Morgunblaðið - 02.08.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013
✝ Þórður SævarJónsson fædd-
ist í Hafnarstræti
17 í Reykjavík 24.
ágúst 1934 og ólst
upp í Þingholts-
stræti 1. Hann lést
á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 18. júlí
2013.
Foreldrar hans
voru Margrét Sæ-
mundsdóttir, f. 19.8. 1910, d.
25.12. 1985, frá Eyjarhólum í
Mýrdal, og Jón Þórðarson,
kaupmaður í Reykjavík, f. 3.4.
1907, d. 25.12. 1973. Systir
Þórðar er Þóra Jónsdóttir, f.
12.5. 1947, maki Björn G.
Björnsson, f. 26.5. 1944. Synir
þeirra: Björn Þór, f. 30.10. 1981
og Ívar, f. 24.10. 1990. Fóst-
ursonur þeirra er Steingrímur
Jón, f. 12.4. 1967. Þórður kvænt-
ist Bergljótu Aðalsteinsdóttur, f.
4.6. 1934, d. 14.8. 1965. Þau
skildu. Börn þeirra: 1) Jón Sæv-
ar Þórðarson, f. 29.2. 1956, maki
Elfa Björt Gylfadóttir, f. 20.5.
1963. Synir þeirra: Þórður Sæv-
ar, f. 5.9. 1989 og Gauti Páll, f.
16.6. 1999. Dóttir Jóns með Ing-
ann og Verslunarskólann og
stundaði verslunarstörf en fór
snemma á sjóinn, fyrst á togara
en sigldi á millilandaskipum
Eimskipafélagsins um árabil.
Seinna vann hann við virkjanir á
hálendi Íslands, einkum við
akstur. Þórður og Lára bjuggu
fyrst á Laugabakka í Miðfirði en
fluttust á Hvammstanga þar
sem þau ráku söluskála í tíu ár.
Þaðan fluttu þau til Flateyrar,
ári eftir snjóflóðið, og ráku þar
veitingahúsið Vagninn í mörg
ár. Þar var löngum samastaður
Flateyringa á erfiðum tímum.
Þau höfðu búið á Flateyri í 17 ár
þegar Þórður lést. Þórður var
víðförull um dagana og fór m.a.
til Kína ásamt Árna Jónssyni
eins og fram kemur í kvikmynd
Lýðs Árnasonar læknis um þá
frægðarför, en Þórði bregður
fyrir í fleiri myndum hans.
Þórður hafði yndi af trjárækt
eins og garður þeirra Láru við
Hrannargötu á Flateyri ber fag-
urt vitni. Hann hafði vakandi
áhuga á þjóðmálum alla tíð og
tók þátt í stjórnmálastarfi.
Þórður var víðsýnn og umburð-
arlyndur, hann sat í stjórn
Heimdallar sem ungur maður
og skipaði heiðurssæti á lista
Lýðræðisvaktarinnar í Norð-
vesturkjördæmi í síðustu Al-
þingiskosningum.
Þórður Sævar Jónsson verður
jarðsunginn frá Neskirkju í dag,
2. ágúst 2013, kl. 13.
unni Einarsdóttur
er Bergljót, f. 7.11.
1980, búsett í Hol-
landi. Maki Amid
Ayoub, f. 1.12.
1979, börn þeirra:
Liam, f. 27.12. 2006
og Emma, f. 27.4.
2012. 2) Guðný
Arndís Þórðar-
dóttir, f. 12.7. 1958,
d. 29.5. 1973. Þórð-
ur kvæntist Arn-
gunni Jónsdóttur, f. 13.7. 1942,
d. 10.6. 1994. Þau skildu. Börn
þeirra: 1) Margrét, f. 7.4. 1966,
maki Friðrik Þór Halldórsson, f.
13.4. 1961. Dætur þeirra: Þóra
Margrét, f. 19.9. 1993 og Katrín
Erla, f. 27.9. 1999. 2) Stein-
grímur Jón, f. 12.4. 1967, maki
Lind Einarsdóttir, f. 23.7. 1969.
Dætur þeirra: Perla, f. 29.4.
