Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.8. 2013 Heilsa og hreyfing Vendu þig á svefnreglu Farðu að sofa og farðu á fætur á svipuðum tíma, einnig um helgar. Stundum getur verið nauðsynlegt að leggja sig á daginn á meðan maður er enn svefnvana en láttu það ekki trufla svefnvenj- ur þínar í kringum nóttina. Best er að sleppa því að sofa á daginn, en ef það er nauðsyn- legt gerðu það frekar fyrripart dags en seinna. Ef svefninn læðist að þér eftir kvöld- mat, komdu þér þá á hreyfingu eða hringdu í einhvern frekar en að liggja í sófanum. Stilltu og stjórnaðu hinni náttúrulegu lík- amsklukku Melatonin er hormón í líkam- anum sem er stjórnað af sólarljósinu og hef- ur því áhrif á hins náttúrulega klukku líkamans. Melatonin eykst á kvöldin og það eru því hormónin sem gera okkur syfjuð. Ef við erum inni nánast allan daginn og sjáum varla dagsljósið getur það gert okkur syfjuð en þá gæti verið um of mikla melatonin- framleiðslu. Eins getur of mikið ljós eða birta, sérstaklega frá tölvuskjáum eða sjón- varpi dregið úr framleiðslu líkamans á mela- tonin og ruglað svefninn. Skapaðu afslappað andrúmsloft Það er auðveldara að sofna ef maður skapar af- slappaðar aðstæður. Róleg tónlist og lestur getur hjálpað þér að slaka á, en mikilvægt er að draga úr áreiti, s.s. hljóði og sjón- rænum áreitum. Ef hljóðið er utanaðkom- andi gætu eyrnatappar hjálpað. Dragðu úr neyslu á kvöldin Forðist kaffi og áfengi á kvöldin. Koffín örvar heilann og get- ur því truflað svefninn og áfengi gæti virst geta hjálpað mann að sofna en alkóhól getur einnig truflað svefninn og maður getur átt það til að vakna upp og eiga í erfiðleikum með að sofna aftur. Þá eykur kaffi og áfengi líkur á að maður þurfi á klósett um miðja nótt. Forðist líka sykur að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefn. Ef maður er svangur á kvöldin er mál að fá sér nokkrar hnetur eða volga mjólk sem lengi hefur verið talin geta hjálpað til við að sofna. Passið líka að drekka ekki of mikið á kvöldin. Það eykur líkur á svefntruflunum eða klósettferðum. Hreyfðu þig reglulega Regluleg hreyfing eykur endorfínframleiðslu líkamans sem dregur úr streitueinkennum og eykur líkur á djúpsvefni. 30 mínútur af hreyfingu á dag getur því aukið svefngæðin mikið. Reynið þó að stunda hreyfinguna síður rétt fyrir svefn, þar sem hún getur haft örvandi áhrif. Reyn- ið að klára æfinguna að minnsta kosti 3 tím- um fyrir svefntíma. Það er eðlilegt að rumska aðeins yfir nótt- ina og oftast munum við varla eftir því ef svefninn okkar er góður, en margir vakna upp á nóttunni og geta ekki sofnað aftur. Hér er nokkur ráð til að sofna aftur. Haltu áfram að slaka á Til að ná að sofna fljótt aftur er að viðhalda slökuninni. Í stað þess að hugsa um að reyna að sofna aftur, en það getur aukið streitutilfinningu, reyndu þá að einblína á slökun líkamans. Djúpönd- un, djúp vöðvaslökun og hugleiðing eru góð- ar slökunaræfingar. Gerðu eitthvað róandi Ef þetta dugar ekki og þú ert búin að vera andvaka í meira en 30 mínútur, farðu