Monitor - 05.09.2013, Page 8

Monitor - 05.09.2013, Page 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Lísa Hafliðadóttir lisa@monitor.is stíllinn Hvað eru Áflhildur og Pétur Haukur að bardúsa þessa dagana? Við erum alltaf með nokkur járn í eldinum. Erum í skóla og vinnu, sauma slaufur, gera upp gamla íbúð sem við eignuðumst í fyrra, grínast fullt og hafa gaman saman. Hvort eruð þið duglegri að kaupa hluti á heimilið eða flíkur í fataskápinn? Við erum búin að vera frekar heppin og fá margt fallegt inn á heimilið í gjafir en auðvitað er alltaf gaman að kaupa sér fallega hluti. Fatafíknin fer minnkandi með árunum og heimilið er farið að ganga fyrir. Er smekkur ykkar svipaður þegar kemur að heimilinu eða er þetta eilíft stríð á milli tveggja ólíkra einstakl- inga? Það góða við okkur er að við höfum gríðarlegt jafnað- argeð og þess vegna eru allar ákvarðanir auðveldar. Að öllu grínu slepptu þá höfum við svipaðan smekk fyrir flestu sem kemur að útliti heimilisins. Það eru þessir einstöku hlutir sem lenda í smá stríði en sem betur fer er lítið um það. Hverjar eru ykkar uppáhaldsverslanir fyrir heimilið annarsvegar og fataskápinn hinsvegar? Heimilið: Allt á milli himins og jarðar! Við erum með dót úr Tiger, Góða hirðinum, Söstrene Grene, Ikea, götumörk- uðum og svo auðvitað Epal, Heimahúsinu og þessum fínu búðum. Fataskápurinn: Við höfum einhvernveginn bæði meira gaman af því að rölta í búðum erlendis en hér heima og hafa borgir eins og Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á okkur. Hvar líður ykkur best á heimilinu? Sófinn og rúmið koma sterkast inn, við verðum bara að viðurkenna að þetta fína eldhús hefur verið afskaplega lítið notað. Hvar sjáið þið ykkur eftir 10 ár? Við sjáum okkur lifandi lífinu með nokkur babies og hund búandi í einbýlishúsi í Skerjafirðinum eða bara í einhverju gríni að ferðast um heiminn. Stíllinn skellti sér í heimsókn í Fossvoginn nú á dögun- um þar sem Álfhildur Pálsdóttir og Pétur Haukur Lofts- son láta fara vel um sig. Þau er með allt á hreinu hvað varðar stílhreint heimili og flott fataval! Fatafíknin fer og heimilið farið HVERSDAGSDRESS SKÓR: GS SKÓR SOKKAR: TOPSHOP BUXUR: DR. DENIM BOLUR: WEEKDAY SKYRTA/BLÚSSA: H&M PEYSA: SECOND FEMALE SKART: FRÁ HENDRIKKU WAAGE HVERSDAGSDRESS SKÓR: NIKE ROSHE RUN FRÁ URBAN OUTFITTERS BUXUR, SKYRTA OG PEYSA: H&M DERHÚFA: URBAN OUTFITTERS Fatasláin er hugmynd frá okkur báðum. Við ákváðum að taka fataskáp í burtu sem var inni í forstofu til þess að láta þetta líta aðeins betur út þegar við fluttum fyrst hingað inn. Við skelltum okkur í Byko og fengum rör og keðju hjá þeim og svo hófst vinnan. Þetta tók enga stund og er búið að nýtast okkur svaka vel. Kommóðan sem blasir við öllum þeim sem koma í heimsókn var keypt í Góða hirðinum á litlar 5000 kr. Við ætluðum nú alltaf að taka okkur til og pússa hana og gera hana eins og nýja en það hefur ekki enn gerst. Það koma tímar, koma ráð. Kertastjakarnir eru frá Ittala og Helgo úr Epal. Við fengum þessar bækur allar að gjöf þar sem við þykjum ferðasjúk. Við fórum til Asíu og Ástralíu árið 2010 í 3 mánuði og svo höfum við verið að fara hingað og þangað auk þess, nú síðast til Egyptalands í útskriftarferð hjá Álfhildi. Það var í rauninni sama sagan með svefnherbergið. Tókum út risaskáp til þess að mynda pláss og settum upp fataslá. Seinna ákváðum við að hækka slána og kaupa hillu undir fyrir föt og er fatahillan í raun bókahilla úr Rúmfó sem við snerum á hlið. 43 2 1 5

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.