Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 14
ar um internetið, heimsækir söfn, skoðar myndir og vinnur úr öllum mögulegum hugmyndum sem hún fær. Þá reynir hún að einskorða sig og fækkar úr þykkum bunka þeim myndum sem hún hefur sankað að sér, en kannski ekki nema niður í 1000. Þá er komið að því að fara í gegnum hugdetturnar með hönnuðinum og gera eitthvað nýtt. Sól- veig segir að þar sem hún hafi sjálf ekki lært neitt í hönnun sé Anna-Christine í að útfæra hugmyndirnar og koma með sínar eigin og útkoman er þá á endanum þeirra vinna sam- an. Anna-Christine er að sögn Sólveigar mikill snillingur. Hún á til dæmis feril að baki sem yfirhönnuður hjá Jasmine Di Milo, sem var stórt og farsælt fyrirtæki í eigu eins af erfingjum Harrods en Anna-Christine átti stóran þátt í að búa það merki til. Vinkona á leið í tíu brúðkaup kveikti hugmyndina Hvernig kom til það til að hún hélt út í tískubransann? Sól- veig lumar á skemmtilegri forsögu. „Einni bestu vinkonu minni úr háskóla var boðið í hvorki meira né minna en 10 brúðkaup, þar á meðal mitt. Veislurnar voru allar að kvöldi til, með tilheyrandi síðkjólum og hún fór á stúfana að leita að kjólum fyrir tilefnin. Það sem hún fann voru annaðhvort ákaflega dýrir kjólar eða ódýrari kjólar sem voru upp til hópa hallærislegir. Svo það var í raun og veru hún sem kom með þessa hugmynd – að það væri hægt að kaupa vandaða, fallega hátískukjóla sem væru samt ekki rándýrir. Á íslensk- um mælikvarða er þetta vissulega ekki ódýrt. Þeir munu kosta allt frá 60.000 krónum íslenskum upp í 250.000 krónur en hér úti í tískuheiminum, fyrir kvöldklæðnað í þessum gæðaflokki, er þetta ódýrt. Það var gat á markaðnum – þessi verðflokkur fyrir hátísku var ekki til.“ Áhersla var lögð á að finna efni sem væri vandað, gera einföld og klassísk snið sem væru samt í fararbroddi tísk- unnar og kjólar sem ungar konur myndu vilja klæðast. „Að bjóða upp á eitthvað sem var ekki til á markaðnum var okk- ar viðskiptaplan. Við gátum ekki bara verið enn eitt fata- merkið á leið á markað, við urðum að hafa einhverja sér- stöðu. Ef þetta gengur vel munum við fara út í að hanna eitthvað meira en bara kjóla, ég væri persónulega mjög tilbúin í það.“ Skapar það Sólveigu sérstöðu að vera íslensk í hönn- uninni? „Ég held það. Tískuvitund Íslendinga er ótrúlega sterk. Það er mjög auðvelt að finna fólk á Íslandi sem er smekklegt. Erlendir vinir mínir sem hafa komið til landsins hafa oft nefnt þetta við mig og ég sé þetta sjálf. Einhverra hluta vegna kunnum við á þetta. Það má segja að ég sjálf viti að minnsta kosti alltaf upp á hár hvað mér líkar ekki. Ef þú myndir spyrja fjölskyldu mína, þá hefur aldrei verið hægt að kaupa föt fyrir mig,“ segir Sólveig og skellir upp úr. „Með aldrinum þá kaupi ég mér mjög sjaldan eitthvað nema ég sé búin að velta því fyrir mér í nokkra daga, jafn- vel vikur, hvort mig langi raunverulega í það. Mér finnst líka mjög mikilvægt að vera viss því ég kaupi ekki ódýra hluti. Það er þá eins gott að maður viti sínu viti. Enda kem- ur það svo á daginn að ég nota alltaf það sem ég kaupi mjög mikið.