Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 21

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Monitor ESSI MOLLÝ? Hvað er Mollý? Mollý er slangur yfir eiturlyfið MDMA (methylendioxymetamfetamin) sem er virka efnið í E-töflum. Í E-töflum er MDMA yfirleitt blandað við önnur efni en Mollý er notað fyrir efnið eitt og sér. MDMA dregur fram upplifun af aukinni orku, alsælu, tilfinningalegrar hlýju og nándar við aðra brenglun á skynhrifum og tímaskynjun. Molly er yfirleitt gleypt eða blandað við vökva og getur verið í töfluformi, hylki eða litið út eins og kristall. Áhrif þess endast í þrá til sex tíma í senn. Er Mollý ávanabindandi? Rannsóknir á vanabindandi eigin- leikum MDMA hafa sýnt mismunandi niðurstöður en sumir neytendur efnisins hafa gert grein fyrir einkennum fíknar, þar á meðal áframhaldandi notkun þrátt fyrir vitund um líkamlegan eða sálfræði- legan skaða, stærri skammtaþörf og frá- hvarfseinkenni. Þau taugaboðkerfi sem MDMA virkjar eru þau sömu og önnur ávanabindandi eiturlyf virkja. Tilraunir sýna að dýr sækja í MDMA sjálfviljug og þykir það gefa sterkar vísbendingar um ávanabindandi eiginleika þess. Hvaða áhrif hefur Mollý á heilann? MDMA eykur virkni taugaboðefna, serótóníns, dópamíns og noradrenalíns. Tilfinningaleg áhrif MDMA eiga sér lík- lega beint eða óbeint stað þegar miklu magni af serótóníni er sleppt út í líkam- ann. Serótónín hefur áhrif á lundarfar, matarlyst og svefn og hrindir einnig af stað losun hormónanna oxytósín og vasopressín sem spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að ást, trausti, kynferðislegri örvun og öðrum félagsleg- um upplifunum. Þetta getur útskýrt þær einkennandi upplifanir af tilfinningalegri nánd og hluttekningu sem lyfið veldur en tilraunir á bæði rottum og mönnum hafa sýnt fram á að MDMA eykur magn þessa hormóna í líkamanum. Sú skyndilega aukning af serótóníni sem MDMA veldur gengur á birgðir líkamans af þessu mikilvæga taugaboð- efni sem veldur slæmum eftirköstum svo sem þunglyndi, fáti, svefnvandræðum, lyfjaþrá og kvíða. Þessi eftirköst geta gert vart við sig stuttu eftir neyslu eiturlyfsins eða dögum og jafnvel vikum síðar. Fólk sem notar MDMA í miklum mæli hefur upplifað marga þessara kvilla til lengri tíma og þar að auki athyglis- og minnisvandamál en hugsanlegt er að einhver af þeim áhrifum komi til vegna notkunar annarra efna ásamt MDMA og þá sérstaklega marijúana. Hvaða önnur áhrif hefur Mollý á líkamann? MDMA getur haft áhrif áþekk þeim sem önnur örvandi lyf á við kókaín og amf- etamín hafa á líkamann. Þar má nefna hraðari hjartslátt og hærri blóþrýsting sem er sérlega hættulegt fólki sem glímir við hjarta sjúkdóma. Neytendur MDMA gætu einnig upplifað önnur einkenni eins og vöðvaspennu, ósjálfráða gnístan tanna, ógleði, óskýra sjón, örmögnun, kuldahroll eða svitaköst. Í stórum skömmtum getur MDMA truflað hæfni líkamans til að hafa stjórn á líkamshita. Í sjaldgæfum en ófyrir- sjáanlegum tilvikum getur þetta leitt til skyndilegrar hækkunar á líkamshita sem getur valdið bilun í lifur, nýrum eða blóðrásarkerfi líkamans og jafnvel leitt til dauða. MDMA getur truflað meltingu efnisins sjálfs og valdið því að skaðlegt magn þess safnast saman í líkamanum ef þess er neytt oft á stuttu tímabili. Auk þeirrar hættu sem fylgir neyslu MDMA er mikilvægt að muna að önnur hættuleg eiturefni eru oft seld undir fölskum formerkjum sem MDMA eða blandað við MDMA en þar á meðal má nefna baðsölt, ketamín, kókaín og rottu- eitur. Hættan sem skapast við neyslu slíkra eiturlyfja er ófyrirsjáanleg. Neysla á MDMA samhliða áfengisneyslu og notkunar á marijúana setur neytendann einnig í enn meiri hættu gagnvart skaðlegum áhrifum vímuefnanna. Heimildir: National Institute on Drug Abuse, www.drugabuse.com. FÍKNIEFNIÐ MOLLY Monitor vildi kanna allar hliðar MDMA og það þurfti ekki mörg símtöl til að finna einstakling sem hafði prófað efnið og var tilbúinn að lýsa sinni upplifun fyrir lesendum. Viðmælandi Monitor er ungur maður sem fæstir myndu flokka sem einhverskonar óreglumann við fyrstu sýn. Hann er háskólagenginn og á vinnumarkaði en þegar hann fer á djammið notar hann að jafnaði MDMA, betur þekkt sem Mollý, til að komast í vímu. Afhverju byrjaðir þú að nota Mollý? Ég bara veit það ekki, ég hafði heyrt góða hluti um þetta. Ég hef prófað eiginlega allt og aldrei fundið nein spes áhrif. Ég hef lesið mér til og horft á heimildarmyndir um flest öll eiturlyf. Mér fannst E-pillur alltaf hljóma rosalega illa og svo heyrði ég talað um að þetta virka efni væri skárra af því að þetta væri ekki blandað við neitt annað