Akureyri - 12.12.2013, Blaðsíða 23
Netkerfi ehf | Fjölnisgata 6c | 603 Akureyri | Sími 4600400 | netkerfi@netkerfi.is
facebook.com/Netkerfiogtolvur | www.netkerfi.is
Okkur vantar
sérfræðing í vinnu!
Netkerfi óska að ráða tæknimann
Starfið felst í tækniþjónustu á verkstæði Netkerfa ásamt
vettvangsþjónustu hjá viðskiptavinum. Markmiðið með starfinu er
að tryggja framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina félagsins.
Starfið býður upp á töluverðan sveigjanleika en á móti geta komið álagstímar þar sem viðkomandi
starfsmaður þarf að geta unnið eins og þurfa þykir hverju sinni. Starfið krefst starfsmanns sem getur
unnið sjálfstætt og hefur frumkvæði. Starfið krefst mikilla samskipta og samvinnu við bæði starfsmenn
og viðskiptavini og því er hæfni í mannlegum samskiptum lykilatriði í starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 23. Desember nk.
Umsóknum skal skilað ásamt fylgigögnum á netfangið atvinna@netkerfi.is
Um framtíðarstarf er að ræða, góð laun í boði fyrir rétta aðila.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Björn Þórhallsson
í síma 893-1707. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið gunnar@netkerfi.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Einhver eftirfarandi Microsoft gráða er kostur:
MCITP, MCSE, MCTS
Reynsla af uppsetningu og notkun á Cisco búnaði
Reynsla af Microsoft HyperV og Vmware er kostur
Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólanámi
eða grunnnámi í rafiðnaði eða rafeindavirkjun
Hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Starfssvið:
Uppsetning og viðgerðir á tölvubúnaði
(borðtölvum, fartölvum og netþjónum)
Vettvangsþjónusta til viðskiptavina
Uppsetning og viðgerðir á stýrikerfum
Uppsetning á netbeinum og víðnetsbúnaði
Uppsetning á hugbúnaði
Greining á upplýsingatæknivandamálum