Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.08.2013, Blaðsíða 37
Fáðu meira út úr rafhlöðunni * Skjárinn erstærsti sökudólgurinn - Stórir, litríkir skjáir nota mikla orku. Passaðu upp á birtustillinguna á skjánum. * Fækkaðu tilkynningum - Það eralgengt að þau forrit sem sett eru upp í símanum vilji minna á sig með einum eða öðrum hætti. Slökktu á tilkynningum frá eins mörgum forritum og þú kemst af með. * Notaðu minna 3G - Gagnaflutningur um 3Geyðir meiri orku en gagnaflutningur um wifi. Reyndu að takmarka 3G notkun. Enn meiri orkusparnaði má ná með því að slökkva á wifi líka þegar það er ekki í notkun. * Notaðu flýtiminni - Á mörgum símum og spjaldtölvum (og forritum) er hægt að stilla stærð flýti-minnis (e. cache) sem þýðir að síminn geymir meira í minni, en sækir minni gögn. Notaðu meira flýti- minni en minna. * Náðu í póst handvirkt - Þú getur stillt póstforritið svo það nær einungis í póst þegar þú biður umþað, í stað þess að ræsa netið og athuga með nýjan póst með reglubundnum hætti. * Slökktu á staðsetningarþjónustu - Innbyggð GPS staðsetningartæki senda boð til að staðsetja þigmeð reglulegu millibili. Slökktu á staðsetningarþjónustu eða fækkaðu forritum sem hafa heimild til að nota hana til að spara orku. * Fylgstu með uppfærslum - Flest forrit eru uppfærð reglulega og framleiðendur leita sífellt leiða tilað gera forrit neyslugrennri. Uppfærðu forritin, því oft eyðir ný uppfærsla minni orku. ÞAÐ ER MARGT HÆGT AÐ GERA TIL ÞESS AÐ DRAGA ÚR ORKUNOTKUN SNJALLSÍMA. HÉR ERU NOKKUR RÁÐ TIL AÐ HJÁLPA ÞÉR AÐ KOMAST Í GEGNUM DAGINN Á EINNI HLEÐSLU. Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBook Air Allt að 12klst Rafhlöðuending 25.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 FaceTime er frábær valkostur ef þú vilt eiga meira en hefðbundið sím- tal. Hins vegar kemur það ekki að góðum notum þegar þú vilt tala við einhvern sem notar ekki Mac eða annað tæki útbúið iOS tækni. Skype er því eitthvað sem nauð- synlegt er að niðurhala. Snertiflöt- urinn í Skype er auðveldur í notk- un, sem gerir flestum kleift að nota smáforritið til þess að hringja frítt eða ódýrt í aðra Skype notendur. EIGÐU BETRA SÍMTAL Smáforritið Skype Smáforritið LiveScore er þarfaþing fyrir fótboltafíkla sem hafa unun af því að fylgjast með úrslitum allra fótboltaleikja, hvort sem þeir fara fram í úrvalsdeildinni á Englandi, frönsku annarri deildinni eða sænsku þriðju deildinni. Um er að ræða sáraeinfalt smá- forrit sem birtir úrslit úr leikjum hvers dags „í beinni“ auk upplýs- inga um markaskorara úr öllum helstu fótboltadeildum heims. LIVESCORE Fáðu úrslitin beint í æð Bjart, fljótlegt og auðvelt. Búðu til vasaljós úr símanum þínum á eng- um tíma. Hver kannast ekki við það að rafmagninu slái út og batteríið í gamla vasaljósinu er dautt svo þú sérð ekkert á rafmagnstöfluna. Smáforritinu Flashlight fylgir einnig innbyggður áttaviti og kort sem gæti komið sér vel í myrkrinu þegar þú ratar illa utandyra. Aldrei aftur myrkur VASALJÓS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.