1997 og Harpa, f. 12.3. 1999.
Þórður kvæntist Láru Thor-
arensen, f. 2.2. 1952. Sonur Láru
er Jakob Hinriksson, f. 4.3.
1972. Maki Pricilla Kelly, f.
28.11. 1980. Sonur þeirra:
óskírður, f. 12.6. 2013. Dóttir
Pricillu er: Gabriely Vitoria, f.
8.3. 2002.
Þórður gekk í Miðbæjarskól-
Það eru rúmir tveir mánuðir
síðan pabbi var útskrifaður af
Landspítalanum með flensu.
Eftir það urðu ferðirnar fleiri
inn og út af ýmsum deildum þeg-
ar menn gerðu sér grein fyrir al-
varleika málsins. Þetta var stutt
og erfið barátta en háð af manni
sem kunni að takast á við hlut-
ina. Lára var hans stoð og stytta
gegnum þennan erfiða tíma og
hreiðraði um sig á hinum ýmsu
spítalastofum til að passa upp á
sinn mann, líkt og hún hefur
gert síðustu þrjátíu ár. Það var
sérstök upplifun að sjá hóp fólks
myndast í kringum pabba þenn-
an tíma, fólk úr ýmsum áttum
sem átti það eitt sameiginlegt að
þykja vænt um hann og vilja
leggja sitt af mörkum til að gera
honum lífið bærilegra. Þannig
var pabbi, hann var með svo
góða nærveru að hann laðaði að
sér gott fólk. Það myndaðist oft
skemmtileg stemning á litlu
spítalastofunum hans, málin
rædd af hreinskilni, rifjaðar upp
skemmtilegar minningar, mikið
hlegið og stundum grátið. Mörg-
um faðmlögum var útdeilt og oft
var erfitt að sjá hver var að hug-
hreysta hvern.
Pabbi var einstakur maður.
Hann var réttsýnn, fordómalaus
og með opinn huga. Gaman var
að ræða við hann um pólitík,
horfa með honum á íþróttir eða
spjalla um kvótakerfið. Maður
kom aldrei að tómum kofunum,
hann var fróður um svo margt.
Hann var víðförull, hafði siglt
um öll heimsins höf og upplifað
ýmis ævintýri. Hann var áhuga-
samur og alltaf tilbúinn í ævin-
týraferðir með skömmum fyrir-
vara. Það nýttum við okkur vel
síðasta sumar þegar við skellt-
um okkur í dagsferð til Víkur í
Mýrdal með korters fyrirvara.
Það var rölt á bak við Selja-
landsfoss, kíkt upp á Dyrhólaey,
nesti borðað í grænni lautu í
Mýrdalnum og enduðum daginn
á ljúfum veitingum í Halldórs-
kaffi í Vík. Margar ferðir voru
einnig farnar til Vestfjarða sem
eru ógleymanlegar. Svona var
pabbi, eins og skátarnir, alltaf
reiðubúinn. Þó að þau byggju
langt í burtu þá var hann tilbú-
inn til að hendast upp í nýbón-
aðan bílinn og skjótast þvert yfir
landið til að hjálpa til þegar þess
var þörf. Oft gerði hann hlutina
óumbeðið eins og þegar hann
passaði hundinn og húsið í
nokkra daga þá hafði litli bak-
garðurinn okkar breyst í skrúð-
garð þegar við komum til baka.
Hann hafði yndi af garðrækt,
allt blómstraði í hans höndum.
Þess má nú sjá merki víða á
Flateyri því hann hugsaði ekki
bara um garðinn sinn heldur
gróðursetti ýmislegt fyrir þorp-
ið líka. Dýrin áttu líka í gott hús
að venda þar sem pabbi og Lára
voru annars vegar. Þau voru
alltaf reiðubúin til að hugsa um
þau, hvort sem það voru hundar
nágrannanna, kettir eða fuglar.
Það var alltaf gott að heim-
sækja pabba og Láru, heimili
þeirra hlýlegt og alltaf nóg til af
öllu. Allir voru velkomnir, hvort
sem um var að ræða ættingja,
vini eða hvern þann sem vantaði
húsaskjól. Þaðan fóru allir mett-
ir á maga og með sól í hjarta.
