Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaÞað getur borgað sig að fá óháðan ráðgjafa til að aðstoða við lífeyrissparnaðinn Lífið snýst um hesta hjá Guðmundi „Mumma“ Arnarssyni í Ástund. Hann hefur staðið vaktina bak við búðarborðið í hálfan fjórða áratug. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fimm í heimili ásamt hundinum Kleópötru, en Kleópatra starfar líka í Ástund og er vafalítið langvinsælasti starfs- maðurinn. Hún fær líklega fleiri heimsóknir en allt annað starfsfólk til samans. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Egg, ost, brauð, já og líklega rauðar baunir. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Ætli það fari nokkurn tímann undir 60.000 fyrir fimm manna fjölskyldu. Er það ekki ca 8.500 á dag? Og þá er sparað stíft. En það verður að halda því til haga að það er hús- móðirin á heimilinu sem sér mest um að spara og vera hagsýn. Mér reynist það erfitt og má t.d. alls ekki fara svangur að versla. Það er ávísun á bruðl. Hvar kaupirðu helst inn? Konan sér um helstu nauðsynjar og magn- innkaup og þá er farið í Bónus og Krónuna. Ég sé svo um að kaupa ferskvörur og elda. Er að taka yfir eldhúsið. Melabúðin er ansi vinsæl ef elda á gott eða halda veislur. Ein af mínum uppáhaldsbúðum. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Rosalega gaman er að skoða krydd. Þar get ég gleymt mér, en eins og áður kom fram; ef ég fer að versla svangur getur ýmislegt gerst. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Konan er sparnaðartækið. Nota hana sem aðhald og handbremsu. Hún getur séð heildarmyndina og nokkra daga fram í tím- ann. Ég aftur sé bara næstu máltíð. Hvað vantar helst á heimilið? Wok-pönnu í eldhúsið og teskeiðar – þær hverfa reglulega. Þetta er óútskýrt og hefur komið til greina að setja upp myndavélar í eldhúsinu til að komast til botns í teskeið- armálinu leyndardómsfulla. Eyðir þú í sparnað? Við erum dugleg að leggja til hliðar og svo er öflugur klinkbaukur sem tekur á móti heimilisfólki. Allir vasar eru tæmdir við inn- komu og allt fer í baukinn. Þetta eru okkar auka-krónur. Skothelt sparnaðarráð? Búa til matseðil fyrir vikuna. Þá verða inn- kaupin skynsamlegri. NEYTANDI VIKUNNAR GUÐMUNDUR ARNARSSON VERSLUNARMAÐUR Teskeiðarnar hverfa Guðmundur, eða Mummi eins og hann er kall- aður, verður að gæta sín að kaupa ekki í matinn svangur. Annars er stutt í bruðlið. Morgunblaðið/Ómar Fyrir viku var fjallað á þessari síðu um hefðirnar í kringum þjórfé. Það minnti Aurapúkann á mikil- vægi þess að sýna aðgát þegar þjórfé er greitt með greiðslukorti. Víða um heim getur matargestur sem greiðir með korti skrifað inn þjórfjárupphæðina í sérstakan reit á kortastriml- inum. Hefur það gerst að óprúttnir þjónar hafa átt við strimilinn og hækkað þjórféð eftir á, með því að krota inn tölu- staf aftan eða framan við þjórfjár- upphæðina. Aurapúkinn verst þessu með því að krossa yfir reitinn fyrir þjórfé á strimlinum og skilja tipsið í staðinn eftir í reiðufé. Hvað á svo að gera þegar heim- sókn á veitingastað er alveg afleit? Púkinn veit að stundum er ekki þjóninum að kenna um það sem aflaga fór. Ef aðstæður kalla á það má þó –að vandlega athuguðu máli– skilja eftir eina smámynt. Að skilja eftir t.d. 10 senta þjórfé eru skýr skilaboð um að þjónustan var með öllu óvið- unandi. púkinn Aura- Varlega farið með kortin V íða um heim eru launamenn að vakna upp við vondan draum. Rekstur rík- isins er aðþrengdur og lífeyrisloforð hins opinbera gætu lent undir nið- urskurðarhnífnum. Ekki hjálpar til að lífslíkur aukast stöðugt og æ færra fólk á vinnualdri þarf að standa undir lífeyri og þjónustu við æ fleira fólk á