Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 11
að Páll Óskar sé í miklu uppáhaldi hjá
sér.
Hefur lært af pabba sínum
Una Margrét sækir hæfileikann
til að skemmta fólki ekki langt en fað-
ir hennar er Reynir Lyngdal, leik-
stjóri og meðlimur í plötusnúð-
atvíeykinu Gullfoss og Geysir, og
fósturmóðir hennar er leikkonan
Elma Lísa Gunnarsdóttir.
„Ég er mjög spennt fyrir því að
spila á hátíðinni. Það sem ég held að
verði skemmtilegast við þetta allt
saman er að ég er að fara að spila í
sundlaugarpartýi. Ég æfi sund og
finnst alveg rosalega gaman að synda
og vera í sundi þannig að ég er mjög
spennt fyrir því,“ segir Una Margrét
sem kveðst mögulega ætla að taka
einn sundsprett þegar hún hefur lok-
ið við að skemmta sundlaugargestum
með ljúfum tónum.
Frítt verður í sund fyrir sextán
ára og yngri en faðir Unu verður
henni til halds og trausts á meðan á
skemmtuninni stendur.
„Ég hef ekki beint verið að æfa
mig mikið því ég á ekki neinar græj-
ur. Pabbi minn á bara græjur sem ég
fæ stundum að nota. Ég er reyndar
með græjurnar inni í herbergi hjá
mér núna svo ég geti verið að æfa
mig. Ég hef lært mjög mikið af
pabba, hann er búinn að vera að
kenna mér rosalega mikið upp á síð-
kastið. Ég er svona nokkurn veginn
búin að ná tökunum á þessu. Ég var
viðstödd þegar pabbi fékk nýju græj-
urnar sínar og þegar hann og Jói vin-
ur hans voru að læra á þær þá horfði
ég bara á og lærði svolítið af þeim,“
segir Una Margrét og bætir því við
að faðir hennar og Jóhann Bragi
Bjarnason, hinn helmingur Gullfoss
og Geysis, séu fyrirmyndir hennar
þegar kemur að því að þeyta skífum.
Framtíðin er spennandi
„Ég ætla að verða dýralæknir,
bóndi og hljómsveitarstjóri þegar ég
er orðin stór,“ segir Una Margrét
ákveðin. Hún kveðst ætla að vera
með dýr og rækta land en hún er
mikill dýravinur og á til að mynda
kettina Brand og Læðu.
„Ég held að þetta geti allt farið
vel saman. Ég vil stjórna sinfón-
íuhljómsveit og ég væri til í að læra
eitthvað slíkt í framtíðinni. Ég er nú
þegar að læra að spila á píanó. Ég
veit nú ekki hvort ég sé mjög vön því
að vera á sviði en ég hef þó komið
fram nokkrum sinnum að spila á pí-
anóið. Síðan hef ég líka nokkrum
sinnum leikið í skólaleikritum og svo-
leiðis,“ segir hún.
„Ég held að ég sé eina barnið
sem kemur fram á hátíðinni en það
munu margar hljómsveitir koma
fram. Það verður líka tónlistarsmiðja
og fleira skemmtilegt í gangi þarna.
Þetta verður góð hátíð,“ segir Una
Margrét að lokum.
Meðal þeirra listamanna sem
hafa komið fram á hátíðinni eru
Dikta, Amiina, Pollapönk, 701 og
Prinspóló og því ljóst að Una Mar-
grét verður í góðum félagsskap að há-
tíð lokinni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rokk Hljómsveitin Skálmöld kemur einnig til með að spila á hátíðinni.
„Ég er svona nokkurn veginn búin að ná tökunum
á þessu. Ég var viðstödd þegar pabbi fékk nýju
græjurnar sínar og þegar hann og Jói vinur hans
voru að læra á þær þá horfði ég bara á og lærði svo-
lítið af þeim.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013
skátamiðstöð nærri Ottawa en auk
þess geta skátarnir farið í þriggja
daga ferð til Montréal, Québec-
borgar eða Toronto.
Sex þúsund manns til Íslands
Íslenski hópurinn sem tekur þátt
mun fylgjast grannt með gangi
mála hvað skipulag keppninnar
varðar því hún verður haldin hér á
landi árið 2017. Gert er ráð fyrir
að um sex þúsund þátttakendur
frá hátt í hundrað þjóðlöndum
komi þá hingað til lands. Nú þegar
hefur verið stofnaður hópur á fés-
bókinni þar sem áhugasamir geta
fylgst með undirbúningi skáta-
mótsins árið 2017. Þess má til
gamans geta að flestir þeir skátar
sem eru á viðkomandi aldri eru
svokallaðir Róverskátar en starf
þeirra byggist aðallega á að leggja
talsvert af mörkum til samfélags-
ins. Íslensku Róverskátarnir eru
þar engin undantekning og starfa
þeir flestir innan vébanda björg-
unarsveitanna.
Skátar Þinghúsið í Ottawa í Kanada er flott bygging en þar verður fjórtánda World Scout Moot hátíðin sett í dag.
Farið verður í þriðju Menningargöngu
Bláskógarbyggðar 14. ágúst næst-
komandi en viðburðurinn er haldinn í
samstarfi við Upplit, menningarklasa
uppsveita Árnessýslu.
Pálmi Hilmarsson, húsvörður
Menntaskólans að Laugarvatni, mun
leiða göngufólk um Laugarvatn og
fræða viðstadda um einstaka staði
og sögu svæðisins. Lagt verður af
stað í gönguna frá Héraðsskólanum
klukkan 19 en gangan er sögð vera
auðveld og taka um eina til tvær
klukkustundur. Að lokinni göngu
verður síðan komið við hjá Sverri og
Sveini hjá Héraðsskólanum Hostel og
þeir kynna starfsemi sína fyrir gest-
um og gangandi.
Endilega…
… röltið um
Laugarvatn
Söguganga Laugarvatn er fagurt.
Ljósmyndarinn Daníel Starrason mun
um helgina efna til ljósmyndasýn-
ingar í Populus Tremula á Akureyri
ásamt Magnúsi Andersen. Hann held-
ur úti heimasíðunni danielstarrason-
.com þar sem áhugasamir geta kynnt
sér verk hans. Þar má meðal annars
finna ljósmyndir sem hann hefur tek-
ið af tónlistarmönnum, dýrum sem
og dauðum hlutum.
Vefsíðan www.daniel-
starrason.com
Myndir Sýningin er í Populus Tremula.
Ljósmyndasýn-
ing á Akureyri
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Lifðu, lærðu,
leiktu með
Lenovo Yoga
3ja ára ábyrgð
Borgartún 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is
Fartölva og
spjaldtölva í einni
11,6" snertiskjár
Intel Core i3 örgjörvi
4 GB minni
128 GB SSD diskur
Verð: 164.900 kr.