Akureyri


Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 4

Akureyri - 12.12.2013, Qupperneq 4
4 12. desember 2013 NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country Fun Country Mud Country NÝT T! NÝT T! Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr einnig yfir frábærum aksturseiginleikum utan vega. Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fun Country var hannað með það í huga að ná fram einstökum askturseiginleikum utanvega, auk þess að vera hljóðlátt og endingargott innanbæjar. Fun Country er ætlað nútíma jeppum sem vilja komast lengra! Dekkið er fáanlegt í stærðum frá 32“ til 37“. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 arctictrucks.is 2013-09 DC nýtt - Fréttablaðið 255x100mm.indd 1 23.9.2013 15:14:19 Borgum fjórfalt meira fyrir lán en Norðmenn Arnaldur Bárðarson, fyrrum prestur í Glerárkrirkju á Akureyri, hefur á bloggsíðu sinni sett fram saman- burð á lántökum til húsnæðiskaupa annars vegar á Íslandi og hins vegar í Noregi. Arna- ldur fluttist fyrir nokkru til Noregs og þjónar þar sem prestur. Hann segist hafa skoðað lánareiknivélar vegna húsnæðislána á Ís- landi og í Noregi. Niður- staðan sé sláandi og vakni spurning hvernig lánakjör hérlendis geti gengið upp fyrir Íslendinga. Með því að skoða lánareiknivél Íslandsbanka fann Arnaldur út að 20.000.0000 íbúðalán verðtryggt jafngreiðslulán til 25 ára kostar 51.848.406 kr. þegar það er uppgreitt. Meðalgreiðsla sé 172.827 kr. á mánuði. Hjá Íbúðalánasjóði sé boðið upp á lán sömu upphæð 20.000.000 en til 40 ára og þar er afborgun þægilegri eða um 87.000 íslenskar krónur á mánuði. Þegar upp sé staðið kosti lánið hins vegar 98.193.189 sem er nálægt fimmföldun. Sem dæmi um ódýrustu gerð af norsku húsnæðis- láni sem margir Norð- menn eigi þó kost á, nefnir presturinn lán upp á eina milljón norskar krónur sem sé nálægt 20 milljónum íslenskra. Það lán sé til 25 ára og auðvitað óverðtryggt. Heildar- vextir séu 303.827 norskar krónur og heildarkostnaður við uppgreiðslu 1.312.827 norskar krónur sem jafn- gildi um 26.256.000 íslenskum krón- um. Vextir norska lánsins séu 2,319%. Meðalgreiðsla á mánuði sé 87.000 íslenskar krónur. „Að fá lánaðar 20 milljónir og borga til baka rúmlega 26 er við- ráðanlegt en að greiða tæpar 52 milljónir eða rúmar 98 það er varla gerlegt,“ segir presturinn. Hann segir þó hægt að finna ódýr- ari íslensk lán og dýrari norsk. „En ég heldi þó að samanburðurinn sýni þann veruleika sem fólk býr við í þessum tveimur löndum á húsnæð- islánamarkaði.“ a Kynjakerfið kyndi undir óánægju með aukinn hlut karla í öldrunarþjónustu? Nokkur hluti starfsfólks Öldr- unarheimila Akureyrar hefur sent mótmælabréf til bæði Jafnréttis- stofu og félagsmálaráðs vegna óá- nægju. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheim- ila Akureyrar, telur að rekja megi óánægjuna til þess að körlum var fjölgað innan stofnunarinnar með markvissu átaki síðastliðið sumar. Meðal þess sem starfsfólk hefur haldið fram í samtölum við Akur- eyri vikublað er að karlmönnum í umönnunarstörfum hafi undanfarið boðist 100% starfshlutfall á sama tíma og konum í sömu störfum standi slíkt ekki til boða. Þetta kallar einn viðmælenda blaðsins „kynbundið ofbeldi“. Halldór S. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Öldrunarheimila Ak- ureyrar, segir þetta rangt hjá starfs- fólkinu. Körlum hafi ekki verið boðið 100% starfshlutfall umfram konur. Hann telur að sú ákvörðun að reyna kerfisbundið að fjölga körlum á vinnu- staðnum hafi leitt til jákvæðari ímynd- ar umönnunargeirans og gert vinnu- staðinn eftirsóttari en hluti starfsfólks hafi sent undirskriftalista þar sem hvatt sé til athugasemda sem varði jafnlaunastefnu. Hann kannist vel við óánægju hjá hluta starfsmanna sem hafi skapast í kjölfar þess að vakta- kerfum og fleiru í innviðum stofnunar- innar hafi verið breytt. Þá ákvörðun megi rekja til niðurskurðar frá 2009 en því miður komi ýmislegt fram í bréfinu sem sent hafi verið til yfirvalda sem ekki sé á rökum reist. Breytingarnar á vaktakerfunum hafi verið samþykktar af starfsmönnum sjálfum og mælingar á starfsánægju sýni að 76-80% starfs- manna séu ánægð. Það hlutfall hafi ekki dalað samkvæmt nýlegri mæl- ingu en einhver hluti starfsmanna sætti sig greinilega mjög illa við að vera í minnihluta. Sextán karlar störfuðu þegar mest var í sumarafleysingum hjá öldrunarheimilum Akureyrar í sum- ar og nokkur hluti fékk fastráðningu. Halldór telur út frá rótgrónu samfé- lagslegu viðhorfi að rekja megi úlfúð innan hluta starfsmannahópsins til þess að aukið hlutfall karla í um- önnunargeiranum fari illa í þá sem séu mótaðir af gamaldags hugsun kynjakerfisins. „Ég hef sagt það í bréfi til félags- málaráðs að átökin séu birtingar- mynd þess að hér höfum við staðið fyrir breytingum sem varða gildi og hefðir. Þetta með karlana ögrar og ógnar vafalítið sumum. En það er líka gaman að takast á við þá áskorun.“ Halldór nefnir sögu því til stuðn- ings að breytingar séu ekki alltaf vel séðar. Sem dæmi hafi eldri starfs- maður sagt yngri starfsmanni sem var nýr á vakt í sumar að ákveðin tegund af þvotti ætti að fara í eina körfu en önnur tegund af þvotti átti að fara í aðra körfu. Þetta hafi vak- ið undrun hjá nýja starfsmannin- um vegna þess að allur þvottur hafi blandast í þvottavélinni. Þegar eldri starfsmaðurinn hafi verið spurður um skýringar á flokkuninni hafi það svar fengist að svona hafi vinnulag- ið alltaf verið, allt frá þeim tíma sem unnið var á öldunarheimilinu Skjaldarvík. Löngu sé búið að loka Skjaldarvík. „Þarna er fullt af vel þenkjandi fólki en ákveðinn kjarni er ekki hrifinn af breytingum.“ a ARNALDUR BÁRÐARSON LÖGMANNSHLÍÐ ER HEIMILI eldri borgara á Akureyri. Nýtt og glæsilegt hús. En forsvarsmaður Öldrunarheimila Akureyri veltir upp spurningum um hvort hluti starfsfólksins í öldrunarþjónustu bæjarins bindi sig um of við gamaldags verkskiptingu meðal kynjanna. ÞAÐ GETUR REYNST snúið fyrir aðra en Íslendinga að skilja húsnæðislánapíningu þjóðar vorrar. Völundur

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.