Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 Í mínum huga leikur enginn vafi á að gæða-stuðull kynslóðanna er mismunandi og aðhann taki breytingum frá einum tíma til ann- ars. Einu sinni komu nær allir heimspekingar, sem eitthvað kvað að á Vesturlöndum, frá Grikk- landi. Löngum hafa Akurnesingar verið betri í knattspyrnu en aðrir landsmenn. Skáklistin hefur risið og hnigið í bylgjum á Íslandi. Bókmennt- irnar líka. Og menningin? Ég er ekki í vafa um að tíðarandinn hefur verið misrismikill og þar með menningin. Hvað veldur? Hvers vegna sköruðu Grikkir fram úr í heimspeki frá sjöttu öld fyrir Krist og þar til Rómverjar tóku að undiroka þjóðina fjórum öldum síðar? Frelsið eða frels- isvitundin? Ég held það hafi verið jarðvegurinn. Menning er ræktunarstarf. Allt sem við leggjum rækt við ber ávöxt. Til góðs og einnig til ills. Það er hægt að leggja rækt við lágkúru ekkert síður en við það sem vandað er og gott. „Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda,“ segir í guðspjalli. Dæmi um öfluga menningarvitund var Snæ- fjallaströndin á öndverðri öldinni sem leið. Þá var þar læknir, með búsetu í Ármúla, Sigvaldi Kalda- lóns. Það er til marks um menningarbrag og stórhug sveitunga hans þegar þeir gáfu honum flygil til að geta iðkað list sína. Efnin voru lítil en andinn reis hátt. Í sveitinni bjó einnig Hallfríður Guðrún Eyjólfsdóttir, Halla á Laugabóli. Hún orti mörg ljóð sem Sigvaldi gerði sönglög við, Ég lít í anda liðna tíð og Svanurinn minn syngur eru dæmi þar um, sem seint munu gleymast. Og Ave María, Sigvalda gefur Ave Maríum fremstu tón- skálda Evrópu ekkert eftir, ef hún ekki er best! Með öðrum orðum, Snæfjallaströndin var menn- ingarsetur í fremstu röð á heimsvísu; hafði á að skipa framúrskarandi hæfileikafólki og jafnframt – og það er lykilatriði – samfélagi sem hafði skilninginn og veitti stuðninginn. Á Snæ- fjallaströnd kunnu menn að rækta garðinn sinn! Fyrr í þessum mánuði greindi Morgunblaðið frá fyrirlestri sem bandaríski vísindamaðurinn As- hley Haase hélt í Háskóla Íslands um framlag Keldna, Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði til heimsvísindanna og þá sérstaklega dr. Björns Sigurðssonar, fyrsta forstöðumannsins. Haase sagði að ef Björn hefði ekki fallið frá um aldur fram hefði hann að öllum líkindum hlotið Nób- elsverðlaunin fyrir rannsóknirnar sínar. Fór Haase mjög lofsamlegum orðum um Björn og framlag Íslendinga í frumrannsóknum. Sjálfur skrifaði Björn Sigurðsson um mik- ilvægi þess að rækta sinn garð. Í grein sem birt- ist eftir hann í Helgafelli um miðja síðustu öld, sagði hann að nokkuð skorti á skilning Íslendinga á mikilvægi vísindarannsókna: Íslendingar, bóka- þjóðin, munu hins vegar láta sér skiljast, að sjálf- stætt menningarlíf væri dautt í landinu, ef aldrei væru gefnar út aðrar bækur en þýddar … „Sann- leikurinn er sá að atvinnuvegir vorir munu aldrei fullnægja skyldu sinni, fyrr en að þeim hafa verið lagðir traustir hornsteinar með vísindalegum náttúrurannsóknum á undirstöðu þeirra …“ Með öðrum orðum, vísindalíf er í huga Björns Sig- urðssonar ekki síður mikilvægt en menningarlíf. Lærdómurinn er þessi: Á öllum tímum býr í mannfólkinu sköpunarkraftur. Verkefnið er að hlúa að eftirsóknarverðum hæfileikum í fari okk- ar og virkja þá samfélaginu öllu til góðs. Ekki gerist þetta af sjálfu sér. Uppskeran er eins og til er sáð. En þegar jarðvegurinn er vel undirbúinn og rétt er til sáð, lætur árangurinn ekki á sér standa. Eins og til er sáð ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Netheimar voru fremur neikvæðir út í þær fréttir að Ben Affleck muni leika sjálfan Batman í framhalds- myndinni Man of Steel. Þannig skrifar Krummi Björgvinsson tónlistarmaður á Facebook að Bat- man þurfi að vera meira „goth“. „Af- fleck er ekki goth en ágætis leik- stjóri. Edward Furlong ætti að missa 30 kíló og bara go for it.