Akureyri - 12.12.2013, Side 13
1312. desember 2013
Ævintýraeyjan
Hrísey
Ég ólst upp í Hrísey á sjöunda og átt-
unda áratugnum. Það var að sönnu
ævintýralegt – eins og ég býst við að
umhverfi flestra barna á flestum tím-
um sé. Uppeldisárin mörkuðust tölu-
vert af sérstöðu eyjasamfélagsins;
nokkurri einangrun og fremur ein-
hæfum starfsháttum heimamanna.
Líf barnanna var þó aldrei einhæft,
þar ríkti sjálfræði og frelsi.
SKEMMTILEGAST AÐ
STÖKKVA OFAN AF HÚSUM
Leikvöllurinn var stór og margt
við að vera: Landaparís niðri á
Sandi, draugagangur undir Plani,
feluleikur í risastórri og yfirgefinni
Síldarverksmiðjunni. Það var skott-
ast í eggjatöku upp á ey, krækiber
seld í bréfpokum á tröppum Gamla
hússins, kanínu- og dúfna-
kofar byggðir og sullast um
á gonnum í höfninni. Sund-
laugin var opin á sumrin og
þá var farið í skyldusund að
morgni, leiksund síðdegis
og sundæfingu eftir kvöld-
mat. Á veturna var yfirleitt
snjóþungt og börnin byggðu
margra herbergja snjóhús og
lýstu upp hvern kima með
logandi kertum. Skemmti-
legast var að stökkva ofan
af húsum í snjóskaflana. Öll hlökk-
uðum við líka til þess að slá köttinn
úr tunnunni á Öskudaginn („köttur-
inn“ var nú reyndar hrafn eða jafnvel
múkki). Allir komu saman vestan
við frystihús í heimagerðum búning-
um og hengdu öskupoka aftan á þá
sem ekki uggðu að sér. Loks gengu
skólabörnin öll saman í hvert einasta
hús í eynni og sungu „Nú er frost á
fróni“ og fleiri napra vetrarsöngva. Í
ferð með var baukur sem áheyrendur
lögðu smápeninga í til söfnunar fyr-
ir skólaferðalag vorsins. Í lok söng-
göngunnar fengu börnin lítinn poka
af gotti hjá Ottó í búðinni. Þar lágu
dísætar grænar Freyju-karamellur,
perubrjóstsykur, súkkulaðivindlar,
möndlur og krembrauð. Kannski
Lindubuff eða Rjómatoffí. Namm.
LAS MEIN KAMPF Í LJÓSLEYSINU
Svo var það Barnaskólinn. Þar fengu
börnin að kynnast nýjum, skrítnum
kennurum á hverju skólaári. Þeir héld-
ust aldrei lengi við í starfinu – þetta
voru oft ungmenni með ævintýraþrá,
í mesta lagi nýskriðin úr menntaskóla,
nú eða undarlegir kvistir sem fengu
hvergi annars staðar vinnu. Sennilega
hefur ekki þótt fýsilegt að eyða vetr-
um á svona stað, í fámenni og jafnvel
rafmagnsleysi svo dögum skipti. Sæ-
strengurinn átti til að fara í sundur í
vetrarveðrum. Fyrir börnin var það nú
bara spennandi tími. Í ljósleysinu var
ýmislegt brasað. Ég átti forláta lukt
(vasaljós) sem gagnaðist mér ágæt-
lega við bóklestur í myrkrinu. Þannig
las ég Mein Kampf eftir sjálfan Ad-
olf Hitler. Nei, nei, ég var ekkert lítill
nasisti enda fannst mér bókin atarna
alveg þrautleiðinleg. Málið var að
Lestrarfélag Hríseyjar var til húsa í
litla skólanum okkar og þar var hægt
að skoða bækur á hverjum degi. Satt
best að segja var ég bara búin að lesa
allar barnabækurnar í safninu (Enid
Blyton-bækurnar ótal sinnum) og þá
tóku fullorðinsbókahillurnar við.
