Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
ÚR BÆJALÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Eyjafjörður
Ein með öllu á Akureyri er varla lið-
in þegar fleiri hátíðir skella á í firð-
inum fagra. Þar ber hæst Fiskidag-
inn mikla á Dalvík, sem ýtarlega er
fjallað um hér í grenndinni og hand-
verkshátíð á Hrafnagili í Eyjafjarð-
arsveit en samtíms fer fram Pæju-
mót í fótbolta á Siglufirði.
Veðrið var ekki upp á það besta á
Einni með öllu, en pylsa með rauð-
káli við Iðnaðarsafnið dró úr mestu
vonbrigðunum. Og lopaleysan. Fólk
skemmti sér vel og engum varð
meint af.
Árlegt Pæjumót TM á Siglufirði
er ótrúlega skemmtileg samkoma,
eins og önnur barnamót í íþróttum.
Búist er við um það bil 800 stúlkum
til keppni að þessu sinni. Fylgifiskar
eru eflaust tvöfaldur sá fjöldi.
Hressilega bætist því um
helgina við hefðbundinn fjölda fólks í
Eyjafirði; gert er ráð fyrir 20.000
heimsóknum á handverkshátíðina á
Hrafnagili; sumir kaupa að vísu
helgarmiða og koma oftar en einu
sinni og á Dalvík er gert ráð fyrir
25.000 manns. Mikið verður að sjálf-
sögðu um heimamenn og nærsveit-
unga, en fjöldi kemur líka langt að
og er þessi fína helgi orðinn fastur
punktur í ferðatilveru margra að-
komumanna á hverju ári.
Veðurspáin er ekkert sérstök
fyrir helgina, svo ekki sé fastar að
orði kveðið. Það gæti borgað sig að
vera með lítinn regnhatt á súpu-
kvöldinu á Dalvík á morgun og að
muna lopapeysuna að auki á stór-
tónleikunum á laugardagskvöldið …
Engum verður kalt ef hann býr sig
almennilega.
Margrét Þórhallsdóttir, ljós-
móðir á fæðingadeild Sjúkrahússins
á Akureyri um 40 ára skeið, frá 1955,
færði stofnunni 900.000 krónur að
gjöf á dögunum til tækjakaupa á
sinni gömlu deild. „Við erum henni
afar þakklát fyrir starf í þágu deild-
arinnar og þetta höfðinglega fram-
lag hennar kemur til með að skipta
miklu máli fyrir konur sem fæða á
deildinni,“ segir á vef FSA.
Minningarleikur um Guðmund
Sigurbjörnsson fór fram á Þórsvell-
inum í gær, fyrir leik Þórs og KR í
Pepsídeild karla. Gamlar kempur úr
félögunum mættust, sýndu takta frá
því í gamla daga (stundum á hálfri
ferð) og KR-ingar unnu 3:2.
Guðmundur Benediktsson, sem
hóf knattspyrnuferilinn með Þór og
gerði garðinn síðan mjög frægan hjá
KR, lék með Vesturbæjarliðinu í
fyrri hálfleik en Þór í seinni. Luca
Lúkas Kostic, sem hóf ferilinn hér á
landi með Þór, var heiðursgestur og
„þjálfaði“ KR í fyrri hálfleik en Þór í
þeim seinni.
PKK verður með tónleika á
Græna hattinum í kvöld, hljóm-
sveitin 1860 annað kvöld og á laug-
ardagskvöld verður dagskráin Lög-
in hans Óda flutt í síðasta skipti.
Árleg kertafleyting til að minn-
ast sprenginganna í Hirosima og
Nagasaki 1945 verður við Minja-
safnstjörnina á Akureyri á föstu-
dagskvöld kl. 22. Ávarp flytur
Taeko Osioka frá Hirosima sem er
kennari og virkur friðarsinni þar í
borg.
Öll vötn falla til Eyjafjarðar næstu daga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Minning Börn Guðmundar heitins og Bjarneyjar Sigvaldadóttur: Bjarni Freyr, lengst til vinstri,
Klara og Einar ásamt Þormóði Egilssyni fyrirliða KR og heiðursgestinum Luca Lúkasi Kostic.
Taktar! Hlynur Birgisson og Guðmundur Benedikts-
son. Gummi spilaði með báðum liðum, þó ekki í einu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Við höfum verið með súpu alveg
frá upphafi og á því verður engin
breyting,“ segir Friðrikka Jak-
obsdóttir, íbúi á Dalvík, sem ætlar
að gefa gestum fiskisúpu ásamt
nágrönnum sínum. „Síðustu þrjú
ár hefur hverfið tekið sig saman,
það eru 14 hús í hverfinu og það
myndast mikil stemning,“ segir
Friðrikka sem býst við að það
verði að minnsta kosti um 200-300
lítrar af súpu í boði í hennar götu.
