Akureyri - 12.12.2013, Blaðsíða 21
2112. desember 2013
DAGUR, 15 ÁRA
VERÐIÐ GILDIR
Dagur er að leita að gjöfum en hann er líka í símanum þegar Akureyri
vikublað truflar hann stutta stund. Þrátt fyrir ungan aldur segist hann
kaupa þó nokkuð af gjöfum. Honum finnist „kózý“ að kaupa gjafir á
Glerártorgi. Þar sé hvorki kuldi né hret.
Spurður eftir hverju hann fari einkum þegar hann leiti fanga svarar
hann stutt og laggott: „Verðinu.“
Dagur upplýsir að ein minnisstæðasta jólagjöf sem hann hafi
fengið hafi haft töluverð áhrif á líf hans. Það var þegar hann fékk
hljómflutningstæki í jólagjöf. Sú gjöf hafi aukið á tónlistaráhugann
og enn nýti hann græjurnar vel.
Við látum þann unga mann eiga lokaorð viðmælenda. Saman-
dregið birtist sú mynd af kaupendum að þeir færu sér rólega, væru
alls ekki helteknir af kaupæði en nytu aðventunnar. Kannski er meira
stress fyrir sunnan?
HLÍN
BOLLADÓTTIR
BÆKUR BESTU GJAFIRNAR
Hlín Bolladóttir var sá viðmælandi
blaðsins sem virtist leggja einna
minnst upp úr því sem sumir kalla
jólagjafafár. Hún sagðist ekki
eyða miklum peningum í gjafir,
væri hófsöm í innkaupum. Bækur
væru að jafnaði ofarlega á listan-
um þegar kæmi að vali. Sjálf hefði
hún fengið urmul af bókum í jóla-
gjöf í gegnum tíðina. Hlín segist
ekki verja miklum tíma í leit að
gjöfum. Hafi um svo margt annað
að hugsa.
INGA HULD OTTÓSDÓTTIR
PERSÓNULEGAR GJAFIR BESTAR
„Það fer eftir ýmsu,“ segir Inga Huld Ottósdóttir, spurð hverju hún leggi mest upp úr við að finna réttu jólagjöfina. Hún
telur að jafnaði erfiðara að finna gjafir handa fullorðnum en börnum og segir mikinn tíma fara í að kaupa jólagjafir.
„En það er gefandi tími“. Ingu Huld finnst þægilegt að kaupa inn á Glerártorgi og telur að nokkurn hluta gjafanna í ár
muni hún kaupa þar. Hins vegar búi hún einnig sjálf til nokkurn hluta gjafanna. „Mér finnst sjálfri skemmtilegast að fá
persónulegar gjafir og ekki sakar ef ég veit að sá sem gefur gjöfina hefur eytt miklum tíma í hana. Það sýnir með órækum
hætti að fólki er ekki sama um þann sem fær jólagjöfina.“
MAGNÚS MÁR ÞORVALDSSON
SKEMMTILEGRA AÐ GEFA EN ÞIGGJA
„Já, ég er jólabarn og hef alltaf gefið mikið af jólagjöfum. Það helgast
nú aðallega af því að ég er örlátur að eðlisfari og finnst miklu skemmti-
legra að gefa en þiggja,“ segir Magnús Már Þorvaldsson sem sat við
konu og kaffisopa á Glerártorgi að loknum vel heppnuðum innkaupum.
Hann segist gefa því góðan tíma að kaupa jólagjafir. „Já, þetta er
tímafrekt en mjög skemmtilegt.“
Magnús Már getur þess einnig kankvís að út frá hagkvæmnis-
sjónarmiði væri náttúrlega mun skynsamlegra að geyma að kaupa
allar gjafir fram yfir áramótin þegar varningur ýmiss konar verður
seldur á brunaútsölum. Kostar þá aðeins brot af því sem hann gerir
nú rétt fyrir jólin. „Verslunarmenn fara dálítið illa með okkur en ég
tek fullan þátt í þessu með þeim.“
Spurður hvar á Akureyri Magnús Már kaupi sínar gjafir segist hann
bæði kaupa þær í gamla miðbænum og á Glerártorgi. „Miðbærinn og
hans töfrar eru órofa tengdir tilhlökkun jólanna frá því að ég var barn
og ólst upp hér á Akureyri. Okkur ber skylda til að halda lífi í miðbæn-
um. Ég er ennþá grátklökkur yfir því að Hólabúðinni hafi verið lokað.“