Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 31

Morgunblaðið - 02.08.2013, Side 31
✝ Herdís Giss-urardóttir frá Suðureyri við Súg- andafjörð fæddist 20. febrúar 1937. Hún lést á krabba- meinsdeild 11-E, Landspítalanum við Hringbraut, 9. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Gissur Guð- mundsson, húsa- smiður frá Súgandafirði, f. 22.3. 1907, d. 2.3. 2000, og Guðmunda I. Friðbertsdóttir, húsmóðir frá Súgandafirði, f. 31.8. 1908, d. 28.6. 1961. Systkini henn- ar: Halldóra, f. 23.8. 1932, Þor- björn, f. 8.6. 1934, látinn, Guðmundur, f. 23.9. 1935, Elín, f. 2.3. 1938. Sigríður, f. 9.10. 1943, Sesselja, f. 9.10. 1943, látin, og Jóhanna, f. 19.10. 1949. Herdís giftist 17. febrúar 1962 eftirlifandi eiginmanni sínum, Júlíusi Arnórssyni frá Ísafirði. Börn þeirra eru Haf- þór, f. 23.2. 1957, sambýlis- kona hans Gerður Pálsdóttir. Guðmunda I., f. 31.8. 1962, sambýlismaður hennar er Ólafur Ólafsson. Brynjar, f. 8.11. 1964, eiginkona hans er Kristín S. Guðmannsdóttir. Linda Björk, f. 12.10. 1966. Barnabörnin eru sjö talsins: Bjarki Þór, f. 1986. Arnar, f. 1988. Aron Örn, f. 1991. Her- dís Björk, f. 1994. Lísa Rut, f. 1995. Svanur Eyland, f. 1995. Júlíus Nói, f. 2007. Útför Herdísar fór fram frá Grafarvogskirkju 22. júlí 2013. Elsku mamma mín, nú hef- urðu kvatt þennan heim og það allt of snemma, ég hefði svo mikið viljað hafa þig hjá okkur en það er svona þegar veikindi hafa yfirburði. Þú varst alltaf svo jákvæð allan tímann og sterk fyrir okkur öll, þú gerðir það svo auðvelt að vera í kring- um þig, algjör hetja, sagðir alltaf að þú hefðir það fínt og að þér liði vel. Alveg til loka varstu þannig og við getum öll verið sammála um það að það létti okkur öllum hvernig þú tókst á við veikindi þín. Ég á eftir að sakna þín endalaust, ég vakna á morgnana og það fyrsta sem ég hugsa er að heyra í þér en átta mig svo á að það verður ekki og græt í hjarta mínu og verð sorg- mædd. Elsku mamma, við vor- um svo nánar, töluðum saman á hverjum degi og ég kíkti inn til ykkar pabba nánast á hverjum degi á leiðinni heim úr vinnunni og ég á eftir að gera það áfram. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti okkur bæði heima og í Lækjarseli, yndislega bústaðn- um ykkar pabba. Það er gott að eiga svona yndislegar minningar um þig alla tíð, elsku mamma mín. Svo eiga börnin mín, Her- dís og Svanur, frábærar minn- ingar um þig því þau fengu að kynnast þér svo vel og umgang- ast mikið. Þið voruð svo dugleg að hafa þau með í bústaðinn þegar þau voru að vaxa úr grasi og alltaf var sjálfsagt ef þau vildu hafa vini með. Þau undu sér mjög vel þarna í litla fallega bústaðnum og með alla náttúru- fegurðina í kring, þarna leiddist þeim ekki. Ég veit ekki hvort ég komist einhvern tímann yfir það að þú sért farin en vonandi læri ég og við öll að lifa með því og þú ert og verður alltaf í hjörtum okkar. Manstu þegar við vorum á spjallinu og ég nefndi við þig að þú mundir fylgjast með okkur að ofan og ef þér líkaði ekki eitt- hvað hjá okkur þá ættir þú að hreyfa til hluti og sýna gremju Herdís Gissurardóttir þína og þú sagðir já, já og svo hlógum við af því, þú varst alltaf svo létt í lund og gott að vera í kringum þig, elsku mamma. Við systkinin, börnin okkar og pabbi munum standa saman og finna styrk frá hvert öðru og reyna að lifa án þín en þú munt alltaf