Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 3

Monitor - 05.09.2013, Blaðsíða 3
FYRIR HLÁTURMILDA Hinn umdeildi grínisti Pablo Fransisco kemur fram í Hörpu í lok október en umdeildir brandarar hans hafa gert hann að einum vinsælasta grínista heims. Miðasala á uppistand kappans „Live and Kickin“ er þegar hafin á midi.is og nú fer hver að verða síðastur að krækja sér í miða á þessa drep- fyndnu kvöldstund. FYRIR TAKTFASTA Nýsjálenska söngkonan Lorde var uppgötvuð af Sony aðeins 12 ára gömul og nú fimm árum síðar er hún tekin til við að töfra heimsbyggð- ina upp úr skónum. Monitor mælir sérstaklega með lögunum „Royals“ og „Tennis Court“. FYRIR GJAFMILDA „Klárum málið“ er yfirskrift átaks UNICEF og Te & Kaffis sem hefst form- lega í dag. Af hverjum seldum drykk í september gefur Te & Kaffi andvirði einnar bólusetningar gegn mænu- sótt en einnig er hægt að styrkja málstaðinn með því að senda sms- ið „stopp“ í númerið 1900. Monitor óskar Agnesi til hamingju með giftinguna en samt bara í litla letrinu. fyrst&fremst 3FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 MONITOR www.facebook.com/monitorbladid B L A Ð IÐ Í T Ö L U M vikur var Emiliana Torrini á toppi þýska vinsældarlistans 9 4 Mosfellingar skipa hljóm- sveitina Kaleo þúsund krónur kostar eitt gramm af MDMA. létust á Electric Zoo hátíðinni. „Hátíðin er í rauninni opin fyrir hvern sem er svo það er alveg slatti af „drasl“-leikhúsi þarna en einnig mikið af frábærum uppsetningum,“ segir Agnes Wild sem vann til NSDF-verð- launanna á Edinburgh Fringe Festival ásamt skólasystkinum sínum úr leiklistarskólanum East 15. NSDF stendur fyrir National Student Drama Festival en það eru samtök nýútskrif- aðra leikara og leikhópa í Bretlandi og í ár sóttu alls 80 leikhópar um verðlaunin. „Við komumst í lokaúrtak 15 leikhópa og vorum boðin á verðlaunaathöfn á næstsíðasta kvöldi hátíðar- innar,“ segir Agnes. „Ég bjóst alls ekki við því að vinna og var búin að vera að draga rosalega mikið úr stelpunum þegar það var tilkynnt að í ár yrðu tveir sigurvegarar. Þau gátu bara ekki gert upp á milli okkar og annars hóps úr sama skóla,“ segir Agnes og hlær. „Við vorum verstu vinningshafar sem til eru af því að við vorum svo glöð að deila þessu með vinum okkar. Þau byrjuðu að öskra og við byrjuðum að öskra og svo hugsaði maður ekkert fyrr en eftir á út í hina sem unnu ekki.“ Agnes segir viðurkenn- inguna skipta mestu máli auk þess sem nú hafi þeim boðist að setja sýninguna upp í London en hún vonast jafnframt til þess að geta sett hana upp á Íslandi í framtíðinni. Munur á leikriti og alvöru „Í fyrstu var mjög erfitt að fá fólk til að koma að sjá sýninguna af því að það eru auðvitað 3000 sýningar í boði á hátíðinni,“ segir Agnes en hún dreifði auglýsingum fyrir sýninguna ásamt vinkonum sínum á götum úti. „Eftir svona tvær vikur vorum við farin að vekja meira umtal og þegar Lyn Gardner, leikhús- gagnrýnandi fyrir The Guardian, skrifaði um okkur á blogginu sínu og Twitter þá fór allt á fulla ferð,“ segir Agnes glöð í bragði en hún segir efni leikritsins eiga mjög vel við í dag. „Leikritið er byggt á reynslu handritshöfund- arins af því þegar besta vinkona hennar byrjaði með enskukennaranum þeirra, slíkt hefur verið mikið í umræðunni í Bretlandi undanfarið eftir að ung stúlka fór með kennaranum sínum til Frakklands.Við reyndum að láta kennarann ekki líta út fyrir að vera skrímsli heldur bara venjulegan mann enda væri það of ódýr lausn að gera hann að einföldum dónakalli,“ segir Agnes sem kveður þá nálgun hafa vakið mikla athygli. „Stúlkan sem skrifaði handritið fór fyrir rétt fyrir nokkrum mánuðum til að bera vitni gegn honum. Þetta er auðvitað rosalega tilfinn- ingaþrungið en maður verður að muna að verkið okkar er leikrit og hitt er alvaran,“ segir Agnes ákveðin. Agnes er með ýmislegt á prjónunum áður en hún heldur aftur til London en í vikunni gengur hún að eiga unnusta sinn og í september kemur út barnaljóðabók eftir hana sem ber titilinn Súrsæt skrímsli. „Þó við ætlum að búa úti er ég alltaf með annan fótinn hérna heima,“ segir Agnes. „En við ætlum að gefa leikhópnum séns í eitt tvö ár og sjá hvað gerist.