“ Þegar vinnu lýkur tekur matur við Galvan verður kynnt og fáanlegt fyrir umheiminum á tísku- vikunni í London í febrúar á næsta ári. Sem fyrr segir eru þó nokkrir útvaldir sem hafa átt þess kost að eignast kjóla og þeir virðast vera að hitta í mark. „Við förum ekki með fatnaðinn í verslanir strax en við sendum kjóla úr vor- og sumarlínunni 2014 til nokkurra vel klæddra kvenna, þetta er sem sagt nokkurs konar valinn gestalisti. Það er mikilvægur þáttur í þessu ferli, að velja vel hver klæðist kjólunum okk- ar. Í kjölfarið höfum við fengið fjölmargar fyrirspurnir um haustlínuna 2014. Við höfum líka lagt mikla áherslu á að markaðssetja fatnaðinn þannig að þetta verði ekki of, hvað getum við sagt, klisjukennt. Kvöldklæðnaður er oft markaðs- settur í ofurfínu umhverfi, galaveislum og slíku en við höfum myndað Eddu til dæmis í afslappaðra umhverfi – á skemmtistað í New York þar sem hún er að hafa það gam- an og þar sem hún er að stíga inn í gulan leigubíl.“ Vinnan hefur ekki einskorðast við London en heima fyrir í Los Angeles vaknar Sólveig klukkan hálfsex og er byrjuð að tala við hönnuð Galvan, meðeigendur og aðra sem tengjast fyrirtækinu á Skype klukkan sex. „Þetta verður bara að vera svona á fyrstu metrunum. Ég er mest að fara í gegn- um vinnuna með Önnu og við gerum smá pásu um klukkan 11. Svo byrjum við aftur eftir hádegi og erum í um það bil tvo klukkutíma að vinna áfram og fara í gegnum hugmyndir. Þá er vinnudagurinn búin.“ Og hvað er gert til að slaka á að honum loknum? „Ég er voðalega hrifin af góðum mat og er frekar nýfarin að spreyta mig sjálf í eldhúsinu. Mér finnst það gott og róandi. Okkar „djamm“ er svo að fara út að borða og drekka gott léttvín. Síðan höldum við stundum matarboð en við erum fremur heimakær og eigum tvo litla hunda sem mætti kalla börnin okkar. Þetta eru hundar sem eru eins konar smáútgáfa af Husky-hundunum en þeir verða ekki þyngri en 15 kíló. Þeim svipar svolítið til íslenska hundsins. En annars er ég líka svo einstaklega heppin að fyrir tilviljun flutti systir mín til Los Angeles tveimur árum eftir að ég flutti út vegna vinnu eiginmanns hennar. Hún á tvo litla stráka sem ég er afar hænd að og reyni að vera mikið með, ég er frekar mikil barnakerling.“ Vön fjölmiðlaumfjöllun Systir Sólveigar er að læra að verða jógakennari og fyrir brúðkaupið stundaði Sólveig jóga í hálft ár, var búin að sökkva sér ofan í það og fannst það yndislegt. Þá segir hún að fyrir hávaxna og stirða einstaklinga eins og hana sjálfa sé hlaup eitt það besta sem til er og hún hefur því alltaf verið dugleg að fara út að skokka. „En tíminn hreinlega flýgur frá manni og á þessum eilífu ferðalögum er erfitt að hafa dagskrá sem hægt er að halda sig við varðandi til dæmis jóga. Ég er að fara í 11 tíma flug ekki á morgun heldur hinn. Þetta mun fylgja þessu eitthvað áfram. Það er verst að ég hef lítið getað flogið til Íslands en kom þó um daginn til að vera viðstödd brúðkaup einnar minnar nánustu vinkonu, Bjartar Ólafsdóttur þingkonu. Það var haldið á bóndabæ foreldra hennar í Biskupstungum og ég var svo heppin að fá góðviðrishelgi. Það er ekkert sem jafnast á við að vera á Íslandi á slíkum dögum. Jú, ég gæti hugsað mér að eiga athvarf, heimili á Íslandi, fastan punkt þar, en ég á ekki von á öðru en að við verðum mest í London þegar við eignumst okkar eigin fjölskyldu.“ Að lokum ræðum við aðeins hið gifta líf og hvernig Sól- veig tekst á við það að stærstu fjölmiðlar Bretlands hafi áhuga á lífi hennar, líki henni jafnvel við fyrstu eiginkonu George Harrison, Pattie Boyd? „Við höldum okkur frekar mikið frá þessu. Það kemur einstaka sinnum fyrir en núna Enn sem komið er eru kjólar Galvan aðeins fáanlegir fyrir útvaldar konur. Hér er Edda í Galvan-kjól sem Bond-leikkonan Olga Kurylenko var mynduð í þegar hún var í gleðskap tímaritsins Vanity Fair nýlega. Fyrirsætan Edda Pétursdóttir er andlit Galvan, tískumerkis Sólveigar Káradóttur. Sólveig er sálfræðingur að mennt og getur hugsað sér að fara í doktorsnám síðar meir. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.