“ Annar tónlistarmaður, Gímaldin Magíster, skrifar þá að þetta hljóti að lýsa þeirri fyrirætlun að „af- gotha“ Batman að fullu. Fjölmiðlamaðurinn Baldvin Þór Bergsson lætur þessi orð fjalla um þetta mál: „Stundum fær maður nóg. Fáfræði, illmennska og ofbeldi eru orð sem koma upp í hugann þegar maður fær svona fréttir. Er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta? Ben Affleck að leika Batman – það er bara ekki í lagi.“ Silja Bára Óm- arsdóttir, að- júnkt í stjórn- málafræði, er ekki orða vant og svar- ar að bragði: „Sástu ekki kvið- vöðvanna á honum í Argo?“ Ragnhildur Thorlacius frétta- maður deilir með Facebook-vinum sínum hvernig barn brást við flutn- ingi hennar á tíðindum dagsins. Var að fá fréttir af undarlegustu við- brögðum við fréttalestri mínum hingað til. „Ungur drengur slakaði svo á við lesturinn að hann kúkaði í kopp í fyrsta sinn. Sé einhver teppt- ur er lausnina að finna hér.“ Og Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir rithöf- undur kom fram með smá játningu í vikunni. „Skamm- ast mín – tilheyri þessari fínu hóg- væru listgrein, sem hvorki ræðst á eyru né augu manna bara læðist upp í hillu og þegir. Svo kemur þessi Fésbók og lætur mann brjót- ast út úr leyni sínu. Æ.“ AF NETINU Lofgjörð um tónlist Ásgeirs Trausta Einarssonar er orðin daglegt brauð í færslum útlendinga á Twitter enda heimsfrægðin að banka á dyrnar. Í gær vakti ein færslan sérstaka at- hygli en þar sagði farþegi í norskri flug- vél að það væri ekki annað hægt en að elska Norðmenn. Flugáhöfn var að und- irbúa flugtak af norskum flugvelli og á meðan farþegar spenntu beltin og und- irbjuggu sig andlega, var tónlist Ásgeirs Trausta látin hljóma. Flugfarþegar virðast hafa kunnað því vel miðað við færsluna. Þess má geta að mjög mikið er tíst á fjölmörgum erlendum tungu- málum um Ásgeir Trausta. Ásgeir Trausti á mörg lög sem henta eflaust vel og róa þá sem þurfa á því að halda í millilandaflugi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Undirbjó flugtak Þjóðþekktir sem minna þekktir ein-staklingar hafa verið að safnaáheitum fyrir ýmis góð málefni og hlaupa um helgina í Reykjavík- urmaraþoni Íslandsbanka. Algeng- ast er að fólk hlaupi 10 km en þeir eru nokkrir í maraþoninu sem flest- ir kannast við sem eru að hlaupa dágóða vegalengd. Þannig hleypur Þórarinn Eldjárn 21 km í minningu sonar síns, Krist- jáns Eldjárns gítarleikara, og safn- ar styrkjum fyrir Minningarsjóð hans. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona ætlar sömuleiðis að hlaupa 21 km og það fyrir samtökin Heila- vernd. Langhlauparinn í hópi þekktra er þó Sveinn Andri Sveins- son lögmaður, sem hleypur 40 kíló- metra fyrir Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Langhlauparar Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hleypur langt um helgina í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Morgunblaðið/G.Rúnar Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.