stöff. Svo ég spurði félaga mína út í þetta og þeir mæltu með þessu. Hvenær prófaðir þú efnið fyrst? Bara í sumar, ég hef gert þetta nokkrum sinnum í sumar þegar ég er úti að skemmta mér og svona. Myndirðu flokka sjálfan þig sem dópista? Þetta er svona meira eins og að fá sér steik á laugardögum, tríta sig þú veist. Ókei, en hvað kostar þá hvert svona „trít“? Sko, grammið er svona 25 (þúsund) „give or take“ en það dugar alveg í svona tíu til fimm skammta. Hvernig færðu þetta afhent? Eru þetta viðskipti við skuggalega gæja með „zip-lock“ poka eins og í bíómyndunum? Ég hef nú alltaf bara mætt til dílersins og hann bara brýtur þetta niður. Þetta er svona kristall, bara svona bolti og stundum er bara duft eftir af honum en yfirleitt eru þetta svona harðir kögglar sem hann setur í plastfilmu. Hvernig neytir maður Mollý? Þetta er bara gleypt. Mér finnst það eitthvað huggulegra en að taka í nös. Það sem ég fíla líka við þetta er að maður verður ekkert mjög dópaður, það sést voða lítið á manni. Þetta er ekki eins og áfengi eða kókaín af því að maður missir ekki jafn mikið kontról. Það er örugglega soldið persónubundið hversu lengi víman endist. Þetta eru kannski svona tveir tímar og eftir það ferðu að dempast smá niður. Eftir fjóra tíma fer maður kannski að sofa upp í rúmi og þá þykir manni líka rosalega vænt um rúmið. En hvað gerist þá þegar maður fer í vímu af Mollý? Fyrsta korterið er eiginlega svona hjúpur í kringum mann sem er voða þægilegt og manni finnst allt bara rosalega næs. Ég hef aldrei prófað að sofa hjá á þessu en ég hef heyrt að það sé geðveikt. Það er ekki það að maður verði graður heldur er öll snerting svo þægileg og manni þykir svo vænt um alla á þessu. Daginn eftir að ég prófaði þetta efni hugsaði ég einmitt um hvað það hefði verið mikil væntumþykja í mér og að mig langaði eiginlega til þess að vera meira svona eins og ég var á Mollý. Ertu ekki hræddur við það að sambærilegar reynslur í raunheiminum blikni þá í saman- burði? Ég hugsa að þetta sé einmitt ekki svona líkam- leg fíkn eins og áfengi og kókaín heldur meira svona ástandsfíkn. „Afhverju ætti ég að fara út, ef ég get farið út og liðið svona,“ hugsar maður kannski. Ég er ánægður að hafa ekki kynnst þessu 18 ára sko, að hafa getað skemmt mér án þess einu sinni. Sérðu fyrir þér að þú munir hætta að taka Mollý eða er þetta eitthvað sem mun fylgja þér héðan af? Það væri alveg gaman að eiga þetta uppi í skáp og draga fram í partíum og með konunni, eins og rauðvín eða eitthvað. Það er í raunninni miður þar sem ég hef eiginlega frekar verið á vímuefna- lausa vængnum og ekkert notað að staðaldri. Ég hef bara ekki fundið ástæðu til að hætta enn þá. Það væri kannski helst ef ég væri hættur að geta farið að skemmta mér án Mollý, þá færi maður að hugsa sinn gang. „Meira svona ástandsfíkn“ MOLLY Í KRISTALLSFORMI Monitor spjallaði við nokkra einstaklinga sem höfðu prófað Mollý og einn af þeim var ung manneskja sem slasaðist lífshættulega eftir neyslu á lyfinu í bland við áfengi. Viðkomandi man lítið sem ekkert eftir því hvernig slysið bar að og segist heppinn að vera á lífi en það blæddi inn á heila viðkomandi við slysið.Viðkomandi hefur ekki neytt MDMA síðan og segist hafa hugsað sinn gang þegar hann vaknaði á spítala. „Ég prófaði þetta í fyrsta skipti þar síðasta sumar og það var eiginlega óvart. Þetta var í teiti sem ég var í eftir bæinn þar sem einhver var að bjóða. Maður gerði þetta svolítið í blindni og ég vissi ekkert hvað þetta var,“ sagði viðkomandi í samtali við Monitor. Hann hafði prófað Mollý nokkrum sinnum áður og líkað vel en telur þó ljóst að áhrif efnisins séu ekki eins góð og þau kunna að virðast í fyrstu. „Þetta steikir auðvitað örugglega á manni heilann og allt það en ég held líka að það slæma við þetta sé að maður verður fljótt háður þessu. Það er enginn sem segir „Nei, nú er ég búin að prófa þetta“ og hættir svo bara.“ Er heppinn að vera á lífi Síðustu helgi var lokadegi Electric Zoo tónlistarhátíðarinnar í New York aflýst vegna andláts tveggja tónleikagesta. Hin látnu hétu Jeffrey Russ, sem var 23 ára, og Olivia Rotondo, sem var tvítug. Rotondo mun hafa sagt starfsfólki hátíðarinnar að hún hafi tekið sex skammta af Mollý, stuttu áður en hún fékk krampa og missti meðvit- und. Russ og Rotondo þekktust ekki og dóu ekki af nákvæmlega sömu orsökum en einnig er talið að MDMA hafi komið við sögu í andláti Russ. Fjórir aðrir hátíðargestir voru lagðir inn á spítala vegna eiturlyfjanotkunar áður en að hátíðin var blásin af. Tónlistarhátíð aflýst

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.