjóri á Seltjarnarnesi Elísabet Stefánsdóttir hjukrunarfræðingur á Seltjarnarnesi Elísabet Stefánsdóttir húsfr. í Hrólfsskála Elín Guðfinna Sigurðardóttir húsfr. á Ísafirði Kristján Jóhannesson sjóm. á Ísafirði Kristján Jóhannsson útgefandi á Seltjarnarnesi Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Ísafirði Jóhann E. Þorsteinsson söðlasm., kaupm. og útgerðarm. á Ísafirði Jóhanna R. Kristjánsdóttir húsfr. á Ísafirði Elín Jóhannsd. sjúkraliði í Dk. Jóhann Guðjónsson læknir í Noregi Jóhann Jóhannsson forstj. á Ísaf. og Rvík Sigurður J. Jóhannsson arkitekt Kristjana Stefánsdóttir leikskólastj. á Seltjarnarnesi dr. Berglind Guðmundsd. yfirsálfr. á LHS Guðrún Pétursdóttir húsfr. í Görðum við Ægisíðu í Rvík Sigríður Sigurðardóttir húsfr. í Görðum Ólöf Kristín Sigurðardóttir listfr. og forstöðum. Hafnarborgar Guðmundur Pétursson útvegsb. í Hrólfsskála, af Engeyjarætt Guðríður Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Aðalsteinn Pétursson læknir Sigurður Pétursson læknir Sigrún Pétursdóttir ljósmóðir ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2013 BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 EASY Hönnun Jahn Aamodt Stóll kr. 206.600 Stóll + skemill kr. 264.300 Stefán Jóhann Stefánsson,skólameistari Menntaskólansá Akureyri, fæddist á Heiði í Gönguskörðum hinn 1.8. 1863. For- eldrar hans voru Stefán Stefánsson, bóndi á Heiði, og k.h., Guðrún Sig- urðardóttir húsfreyja, frá Heiði. Systir Stefáns var Þorbjörg, móð- ir Jóns Björnssonar, skólastjóra og heiðursborgara Sauðárkróks, föður Jóhannesar Geirs myndlistarmanns, Þorbjargar skólastjóra og Ólínu Ragnheiðar, móður Óskars Magnús- sonar, útgefanda Morgunblaðsins. Þorbjörg var auk þess móðir Har- aldar Björnssonar leikara, föður Jóns arkitekts og Stefáns yfirlækn- is. Bróðir Stefáns var Sigurður, pr. og alþm. í Vigur, afi Sigurðar Bjarnasonar, fyrrv. alþm., ritstjóra Morgunblaðsins og sendiherra, og Sigurlaugar Bjarnadóttur, fyrrv. alþm., móður Bjargar Thorarensen lagaprófessors. Börn Stefáns og k.h., Steinunnar Frímannsdóttur frá Helgavatni, voru Valtýr, ritstjóri Morgunblaðs- ins, faðir Helgu leikkonu og Huldu, fyrrv. blaðakonu, og Hulda skóla- stjóri, móðir Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Stefán lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og las náttúrufræði við Háskólann í Kaupmannahöfn 1884-87. Stefán var kennari við Gagn- fræðaskólann á Möðruvöllum og síð- an Gagnfræðaskólann á Akureyri 1887-1908 og skólameistari Mennta- skólans frá 1908. Stefan var alþm. Skagfirðinga 1900-1908 og síðan konungkjörinn alþm. 1908-1916. Hann sat í dönsk- íslensku milliþinganefndinni um sambandsmálið 1907 sem leiddi til „Uppkastsins“ fræga og sögulegra alþingiskosninga 1908, og var amt- ráðsmaður og bæjarfulltrúi á Ak- ureyri 1906-1918. Stefán ferðaðist mikið um landið við gróðurrannsóknir. Hann sat í stjórn ýmissa fyrirtækja og var að- alhvatamaður að stofnun Náttúru- fræðifélags Íslands og Náttúru- gripasafnsins. Stefán lést 20.1. 