Pabbi lést á líknardeild Land-
spítalans í faðmi ástvina. Hans
er sárt saknað. Þökkum öllum
sem hlúðu að honum síðustu vik-
urnar. Sérstakar þakkir fær
líknarteymi Landspítalans,
Lára, Magga og Ægir, fyrir ein-
staka alúð.
Margrét, Friðrik Þór, Þóra
Margrét og Katrín Erla.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þannig hljómaði ein síðasta
bænin sem séra Örn Bárður fór
með yfir pabba þar sem við
nokkur af nánustu aðstandend-
um hans voru samankomin á
líknardeild Landspítalans. Þetta
var falleg stund sem ég mun
aldrei gleyma. Eftir að við höfð-
um öll haldist í hendur náði
pabbi að kveðja okkur og þenn-
an veraldlega heim í framhald-
inu. Það rigndi þennan dag.
Pabbi var fyrst og fremst lífs-
glaður, kærleiksríkur og gjaf-
mildur maður. Gott dæmi um
gjafmildi hans var að hann lét
mig í fóstur fimm ára gamlan til
Þóru systur sinnar og Bjössa
sem ég er honum ævinlega
þakklátur fyrir. Hann var samt
aldrei langt undan og samband
fjölskyldunnar í alla staði mjög
gott.
Minningarnar eru margar og
ekki síst frá þeim tíma þegar
hann vann við Hrauneyjafoss-
virkjun en það umhverfi var
sveipað ævintýraljóma eins og
líf hans allt.
Við áttum margar góðar
stundir saman þar sem við
ræddum um allt milli himins og
jarðar, lýsingar hans frá æsku
sinni á stríðsárunum í Vík í Mýr-
dal og lífinu þar á þeim tíma
koma í hugann núna en sá stað-
ur er fjölskyldunni mjög hug-
leikinn enda er stór og mikill
ættbálkur þaðan kominn.
Nýjasti kaflinn í lífi hans þeg-
ar hann flytur ásamt yndislegu
konu sinni, Láru Thorarensen,
til Flateyrar er þó án efa sá eft-
irminnilegasti, en þangað var
gaman að ferðast með Lind
konu minni og dætrum okkar
Perlu og Hörpu og heimsækja
afa og ömmu á þessum him-
neska stað. Afi var alltaf að
sinna garðyrkjunni þegar okkur
bar að garði og fastir liðir voru
að fara í sund í vinnuna til ömmu
Láru. Oftar en ekki voru þau
líka að passa hunda enda með
eindæmum miklir dýravinir.
Þau höfðu bæði mikinn áhuga á
árangri Perlu og Hörpu í sam-
kvæmisdönsum, en pabbi var
þess fullviss að hæfileikarnir
kæmu frá honum. Hlýjan og
elskulegheitin voru allsráðandi
og þægilegar samverustundir
ógleymanlegar. Sérstaklega
þótti mér vænt um að sitja með
pabba langt fram á bjartar sum-
arnæturnar og hlýða á sögur frá
lífi hans.
Þau komu líka oftast suður
um hátíðarnar og áttu það til að
koma óvænt í heimsókn til okkar
í Hafnarfjörðinn sem við kunn-
um vel að meta, alltaf þægilegt
og afslappað andrúmsloft í
kringum þau.
Afi Þórður eins og hann var
oft kallaður mun alltaf eiga stað
í hjörtum okkar sem eftir stönd-
um en erum um leið ríkari af
þeim kærleik sem hann átti svo
mikið af og var svo duglegur að
gefa af sér alveg fram á síðustu
stund. Amma Lára var stoð hans
og stytta í gegnum veikindin og
mikill kærleikur þeirra á milli.
Þótt veikindin sæktu á var alltaf
styrkur fyrir faðmlag sem ljóm-
aði af sannri væntumþykju og
ást. Þótt hann sé farinn mun
hann alltaf vera hjá okkur um
ókomna tíð.