vera með okkur á annan hátt. Þegar ég skrifa þessa grein er ég grát- andi og hef grátið mikið síðan þú kvaddir og leyfi tárunum að koma að vild og svo tala ég stundum við þig eins og þú sért við hliðina á mér og ætla að gera það áfram því ég finn að þú ert hér, mér finnst það mjög fjar- lægt að þú sért farin alveg og komir aldrei aftur og ég heyri röddina þína aldrei aftur, elsku mamma mín, en þú ert á kærum stað í hjarta mínu. Elska þig endalaust og sakna þín enda- laust, betri mömmu var ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt og allt elsku mamma, nú ert komin á annan góðan stað og þar fylgistu með okkur. Elsku mamma, hvíl í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín elskulega dóttir Linda. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2013 ✝ RagnheiðurIndriðadóttir fæddist í Reykjavík 30. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 16. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Indriði Ólafs- son brunavörður í Reykjavík og Ragna Matthías- dóttir talsímakona. Bróðir hennar er Birgir Matthías, f. 31. mars 1936. Ragnheiður giftist Bald- vin Jóhannessyni símvirkja, f. 16. desember 1928. Baldvin lést 21. júlí 2005. Foreldrar hans voru Jóhannes Teitsson húsa- smíðameistari og Guðrún Magn- úsdóttir kennari og skáldkona. Börn Baldvins og Ragnheiðar eru: 1) Ragna Birna, f. 16. apríl 1951, giftist Helga Bjarnasyni, þau skildu. Börn þeirra eru Bjarni, f. 15. mars 1985, og Ragnheiður, f. 31. maí 1985, unnsti Jón Steinar Ágústsson. 2) Gunnar Indriði, f. 10. mars 1956, kvæntur Guðrúnu S. Jakobs- dóttur. Synir þeirra eru Baldvin Ingi, f. 5. apríl 1988, unnusta Dag- mar Dögg Ágústs- dóttir, og Tómas Árni, f. 12. ágúst 1990. 3) Guðrún Erna, f. 25. mars 1958, gift Bjarna Bessasyni. Börn þeirra: Sigþór Bessi, f. 9. sept- ember 1985, d. 6. júlí 2011, Magnús Snorri, f. 29. júní 1990, og Sól- veig, f. 8. maí 1995. Ragnheiður var Reykvík- ingur í húð og hár. Hún útskrif- aðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1948 og vann síðan hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur þar til hún eignaðist Rögnu Birnu. Eftir það sinnti hún hús- móðurhlutverkinu þar til hún fór að vinna sem aðstoðarkona á tannlæknastofum. Er barna- börnin komu í heiminn tók hún að sér að vera dagmamma þeirra og var í því hlutverki í um 16 ár. Útför Ragnheiðar fór fram kyrrþey 25. júlí 2013. Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustund. Lífið er skrítið, við fæðumst öll inn í þennan heim vitandi að líf okkar varir ekki að eilífu, en þegar kallið kemur er það alltaf jafn óendanlega sárt. Við amma vorum nánar og miklar vinkonur og það er ekki sjálfgefið að eiga svona góða ömmu. Margs er að minnast. Þegar við systkinin vorum lítil vorum við svo lánsöm að fá ekki þessa týpísku barnapíu. Við fengum ömmu. Þvílík forrétt- indi. Ég dáðist að ömmu. Hún tók aldrei bílpróf, þar af leiðandi fór hún allar sínar ferðir með okkur systkinin í strætó. Amma var allt- af mætt heim áður en við vökn- uðum, og ég minnist hennar ein- staklega vel sitjandi við eldhúsborðið með lappirnar í flækju lesandi Hello. Hún lokaði þó alltaf blaðinu þegar hún sá okk- ur koma trítlandi niður stigann tilbúin að hugsa um okkur. Allt fyrir okkur. Þannig var amma, alltaf að gefa af sér. Við höfðum báðar mikið dálæti á sjónvarpinu. Við horfðum á