Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Rafknúnar hurðapumpur fyrir útihurðir og innihurðir. Fáanlegar í útfærslu sem er sérstaklega hentug fyrir vindasöm svæði. ENGIR ÓVÆNTIR HURÐASKELLIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjölmenni var á samverustund í Gler- árkirkju í gærkvöldi til að minnast Páls Steindórs Steindórssonar flug- stjóra og Péturs Róberts Tryggva- sonar, slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanns, en þeir fórust í flug- slysinu við rætur Hlíðarfjalls á mánudag. Að sögn Örnu Ýrar Sigurðar- dóttur, prests í Glerárkirkju, er mikil sorg í samfélaginu nyrðra. „Það er líka mikil samstaða. Mikið af ættingjum og vinum Páls Stein- dórs og Péturs Róberts komu saman. Margir stöldruðu við eftir athöfnina og þáðu spjall hjá sjálfboðaliðum Rauða krossins.“ Finnum fyrir sorg annarra „Ég talaði um hvað það væri mikil- vægt að við sýndum hvert öðru um- hyggju, kærleika og samstöðu. Við finnum það vel þegar eitthvað svona gerist að við erum öll tengd. Við finn- um til hvert með öðru og finnum fyrir sorg annarra, þótt við sjálf séum ekki að verða fyrir missi. Það er mjög dýr- mætt og er eitt af því sem gerir okkur að manneskjum. Það var mikilvægt að koma saman og styrkja hvert ann- að,“ segir Arna Ýrr. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samverustund Um 200 manns komu saman til að minnast mannanna sem fórust í flugslysinu sl. sunnudag. Sameinuð í sorg  Vinir og ættingjar mannanna sem fórust í flugslysinu á Akureyri komu saman á minningarstund í Glerárkirkju Samstaða Ættingjar og vinir mannanna komu saman í Glerárkirkju. Hildur Hjörvar hhjorvar@mbl.is Ekki er heimilt að úthluta aflaheim- ildum til veiða á úthafsrækju á grundvelli veiðireynslu síðustu þriggja ára nema að undangenginni lagabreytingu. Þó eru litlar líkur á að ríkið yrði talið skaðabótaskylt yrði ákveðið að miða við veiðireynsluna. Þetta er meðal niðurstaðna lögfræði- álits sem Land lögmenn unnu fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið á dögunum vegna fyrirætlana um að setja kvóta á veiðar á úthafs- rækju á ný. Veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar í upphafi fiskveiðiársins 2010-11 en Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur sagt að honum þyki ljóst að veiðarnar þurfi að lúta stýringu á ný á næsta fisk- veiðiári. Ráðuneytið bað Land lögmenn að vinna lögfræðiálit um heimild til að úthluta aflaheimildum til þeirra sömu og höfðu þær áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar eða miða úthlut- anir við veiðireynslu síðustu þriggja ára og hugsanlega bótaskyldu ríkis- ins, kæmi til þess. „Við teljum ekki miklar líkur á bótaskyldu rík- isins ef kvótanum verður úthlutað með málefnaleg- um hætti til þeirra sem hafa verið að veiða síð- ustu þrjú ár, eða útdeila honum þannig að hluta,“ segir Atli Már Ing- ólfsson héraðsdómslögmaður, sem vann álitið ásamt Eiríki Gunnsteins- syni hæstaréttarlögmanni. Niður- staðan sé þó ekki óumdeild. Hins vegar töldu þeir heimilt að út- hluta kvóta samkvæmt eldri aflahlut- deild, en gerður sá fyrirvari að mikill vafi ríkti um hvernig dómstólar myndu meta slíka úthlutun með tilliti til jafnræðis og atvinnufrelsis. „Við töldum leika vafa á því, ef al- gjörlega yrði lokað á þá sem hefðu veitt undanfarið, þá þyrfti ríkið að sýna fram á rökbundna nauðsyn þess að takmarka heimildina við þá sem áður hefðu haft hana,“ segir Atli Már til skýringar. Óheimilt að úthluta miðað við veiðireynslu  Breyta þyrfti fiskveiðistjórnarlögum Atli Már Ingólfsson Ökumaður sendibíls sem lenti í árekstri við vörubifreið á Suður- landsvegi var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús í Reykjavík í gær. Slysið varð skammt frá Þingborg, austan við Selfoss. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var bílunum ekið í gagnstæðar áttir þegar þeir skullu saman. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús á Selfossi en er ekki alvar- lega slasaður. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar um tildrög slyssins en lögregla biður þá sem urðu vitni að slysinu og lög- regla ræddi ekki við á vettvangi að hafa samband í síma 480 1010. Skullu harkalega saman  Ökumaður sendibíls lést eftir árekstur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Slys Áreksturinn var harður og sendibíllinn skemmdist mikið. Með samhentu átaki slökkviliðs, björg- unarsveita og bænda virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir alvar- legt mengunarslys við ána Skálm í Skaftár- hreppi. Þar valt olíu- flutningabíll með tengi- vagn út af veginum með þeim afleiðingum að gat kom á tengivagninn og dísilolía lak úr honum. Það ætti að skýrast í dag hversu mikið lak úr tanknum en Guðmundur Vignir Steinsson, slökkviliðsstjóri á Kirkjubæjar- klaustri, telur ekki að það hafi ver- ið mikið. Vagninum var fljótlega komið á réttan kjöl og þá hætti lek- inn. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir að bíllinn hafi ver- ið að flytja olíu til bænda og verk- taka á Suðurlandi þegar slysið varð. Bílstjórinn hafi lítið meiðst við óhappið en verið brugðið. Hann fór heim að lokinni læknisskoðun. Olía lak úr tengivagni eftir að olíubíll valt út af Mengun Olía lekur úr tanknum á vagninum. Ljósmynd/Bárður Einarsson Þorkell Ágústsson, rannsókn- arstjóri flugslysasviðs rannsókn- arnefndar samgönguslysa, segir að rannsókn á vettvangi hafi lokið um hádegisbil í gær. Brak vél- arinnar verður flutt til Reykjavíkur þar sem það verður rannsakað. Þorkell segir ómögulegt að segja til um hvað rannsóknin taki langan tíma. Nú fari í hönd gagna- öflun. Frumrannsókn sé að hefjast sem taki nokkrar vikur. Hann telur líklegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að aðstoða við rannsóknina á brot- lendingu vélar Mýflugs. Frumrannsókn að hefjast LÍKLEGT AÐ ERLENDIR SÉRFRÆÐINGAR KOMI TIL AÐSTOÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.