Steingrímur Jón Þórðarson.
Elsku afi okkar verður jarð-
sunginn í dag. Við eigum svo
margar og góðar minningar um
elsku afa á Flateyri. Að koma til
afa Þórðar og ömmu Láru á
Flateyri var ævintýri líkast.
Alltaf voru þau svo hlý og góð og
gaman að koma til þeirra. Afi
var mikið í garðinum að gera fal-
legt í kringum húsið og amma
eldaði góðan mat handa okkur.
Afi var með mjög sérstakan
hlátur og þegar hann hló þá var
ekki annað hægt en að hlæja
með. Hann var duglegur að fara
með okkur um svæðið og sýna
okkur fallega bæinn sinn.
Ógleymanleg var ferðin sem við
fórum eina sumarnótt á kajak og
allar ferðirnar niður á höfn að
veiða. Að fara í sund til Láru var
alltaf stuð og stundum var farið
oft á dag.
Afi var mikill dýravinur og
þegar hann varð 75 ára gáfum
við afa hund í afmælisgjöf. Afi
og Depill voru miklir vinir og
var mjög gaman að fara út að
labba með þeim.
Allir á Flateyri þekktu afa
Þórð og við fundum alltaf svo vel
hvað fólki þótti vænt um hann.
Afi var mikill húmoristi og hafði
mjög gaman af því að segja sög-
ur. Þrátt fyrir að vera kominn á
þennan aldur var hann á Fa-
cebook og fylgdist alltaf vel með
okkur þar og sendi reglulega
fallegar kveðjur.
Í dag kveðjum við elsku besta
afa okkar. Hvíl í friði elsku afi.
Perla og Harpa
Steingrímsdætur.
Látinn er kær vinur okkar,
Þórður Sævar, síðast til heimilis
á Flateyri. Kynni okkar af Þórði
hófust árið 1982 þegar Lára,
systir Margrétar, hóf sambúð
með honum. Afar kært var með
okkur hjónum og þeim Láru og
Þórði alla tíð. Í fyrstu bjuggu
þau í Reykjavík fluttust síðan til
Þórður Sævar
Jónsson
Fallinn er í valinn góður
sannur vinur Sverrir Ingólfs-
son.
Við Sverrir kynntumst þegar
Ingibjörg mágkona mín heill-
aðist af þessum sómadreng sem
endaði með áralangri sambúð
þeirra.
Hún fluttist til hans í Grana-
skjól 7 og bjó þar með Sverri
sínum uns hann fluttist að
Grund vegna heilsubrests.
Þau voru mjög góð og falleg
saman og kunnu að njóta lífsins
og draga fram bestu hliðar sín-
ar í návistinni hvort við annað.
Þau ferðuðust mikið innan-
og utanlands og nutum við
hjónin þess að fara með þeim til
heitari landa og að skoða landið
okkar í góðum félagsskap
þeirra.
Við gleymum aldrei ferð sem
Sverrir bauð okkur í, á Meist-
aradeild Evrópu á Old Trafford
í Mancester árið 2003.
Það var frábær upplifun og
sýnir hversu hjartalag þeirra
Ingibjargar og Sverris var fal-
legt og ljúft.
Við gætum rifjað upp enda-
Sverrir Ingólfsson
✝ Sverrir Ing-ólfsson fæddist
á Selfossi 18. ágúst
1940. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 22.
júlí 2013. .
Sverrir var jarð-
sunginn frá Nes-
kirkju 30. júlí.
2013.
lausa skemmtilega
hluti og atburði
sem við áttum sam-
an, en við ætlum
ekki að þreyta aðra
á þeirri upptaln-
ingu núna en hún
gleymist okkur
ekki.
Blessuð sé minn-
ing þín, elsku vin-
ur, og við þökkum
algóðum Guði fyrir
að hafa fengið að kynnast þér
og þínu fólki.
Við vottum ykkur dýpstu
samúð okkar og við vitum að
Sverrir lifir með okkur í sterkri
minningu um ókomin ár.
Margrét og Þorsteinn.
