Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 220. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1.Vélin fór „neðar og neðar“
2.Nöfn stúlknanna sem létust
3.Erfiður tími á gjörgæsludeildinni
4. Stúlkan miður sín
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Breska dagblaðið Independent gef-
ur leiksýningunni Blam!, eftir Krist-
ján Ingimarsson og leikhópinn Nean-
der, fullt hús stiga í gagnrýni en
verkið er nú sýnt á leiklistarhátíðinni
Fringe í Edinborg. Í gagnrýninni segir
að sýningin hafi slegið óvænt í gegn
á hátíðinni og að gestir tiltekinnar
sýningar hafi sprottið á fætur í lok
hennar og fagnað með látum. Um
leikara sýningarinnar segir að þeir
séu snillingar þegar kemur að gríni
og magnaðir fimleikamenn á sviði.
Kristján Ingimarsson og Neander
hlutu Sprota ársins á Grímuverð-
launahátíðinni í ár fyrir Blam!, í svið-
setningu Neander og Borgarleikhúss-
ins en verkið var sýnt í
Borgarleikhúsinu 3.-7. apríl sl.
Blam! slær í gegn á
Edinborgarhátíðinni
Tónlistarkonurnar Hafdís Huld,
Védís Hervör, Ragga Gröndal og
Lára Rúnars halda í tónleikaferð um
landið í mánuðinum. Tónleikaferðin
er liður í því að kynna starfsemi KÍ-
TÓN, félags kvenna í tónlist, og
verður haldin kynning á félaginu kl.
17 á hverjum tónleikastað. Fyrstu
tónleikar ferðarinnar verða haldnir á
Vestfjörðum og Norðurlandi, þeir
fyrstu 20. ágúst í Sjóræningjahús-
inu á Patreksfirði. 21. ágúst verða
haldnir tónleikar í Bræðraborg á
Ísafirði, 22. ágúst í Melrakkasetrinu
á Súðavík, 23. ágúst á Græna hatt-
inum á Akureyri, 24. ágúst á Kaffi
Rauðku, Siglufirði, og 25.
ágúst á Gamla
Bauk, Húsavík.
Tónleikarnir
hefjast allir
kl. 21 og er
aðgangur
ókeypis.
KÍTÓN-konur
halda í tónleikaferð
Á föstudag Austan og suðaustan 5-13 m/s og rigning, en úrkomu-
lítið fyrir norðan. Hiti 10-17 stig, hlýjast fyrir norðan og vestan.
Á laugardag Rigning með köflum fyrir norðan. Hiti 8-16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 10-18 m/s og rigning. Hvassast með
suðurströndinni, en suðaustan 8-13 m/s og úrkomulítið norð-
austan til. Hiti 9-18 stig, hlýjast fyrir norðan.
VEÐUR
Keflavík vann sinn fyrsta
heimasigur í Pepsideildinni
í sumar þegar liðið hafði
betur gegn Víkingi Ó. í gær,
2:0. Þar með skildu Keflvík-
ingar ÍA eftir á botninum.
KR er stigi á eftir toppliði
FH eftir 3:1-sigur á Þór á
Akureyri. Fylkir hélt áfram á
sigurbraut og vann góðan
2:1-sigur á Stjörnunni í
Garðabæ, og Valur kom sér í
baráttu um Evrópusæti með
4:0-sigri á Fram. »2-4
Keflavík af botni
og KR nær toppi
Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu
karla voru ekki langt frá því að slá
þriðja andstæðing sinn út í forkeppni
Meistaradeildar Evrópu í gær. FH
gerði 0:0 jafntefli gegn Austria Vín í
Kaplakrika og þurfti að
sætta sig við 1:0 tap
samanlagt. FH fær þó
keppnisrétt í forkeppni
Evrópudeildarinnar í
sárabætur. »2-3
FH-ingar ekki langt frá
því að komast áfram
Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt-
leik er á heimleið frá Austur-Evrópu
með einn sigur og eitt tap í farangr-
inum. Liðið kvittaði í gær fyrir stórt
tap í fyrsta leik í Búlgaríu með því að
vinna góðan sigur á Rúmeníu. Liðið
tók strax frumkvæðið og hélt forskoti
sínu út leiktímann. Varnarleikurinn
var öflugur að sögn Hlyns Bærings-
sonar og Hauks Helga Pálssonar. » 1
Öflugur varnarleikur
Íslendinga í Rúmeníu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Jón Heiðar Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
Gönguhópur frá Blindrafélaginu er
nýkominn heim úr níu daga fjall-
gönguferð. Í ferðinni voru 20 manns
en þar mátti finna alblinda, sjón-
skerta og fullsjáandi einstaklinga í
bland. Hópurinn gekk m.a. upp á
Kristínartinda sem eru í 1125 metra
hæð og á Snæfell sem er í rúmlega
1800 metra hæð. Alls lögðu þau 60
kílómetra að baki í fjallgöngum og
heildarhækkun var um 3500 metrar.
