Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 stað, hún sagði okkur bara að drífa í að fá til- skilin leyfi, hún myndi sjá um að þýða. Við er- um henni mjög þakklát, ekki síst þar sem við höfum lánað talsvert af okkar bókum um bæ- inn og finnum að það er þörf fyrir efni um þetta málefni.“ „Ég velti líka yngri syni mínum oft fyrir mér og framtíð hans,“ segir Ómar. Sjálfur burðaðist ég lengi með sektarkennd út af dauðsfalli frænda míns þegar við vorum 18 ára. Hún var stundum mjög raunveruleg en samt fullkomlega órökrétt og óréttlát. Ég er viss um að þó að sonur okkar sé kátur í dag og við séum miklir félagar, þá mun koma sá tími sem honum finnst á sama tíma hann þurfa að sanna sig fyrir mér og verða sjálf- ekki skýr og hann sá ekki aðra lausn. Fólk með sjálfsvígshugsanir vill ekki endilega deyja, það vill bara losna við sársaukann.“ „Ef einhver aðstandandi vill gera þann samning að það eigi að virða val þess sem sviptir sig lífi, þá er það ekkert verri samn- ingur en hver annar,“ segir Ómar. „Aðalmálið er að fólk geri samning með sjálfum sér sem það er sátt við og getur lifað góðu lífi með. Það er óþarfi að gera lítið úr slíkum samningi að það eigi að virða val þess sem tók líf sitt. Ég veit ekki hvort samningur sé besta orðið yfir þetta en á enskunni kalla þeir þetta „bargain“, það er leið til sáttar við sjálfan sig. Í okkar huga var þetta ekki val og nú er aðal- málið að komast í gegnum áfallið og lifa með því og það er það sem svona bækur fjalla um. Skilningur minn á þessu er að mótast. Kannski var Orri með of lágt kólesteról, kannski þunglyndur, kannski eitthvað annað. En maður verður bara að gera samning við sjálfan sig um að trúa því sem hjálpar manni best til framtíðar. Við verðum að halda áfram.“ „Já, við leitum að sátt við sjálf okkur, það er okkar samningur,“ segir Guðrún Jóna. „Ein af leiðunum var þessi minningarsjóður Orra sem við stofnuðum.“ „Hann varð til í einhverju athafnaæði hjá okkur,“ segir Ómar. „Þetta er á fyrstu dög- unum eftir áfallið og þá er maður að leita að einhverri fótfestu. Ein af fótfestunum var að Guðrún Jóna vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa ungu fólki í tilfinningalegum vandræð- um. Henni þótti kjörið að nota þá peninga sem annars hefðu farið í blóm í sjóð. Hug- myndin var að þó ekki væri hægt að bjarga nema einum þá væri það þess virði. Fyrsta skref sjóðsins var að styrkja útgáfu á bækl- ingi frá Fræðslusviði Biskupsstofu um ást- vinamissi vegna sjálfsvígs, handbók til sjálfs- hjálpar fyrir aðstandendur. Þetta er góður bæklingur og því miður fá hann ekki allir í hendur sem þurfa. Einnig styrkti sjóðurinn gerð heimasíð- unnar Sjálfsvíg.is, sem er gott framtak stýrt af hópi aðstandenda innan Nýrrar dögunar. Ný dögun eru samtök um sorg og sorg- arviðbrögð og voru þessi samtök stofnuð á ní- unda áratugnum. Við vorum svo heppin að komast í stuðningshóp foreldra sem höfðu misst börnin sín innan Nýrrar dögunar fáum mánuðum eftir að Orri dó. Hópnum var stýrt af tveimur prestum, Vig- fúsi Bjarna Albertssyni og Halldóri Reyn- issyni. Þessi hópur hjálpaði okkur mjög mikið. Líklega skilja þeir best svona sorg sem hafa reynt það að misst barn. Og að hitta aðra í sömu stöðu var mikil hjálp fyrir okkur. Svo er það þessi bók. Við lögðumst mikið í lestur eftir áfallið. Við vorum fljót að klára ís- lensku bækurnar, sem eru ekki margar um þessi mál. Það var margt fínt þar, en það var ekki mikil vídd. Ég held við höfum saxað verulega á Amazon-bókasafnið um þessi mál og þessi bók barst okkur í annarri sendingu. Maður hafði smá fyrirvara á þessu af því að þetta er frænka söngvara Nirvana, Kurt Cobain, sem skrifar hana og maður hélt að þetta væri einhver bók um frægan mann eða einhver sem væri að nýta sér frægð hans. En bókin kom verulega á óvart og var það sem okkur vantaði á þeim tíma. Góður kunningi okkar sem er geðlæknir var ánægður með hana og lét hafa eftir sér hrós á kápunni.