Á árinu 1977 stofnuðum við
Sverrir Ingólfsson, löggiltur
endurskoðandi, og Baldur Guð-
laugsson hrl. saman lítið fyr-
irtæki utan um atvinnu okkar.
Við kölluðum það Lögmanns-
og endurskoðunarstofu. Sverrir
hafði atbeina að því að við feng-
um húsnæði fyrir starfsemina á
efstu hæð í húsi Nýja bíós við
Lækjargötu í Reykjavík, en það
hús brann síðar. Fyrsta árið
eða svo vorum við Sverrir einir
við störf þarna þó að síðar hafi
þetta litla fyrirtæki okkar vaxið
og dafnað og raunar skipt sér
upp í fleiri fyrirtæki, sem hafa
orðið öflug á vettvangi þeirra
tveggja starfsgreina sem lagt
var upp með.
Nú er Sverrir fallinn frá. Það
er verðugt og viðeigandi að ég
kveðji hann með nokkrum
þakklætisorðum. Ég þakka
honum fyrir góða viðkynningu
og ljúfmannlegt samstarf með-
an það stóð. Ég þakka honum
fyrir að hafa verið sá kyrrláti
og geðfelldi maður sem hann
alla tíð var. Líka fyrir að hafa
alltaf verið svo heill og heið-
arlegur í öllum samskiptum.
Hann barst ekki mikið á en
framlag hans til okkar sem vor-
um í kringum hann var alltaf
jákvætt og uppbyggilegt. Það
hafði ekkert nema góð áhrif
fyrir mig, manninn sem alltaf
vildi vera upptekinn við að
bjarga heiminum, að eiga svona
traustan og jarðbundinn félaga
sem hægt var að ræða við og
leita ráða hjá um viðfangsefni
líðandi stundar. Þar lagði hann
alltaf gott til mála.
Fjölskyldu þessa góða vinar
sendi ég hugheilar samúðar-
kveðjur vegna fráfallsins. Minn-
ingin um sannarlega góðan
dreng mun lifa hjá okkur sem
eftir sitjum um sinn.
Jón Steinar Gunnlaugsson
lögfræðingur.
Í dag kveðjum við Sverri
Ingólfsson, góðan og mætan
mann. Kynni okkar Sverris hóf-
ust þegar við byrjuðum í námi
við viðskiptadeild Háskóla Ís-
lands haustið 196l. Á sama tíma
hóf Óskar Gunnar Óskarsson
nám við deildina. Fljótlega
tókst mikil vinátta milli okkar
þriggja og vorum við samferða í
náminu til loka. Náin vinátta
okkar og samheldni hélst til
æviloka. Óskar Gunnar Óskars-
son lést fyrir rúmum níu árum
fyrir aldur fram. Sverrir var af-
ar góður, umhyggjusamur og
skilningsríkur maður og hafði
rólegt og aðlaðandi viðmót. Ég
minnist þess varla að hafa séð
hann skipta skapi og vanda-
málin voru leyst með rólegum
og vinsamlegum hætti en þó
með festu.
Eiginkona Sverris, Lillý
Svava Snævarr, reyndist hon-
um frábær lífsförunautur og
var það mikið áfall þegar hún
féll frá í nóvember 1995. Við fé-
lagarnir og eiginkonur okkar
hittumst oft á heimilum Sverris
og Lillýjar á Hólavallagötu,
Reynimel, Kaplaskjólsvegi og í
Granaskjóli og á ég eingöngu
hlýjar og ánægjulegar minning-
ar frá þeim tíma.
Það var mikið happ þegar
Sverrir hóf sambúð með Ingi-
björgu Kristjánsdóttur en hún
var sambýliskona Sverris til
æviloka og annaðist hann afar
vel í þeim langvinnu veikindum
sem hann átti við að stríða.
Við Ragnheiður sendum
Ingibjörgu, Unni, Brynju,
Svövu og öðrum aðstandendum
okkar einlægustu samúðar-
kveðjur. Sverris verður sárt
saknað og biðjum við góðan guð
að blessa minningu hans.
Örn Marinósson.
