Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 213. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Maður er var bjargað úr bílskúr látinn 2. Nauðgað í fjóra daga samfleytt 3. Tveir karlar nauðguðu 12 ára stúlku 4. Þetta gerist ef þú sofnar með málningu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stiklu úr kvikmynd leikarans og leikstjórans Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, má nú finna á myndbandavefnum YouTube. Lag hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, „Dirty Paws“, hljómar undir nær allri stiklunni. Myndin var tekin upp að stórum hluta hér á landi í fyrra og má sjá marga kunnuglega staði og ís- lenskt landslag í stiklunni. Stykkis- hólmur og Borgarnes voru meðal tökustaða. Af stiklunni að dæma verður myndin bæði ævintýraleg og spaugileg og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum um jólin. Í henni segir af Walter nokkrum Mitty sem leggur í mikla ævintýraferð í leit að týndri ljósmyndafilmu. Stiller fer með hlut- verk Mittys, auk þess að leikstýra myndinni, og í öðrum helstu hlut- verkum eru Kristen Wiig, Sean Penn og Adam Scott. Ólafur Darri Ólafsson fer einnig með hlutverk í myndinni, hlutverk flugmanns. Lag OMAM hljómar í stiklu myndar Stillers  Nýjasta kvikmynd Baltasars Kor- máks, 2 Guns, var frumsýnd sl. mánudag í Bandaríkjunum og hefur hún verið gagnrýnd í nokkrum fjöl- miðlum vestra. Myndin leggst mis- jafnlega í gagnrýnendur. Scott Foundas hjá Variety er hrifinn líkt og kollegi hans John DeFore hjá Hollywood Reporter. Öllu neikvæðari eru hins vegar gagnrýn- endur Screen Inter- national og Time Out New York, þeir Tim Grier- son og Keith Uhlich. 2 Guns Baltasars hlýt- ur bæði lof og last Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 austast. Skýjað en úr- komulítið nyrðra og eystra, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hvessir heldur og fer að rigna eystra með kvöldinu. Hiti 7-17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 8-13 m/s og skýjað á norð- austurhorninu, en annars hægari og víða bjart veður. Hiti 6 til 16 stig, svalast norðaustantil. VEÐUR Fjölnir stimplaði sig ræki- lega inn í toppbaráttuna í 1. deild karla í fótbolta í gær- kvöldi með sigri á Víkingum í Víkinni, 2:0. Á sama tíma unnu Haukar sigur gegn Selfossi, 2:1, og skelltu sér á toppinn. Baráttan um sæti í efstu deild hefur sjaldan verið meiri en sjö lið berjast nú um tvö laus sæti í deild þeirra bestu og skilja fjögur stig þau að. » 3 Sjö liða toppbar- átta í 1. deildinni Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, er genginn aftur í raðir félagsins. Davíð tjaldar ekki til einnar nætur því hann samdi árið 2015 við Íslands- meistarana. Hinum umtal- aða félagaskiptaglugga var lokað á miðnætti og geta íslensk lið því ekki lengur bætt við sig mönnum á þessu tímabili. Dagurinn var nokkuð fjör- ugur og Morg- unblaðið fer yfir það helsta í íþrótta- blaðinu í dag. »1 Fjörugur félagaskipta- dagur hérlendis í gær „Við erum búin að leggja inn op- inberlega kvörtun og sendum inn bréf því FINA hefði auðvitað átt að gera eitthvað. Ég þurfti því bara að bíða og vonast til að einhver önnur myndi forfallast; það gerðist ekki og finnska stelpan fór áfram á minn kostnað,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir sem var illa svikin af mótshöldurunum á HM í sundi. »2 Var svikin um umsund á HM í sundi í Barcelona ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hin 69 ára gamla