sömu sápurnar og amma skildi því vel þegar ég mátti ekki missa af þeim. Hún var aldrei langt undan þegar við fjölskyldan hugðumst fara í frí og var tilbúin með VHS- spólurnar til að taka upp fyrir nöfnu sína. Ómetanlegt. Amma átti sjö barnabörn og það var fátt sem veitti henni meiri gleði en að verða vitni að vel- gengni okkar, hún gladdist með okkur og hvatti okkur áfram að okkar markmiðum. Ég hef aldrei séð þessa elsku brosa jafnmikið og þegar ég labbaði inn á spítala til hennar núna í maí með stúdents- húfuna á höfðinu. Stoltið leyndi sér ekki. Amma var ein flottasta kona sem ég hef kynnst, alltaf svo falleg og vel til höfð. Hún hugsaði með eindæmum vel um hárið á sér . Í seinni tíð fór hún tvisvar í viku í lagningu. Þetta var fastur liður í lífi ömmu eins og svo margt ann- að. Miðvikudagshittingur stórfjöl- skyldunnar á Skúlagötunni er mér ofarlega í huga. Það verður skrítið að breyta um áfangastað. Árlegur viðburður fjölskyld- unnar um jólin er að fara saman á jólahlaðborð. Ár eitt var ákveðið að breyta til og fara á Grand Hót- el. Þar lenti amma á séns með miklum músíkant að hennar mati, við fjölskyldan vorum þó ekki á sama máli, barnabörnunum leist alls ekki á blikuna og ákveðið var að halda sig framvegis við Perl- una. Ég er snortin af að hafa verið skírð í höfuðið á ömmu, glæsileik- inn, góðmennskan og sjálfstæðið skein af henni hvert sem hún fór. Elsku hjartans ömmugull. Ég er leið, leið að fá ekki að sjá þig aftur, leið að fá ekki að halda í höndina á þér og mest af öllu leið að geta ekki sagt þér hversu vænt um þig mér þykir. Við ömmustelp- urnar þínar erum óendanlega þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum með þér undir lokin. Ég veit að afi og Bessi minn hafa tekið vel á móti þér og þið vakið yfir okkur hinum sem eftir sitjum. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku amma mín. Ég mun sakna þín, elskulegust, og ég vona svo inni- lega að það séu hágreiðslustofur þarna hinumegin. Ragnheiður Helgadóttir. Nú hef ég kvatt tengdamóður mína, Ragnheiði Indriðadóttur, Lillu, eins og hún var alltaf kölluð. Lilla lést þann 16. júlí sl. og fór út- för hennar fram í kyrrþey að hennar ósk, þann 25. júlí sl. Lilla tók mér opnum örmum fyrir 27 árum er Gunnar, sonur hennar, bauð mér í laxveiðitúr í Urriðaá á Mýrum í Borgarfirði, en feðgarnir áttu saman holl í ánni. Það varð strax mjög gott á milli okkar og náið samband alla tíð. Hún var yndisleg tengdamóðir og amma. Þegar ég kom í fjölskylduna hafði hún hætt störfum sem að- stoðarkona á tannlæknastofu og búin að ákveða að vera dag- mamma fyrir barnabörnin og sinnti hún því af mikilli alúð. Hún var aldrei veik og ekki var hægt að hugsa sér betri umönnun. Meðal þess sem amma Lilla kenndi barnabörnunum mjög ungum var að spila, m.a. ólsen-ólsen og veiði- mann. Þannig lærðu þau um liti, tölur, reglur, virðingu og þolin- mæði. Amma Lilla átti hvert bein í þeim öllum og fylgdist mjög vel með þeim alla tíð, full af áhuga á námsárangri og lífi þeirra. Hún átti alltaf auðvelt með að ræða við þau og fá að heyra um lífsins æv- intýri. Hún hafði mjög gaman af að fara í leikhús og var með fasta miða og ef ömmu vantaði félaga til að fara með í leikhúsið voru barna- börnin alltaf tilbúin að fara með henni, með stolti og gleði. Lilla var mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún