Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 22

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 22
Það hefur lengi vel þótt móðins að gera kvikmyndir sem eiga sér stað í fjarlægri framtíð og hafa margir hverjir reynt það með misgóðum árangri. Nýjasta spilið úr þessum bunka er Elysium sem segir frá útvöldum hópi fólks sem býr á hálfgerðri útópíu fyrir utan jörðina. Þar geta milljarðamær- ingar notið lífsins í vellystingum á meðan allir aðrir þurfa að búa á jörðinni sem er að rústum komin. Elysium segir frá afbrota- manninum Max (Matt Damon) sem slasast í vinnuslysi og er tilbúinn að gera allt til að komast á Elysium í leit að lækningu. Það reynist honum erfitt þar sem varnarmálaráðherra útópíunnar, Delacourt (Jodie Foster), gerir allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva flóttafólk í leit að betra lífi. Þessi hugmynd að kvikmynd er ekkert endi- lega ný af nálinni en hún er útfærð á mjög skemmti- legan máta. Á bakvið stýrið er leikstjórinn Neil Blomkamp sem þreytti frumraun sína á hvíta tjaldinu með hinni stórkostlegu District 9. Þó svo að þessi nýjasta kvikmynd hans sé ekki alveg í sama klassa þá er hún engu að síður reglulega skemmtileg og ber sterkan keim af handbragði hans sem virðist einkennast af mögnuðum tækni- brellum og reglulega illskeyttum ,,vonda kalli”. Leikararnir skila allir sínu vel en má þar nefna ofangreinda Matt Damon, Jodie Foster og Di- ego Luna. Lang, langbestur er þó Suður-Afríkubúinn Sharlto Cop- ley. Hér endurnýjar hann kynni sín við leikstjórann, en í staðinn fyrir að leika söguhetjuna eins og í District 9 er hann illmennið í þetta skiptið. Geðveikin og illskan skín gjörsamlega úr augunum hans og hugsaði ég oft á meðan kvikmyndinni stóð hversu ömurlegt það væri að lenda í sama herbergi og þessi maður. Elysium er kannski ekki að finna upp hjólið en hún er að betrumbæta það. Leitin að betra lífi K V I K M Y N D ELYSIUM HJÁLMAR KARLSSON Aðdáendur hljómsveitarinnar One Direction hafa ærið tilefni til að gleðjast því tónleika- og heimildarmynd um sveitina verður frumsýnd á föstudaginn. One Direction: This is Us er vönduð heim- ildarmynd í 3D eftir Íslandsvininn Morgan Spurlock um eina vinsælustu hljómsveit heims. Áhorfendur fá að njóta stórbrotinna upptaka af tónleikum ásamt því að saga sveitarinnar er rakin allt frá því að Simon Cowell spyrti saman þá Niall, Zayn, Liam, Harry og Louis í X-Factor sjónvarpsþáttunum þar sem þeir slógu í gegn. Morgan Spurlock fékk óheftan aðgang að hljómsveitinni og er óhætt að lofa því að aðdáendur fá hér að komast nær meðlim- um hennar en nokkru sinni áður. Miklu færri komust að en vildu þegar myndin var sýnd á sérstakri heimsforsýningu hérlendis fyrir skömmu síðan, í beinni frá London, því smekkfullt var á sýninguna í tveimur sölum og stemningin í Smárabíói engri lík. skjámenning FRUMSÝNING HELGARINNAR One Direction: This is Us Leikstjóri: Morgan Spurlock Aðalhlutverk: Meðlimir One Direction Hvar: Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Aldurstakmark: Öllum leyfð Lengd: 92 mínútur. 20 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 VILTU VINNA MIÐA? facebook.com/monitorbladid „This one time, at band camp..“ American Pie Nú hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá eigendum leikjatölva því sjálfur Diablo III er mættur í öllu sínu veldi, en þessi leikur er einn sá söluhæsti á PC-tölvurnar og því magnað að þetta dýr skuli detta núna inn af fullum krafti á PlayStation 3 og Xbox 360. Söguþráður leiksins er svo sem ekkert magnað ritverk sem á eftir að lifa af fleiri kynslóðir, en hann þjónar leiknum vel, en hann gengur í raun út á að drepa allt sem fyrir er og hreinsa svæðið af djöflum og alls kyns kvikindum. Spilun Diablo III er svoköll- uð „hack n slash“ spilun, en í stuttu máli er hún þannig að leikmenn hamast á stýripinnanum og berja á allskyns dýrum. Við þessa iðju nota leikmenn hin ýmsu vopn, hluti og galdra. Þetta er kannski ekki flóknasta spilun í heimi, en hún er mjög ávana- bindandi og er maður nánast eins og í leiðslu þegar hamrað er á takkana á stýripinnanum. Eftir því sem á leikinn líður verða óvinirnir öflugri, stærri og sterkari og þurfa leikmenn þá að beita nýjum brögðum til að ganga frá þeim. Á milli bardaga geta leikmenn svo djúsað upp persón- una sem þeir stýra og ákveðið hvernig vopnum hún skal vera búin. Leikmenn geta spilað Diablo III einir og sér, en aðalfjör- ið liggur í að spila leikinn í co-op, en þar geta allt að fjórir leikmenn barist saman hlið við hlið á ein- um og sama skjánum. Þannig að Diablo III er sannkallaður „kaldur á kantinum“-leikur sem er frábært að spila í hóp. Grafíkin í leiknum er stórgóð og ljóst að yfirfærslan frá PC hefur tekist mjög vel og leikurinn aðlagaður leikjavélunum af mikilli nákvæmni. Það er því óhætt að mæla sterklega með Diablo III, en leikurinn stenst allar væntingar og er einhver hrein- asta skemmtun sem undirritaður hefur dottið í og hefur hann þó dansað við djöfulinn í fjölmörg ár. Tegund: Hasar- og hlutverkaleikur PEGI merking: 16+ Útgefandi: Actisision Dómar: 9 af 10 – Gametíví 9,3 af 10 – Game Informer 9 af 10 – Eurogamer.net Diablo III ÓLAFUR ÞÓR JÓELSSON TÖ LV U L E I K U R Djöfullinn sjálfur Þann 23. september hefst ný þáttaröð sem ætlað er að vera lokahnykkur í sögunni af hvernig því hvernig sögumaðurinn Ted kynntist barnsmóður sinni í How I Met Your Mother. Við þurfum enn að bíða eftir að fá að kynnast barns- móðurinni en vert er að fræðast um leikkonuna Cristin Milioti strax í dag. • Á síðasta ári var hún tilnefnd til Tony verðlaunanna fyrir leik sinn í söngleiknum Once. • Hún hefur einnig komið fram í gamanþáttunum 30 Rock sem „Sexy baby“ • Hún var næstum handtekin fyrir ölvun við akstur við tökur á HIMYM. • Hún hóf leiklistarnám við New York Háskóla en hætti fljótlega. • Fyrsta launaða rullan hennar var í The Sopranos. • Hún er ekki á Facebook eða Twitter og heldur sig í raun eins langt frá Internetinu og hún kemst. • Hún var fastakúnni á barnum sem uppáhaldsbar aðalpersónanna í HIMYM er byggður á. Hver er mamman?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.