PRESTURINN MEÐ
BLÚNDUNÆRBUXURNAR
En aftur að kennurum (kennarar
hafa svo gaman af skólasögum). Ekki
voru allir lærifeðurnir undarlegir
aðkomumenn. Og þó, kannski þegar
vel er að gáð. Sá allra skemmtileg-
asti var einmitt presturinn, séra Kári
Valsson. Hann kom upprunalega frá
Tékkóslóvakíu og átti ótrú-
lega sögu að baki þegar
hann hóf prestsstörf í Hrísey,
t.d. úr fangabúðum í seinni
heimsstyrjöldinni. Kári vildi
endilega að bráðung einka-
dóttirin lærði dönsku löngu
áður en að því kom í skólan-
um en hún var nú ekki ýkja
hrifin af þeirri hugmynd.
Hann sannfærði því jafn-
aldrana um að takast á við
verkefnið með henni. Kári
hafði framúrstefnulegar aðferðir
við dönskukennsluna. Löngu síðar
fór ég í máladeild í menntaskóla og
lagði stund á ein fimm tungumál en
ekkert í þeim skóla líktist aðferðum
Kára. Hann hefur kannski komist í
skrif snillingsins Dewey þó sá merki
kennimaður yrði ekki vinsæll meðal
Íslendinga fyrr en áratugum síðar.
Málið var að hann kenndi í verki og
gegnum leik. Við börnin fengum að
leika með orðin, þreifa og bragða
á tungumálinu; bókstaflega! Eft-
irminnilegastir eru tímarnir þegar
við lærðum orðaforðann um mat því
þá fengum við að smakka ýmislegt
framandi – Kári borðaði fífla og hvít-
lauk sem þá þótti stórfurðulegt – við
supum á límonaði úr gostappa sem
gekk á milli og sögðum flissandi til
skiptis „limonade“. Við lærðum hvað
„spøgelse“ þýddi þegar hann sveif
um og baulaði draugalega undir
hvítu laki. Einu sinni dró hann upp
gömlu gleraugun sín til kenna okk-
ur orðatiltækið „gå i stykker“. Án
þess að orðlengja það frekar fleygði
hann „brillerne“ í gólfið og stappaði
kröftuglega ofan á þeim! Mest hlóg-
um við þó þegar presturinn mætti
með risastórar blúndunærbuxur af
eiginkonunni og kenndi okkur að
segja „trusser“. Það var mér nánast
um megn. Orðið var eiginlega of líkt
orði sem var harðbannað að láta sér
um munn fara. Við lyppuðumst bara
niður í hláturkasti. Kári var samt
glaðastur allra og greinilega hefur
kennslufræðin hans virkað því orðin
man ég enn. a
Upprisa Svalbarðseyrar í skjóli
Vaðlaheiðarganga – Af hverju ekki?