las á hverjum degi Morgunblaðið spjaldanna á milli og fylgdist mjög vel með þjóðmálum og gátu um- ræður um þau oft orðið ansi fjör- ugar á milli fjölskyldumeðlima. Að lokum vil ég þakka fyrir það ómetanlega lán að hafa átt ynd- islega tengdamóður og vinkonu, sem gagnrýndi aldrei og var alltaf tilbúin að gefa og aðstoða. Minn- ingin um hana mun lifa með okk- ur. Guðrún. Í dag kveð ég vinkonu mína til áttatíu og þriggja ára. Vinskapur okkar Lillu hófst þegar við vorum ungbörn og lágum hlið við hlið í barnavögnum á horni Hring- brautar og Tjarnargötu. Þegar við vorum ungar stúlkur bættist Et- hel vinkona okkar í hópinn og saman áttum við þrjár órjúfanlega vináttu, sem aldrei bar skugga á. Allt frá barnsaldri höfum við átt einstakar stundir saman og hélst vinátta okkar óbreytt fram á full- orðinsár. Síðustu árin fórum við á tónleika og áttum fasta miða í leik- hús. Oft kom Sólveig, dótturdóttir Lillu, með okkur og merkti maður oft hve hlýtt var á milli Lillu og allrar fjölskyldu hennar. Votta ég þeim öllum mína dýpstu samúð. Ethel yfirgaf okkur Lillu alltof snemma og nú er Lilla farin líka. Það er huggun að því að vita að Ethel tók á móti henni og að þær munu síðan taka á móti mér þegar að því kemur. Þar til við samein- umst aftur mun ég minnast vin- áttu okkar og allra okkar góðu stunda með þakklæti í huga. Blessuð sé minning Lillu vinkonu. Áslaug Stefánsdóttir. Enn er höggvið skarð í hópinn okkar. Við vorum 30 ungar meyj- ar, sem settumst á skólabekk í Kvennaskólanum í Reykjavík haustið 1944. Ein af þeim var Ragnheiður Indriðadóttir, kölluð Lilla. Það myndaðist strax góð samstaða í þessum hópi og vinátta, sem nú hefur enst í 69 ár. Einhvern tíma eftir að bekkur- inn útskrifaðist 1948 kom upp mál, sem þótti ástæða til að ræða við sem flestar og því var hópurinn kallaður saman til skrafs og ráða- gerða. Þetta varð til þess að hóp- urinn fór að hittast oftar, fyrst á kaffihúsi, þar sem við fengum að sitja allar saman við eitt stórt borð. Þá var mikið spjallað og hlegið og jafnframt prjónað, hekl- að og saumað, því þetta voru allt myndarkonur, sem m.a. lærðu margvíslega handavinnu í skólan- um. En svo kom upp sú hugmynd að hittast í heimahúsum og var því ákveðið að þær, sem hefðu að- stæður til, byðu heim og yrði þetta haldið á tveggja mánaða fresti en sleppt yfir sumarið, svo við hitt- umst 5 sinnum á ári. Á fimm ára fresti miðað við út- skriftarárið fórum við í skólann okkar til að vera viðstaddar skóla- uppsögn. Seinna urðu miklar breytingar á skólahaldinu, gömlu kennararnir okkar voru ekki leng- ur þarna og þetta varð okkur svo framandi að við ákváðum að hafa þetta bara fyrir okkur. Þegar við ætluðum að halda upp á 40 ára útskrift hófust um- ræður um hvað ætti að gera. Þá kom fram sú hugmynd að fara vikuferð til Vínarborgar. Þetta var gert og í þeirri ferð voru 17 bekkjarsystur. Þetta tókst svo vel að ákveðið var að stofna sjóð og að hver og ein borgaði í sjóðinn á fundunum. Þess vegna gátum við farið í Par- ísarferð fimm árum seinna og svo var farið til Rómar, til Aþenu og einu sinni var farið í Evrópumenn- ingarferð í hálfan mánuð – Berlín – Prag – Vín og endað í München. Allt voru þetta eftirminnilegar og skemmtilegar ferðir og Lilla tók þátt í þeim öllum. Það var notalegt að sitja saman á ýmsum fallegum heimilum og spjalla, fylgjast með