Sett verður upp tjald í götunni og
henni lokað fyrir umferð. Frið-
rikka segir mikla tilhlökkun vera
hjá börnunum sem fá að gefa öll-
um gestunum súpu. „Þá kemur
hljómsveit að spila í götunni og
myndar góða stemningu,“ segir
Friðrikka sem bætir við allur bær-
inn sé spenntur fyrir helginni.
Fiskidagslagið mikilvægt
Friðrikka segir laugardaginn
ekki síður spennandi en þá flykkj-
ast fjölskyldurnar á hátíðarsvæðið
snemma dags og nánast allir bæj-
arbúar vinna sjálfboðastarf fyrir
hátíðina.
„Við viljum vera komin á hátíð-
arsvæðið snemma til að heyra
Fiskidagslagið sem hefst á slaginu
11,“ segir Friðrikka sem ítrekar
að hátíðin sé mikil fjölskylduhátíð
þar sem allt er ókeypis og allir
njóti sín.
Ómissandi að bjóða súpu
Valdís Guðbrandsdóttir íbúi á
Dalvík ætlar einnig að bjóða gest-
um og gangandi upp á fiskisúpu á
föstudagskvöldið. „Við ætlum að
vera með Öngulsstaðasúpu sem
við höfum gert í nokkur ár, við
verðum nokkur saman sem gerum
súpuna og bjóðum upp á hana
heima hjá okkur,“ segir Valdís,
sem vanalega hefur verið hjá
tengdaforeldrum sínum. Valdís og
fjölskylda eru þó nýflutt á annan
stað í bænum þar sem er meiri
umferð og ætla þau að vera þar í
þetta skiptið. „Þá ætla tveir ná-
grannar að vera með okkur, þetta
er alveg ómissandi, maður vill
ekki sleppa þessu,“ segir Valdís
sem býst við hátt í 1000 manns í
súpu, en hún telur um 500-1000
manns koma í hvert hús á Fiski-
súpudaginn. „Þar sem ekki er
mikil umferð hafa komið 500
manns, en núna erum við í miðjum
bænum og við búumst við mun
fleiri.“
Valdís hefur verið með súpu
flestöll árin síðan hátíðin hófst.
Mikil fjölskyldustemning
„Öll fjölskyldan reynir að taka
þátt í öllu um helgina og við ætl-
um til dæmis að hjálpa til við að
afgreiða risastóru pítsuna á laug-
ardeginum,“ segir Valdís sem seg-
ir stemninguna mikla í kringum
helgina. Þau verða með fjöl-
skyldusúpu áður en húsið verður
opnað fyrir gesti bæjarins. „Hátíð-
in sameinar fjölskylduna, það er
það besta við hana, því hingað
koma ættingjar og hafa gaman
saman,“ segir Valdís, en til hennar
koma núna einhverjir ættingjar
sem aldrei hafa komið áður til
Dalvíkur og aðrir sem þau hafa
ekki hitt lengi. „Fjölskyldustemn-
ingin er einkennandi fyrir hátíð-
ina.“
Forsvarsmenn hátíðarinnar
segja eina aðgangseyrinn vera að
fylgja einföldum reglum hátíð-
arinnar um hófsemi.
Býst við hátt í 1000 manns í súpu
200-300 lítrar af súpu í boði í einni götu Götunni lokað fyrir umferð og hljómsveit spilar
Tilhlökkun hjá börnunum að fá að gefa gestum og gangandi súpu Nágrannar slá saman í súpu
Dalvík Friðrikka Jakobsdóttir fyrir utan heimili sitt, en
fjölskylda hennar býður upp á súpu ásamt nágrönnunum
í götunni og boðið upp á hundruð lítra af fiskisúpu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Innkaup Valdís Guðbrandsdóttir kaupir í vinsælu Öngulsstaðasúpuna í Nettó á Akureyri ásamt
tengdamóður sinni, börnum sínum og frænku. Heldur meira var keypt í súpuna nú en áður.
1/2 dós ferskjur í dós, smátt
skornar
1 stk. grænmetisteningur
2 dl rjómi
Þorskur, ýsa og rækjur eftir smekk
Laukurinn og karrý látið krauma
í olíu. Vatn, grænmetisteningur og
tómatar sett út í og látið sjóða í 10
mínútur. Að síðustu eru ferskjurn-
ar ásamt safanum, rjóminn og
fiskurinn sett út í og hitað að
suðu.
Öngulsstaðasúpan vinsæl
UPPSKRIFT FRÁ VALDÍSI GUÐBRANDSDÓTTUR FYRIR FJÓRA
Valdís Guðbrandsdóttir, fjölskylda
og nágrannar, ætla að bjóða gest-
um og gangandi á Dalvík uppá
Öngulsstaðasúpu. Þau búast við
hátt í 1000 manns í mat að Dal-
braut 1 og eru allir velkomnir.
1 laukur smátt skorinn
2 tsk karrý
4 dl vatn
1 dós Hunts niðursoðnir tómatar
með basil, hvítlauk og oregano