“ 25 Hugleikur Dagsson Al- gengt komment á DV.is: “er þetta frétt?”. Svar: Já. Þú gerðir það að frétt. Þú smelltir á fréttina og kommentaðir. Þú gerðir fréttina meira lesna. Þú ert vandamálið. 2.september kl. 14:17 2 Agnes Wild er nýútskrifuð úr leiklistarskóla og hefur þegar unnið til verðlauna fyrir leikritið Play For September á Edinburgh Fringe Festival. Bjóst alls ekki við því að vinna Mér hefur aldrei verið boðið að kaupa fíkniefni. Kannski er það útlitið, kannski er það fasið eða kannski er það bara hrein og bein heppni. Ég vil auðvitað trúa því að ég hefði neitað fíkniefnum harðlega hefðu mér verið boðin þau þegar ég var óharðnaður unglingur en ég er bara alls ekki viss. Ífyrsta skipti sem mér var boðið áfengi sagði ég „Nei,“ strangri röddu með svip á andlitinu sem gaf til kynna að spurningin misbyði mér stórlega. Þá sagði einhver „kommooon“ svo ég yppti öxlum og tók sopa. Það var þá allur viljastyrkurinn. Íblaðinu í dag má finna umfjöllun um fíkniefnið MDMA sem í daglegu tali er nefnt Mollý. Mollý er ekki sómastúlka þó svo að áhrif hennar kunni að virðast heillandi en eins og segir í umfjölluninni er ástæða fyrir því að fíkniefni nefnast einnig eiturlyf. Svo afhverju erum við að einu sinni að ræða þessa Mollý? Ættum við ekki bara að leyfa lögreglunni að eiga við dópistana sem selja og neyta slíkra lyfja? Við eigum ekki að stinga höfðinu í sandinn. Margir, ef ekki flestir, neytendur Mollý eru ekki auðnuleysingjar og aumingjar heldur afar eðlilegt fólk eins og ég og þú. Eiturlyf þarf að ræða til þess að gera okkur auðveldara að hafna þeim þegar á hólminn er komið. Fyrstu atlögu Monitor að þeirri umræðu finnur þú á síðum 20 og 21. Anna Marsý MONITOR@MONITOR.IS Ritstjórn: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@ monitor.is), Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor.is) Framleiðslu- stjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@ monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is), Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is), Hersir Aron Ólafsson (hersir@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) Forsíða: Styrmir Kári (styrmirkari @mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 GA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFST Í HUGA MONITOR EFS Ekki vera strútur M yn d/ St yr m ir Ká ri AGNES WILD Fyrstu sex: 101089 Í morgunmat borðaði ég: Kímköku með skinku og osti. Draumahlutverkið mitt er: Tracy Turnblad í Hairspray. Lag sem er lýsandi fyrir líf mitt þessa stundina er: „Love and Marriage“ með Frank Sinatra af því ég er að fara að gifta mig og það er það sem allt snýst um í augnablikinu. VIKAN Á FACEBOOK MÆLIR MEÐ... Marta María Jónasdóttir Mín andlega fjarvera hefur náð nýjum hæðum. Nú er ég komin með Appið My Fitness Pal, sem gengur út á að skrá niður hreyfingu og át. Með Appinu getur maður eignast nýja vini og nú var ein að “adda” mér sem er búin að léttast um 1 kíló síðan hún hlóð Appinu niður. Þetta er náttúrlega eitthvað sem kona eins og ég verður að vita um fólk ... Mér er skapi næst að segja það sama og Benedikt Erlingsson sagði í gær í viðtali við Smartland: “Ég er fáviti”. 4.september kl. 15:17 Finnur Kolbeinsson Karlmennska glataðist á 12. tímanum í kvöld í sal 1 í kringlu- bíó á sýningunni The Conjuring. Látið vita í afgreiðslu ef þið finnið hana. 3. september kl. 02:00

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.