Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 6

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 6
6 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Elisabeth Lind Matthíasdóttir kennir Monitor að betrumbæta kökumix úr kassa svo úr verði ljúffengar bollakökur. Að hugsa út fyrir kassann 1 2 3 4 5 6 7 8 Mynd ir/ G ol li Elisabeth Lind Matthíasdóttir hefur fengið góð viðbrögð við blogginu elisabetlind.com sem hún hefur nú haldið úti í tæpt ár. Bloggið er kökublogg þar sem Elisabeth deilir einföldum uppskriftum og skreytingum.Þó svo að eldamenska hafi lengi heillað Elisabeth segir hún baksturinn tiltölulega nýtt áhugamál. „Ég hef alltaf verið virk í eldhúsinu, alveg síðan ég var lítil en ég er nýlega farin að baka meira og skreyta. Það er í rauninni bara eitt og hálft ár síðan að ég byrjaði á því,“ segir Elisabeth. Hún ein fjölmargra Íslendinga sem hafa skellt sér á skreytinganámskeið í kjölfar bollakökuæðisins sem enn held- ur landsmönnum í heljargreipum. Elisabeth telur vinsældir bollakökunnar skýrast af smæð hennar. „Þær eru svo litlar og það er þægilegt að borða þær. Hver og ein er líka svo einstök.“ Elisabeth viðurkennir þó að bollakökuæðið gæti haft áhrif á línurnar ef hún kysi að sitja ein að þeim. „Ég reyni að dreyfa þessu á mína nánustu en þessir næst mér eru hættir að vilja bollakökur,“ segir Elisabeth og hlær. Vinir hennar og fjölskylda fá þó reglulega að smakka á nýjungum frá Elisabeth þar sem hún bakar helst ekki eftir uppskrift. „Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og það hefur alltaf heppnast hingað til.“ Elisabeth hafði einmitt ekki prófað uppskriftina sem hér að neðan í sömu mynd. Uppskriftin að botninum er meðal vin- sælustu færsla hennar á blogginu en þar notaði hún Nutella- krem. „Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd.“ Setjið krem í sprautupoka, hér nota ég stútinn 1M frá Wilton. Blandið öllum hrá- efnum saman í skál og blandið síðan kökumixinu út í. Blandið hráefn- unum vel saman Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði. BOLLAKÖKURNAR HAFA SVO SANNARLEGA ÚTLITIÐ MEÐ SÉR Fyllið bolla- kökuformin upp að miðju. með deiginu. Kælið bollakök- urnar og sprautið síðan kreminu á kökurnar. Bakið í 20 til 24 mín. við 180 gráður á yfir/ undir hita eða 160 með blæstri. Hrærið saman öll hráefnin áður en þið bætið súkkulaðinu út í. Hrærið aftur þar til kremið er ljóst og létt. Innihald 1 kassi Betty Crocker - Devil’s food cake 3 egg 80 ml olía 1 dós 18% sýrður rjómi 110 ml mjólk 2 tsk vanilludropar 2 msk kakó Krem 485 gr. flórsykur 150 gr. After Eight 50 ml. mjólk 75 gr. smjör við stofuhita. SÚKKULAÐI BOLLAKÖKUR MEÐ AFTER EIGHT KREMI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.