börnum og vexti hverrar fjölskyldu. Lilla og Baldvin áttu fallegt heimili á Otrateignum og þangað var gott að koma og seinna á Skúlagötuna. Í byrjun júní höfðum við ákveð- ið að hittast í tilefni af 65 ára út- skrift bekkjarins. Sá hópur fer alltaf minnkandi. Lilla var á sjúkrahúsi og reiknaði með að vera komin heim og ætlaði endi- lega að vera með. Hún var að vísu komin heim af sjúkrahúsinu, en treysti sér ekki til að koma svo við ætluðum að hittast, þegar hún væri orðin hressari og halda upp á þetta með henni. Þegar Lilla átti 80 ára afmæli buðu dætur hennar og tengda- dóttir okkur bekkjarsystrum hennar heim og héldu eftirminni- lega skemmtilegt kvöld fyrir okk- ur. Þetta var svo sérstakt og skemmtilegt og er í hávegum haft í bók minninganna. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum Lillu með söknuði og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. F.h. bekkjarsystra Kvennó 4́8, Dóra Jónsdóttir. Ragnheiður Indriðadóttir ✝ Nanna Svav-arsdóttir fædd- ist á Sólvangi í Hafnarfirði 10. júní 1960. Nanna lést 29. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðný Jónsdóttir, f. 28.2. 1939, frá Múla í Álftafirði, og Jakob Svavar Þorbergson, f. 3.4. 1939, d. 11.4. 2010, frá Hafnarnesi, Fáskrúðs- firði. Nanna fluttist með foreldrum sínum á Sólhól á Djúpavogi árið 1960 og vorið 1961 fluttust þau í Hamarssel í Hamarsfirði og þar ólst hún upp. Systkini Nönnu eru Sigurborg Jóhanna, Hallfríður, Gautur og Örvar. Veturinn 1976 byrjar Nanna í Skógaskóla. Vor- ið 1977 fluttist Nanna til Reykja- víkur og hóf þar sambúð með Jó- hanni Bergmanni Guðmunds- syni. Þau eignuðust soninn Árna Bergmann, f. 5.3. 1978. Þau slitu sam- vistum. Árni Berg- mann og unnusta hans, Sigríður Est- er Edvardsdóttir, eiga börnin Oliver Bergmann, f. 4.4. 2006, og Birnu Ruby, f. 17.9. 2009. Árið 1986 fluttist Nanna til Hafnar í Hornafirði og hóf þar sambúð með Jóni Ingvari Axelssyni. Þau eignuðust dótt- urina Lindu Rós, f. 3.11. 1987. Þau slitu samvistum. Sambýlis- maður Lindu Rósar er Valtýr Sæmundsson. Árið 1995 lagði Nanna upp í Noregsför og bjó í Kiiberg, Norður-Noregi, í nokk- ur ár og fluttist svo til Vardö til ársins 2010. Þá fluttist hún aftur til Íslands og bjó á Höfn í Horna- firði með Steinari Má Ævarssyni til dauðadags. Útför Nönnu hefur farið fram. Ég sest niður og hugsa hvað lífið getur verið fallvalt.Við Nanna vorum búnar að vinna saman í tæpt ár er kallið kom langt fyrir aldur fram. Það var oft gaman hjá okkur, þú varst dugleg, vel verki farin og ætíð með góða skapið meðferðis. Fjölskylda þín og vinir voru þér hugleikin, þú veittir oft hjálparhönd en gleymdir alltof oft að hjálpa sjálfri þér, Nanna mín. Æskuheimili þitt var þér mikilvægt, búskapurinn, sauð- burður, heyskapurinn, hvernig gengur að heyja? Verður nóg hey fyrir veturinn? Allt þetta léstu þig varða. Garðurinn heima í Hamarsseli átti stað í hjarta þínu, gróðurinn sem foreldrar þínir höfðu komið til í gegnum árin. Síðustu orð þín við mig voru að þú ætlaðir að fara austur í Hamarssel og gróðursetja rósir í garðinum. Elsku Nanna mín, hafðu bestu þakkir fyrir samstarfið, þín verð- ur sárt saknað af okkur öllum. Sendi innilegar samúðar- kveðjur til Steinars, barna þinna, móður, systkina og barnabarna. Sigurbjörg Helgadóttir. Nanna Svavarsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.