lífeyrisaldri. Samhliða þessu eru einkareknir lífeyrissjóðir og sparnaðarleiðir að sýna mjög misgóða ávöxtun og víða rýrnuðu sjóðirnir allhressilega í niðursveiflunni miklu. Er því jafnvel spáð af sumum markaðs- rýnendum að hagkerfi heimsins muni taka aðra dýfu með enn meira eignatjóni og sparnaðar- missi. Það virðist nokkuð líklegt að lífeyrisumhverfið eftir 10, 30 eða 50 ár verði alls ekki það sama og það er í dag. Hvað er þá hægt að taka til bragðs? Starfsævin lengist Blaðamaður Financial Times skrifaði nýlega áhugaverða grein um bæði hvert stefnir og hvað hinn almenni launamaður getur gert til að laga sig að breyttum verleika. Meðal þess sem hún nefnir er fólk ætti að búa sig undir það að vera lengur á vinnumark- aði. Venjulegur eftirlaunaaldur á eftir að fara hækkandi og áður en langt um líður má reikna með að þyki eðlilegt að vera á vinnumark- aðinum áratug lengur en í dag. Þessi þróun kemur til bæði af því að lífeyrisgreiðslur verða sennilega rýrari en fólk hefði viljað, en líka að heilsa og vinnuorka aldraðra verður meiri. Ekki aðeins hafa lífslíkur verið að aukast heldur hef- ur þeim árum líka fjölgað þar sem líkami og hugur eru í hreint ágætu standi og vel hægt að takast á við venjulega dagvinnu. Þegar má sjá breytingar í þessa átt. Árið 1992 höfðu nærri 40% vinnandi fólks í Bretlandi á aldrinum 50-64 ára farið út af vinnumark- aðinum en í dag er talan komin niður fyrir 30%. Launafólk ætti líka að spara meira og byrja að spara fyrr. Því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir, því meira stækkar sjóðurinn og safnar vöxtum á vexti ofan. Þeir sem byrja seint eða eyða litlu í sparnað gætu staðið mjög illa að vígi þegar styttist í starfslokin. Mikilvægur hluti af skipulagningu fjárhags heimilisins er að rýna vel í og reikna hve sparnaðurinn ætti að vera mikill eða lítill þegar vinnumarkaðurinn er kvaddur, hversu háar fjárhæðir má búast við að hafa til að eyða mánaðarlega miðað við lífslíkur, og hvað þarf til að viðhalda ásættanlegum neysluvenjum. Flókinn frumskógur Svo er eins gott að leggjast í mikla rannsókn- arvinnu. Lífeyrissparnaðurinn er ein af mik- ilvægustu fjárfestingarákvörðunum fólks, valkost- irnir eru ótalmargir og hinir ýmsu sjóðir og sparnaðarleiðir hafa ýmsar reglur, klausur og undantekningar. Þannig geta ótal litlar greiðslur og þóknanir safnast upp yfir starfsævina og minnkað sparn- aðinn töluvert. Sumir sparnaðarsjóðir virka eins og hálfgert happdrætti og glatast greiðslurnar að stóru eða öllu leyti ef fólk fellur frá fyrir aldur fram, á meðan aðrir sparnaðarvalkostir tryggja framfærslu eftirlifandi maka. Hjá sumum sjóðum eru loforðin veitt í punktakerfum og afskaplega erfitt að skila hvort útborgunin og ávöxtunin er góð í samræmi við innborganirnar, og enn aðrir sparnaðarpakkar taka ekki með í reikninginn verðbólgu þegar reiknað er hver útborgunin verður á endanum. Rétt er að gaumgæfa alla möguleikana mjög vandlega og ekki galið að greiða óháðum og hæf- um ráðgjafa fyrir leiðsögn um þennan flókna markað. Þóknunin fyrir ráðgjöfina er sennilega ekki há í hlutfalli við þær milljónir og jafnvel milljónatugi sem eru í húfi. REIKNA ÞARF MEÐ LENGRI STARFSÆVI OG LEGGJA MEIRA FYRIR Ef lífeyrismálin skyldu fara beint í vaskinn ÞRÓUNIN ER Á ÞANN VEG VÍÐA Á VESTURLÖNDUM AÐ FÓLK ÆTTI EKKI AÐ REIKNA MEÐ AÐ FÁ ALLAN ÞANN LÍFEYRI SEM ÞVÍ HEFUR VERIÐ LOFAÐ. SAMA STAÐA GÆTI HÆG- LEGA KOMIÐ UPP HÉR Á LANDI OG VISSARA AÐ GERA RÁÐSTAFANIR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það væru mistök að reikna með öðru en að lífeyrisumhverfið muni breytast. Sundleikfimi á Grund. Morgunblaðið/Kristinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.