Gekk vonum framar
„Ferðin gekk framar vonum og
við vorum heppin með veður allan
tímann,“ segir Kristinn Halldór Ein-
arsson, formaður Blindrafélagsins.
„Markmiðið var fyrst og fremst að
skemmta sér saman og jafnframt að
víkka út þægindarými blindra og
sjónskerta,“ segir Kristinn.
Hann telur marga blinda og sjón-
skerta einstaklinga mikla slíkar
ferðir fyrir sér og bendir á að fjalla-
mennska henti þeim líka vel. „Það
var ofboðslega góður andi í hópnum
og ótrúlega skemmtilegt að ganga á
fjöll í svona góðum félagsskap.“
Engar ofurhetjur
Göngugarpurinn Eyþór Kamban
Þrastarson segir aðalatriðið að taka
þátt í göngunni og bæta sig persónu-
lega.
„Þetta er bara eins og hvert annað
áhugamál og útheimtir ekkert endi-
lega að maður sé með góð augu,“
segir Eyþór en hann hefur verið
blindur frá fæðingu.
„Það er mikilvægt að sýna blind-
um og sjónskertum fram á að maður
þarf ekki að vera einhver ofurhetja
til að geta lagt stund á fjalla-
mennsku. Þetta er ekkert mál! Ef
maður treystir sér ekki alla leið upp
á topp þá snýr maður bara við og fer
til baka,“ segir Eyþór.
Gangan á Kristínartinda var mjög
krefjandi að mati Kristins en grýtt-
ur jarðvegur gerði hópnum erfitt
fyrir. Hann segir gönguna á Snæfell
einnig hafa tekið sinn toll en hún tók
heila 11 klukkutíma.
„Margir gönguhópar fara hraðar
yfir heldur en við og því getur verið
gott að ferðast saman á hraða sem
hentar okkur,“ segir Eyþór.
„Ég get vel hugsað mér að leggja
oftar stund á þetta í framtíðinni
enda gekk ferðin vel í alla staði og
var mjög skemmtileg. Fólk hefur að
sjálfsögðu mismikla reynslu af fjall-
göngum en enginn í hópnum var
ófær um að fara í alvöru fjall-
gönguferð.“
Kristinn stefnir á að skipuleggja
fleiri sambærilegar fjallaferðir í
framtíðinni og var ánægður með að
allir skiluðu sér heilir og glaðir heim.
Blindir garpar ganga á fjölll
Víkka út þæg-
indaramma blindra
og sjónskerta
Ljósmynd/Kristinn Halldór Einarsson
Dugnaður Hópur á vegum Blindrafélagsins gekk upp á topp Snæfells. Fjallið er hæsta fjall landsins fyrir utan jökla.
„Þetta fer allt eftir undirlaginu og stundum er
betra að labba með tvo göngustafi í hönd í staðinn
fyrir að treysta á aðra,“ segir Eyþór Kamban Þrast-
arson göngugarpur. Hann sleppti oft takinu á að-
stoðarmanninum sínum og treysti á stafina í stað-
inn.
Eyþór var kominn í mjög góða æfingu við að
tjalda eftir ferðina. Hann þurfti oft að setja tjaldið
upp og taka það niður enda gisti hópurinn í tjöldum
allan tímann.
„Þó að ferðin hafi verið frábær í alla staði þá var
líka alveg hrikalega skemmtilegt að komast í
sturtu eftir langa fjarveru frá hefðbundnum blönd-
unartækjum.“
Orðinn mun betri í að tjalda
HRIKALEGA GOTT AÐ KOMAST Í LANGÞRÁÐA STURTU
Eyþór Kamban
Þrastarson