Af hverju nýtir sveitarstjórn Sval-
barðsstrandarhrepps sér ekki fyr-
irhuguð Vaðlaheiðargöng til að efla
menningu sveitarfélagsins? Felast
einhver sóknarfæri í því, kynnu
einhverjir að spyrja? Að fá göng
sem eru töluvert sunnan við Sval-
barðseyri, eina þéttbýliskjarnann á
svæðinu? Munu göngin ekki draga
svo verulega úr umferð um svæðið
að öll áform um uppbyggingu ferða-
iðnaðar reynast andvana fædd hug-
mynd? Stórt er spurt. Svalbarðseyri
hefur hingað til, eða í það minnsta
mörg undanfarin ár, ekki laðað
ferðamenn að í miklu magni þrátt
fyrir mikla umferð um þjóðveg 1
austan Svalbarðseyrar. Þar liggur
kannski hundurinn grafinn. Stað-
urinn er einfaldlega of nálægt
Akureyri til þess að fólk sjái hag
í því að staldra við. Ýmist er fólk
nýlagt af stað frá Akureyri á leið
austur fyrir eða það er komið svo
nálægt bænum að austan að það
sér í hyllingum möguleikann á að
klára langt og strangt ferðalag og
brunar því í bæinn. Þegar við bætist
skortur á afþreyingu, þjónustu eða
öðru sem fólk kallar eftir er ekki
nema von að bílarnir þjóti hjá. En
hvernig geta göngin hjálpað til við
að koma Svalbarðsstrandarhreppi á
kortið þegar þau beina umferðinni
frá svæðinu? Jú, í spurningunni
felst einmitt svarið. Nú er lag fyr-
ir Svalbarðsstrandarhrepp. Þegar
staðurinn er ekki lengur í alfaraleið,
þar sem ekkert annað kemst að hjá
ferðalöngunum en að komast sem
hraðast til eða frá Akureyri, má
draga upp nýja og ferskari mynd af
staðnum sem ekki var framkvæm-
anlegt áður. Og hvernig yrði hin
nýja ímynd Svalbarðseyrar og ná-
grennis? Meginþemað yrði rólegheit,
þægindi, sveitarómantík og annars
konar „kósíheit“ en þó jafnframt
með iðandi mannlífi. Hinn rólegi
áfangastaður Svalbarðseyri þar sem
gesturinn fær frið frá hraðanum og
látunum á þjóðveginum og í þétt-
býlinu. Þó Svalbarðseyri standi ekki
lengur við þjóðveginn er nálægðin
við hann nægilega mikil til að hægt
sé að fá fólk á staðinn. Grunnurinn
er þannig lagður án þess að stinga
niður skóflu. Framkvæmdir af þeirri
stærðargráðu sem Vaðlaheiðargöng
eru hlýtur að vera hægt að nýta til að
vekja athygli á svæðinu. Það er svo
bara í höndum heimamanna hvort
og þá hvernig þeir grípa tækifær-
ið. Nú þegar er ýmislegt til staðar
sem sveitarfélagið getur boðið upp
á. Alltaf má nýta íslenska náttúru til
sjálfbærrar ferðamennsku þó ekki
væri nema að bjóða upp á göngu-
ferðir og náttúruupplifun. Gaman
væri að geta sest niður á notalegu
kaffihúsi á Svalbarðseyri eða keypt
sér rjómaís í ísbúðinni sem notast
við hráefni úr heimabyggð. Af hverju
ekki að bjóða upp á skipulagðar
gönguferðir í Vaðlaheiði með óvið-
jafnanlegu útsýni yfir fjörðinn? Hver
veit nema göngufók rekist á sjálfan
Þorgeirsbola! Af hverju ekki að búa
til einhverskonar atvinnuskapandi
ferðamennsku yfir vetrartímann t.d.
á svæðinu þar sem snjósleðafólk
þeysist um á Víkurskarðinu? Auðvit-
að þarf sveitarfélagið að vinna með
nágrannasveitarfélögum og leggja
til fjármagn en það má sníða sér
stakk eftir vexti í þessu eins og öðru.
Gæti sveitarstjórnin aðstoðað íbúa
sveitarfélagsins við að fjármagna
litlar eða meðalstórar framkvæmdir
til eflingar ferðamennsku á svæðinu?
Með því myndi skapast grundvöllur
fyrir sameiginlegu átaki yfirvalda
og einstaklinga til að glæða svæðið
lífi. Áætlað er að göngin verði tekin í
notkun seinni hluta ársins 2016. Það
er því ekki seinna vænna fyrir íbúa
Svalbarðsstrandarhrepps að hefja
undirbúning að menningarátaki í
heimabyggð í skjóli Vaðlaheiðar-
ganga. Viðskipta og menningarhug-
mynd á krepputímum? Af hverju
ekki? a
ÁRNÝ HELGA
REYNISDÓTTIR
skrifar
RÓLEGHEIT, ÞÆGINDI OG sveitarómantík á Svalbarðseyri.
HRÍSEY ÚR FJARSKA