Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.08.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2013 Kvikmyndaleikstjórarnir og bræð- urnir Joel og Ethan Coen koma að framleiðslu sjónvarpsþátta sem byggðir verða á kvikmynd þeirra Fargo frá árinu 1996. Aðalleikari þáttanna verður Billy Bob Thorn- ton. Þættirnir verða tíu talsins og sýndir á bandarísku sjónvarpsstöð- inni FX. Nýjum persónum verður bætt við þær sem koma fyrir í kvik- myndinni, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins Independ- ent, og söguþráðurinn verður ekki sá sami og í myndinni. Thornton mun fara með hlutverk Lorne Malvo, rótlauss og stjórnsams náunga sem kynnist tryggingasölu- manni í smábæ einum og leggur líf hans í rúst. Þættirnir verða býsna ólíkir kvikmyndinni en stemningin þó svipuð, að því er fram kemur í fréttinni. Fyrirhugað er að gera fleiri en eina þáttaröð. Leikkonan Frances McDormand fór með aðal- hlutverkið í Fargo, hlaut Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn og Coen- bræður hlutu verðlaun fyrir hand- rit myndarinnar. Óþokki Thornton er fær í að leika óþokka, m.a. vonda jólasveina. Coen-bræður framleiða þætti byggða á Fargo Myndlistarmað- urinn Andy War- hol hefði orðið 85 ára 6. ágúst sl. og af því tilefni ákvað Warhol- safnið í Pitts- burgh að sýna gröf hans í beinni útsendingu á net- inu. Þessa merki- legu útsendingu má finna á vefslóðinni www.eart- hcam.com/usa/pennsylvania/ pittsburgh/warhol/. Gröf Warhols í beinni á netinu Andy Warhol lést árið 1987 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einar Lövdahl er ekki aðeins skel- eggur blaðamaður heldur einnig lunkinn laga- og textasmiður. Í dag fagnar hann stórviðburði, útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar sem ber hugvekjandi titil, Tímar án ráða. Einar heldur teiti af því tilefni í Stúdentakjallaranum í kvöld og hefst hún kl. 20. En hvers konar tónlist semur Einar Lövdahl? „Ég á erfitt með að skilgreina eigin tónlist. Einhvern tímann var mér sagt að maður ætti að forðast það eins og andstæðing sinn í elt- ingaleik. Ég vísa hins vegar í orð annarra þegar ég lýsi tónlistinni sem einhvers konar léttu indípoppi með skýrum íslenskum textum. Tónlistin er ekkert væl en það er heldur enginn að fara að þjást af hálsríg eftir tónleika hjá mér sök- um höfuðvaggs/headbangs. Lögin á plötunni eru misný af nálinni. Eitt þeirra samdi ég um það leyti þegar ég gekk aðallega í bítlabolum, fljót- lega eftir að ég lærði að gera þver- grip á gítar í kringum 15 ára aldur. Annað samdi ég þegar ég var and- vaka og enn annað samdi ég snemma að kvöldi til, síðastliðið gamlárskvöld. Það er kannski göm- ul saga og ný að bestu lögin verða til þegar minnst er fyrir því haft,“ segir Einar. Líf ungs manns – Hvað ertu að syngja um? „Hingað til hafa textarnir sprott- ið upp úr einhverjum hversdags- legum pælingum í mínu eigin lífi, lífi ungs manns. Yrkisefnin eru svo sem margvísleg en ég hugsa að það sé eitthvert karaktereinkenni eða sami rauði þráðurinn í þeim öllum. Ég tek til dæmis fyrir eina leið- inlegustu tilfinningu sem ég þekki, sem er að tapa, einn textanna er bara sjálfskoðun í sinni einföldustu mynd. Ég geri tilraun til að fjalla um ástvinamissi, þó ekki sé um að ræða minn eigin missi og svo er ástin og ástarsorg líka umfjöllunar- efni nokkurra textanna, eins og gengur og gerist. Það var samt eig- inlega bara óvart, það eru líklega frumbítlaáhrifin að verkum, eða dá- læti mitt á R&B-tónlist,“ segir Ein- ar. – Í hvað vísar titill plötunnar, Tímar án ráða? „Titill plötunnar kemur svo sem bara frá samnefndu lagi sem er ein- faldlega titill á frásögn ungs manns sem er úrræðalaus.“ Snillingar færðu lögum líf – Hverjir komu að gerð plöt- unnar með þér? „Þar sem ég er svotil óskóla- genginn þegar kemur að tónlist, að undanskildu eins árs forskólanámi í Do Re Mi og eins árs píanónámi í kringum 10 ára aldur, þá hef ég þurft að reiða mig á aðrar leiðir til að taka framförum í tónlist. Ég uppgötvaði snemma að besta leiðin til þess væri að vera með einvalalið í kringum sig. Platan er að mestu leyti tekin upp í heimahúsum og í Stúdíó Mosfellsbæ hjá Halldóri Eldjárn, vini mínum sem er í hljómsveitinni Sykur. Það eru ein- mitt snillingarnir Halldór og Egill Jónsson, æskuvinur minn, sem hafa fært þessum lögum líf. Þeir sáu um upptökustjórn, útsetningar og spiluðu á langflest hljóðfærin á plötunni. Án þeirra væri þessi plata bara nokkrir hljóðfælar inni á iPhone-inum mínum. Halldór sá einnig um hljóðblöndun. Aðrir hljóðfæraleikarar voru Auðunn Lúthersson og Kjartan Jón Bjarna- son, æskuvinir mínir, Hilmar Gunnarsson, vinur minn og sam- starfsfélagi, og Katrín Arndís- ardóttir, vinkona mín, sem söng bakraddir. Öll eiga þau það sameig- inlegt að tilheyra Hjörðinni, sí- breytilegri tónklíku sem kemur fram með mér á tónleikum.“ Einar er með Facebook-síðu og má á henni hlusta á lög af plötunni. Vefslóðin á síðuna er facebook.com/lovdahlmusic. Morgunblaðið/Eggert Tónlistarmaðurinn Einar hugsi með gítar í hönd; leiða má að því líkur að nýtt lag sé hugsanlega í fæðingu. Með einvalalið í kringum sig  Tímar án ráða nefnist fyrsta breiðskífa Einars Lövdahl  „Bestu lögin verða til þegar minnst er fyrir því haft,“ segir Einar um lagasmíðar sínar Hugmyndaríkt Umslag plötunnar hannaði Heiðdís Inga Hilmarsdóttir. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! 98% SÉRSTÖK SÝNING Í SAMSTARFI VIÐ BIOVEFURINN.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.