1921. Merkir Íslendingar Stefán Stefánsson 90 ára Kristín Axelsdóttir Salóme Guðmundsdóttir Stella Sigurgeirsdóttir Unnur Marinósdóttir 85 ára Helga Guðjónsdóttir Kolbeinn Helgason 80 ára Arnhildur Guðmundsdóttir Ásta Sigurðardóttir Halldór Helgason Magnús Sigurðsson Þorgeir Þorgeirsson Þóra Eiríksdóttir 75 ára Ásta Erla Ósk Einarsdóttir Birgir Jónsson 70 ára Anna Þóra Sigurþórsdóttir Eggert Óskarsson Elín Gréta Kortsdóttir Guðberg Guðmundsson Guðný Þórarinsdóttir Guðrún Úlfhildur Örnólfsdóttir Hermann Tönsberg Margrét Kristine Toft Páll Þór Imsland Ögn Guðmundsdóttir 60 ára Ársæll Daníelsson Benedikt Einar Gunnarsson Halldór K. Ásgeirsson Jón Baldvin Hannesson Jón Ingi Young Kolbeinn Bjarnason Magnús Björn Brynjólfsson Maren Aðalbjörg Jakobsdóttir Ólafía Aðalsteinsdóttir Sigrún Kristinsdóttir 50 ára Anna Sigríður Helgadóttir Ágúst Sindri Karlsson Bergdís Linda Kjartansdóttir Birgitta Bjargmundsdóttir Bryndís Pétursdóttir Brynja Dögg Birgisdóttir Gróa Guðmundsdóttir Guðjón G. Engilbertsson Guðjón H. Arngrímsson Hjalti Bjarnfinnsson Jón Lárus Guðmundsson Kristín Gunnarsdóttir Ólafur Karel Jónsson Pálína Kristín Garðarsdóttir Sigurður Sigurðsson Þorsteinn Bergþór Sveinsson 40 ára Anna Lilja Valsdóttir Arndís Dögg Arnardóttir Ágúst Þráinsson Guðmunda Kristjánsdóttir Guðmundur Liljar Pálsson Halla Svanhvít Heimisdóttir Harpa Gunnlaugsdóttir Houria Yahyaoui Jakob Benedikt Ólafsson Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir Páll Birkir Wolfram Raimonds Smits Rakel Rúriksdóttir Rúnar Sveinsson Sarah Lillan During Tina Petersen 30 ára Eggert Björnsson Ewa Elzbieta Szczygiel Hassan Haidari Hrönn Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Vilhjálmur ólst upp á Seltjarnarnesi og er sölustjóri hjá Marvís. Maki: Anna María Ágústsdóttir, f. 1972, hjá Lífeyrissjóði verslunarm. Dætur: Helen María, f. 2003; Lilja María, f. 2007, og Bryndís María, f. 2009. Foreldrar: Guðfinna Her- mannsdóttir og Ingiberg- ur Vilhjálmsson. Fósturfaðir: Grímur Ing- ólfsson. Vilhjálmur Árni Ingibergsson 40 ára Sólborg fæddist á Siglufirði, ólst upp í Hafn- arfirði en er húsfreyja í Garðinum. Maki: Kjartan Þorvalds- son, f. 1973, háskólanemi. Börn: Heiðrún Hanna, f. 2010, og Úlfur Orri, f. 2011. Foreldrar: Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir, f. 1951, húsfreyja í Hafnarfirði, og Björn Matthíasson (stjúp- faðir) 1939, hagfræð- ingur. Sólborg Gígja Guðmundsdóttir 40 ára Vernharð lauk prófi sem löggiltur fast- eignasali, keppti í júdó á Ólympíuleikunum 1996 og er fasteignasali hjá Re- max. Maki: Magga S. Gísladótt- ir, f. 1975, fjármálastjóri. Börn: Rannveig Íva, f. 1997; Kristján Ríkarður, f. 1998, og Gísli Goði, f. 2009. Foreldrar: Þorleifur Frið- riksson sagnfr., og Regína Vernharðsdóttir kennari. Vernharð S. Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.