Gyða Sigurðar- dóttir hugsaði sig ekki tvisvar um þegar tíkin hennar, Ísól Rós Matta- dóttir, féll fram af bryggjunni á Eyr- arbakka og henti sér umhugsunar- laust á eftir henni. Eftir barning í sjónum náði hún til hundsins og komst í land. „Þetta gerðist þegar við systir mín fórum í göngutúr með þrjá hunda síðasta laugardag. Þegar við komum á bryggjuna leit ég af hundinum en heyrði skvamp, eins og þegar eitthvað dettur í vatn. Þegar ég leit við var litli chihuahua-hund- urinn minn búinn að steypa sér fram af bryggjunni. Ég hugsaði ekki neitt heldur reytti það sem var lauslegt af mér, nema gleraugun sem ég mun aldrei sjá aftur, og henti mér út í,“ segir Gyða. Beit á jaxlinn og komst í land Þegar í kaldan sjóinn var komið veitti Gyða því athygli að Ísól hafði rekið undir bryggjuna og náði hún ekki til hennar þar sem of þröngt var á milli bryggjustöplanna. „Ég kallaði á hana og hún náði að synda til mín og þegar við náðum saman „klíndi“ hún sig við hálsinn á mér og ríghélt,“ segir Gyða. Aðspurð segist hún ekki hafa verið skelkuð. „Ég er svo til alin upp í sundlaug á Ísafirði og vel synd. En þetta var mjög erfitt því hún var á hálsinum á mér.“ Gyða fikraði sig á milli staura í átt að landi þar sem grynningar tóku við. „Þegar ég var komin hálfa leið var ég ekki viss um að ég myndi hafa þetta, en ég beit á jaxlinn,“ segir Gyða. Hún segir að hún hafi ekki hugmynd um hversu lengi hún var í sjónum. „Það var maður uppi á bryggjunni sem var að stappa í mig stálinu og hann segir við mig: „Ertu synd? Og ég svara: „Er ég synd?! Pabbi minn var nú ólympíufari í sundi og ég ólst upp í sundlauginni á Ísafirði,““ segir Gyða hlæjandi og áttar sig á því nú að þessar upplýsingar voru kannski óþarfar í þeim aðstæðum sem þarna voru. Hún segir að hún hafi upplifað bryggjuna sem þrisvar til fjórum sinnum lengri en hún var í raun og veru. Á endanum náði hún þó fót- festu og kom sér í land blóðug á hálsi, handlegg og fótum. Aðspurð hvort henni hafi ekki verið kalt segir hún svo ekki vera. „Guði sé lof þá fannst mér sjórinn volgur,“ segir Gyða. Hún segir að hún sé eilítið andstutt eftir þessa lífsreynslu en að öðru leyti hafi henni ekki orðið meint af. Ísól fékk hita um nóttina en jafnaði sig fljótt. Henti sér á eftir hundinum  Gyða Sigurðar- dóttir bjargaði smáhundi úr sjó Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttar saman Gyða Sigurðardóttir er hér ásamt chihuahua-hundinum Ísól. Hvorugri varð meint af volkinu í sjón- um. Gyða nýtti sér sundreynslu sína frá Ísafirði og beit á jaxlinn og komst skrámug í land eftir nokkurn barning. Faðir Gyðu er sundmaðurinn Sig- urður Jónsson sem synti undir merkjum KR og var fyrstur Íslend- inga til þess að synda í úrslit- um á alþjóðlegu sundmóti á Evrópumótinu í Mónakó árið 1947. Þá keppti hann einnig á sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Sig- urður setti sitt fyrsta Íslandsmet árið 1940 og háði um árabil mikla keppni við nafna sinn Sigurð Þór Jónsson Þingeying. Í viðtali við Morgunblaðið 24. janúar sl. segir hinn níræði Sig- urður að hann sé hættur að synda vegna veiki sem hrjáir hann: „Fyrir nokkrum árum spurði heimilis- læknirinn minn hvort ég synti ekki enn. „Nei,“ svaraði ég. „Ég er með veiki.“ Þá spurði hann grafalvar- legur hvaða veiki það væri. „Það er leti,“ svaraði Sigurður. Faðir Gyðu sundgarpur mikill SIGURÐUR JÓNSSON KOMST FYRSTUR ÍSLENDINGA Í ÚRSLIT Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.