Akureyri - 12.12.2013, Side 14
14 12. desember 2013
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum
öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar
á komandi ári
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Helga Kvam
allskonar.is
mATArGATIÐ FLeIrI UPPsKrIFTIr Á WWW.ALLsKONAr.Is
Rauðkál með ediki
og fennelfræjum
» 2 msk repjuolía
» 1 msk fennelfræ
» 3 skallottulaukar, sneiddir
» 1 epli, flysjað og í litlum bitum
» 1 lítið rauðkálshöfuð, í sneiðum eða
bitum
» 1 kanilstöng
» 1 dl balsamedik
» 1 msk rifsberjahlaup
» 1 msk smjör
» salt og pipar
» handfylli steinselja, fínsöxuð
Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 60 mínútur
Settu olíu í pönnu og steiktu fenn-
elfræin í 1 mínútu í heitri olíunni
þar til þau fara að ilma. Bættu þá
við skallottulauknum og steiktu þar
til gullinn. Þá næst seturðu eplin og
rauðkálið út í og veltir við saman.
Helltu nú edikinu út í ásamt rifs-
berjahlaupinu og kanilstönginni og
hrærðu vel. Láttu malla undir loki
við lágan hita í 45 mínútur. Hrærðu
annað slagið.
Þegar kemur að því að bera
fram þá hrærirðu smjöri saman við,
smakkar til með salti og pipar og
stráir steinseljunni yfir. a
14 börn á fjalirnar
Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Akureyrar á Gullna
hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Egill Heiðar Anton Páls-
son leikstýrir verkinu en það er nú sett upp í fjórða sinn
hjá LA. Sýningin er hátíðarsýning félagsins á 40 ára
atvinnuafmæli þess. Meðl annarra taka fjórtán börn
þátt í sýningunni.
Verkið fjallar um uppgjör kerlingar við líf sitt og Jón
mann sinn. Ferðalag hennar til hins gullna hliðs með
sálartetur bónda síns í skjóðu er löngu orðið þekkt í
íslenskum leikbókmenntum og leitast uppfærslan við
að vera trú þessari reisu og varpa ljósi á hvaðan við
komum. Hljómsveitin Eva með þær Sigríði Eir Zoph-
oníasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur innan-
borðs semja nýja tónlist við verkið og taka þátt í upp-
færslunni með lifandi tónlistarflutningi. Með hlutverk
kerlingarinnar fer María Pálsdóttir sem eftir nokkuð
hlé stígur aftur á fjalirnar hjá LA. Auk hennar leika
Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson, Hilmir
Jensson og fjórtan nemendur úr Leiklistarskóla Leikfé-
lags Akureyrar í sýningunni. Egill Ingibergsson hannar
leikmynd og lýsingu, Helga Oddsdóttir hannar búninga,
Ingibjörg Huld Haraldsdóttir er aðstoðarleikstjóri og
Gígja Hólmgeirsdóttir aðstoðarkona er í starfsnámi hjá
LA. Frumsýning er 17. janúar.
ÚR FORMÁLA GULLNA HLIÐSINS:
Hér verður grýttur götuslóði rakinn,
og gömul kynslóð upp frá dauðum vakin,
svo þeir, sem ungir eru, megi skilja,
hið innra stríð, sem liðnir tímar dylja.
Því þar á trú vor, ef að líkum lætur,
í leyndu djúpi sínar meginrætur.
Aldirnar líða. Kynslóðirnar hverfa.
En hvað er það, sem börnin erfa?
Davíð Stefánsson
FRÍÐUR HÓPUR BARNA tekur þátt í
Gullna hliðinu sem frumsýnt verður í
Samkomuhúsinu innan skamms.
Gígja Hólmgeirsdóttir.