Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 14

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 14
reyndar mikið verið spurður hvort við ætlum ekki að taka annað gamalt lag og gera það upp eins og við gerðum með Vor í Vaglaskógi. Stendur það til? Það eru auðvitað einhver lög sem maður hefur mikið dálæti á úr íslenskri tónlistarsögu en það er alls ekkert sjálfsagt að maður tengi við þau eins og ég gerði við Vor í Vaglaskógi. Textinn þar er líka rosalega fallegur, það er gaman að heyra góð íslensk lög með fallegum texta. Pælir þú mikið í textum? Ég lít auðvitað fyrst og fremst á mig sem tónlist- armann þegar ég er að semja, þannig að tónlistin kemur venjulega fyrst og textinn á eftir. Textinn kemur líka stundum bara til þín og stundum ekki, það er svolítið „random“, eins og líklega gerist hjá rithöfundum. Svo er þetta að vissu leyti öðruvísi þegar maður er að semja á ensku, sem er náttúru- lega ekki móðurmálið. Íslendingar eru samt mjög framarlega í ensku miðað við önnur lönd, maður er búinn að alast upp við að horfa á þætti á ensku og svona þannig að þetta liggur ágætlega fyrir manni. Eruð þið að stefna á einhverja útrás með efnið ykkar? Við höfum mikinn áhuga á því, við erum búnir að fá fína spilun í Bretlandi á Rock‘ n Roller og fórum í viðtal þar. Það væri ótrúlega gaman að geta farið út til Bretlands eða eitthvert annað í Evrópu kannski eftir jól þegar platan er komin út og við erum búnir að fylgja henni svolítið eftir. Þetta verður bara að fá að koma í ljós, en við teljum að mikið af okkar tónlist höfði að vissu leyti til útlendinga jafnt sem fólks hérna heima, enda mikið sungið á ensku. Lítið þið á tónlistina sem framtíðarstarf? Ég held að við höfum allir það mikinn áhuga og ástríðu fyrir því sem við erum að gera að enginn okkar myndi fúlsa við því að starfa sem tónlistarmaður. Maður veit samt aldrei hvað gerist og við þökkum bara fyrir það meðan vel gengur. Persónulega hef ég allavega klárlega áhuga á að vera í þessu áfram. Hvar sérð þú þig eftir 10 ár? Ég get í raun og veru bara vonað að ég verði kominn ennþá lengra en í dag, verði búinn að gera eitthvað af tónlist sem ég verð ánægður með og get verið stoltur af. Ég hugsa þetta ekkert í of mörgum skrefum fram í tímann. Eins og er hef ég allavega nóg að gera og það er margt sem mig langar að gera í tónlistinni og næ vonandi að fylgja eftir. 14 MONITOR FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Svo stóð „aðal Rússinn” reglulega upp til þess að halda ræður og þá áttum við að hætta eins og skot SMÁA LETRIÐ UPPÁHALDS Uppáhaldsmatur: Nautalund. Uppáhaldshljómsveitarmeðlimur: Ég get ekki gert upp á milli barnanna minna. Uppáhaldslag þessa stundina: T-rex eru í uppáhaldi þessa dagana. Annaðhvort Get it on eða 20th century boy. Uppáhaldskvikmynd: Margar góðar. Shawshank Redemption er ofarlega, eða þá einhver með Jack Nicholson. ANNAÐHVORT EÐA? KFC eða Hvíti riddarinn? Hvíti riddarinn. Bítlarnir eða Rolling Stones? THE BEATLES! Davíð eða Daníel? Rúbin. Heimur án tónlistar eða heimur án nautalundar? Hvað væri heimur án tónlistar? TÓNLIST Lagið sem ég syng í sturtunni: My Way með Frank Sinatra eða Time to say goodbye með Andrea Bocelli. Lagið sem kemur mér í gott skap: James Brown - I feel good. Nostalgíulagið? Eitthvað úr Disney- myndunum. Lagið fyrir svefninn? Chopin - Nocturne in E Flat Major. Guilty pleasure-lagið? Glaðasti hundur í heimi. MEÐ JÖKLI Í HLJÓMSVEITINNI KALEO ERU RUBIN, DANÍEL OG DAVÍÐ.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.