Sverrir Ingólfsson var fædd-
ur og uppalinn á Selfossi og
kom það því af sjálfu sér að
hann settist í Menntaskólann á
Laugarvatni eftir landspróf. Ég
fór líka í þann skóla og urðum
við bekkjarbræður og góðir vin-
ir alla ævi. Sverrir var góður
félagi, tók m.a. þátt í leiklist-
arstarfsemi auk þess sem hann
rækti námið vel. Hann eignaðist
bókina Lystige viser, 1. hefti
þeirrar ágætu söngbókar. Fjöl-
rituðum við upp úr henni
nokkra söngva sem við sungum
á bekkjarsamkomum.
Þegar stúdentsprófi var lokið
vorið 1960 þótti okkur tími til
kominn að létta okkur upp.
Fórum við í vikuferðalag norð-
ur og austur um land, gistum í
tjöldum og matreiddum ofan í
okkur. Fengum við einmuna
blíðviðri í ferðinni og var þetta
ánægjulegur endir á öllu strit-
inu við námið. Við Sverrir vor-
um tjaldfélagar minnir mig en
við vorum 19 sem fórum í þessa
ferð af 20 sem tóku stúdents-
próf þetta vor. Að ferðalokum
sagði rútubílstjóri okkar við
mig að hann hefði sjaldan farið
með jafn skemmtilegan og sam-
valinn hóp enda var alla tíð
góður félagsandi í bekknum.
Sverrir kvæntist haustið eftir
stúdentspróf Lillý Svövu Snæv-
arr sem var skólasystir okkar.
Bjuggu þau fyrst á Hólavalla-
götu 13 og var þar gestkvæmt
enda voru húsráðendur ungir
og glaðlyndir. Áttu þau mikinn
þátt í að halda bekknum saman
og var oft efnt til mannfagn-
aðar á heimili þeirra.
Eftir eins vetrar kennslu í
Keflavík fór Sverrir í viðskipta-
fræði og átti það nám vel við
hann. Þótt hann rækti það af
samviskusemi var hann hinn
glaði stúdent á þessum árum og
glæsimenni sem öllum þótti
vænt um. Hann starfaði á
Skattstofu Reykjavíkur og víð-
ar þar til hann stofnaði endur-
skoðunarskrifstofu með öðrum
og vann sem löggiltur endur-
skoðandi lengst af starfsævi
sinnar. Með námi og störfum
stundaði hann kennslu, aðallega
við Verzlunarskóla Íslands,
enda hafði hann frábæra kenn-
arahæfileika. Þótt endurskoðun
og gerð ársreikninga hafi orðið
hans aðalstarf held ég að
kennsla hafi átt fullt eins vel
við hann og var hann mjög vin-
sæll af nemendum sínum.
Sverrir og Lillý áttu fjöl-
breytt áhugamál, ferðuðust
m.a. mikið til útlanda. Einnig
nutu þau laxveiða í góðra vina
hópi. Ég átti aðgang að veiði-
stað við Hvítá í Grímsnesi og
þangað fórum við hjónin mjög
oft með þeim og nutu allir þess-
ara ferða.
Fyrir þrem árum áttum við
stúdentarnir frá Laugarvatni
1960 fimmtíu ára stúdentsaf-
mæli. Var þá efnt til kvöldverð-
ar á góðum veitingastað og
gömlu árin rifjuð upp. Vildi svo
til að Sverrir og Ingibjörg
Kristjánsdóttir sambýliskona
hans sátu hjá okkur Elísabetu
eiginkonu minni. Voru þau bæði
glöð og kát þótt sjúkdómur sá
sem varð Sverri að aldurtila
væri farinn að bera á sér. Það
var sérstaklega ánægjulegt að
Sverrir gat svo vel notið þess-
arar stundar með okkur bekkj-
arfélögunum því að nokkru síð-
ar fór hann á hjúkrunarheimili
og náði ekki heilsu. Við stúd-
entarnir frá Laugarvatni 1960
þökkum samskiptin á liðnum
árum sem voru mikil og send-
um Ingibjörgu og dætrum
Sverris innilegar samúðar-
kveðjur.
Páll Skúlason.