Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐANBréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá
.... Hafðu samband
Lífið er
litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
Fæst í eftirfarandi verslunum:
Húsasmiðju búðirnar, BYKO búðirnar, ELKO búðirnar, Hagkaups búðirnar, Byggt
og Búið, Kaupfélag Skagfirðinga, Geisli, Skipavík, Aha.is, Heimkaup.is, Femin.is
Ég heiti Birita Gøtuskeggi Jennys-
dóttir og ég er uppalin í Vest-
mannaeyjum þar sem ég kom með
foreldrum mínum 1956 og ólst upp
þar í tæp níu ár. Við höfðum það
mjög gott í Vestmannaeyjum. Pabbi
minn fiskaði og móðir mín vann í
frystihúsi (Fiskiðjunni) í mörg ár.
Ég á marga góða vini í Vest-
mannaeyjum og stóra fjölskyldu á
Íslandi.
Pabbi minn, Alfred Gøtuskeggi,
kallaðist Skeggi í Vestmannaeyjum,
var mikill ættjarðarvinur og var
mjög hrifinn af ykkur Íslendingum
og að þið fenguð sjálfstæði 1944.
Nú vil ég skrifa um það, sem er
mikil sorg fyrir mig. Eins og þið Ís-
lendingar vitið, þá erum við búin að
fá allan heiminn á móti okkur, af því
að við viljum fiska síld og makríl
eins og þið Íslendingar gerið.
Ég, sem ólst upp á Íslandi í öll
þessi ár, hélt að Íslendingar væru
bestu vinir okkar. En ég er búin að
finna fyrir því, að það er alls ekki
þannig. Ég var svolítið hissa þegar
Íslendingar komu til Færeyja að
borga skuldirnar aftur, sem við vor-
um búin að hjálpa ykkur með 2008.
Einasta fólkið í heimi, sem vildi
hjálpa ykkur, þið voruð í kreppu.
Ég fór í Norræna húsið og hlust-
aði á Íslendinga, sem vildu borga
skuldirnar sínar aftur til Færeyja
fyrr en þeir þurftu. Og ég fékk mjög
neikvæðar tilfinningar. Og hugsaði:
Hvað er nú þetta?
Það leið ekki langur tími þangað
til ég skildi af hverju Íslendingar
borguðu skuldirnar sínar aftur til
færeysku þjóðarinnar svona fljótt.
Maður vill ekki standa í skuld við
fólk, sem maður ætlar að svíkja.
Færeyingar og Íslendingar voru á
fundi með ES (ESB), ég man ekki
hvar, og þá sögðu ES við Íslendinga
að þeir vildu ekki hafa Færeyinga
með (það var um síldina). Auðvitað
var ég viss um að þetta myndu Ís-
lendingar aldrei gera sínum bestu
vinum, Færeyingum, sem þið kallið
litla bróður. En ég er svo heppin að
mér finnst ég vera stóra systir Ís-
lendinga. Og það er alltaf gott að
eiga stóra systur. En þið fóruð einir
á fund með ESB og fenguð víst
mjög góðan díl, á meðan Fær-
eyingar sátu fyrir utan lokaðar dyr
og fengu engan díl.
Svo nú sitjum við, 48.000 mann-
eskjur, hérna úti á Atlantshafinu,
og eigum enga vini, jú, auðvitað
Grænlendingana. Þeir eru vinir
okkar. Svo í guðanna bænum, verið
þið ekki að vorkenna okkur núna.
Við þurftum góða vini þegar við vor-
um í samræðum í Brussel um síld
og makríl. En þá fóru þið einir á
fundi með ES og vilduð ekki hafa
Færeyinga með. Ég skammast mín
fyrir að ég hef alltaf talað svo fal-
lega um Íslendinga. Þetta eru, jú,
bestu vinir okkar. Ég er, jú, uppalin
á Íslandi.
Steingrímur J. Sigfússon, íslenski
fiskimálaráðherrann, komdu ekki
með fréttir í færeyska útvarpið um
að þú vorkennir okkur. Þú gast
staðið með okkur á fundinum í
Brussel.
Kveðjur
BIRITA GØTUSKEGGI
JENNYSDÓTTIR,
Færeyjum.
Eru Íslendingar
og Færeyingar
ekki vinir?
Birita Gøtuskeggi Jennysdóttir
Pennavinkona mín frá Erm-
arsundseyjunni Jersey kom til Ís-
lands í byrjun júní síðastliðnum og
með henni komu eiginmaður hennar
og öldruð móðir.
Þau keyptu ferð-
ina hjá ferðaskrif-
stofu í Englandi,
borguðu fyrir
leigu á íbúð hjá
Einholtsíbúðum
(Einholt Ap-
artments) í
Reykjavík, ásamt
flutningi frá og til
flugvallar.
Þau komu í afgreiðslu íbúðarhót-
elsins um kl. 16.30. Það var engan
mann að finna en á afgreiðsluborðinu
voru sex merktir herbergislyklar.
