Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 57
25.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Fórnargjöf Móloks er afar spennandi og grípandi glæpa- saga eftir Åsa Larsson. Óvenju- margir einstaklingar í sömu fjölskyldu deyja á sviplegan hátt og Rebecka Martinsson rann- sakar þessa dularfullu atburði. Flakkað er fram og aftur í tíma og gömul örlagasaga kennslu- konu sem sögð er í bókinni er minnisstæð og heldur lesand- anum rækilega við efnið. Lítill drengur sem þarf að vernda, er önnur sérlega minnisstæð og samúðarfull persóna. Þetta er örugglega besta bók Åsa Lars- son en hún fékk sænsku glæpa- sagnaverðlaunin fyrir hana. Bók sem sannarlega er hægt að mæla með fyrir aðdáendur spennusagna. Grípandi glæpasaga Eins og áður hefur komið fram á þessum síð- um verður fyrsta íslenska glæpasagnahátíðin, Iceland Noir, haldin hér á landi í nóvember og hefst formlega klukkan 10 að morgni 23. nóvember í Norræna húsinu með pallborðs- umræðum og viðtölum við höfundana. Arnaldur Indriðason verður heiðurs- gestur á hátíðinni, en alls taka um 25 höf- undar þátt í henni, þar af um helmingur frá útlöndum. Stærstu nöfnin í þeim hópi eru sennilega Ann Cleeves, höfundur bókanna um Veru lögreglukonu, John Curran, fremsti sérfræðingur heims í verkum Agöthu Christie, og Jorn Lier Horst, handhafi Glerlykilsins 2013. Hátíðin hefur þegar vakið mikla athygli erlendis, en Guardian valdi hana eina af bestu glæpasagnahátíðum í heimi, og því er von á mörgum erlendum gestum, auk höfundanna sjálfra. Búist er við því að loka fyrir skrán- ingar síðar í þessum mánuði þar sem sæta- pláss í Norræna húsinu er takmarkað. Vefur hátíðarinnar er www.icelandnoir.com. Arnaldur Indriðason verður heiðursgestur á Iceland Noir og er það vel við hæfi. Morgunblaðið/Einar Falur ARNALDUR HEIÐURSGESTUR Bókmenntahátíð verður haldin í Reykjavík í næsta mánuði, nánar til- tekið 11.-15. september. Fjöldi er- lendra rithöfunda mun mæta á hátíð- ina og má þar nefna hollenska rithöfundinn Herman Koch sem þekktur er hér á landi eftir að þýð- ingar komu út á skáldsögum hans Kvöldverðinum og Sumarhúsi með sundlaug. Rachel Joyce mætir einnig en bók hennar Hin ótrúlega pílagrímsganga Ha- rolds Fry seldist vel hér á landi. Daninn Kim Leine verður meðal gesta og einnig kanadíski rithöfund- urinn Douglas Coupland, sænska ljóðskáldið Kjell Espmark, Antonio Skármeta, rithöfundur frá Síle, og þýski rithöfund- urinn Jenny Erpenbeck – svo nokkur nöfn séu nefnd. Suðurafríski rithöfundurinn Margie Orford, sem kölluð hefur verið glæpasagnadrottning S-Afríku,verður stödd á landinu á þessum tíma til að taka þátt í ráðstefnu PEN-samtakanna, sem eru alþjóðasamtök rithöfunda. Ráðstefnan verður hér á landi 9.-15. september, en Or- ford er varformaður Suður-Afríkudeildar samtakanna. Einnig ætlar hún að reyna að sækja einhverja atburði á vegum Bókmenntahátíðarinnar. Bók hennar Daddy’s Girl mun koma út hér á landi næsta vor hjá bókaforlaginu Draumsýn. GLÆPASAGNADROTTNING TIL ÍSLANDS Bók Margie Orford, Daddy’s Girl, kemur út næsta vor, en höfundurinn er væntanlegur til landsins. Hin vinsæla skáldsaga Hanne- Vibeke Holst, Krónprinsessan, hefur verið endurútgefin í kilju en bókin kom fyrst út í ís- lenskri þýðingu árið 2005. Að- alpersóna bókarinnar er Char- lotte Damgaard, tveggja barna móðir á fertugsaldri, sem óvænt er boðið að verða um- hverfisráðherra. En það er enginn leikur að vera ung og valdamikil kona í stjórnmálum og ætla sér að sameina frama og hjónaband. Barátta ungrar konu í stjórn- málum Ljósmyndir, pólitík og glæpir NÝJAR BÆKUR ÞAÐ ER MIKILL METNAÐUR SEM LIGGUR AÐ BAKI LJÓSMYNDABÓK MEÐ MYNDUM RAGNARS AX- ELSSONAR. HIN VINSÆLA KRÓNPRINSESSA SNÝR AFTUR OG FJALLAÐ ER UM VIÐSKIPTABLOKKIR OG FLEIRA SEM TENGIST ÍSLENSKU EFNAHAGSLÍFI Í NÝRRI BÓK. ÓHÆTT ER SVO AÐ MÆLA MEÐ NÝRRI SÆNSKRI GLÆPASÖGU. Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson eru þekktir fyrir snarpa blaðamennsku og áhugaverð skrif um viðskiptalífið. Þeir eru höf- undar bókarinnar Ísland ehf. – Auð- menn og áhrif eftir hrun. Þar svara þeir spurningum eins og: Hvaðan koma fjármunirnir sem notaðir eru til að kaupa eignir þrotabúanna? Og hverjir verða eigendur Íslands þegar gjörningaveðrinu slotar? Hverjir eignast Ísland? Fjallaland eftir Ragnar Axelsson er stórglæsileg ljós- myndabók eftir einn færasta ljósmyndara landsins. Myndirnar í þessari bók eru úr Landmannaafrétt þar sem bændur leita að fé sínu hvert haust. Ragnar hefur í rúman aldarfjórðung slegist í för með þeim og mynd- að leitirnar. Hér er að finna magnaðar myndir af mönnum, skepnum og ægifagurri náttúru. Þetta er einkar eiguleg bók og vel að henni staðið á allan hátt. Glæsileg og mögnuð ljósmyndabók *Meginþáttur allra gáfna er viss tegund viðkvæmni. Sigurður Nordal BÓKSALA 14.-20. ÁGÚST Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson 1 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 2 Leðurblakan - kiljaJo Nesbo 3 Iceland Small World- small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 4 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 5 Fórnargjöf Móloks - kiljaAsa Larsson 6 InfernoDan Brown 7 Týnda dóttirinn - kiljaShilpi Somaya Gowda 8 Ísl/ensk-ensk/ísl vasaorðabókLaufey Leifsdóttir 9 Úlfshjarta - kiljaStefán Máni 10 Þegar öllu er á botnin hvolft - kiljaAlan Bradley Kiljur 1 LeðurblakanJo Nesbo 2 Maður sem heitir OveFrederik Backman 3 Fórnargjöf MóloksAsa Larsson 4 InfernoDan Brown 5 Týnda dóttirinnShilpi Somaya Gowda 6 ÚlfshjartaStefán Máni 7 Þegar öllu er á botnin hvolftAlan Bradley 8 SjóræninginnJón Gnarr 9 Áður en ég sofnaS.J.Watson 10 Þerraðu aldrei tár án hanskaJonas Gardell MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Víða er pottur brotinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.