Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 20

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 20
20 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 HVER ER ÞE Undanfarið hefur borið mikið á kvenmannsnafn- inu Mollý í íslensku skemmtanalífi. Þar er þó ekki um að ræða nýjustu djammdrottningu borg- arinnar því Mollý þessi er ekki manneskja heldur eiturlyfið MDMA. Mollý, sem dregur nafns sitt af orðinu „molecule“ (ísl. sameind), hefur verið tíður gestur í poppmenningu samtímans og við undirbúning þessarar úttektar fékk Monitor að heyra ýmsar og afar ólíkar sögur af upplifunum og afleiðingum notkunar á MDMA. Á þessum síðum leitast Monitor við að kynna lesendur sína fyrir Mollý frá hinum ýmsu sjónarhornum en að því sögðu er rétt að árétta að það er rík ástæða fyrir því að vímuefni á við MDMA eru nefnd eiturlyf. Nýjasta plata poppdívunnar Madonnu,MDNA, vísar bæði í nafnsöngkonunnar og vímuefnið og á tónleikum sínum á tónlist- arhátíðinni Ultra Music Festival í Miami 2012 spurði hún áhorfendaskarann hvort einhver hefði séð Molly. Rapparinn Trinidad James skaust upp á stjörnuhim-ininn með lagi sínu „All Gold Everything“ en það var textabrotið „popped a Molly, I’m sweatin’” sem varð einkenni lagsins í heild sinni. Lagið varð fljótt gríðarlega vinsælt í Bandaríkjunum og meðal annars náðist myndband af NBA-stjörnunni LeBron James að syngja með textabrotinu fyrir leik. Íslenskir rapparar láta ekki sitt eftir liggja og í laginu „Þúveist“ rappar Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem Blaz Roca um að „crewið“ sitt á skemmtistaðnum Dolly sé á Molly á meðan hann lætur sér rommið duga. Eitt nýlegasta dæmið um að Mollý sé fagnað í poppheiminumer í texta nýjasta lags fyrrum Disney-stjörnunnar Miley Cyrus sem virðist staðráðin í að losa sig við heilsteypta ímynd sína. Í viðlagi „We can’t stop“ segir greinilega „La-da-di-da-di, we like to party, Dancing with Molly“ þó svo að ungstirnið haldi því fram að hún segist dansa með Miley. Það er ekki að undra að Miley reyni aðbera textann til baka þar sem vinsældum Mollý í poppmenningu nútímans hefur ekki verið tekið vel af þeim sem berjast gegn vímuefna- notkun. Rapparinn Rick Ross vakti mikla hneykslan meðrappi sínu í laginu U.O.E.N.O þar sem hann seg- ist hafa sett Mollý í kampavín grandalausrar stúlku sem hann hafi síðan tekið með sér heim. Rick Ross þurfti að að biðjast afsökunar á textanum sem augljóslega fjallaði um nauðgun en meðal annars missti hann samning sinn við íþróttavörufyrirtækið Reebok vegna hans. Raftónlistarmaðurinn Deadmau5 sakaði Madonnu um að notfærasér neikvæða anga af menningu ungs fólks til þess að reyna að tengjast þeim. Madonna svaraði því til að hún hefði aðeins verið að vísa í lag um stúlku sem heitir Mollý. Síðast en ekki síst má nefna að í laginu „Tom Ford“afneitar rapparinn Jay-Z tengslum við MDMA með textabrotinu „I don’t pop Molly, I rock Tom Ford“. Með orðum sínum gefur Jay-Z í skyn að alvöru töffarar neyti ekki eiturlyfja heldur gangi í dýrum jakkafötum. Eflaust þarf ekki að vera beint orsakasamhengi þar á milli en Tom Ford hefur sagt að honum finnist það dásamlegt að Jay-Z komist í vímu af fötunum hans. Dægurflugan Mollý Ein af ástæðunum fyrir vinsældum MDMA kann að vera hversu oft Mollý skýtur upp í tengslum við rapp og popptónlist. „Popp- ed a Molly, I’m sweatin“ All Gold Everyt- hing – Trinidad James „Som- ething ‘bout Mary she gone off that Molly“ Mercy - Kanye West „Hi, I‘m looking Molly I‘ve been sear- ching everywhere“ Molly – Tyga ft. Wiz Khalifa „Pop a Molly, smoke a blunt, that mean I’m a high roller” Roman Reloaded – Nicki Minaj ft. Lil Wayne „So la da di da di, we like to party Dancing with Molly Doing whatever we want“ We can‘t Stop – Miley Cyrus „Put Molly all in her champagne, she ain‘t even know it“ U.O.E.N.O – Rocko ft. Rick Ross & Future „Hollið mitt á Dolly all inn á Molly. Bent fírar í tonni en ég dett bara í rommið“ Þú veist – XXX Rottweiler „I don’t pop Molly, I rock Tom Ford“ Tom Ford – Jay - Z

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.