rólega fram úr og gerðu eitthvað róandi eins og að lesa bók. Ekki kveikja skær ljós og alls ekki kveikja á tölvu eða sjónvarpi. Jurtate gæti líka hjálpað til. Farðu aftur upp í rúm um leið og þú finnur fyrir syfju. Hreinsaðu hugann Passaðu þig að láta hug- ann ekki reika í átt að áhyggjum eða að leysa lífsgáturnar. Þú hugsar skýrar á dag- inn og það eina sem slíkar hugsanir gera er að draga þig lengra frá svefninum. Ef hug- mynd eða draumur heldur fyrir þér vöku getur þó verið betra að skrifa niður nokkur stikkorð svo þú getir frekar slakað á. Ef þessar leiðir duga ekki til að lækna svefnleysið gætir þú þurft að hafa samband við lækni, þar sem svefnleysi til lengri tíma getur verið hættulegt heilsunni, líkamlegri og andlegri, og dregið úr lífsgæðum. www.women.webmd.com www.kevinmd.com/blog Það er auðveldara að sofna ef maður skapar afslappaðar aðstæður. Morgunblaðið/Golli NOKKUR GÓÐ RÁÐ VIÐ SVEFNLEYSI Sofðu betur MARGIR KANNAST VIÐ SVEFNLEYSI OG REYNDAR GLÍMA FLESTIR VIÐ ÞAÐ EINHVERN TÍMANN Á LÍFS- LEIÐINNI. SVEFNLEYSI GETUR HAFT NEIKVÆÐ ÁHRIF Á ANDLEGA LÍÐ- AN, VERIÐ STEITUAUKANDI OG DREGIÐ ÚR AFKÖSTUM. ÝMSAR NÁTTÚRULEGAR LEIÐIR MÁ REYNA TIL AÐ NÁ TÖKUM Á SVEFNINUM ÁÐUR EN STOKKIÐ ER AF STAÐ TIL LÆKNISINS EFTIR SVEFNPILLUM. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com The Love’s Awakening nefnist helgarnámskeið sem boðið verður upp á laugardag- inn 31. ágúst til sunnudags 1. september á Sólheimum í Grímsnesi. Námskeiðið hjálpar til að opna líkama, huga, hjarta og anda í gegnum hugleiðslu, hreyfingu og innri íhugun. „Þetta er alveg magnað,“ segir Tristan Gribbin, sem skipuleggur nám- skeiðið hér á landi. Þrír erlendir kennarar koma frá München, en námskeiðið er haldið á ensku og er pláss fyrir 16-20 manns. Á námskeiðinu glímir fólk við að vinna bug á neikvæðum hugsunum, sleggjudómum, læstum tilfinningum, efasemd- um, vanmáttarkennd, ótta og kvíða. „Þetta er mjög falleg og djúp vinna, mikil hug- leiðsla. Ég hef stundað jóga og hugleiðslu í gegnum árin og þetta er fallegasta upp- lifun sem ég hef fengið,“ segir hún. Tristan hefur lært erlendis og kennir nú hugleiðslu í Baðhúsinu. Love’s Awakening er alþjóðlegt fyrirtæki og mörg þúsund manns hafa sótt nám- skeið hjá þeim síðustu tuttugu ár, en er nú í fyrsta sinn á Íslandi. Námskeiðið hent- ar öllum vel sem vilja kynnast hugmyndafræði Love’s Awakening og hvað hug- leiðslutæknin hefur fram að færa. Það dýpkar andlega lífið og hjálpar fólki að brjótast í gegnum stíflur í lífi sínu. „Ég er sjálf búin að vera að læra þetta og hef þekkt þetta fólk sem heldur námskeiðið í fimmtán ár. Það er svo gott að geta gefið til baka, þetta er svo nærandi fyrir sálina og hefur svo falleg áhrif á fólk.“ Allar nán- ari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðunni: www.facebook.com/events/- 548107768571050/Hugleiðslunámskeið á vegum Love’s Awakening verður haldið á Sólheimum í Grímsnesi. Morgunblaðið/Árni Sæberg HUGLEIÐSLUHELGI „Falleg áhrif á fólk“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.