Einn lyklanna var merktur þeim en
aðeins eitt tvíbreitt rúm var í íbúð-
inni, þau voru þrjú. Aftur var snúið í
afgreiðsluna sem enn var mannlaus.
Gestur á staðnum benti þeim á hvert
þau gætu hringt eftir aðstoð og þeim
svaraði stúlka sem vísaði á íbúð í húsi
hinumegin við götuna og benti þeim á
að leita að leiðbeiningablaði í af-
greiðslunni. Lykillinn sem merktur
var íbúðinni passaði hins vegar ekki
og enginn þeirra lykla sem í boði
voru. Eftir fjórar ferðir í afgreiðsluna
fram og til baka yfir götuna í rigningu
og roki með farangurinn tókst þeim
að ná símasambandi við mann hjá
fyrirtækinu sem hló að hrakförum
þeirra. Hann gaf þeim upp öryggis-
númer að kassa uppi á vegg sem inni-
hélt alla íbúðarlykla hússins (og þar
með aðgang að herbergjum hinna
gestanna í húsinu og verðmætum).
Þau voru orðin blaut og köld þegar
þau loks komust inn í íbúðina, í henni
var sterk ólykt og hún mjög óhrein.
Hvorki kaffi, te né annað var þar eins
og algengt er við komu í ferðaþjón-
ustuíbúðir. Fimm batteríslausir reyk-
skynjarar voru í skúffu en enginn
tengdur.
Morguninn eftir náðu þau sam-
bandi við ágæta stúlku, stúlkan skoð-
aði íbúðina og sagðist geta látið
hreinsa hana eftir hádegið. Helst
vildu þau fara á annað hótel, en þáðu
á endanum skipti í minni íbúð því að
sú íbúð var lyktarlaus og mun
hreinni. Mörgu var ábótavant í þess-
um íbúðum, t.d. blettótt og krumpað
á rúmum, vantaði skápa í annarri
íbúðinni og einnig vantaði fjarstýr-
ingu með gömlu sjónvarpi þar. Fyrir
svefnherbergisgluggum voru ekki al-
mennileg myrkragluggatjöld nema
öðrumegin í glugganum og ein rúðan
var sprungin og límd með límbandi.
Það gerði veruna í þessari íbúð
óbærilega að hinumegin við götuna
var unnið í húsagrunni með tveimur
loftpressum allan daginn og fram á
kvöld. Til þess að flýja hávaðann og
finna íslenskan frið leigðu þau bíl sem
átti að vera fullur af bensíni við mót-
töku en var næstum því tómur. Endir
ferðarinnar var sá að fyrir mistök
flutningafyrirtækisins voru þau ekki
sótt á hótelið og lá við að þau misstu
af fluginu heim.
Einholtsíbúðirnar auglýsa eftirfar-
andi áwww.eurobookings.com: Hér
fer á eftir lauslega þýdd og end-
ursögð auglýsing frá Einholtsíbúð-
unum á www.eurobookings.com: Hef-
ur þig einhvern tímann dreymt um að
hafa glæsilega íbúð í hjarta Reykja-
víkur? Að fara í friðsama Einholtsí-
búð eftir langan dag af skoð-
unarferðum eða fundum, þar munt þú
finna smekklegar innréttingarnar og
vistarverur, vel búið baðherbergi,
eldhúskrók og sameign. Nútímastíll,
harðviðargólf og falleg húsgögn. Í
móttökunni er fagfólk allan daginn.
INGIBJÖRG
SIGFÚSDÓTTIR,
Sléttuvegi 9a, 103 Reykjavík.
Ömurleg reynsla af
íslenskri ferðaþjónustu
Frá Ingibjörgu Sigfúsdóttur
Ingibjörg
Sigfúsdóttir
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Af sumarbrids
Góð aðsókn hefur verið í sumar-
brids í sumar. Miðvikudaginn 31. júlí
var spilað á 16 borðum og urðu
helstu úrslit þessi í prósentum:
Árni Hannesson- Oddur Hannesson 68,8
Erla Sigurjónsd. - Guðni Ingvarsson 62,5
Guðný Guðjónsd. - Ingibj. Halldorsd. 61,4
Hulda Hjálmarsd. - Halldór Þorvaldss. 59,1
Hafliði Baldurss. - Kristján Pálsson 55,1
Ólafur Þór Jóhanns. - Pétur Sigurðss. 55,0
Þá var spilað á frídegi verzlunar-
manna og mættu 16 pör. Þessi röð-
uðu sér í efstu sætin:
Brynjar Jónss. - Ingvar Hilmarsson 61,0
Gunnl. Sævarss. - Kristján M. Gunnarss.57,4
Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss. 56,6
Stefán Stefánss. - Bergur Reynisson 56,4
Guðrún Jóhannesd. - Jón Hersir Elíass. 56,4
Spilað er alla mánudaga og mið-
vikudaga að Síðumúla 37.