“ „Þessi bók sameinaði margt sem gott er að vita,“ segir Guðrún Jóna. „Sumar bækur um þetta eru rosalegt torf, fjalla mikið um lífeðl- isfræði og eru þungar, aðrar geta farið út í of mikið halelújatal. En þegar ég las þessa bók fyrst þá greip mig strax þessi löngun til að koma henni á framfæri. Nanna B. Þórsdóttir, sem þýðir bókina, dreif okkur eiginlega af stæður frá okkur. Á sama tíma háður og reiður. Þetta þekki ég af eigin raun og ég held að allir þekki þetta í einhverri mynd. Í þetta uppgjör munu blandast minningar og spurningar um bróður hans. Ég óttast að börn fái ekki að tjá sig í svona aðstæðum heldur sé þeim sagt hvernig þau eigi að skilja hlutina, sem er slæmt. Ein af okkar gæfum er hvað Bragi er skynsamur og velti ýmsu upp sem annars hefði kannski hefði aldrei verið rætt. Hann mátti líka tala og talaði mikið sem betur fer. Eitt af þessum viðkvæmu málum sem hann hreyfði við voru gæsaveiðar, en bróðir hans hafði notað skot- vopn við sjálfsvígið. Í raun krafðist hann þess á fyrstu vikum að ég myndi ekki hætta að veiða gæsir með vinum mínum vegna þess að þá fengi hann aldrei að koma með og þannig myndi dauðsfall Orra bitna á framtíð hans. Hann neyddi mig sem sagt til að taka ákvörð- un sem ég hefði annars frestað út í hið óend- anlega og þetta gerði hann á tíma þar sem ég hafði enga orku til að segja nei við hann. Í dag er ég honum þakklátur fyrir að hafa „neytt“ mig til að halda áfram. Seinna skildi ég að það sem hann sagði snerist ekki bara um veiðar heldur var hann í raun að segja að við yrðum að ná áttum, við mættum ekki um- breyta öllu lífi okkar. Ég held að enginn geti ráðlagt manni í sjokki af svona raunsæi nema barn. Ég man að ein rökin sem hann notaði til að sannfæra mig voru „Ef hann hefði orðið fyrir bíl, hefðuð þið þá bara hætt að keyra? Svarið við því er augljóslega nei. Allt tal um að börn skilji ekki þetta og hitt er rangt því þau skilja hluti einfaldlega á sinn hátt. En þar er líka hætta sem felst í því að þau festist í einhverri niðurstöðu eða samningi sem er slæmur fyrir þau til lengri tíma. Því þarf maður að ræða af skynsemi við barnið, maður skýrir ekkert út fyrir því heldur ræðir þær pælingar sem upp koma og reynir að finna svör eða niðurstöðu. Reynir að losa um slæm- ar hugsanir. Spurningar hans eru háðar þroska, þær breytast og því lýkur hans leit að svörum ekki á næstunni. En það hefur hjálp- að okkur mjög mikið að eiga hann og glíma við beinskeyttar pælingar hans. “ Hann kom oft með komment og ábendingar sem okkur hefði aldrei dottið til hugar og setti hluti í skemmtilegt samhengi eins og þegar hann bað mömmu sína um að hætta að gráta í Krónunni því annars héldu allir að hún ætti engan pening. Nánustu ættingjar, vinir og nágrannar voru okkur líka mikilvægir. Þau hringdu reglulega, mættu og sáu um að við borðuðum, svæfum og hefðum félagsskap. Svo fækkaði heimsókn- um í samræmi við getu okkar við að vera ein. Líklega var ekki hægt að fá betri stuðning en við fengum,“ segir Ómar. Sársaukinn mun aldrei hverfa „Mér er minnisstætt þegar ég fékk kort frá móður sem hafði misst tvö barna sinna fyrir mörgum árum síðan,“ segir Guðrún Jóna. „Það var mjög fallegt og styrkjandi bréf. En Börn Guðrúnar Jónu og Ómars heita Bríet og Bragi. Morgunblaðið/Ómar Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Nánari upplýsingar eru á ob.is/Vildarkerfi. -15kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.